Morgunblaðið - 13.05.1975, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 13.05.1975, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 13. MAl 1975 21 Kristinn Björnsson pressuliðsmaður sem \I SIGllR irusson nær að skalla frá, en Guðjón óhann Torfason, pressuliðsmaður er við Gunnarsson. Keppt við 13 bióðir í sumar Keppnistlmabil frjáláþróttafólks verður óvenjulega umfangsmikið STJÓRN Frjálsfþróttasambands lslands hélt nýlega blaðamanna- fund, þar sem kynnt var það helzta sem framundan er hjá fslenzku frjálsíþróttafólki. Verður komandi keppnistfmabil mjög urnfangs- mikið — sennilega það umfangsmesta í sögu fslenzkra frjálsfþrótta. Kemur sér vel, að frjálsfþróttafólkið hefur f vetur búið sig sérstak- lega vel undir komandi tfmabil. Má vænta þess, að næsta sumar verði gott frjálsíþróttasumar, og mörg ný Íslandsmet lfti þá dagsins ljós. Með æfingum sínum stefnir frjáfsfþróttafófkið að sjálfsögðu að Olympíuleikunum í Montreal 1976, en að sögn Arnar Eiðssonar, formanns Frjálsfþróttasambandsins, er vonazt eftir þvf að 8—10 fslenzkir frjálsfþróttamenn verði sendir á leikana. Frjálsfþrótta- sambandið hefur enn ekki sett lágmörk fyrir keppni á leikunum, en það verður gert alveg á næstunni. Verða þau lágmörk sennilega svipuð þeim lágmörkum sem Alþjóða-Olympíunefndin hefur sett sem skilyrði fyrir þátttöku fleiri en eins keppanda frá fandi f hverri grein. KEPPT VIÐ 13 ÞJÓÐIR I sumar mun íslenzkt frjáls- íþróttafólk keppa við 13 þjóðir í landskeppni, og er þá talin með þátttaka í Evrópubikarkeppni karla, svo og landskeppni við Skota í karla- og kvennagreinum hér heima, keppni við Finna, Svía og Norðmenn í Kalottkeppninni og loks landskeppni í tugþraut við Breta og Frakka og þátttaka í Evrópubikarkeppni í tugþraut. Þátttaka í Evrópubikarkeppni kvenna og í fimmtarþraut kvenna hefur hins vegar verið afþökkuð. — Það er slæmt að þurfa að gera slíkt á sjálfu kvennaárinu, sagði Örn Eiðsson, — en ástæðan til þess að við gerðum það er ein- göngu sú að fjárskortur sniður okkur þröngan stakk. Við getum ekki tekið þátt í öllum þeim mót- um semviðeigumvöláog vildum vera með í, og við töldum réttast að skera þennan þátt niður, enda sennilega minnstir möguleikar þar. Auk þátttöku í áðurnefndum mótum er áformuð þátttaka i Norðurlandamóti unglinga i fjöl- þrautum, sem haldið verður að þessu sinni i Finnlandi og I Evrópumeistaramóti unglinga sem haldið verður í Aþenu, en fjöldi þátttakenda í mótum þess- um fer eftir afrekum keppenda. Landskeppni byrjar óvenjulega snemma í ár, þar sem fyrsta stór- verkefnið verður þátttaka i Evrópubikarkeppni karla sem fram fer í Lissabon i Portúgal, 14. og 15. júní. Auk íslendinga keppa þar Belgia, Irland, Holland, Portúgal, Spánn og Sviss. Þrjár fyrstu þjóðirnar fara í undanúr- slit, sem fram eiga að fara 12. og 13. júli. Litlar líkur eru á þvi að tslendingum takizt að skipa sér í þann hóp, en hins vegar ættu að vera möguleikar á að sigra Irana í keppninni og hefna þar með fyr- ir naumt tap i landakeppni fyrir þeim í fyrra. Evrópubikarkeppni í tugþraut fer svo fram i Barcelona 19. og 20. júli. Þar keppa auk Islendinga: Belgía, Irland, A-Þýzkaland, Bret- land, Spánn og Sviss. Kalotten- keppnin fer fram i Tromsö í Noregi að þessu sinni laugardag inn 26. og sunnudaginn 27. júli, og að þessu sinni ættu tslending- ar að eiga nokkra sigurmöguleika í keppninni. Aðalviðburðurinn hér heima i sumar verður svo landskeppni við Skotland með fullskipuðum landsliðum bæði karla og kvenna, en sú keppni fer fram á Laugar- dalsvellinum þriðjudaginn 19. ágúst og miðvikudaginn 20. ágúst. Ef dæmt er eftir afrekum frjáls íþróttafólks þjóðanna í fyrra, ættu Islendingar að eiga nokkra sigurmöguleika i þessari keppni. Lokaverkefni frjálsiþrótta- manna verðursvolandskeppni í tugþraut sem fram fer í Wales 4. og 5. október og verða keppinaut- ar okkar þar frá Bretlandi og Frakklandi. 30 ÁRA AFMÆLI FRl Frjálsiþróttasamband Islands á 30 ára afmæli árið 1977, og er þegar hafinn undirbúningur að þvi að minnast þeirra tímamóta í sögu sambandsins á veglegan hátt. Er það draumur þeirra FRl manna að minnast afmælisins með þvíaðsjáum framkvæmd á einum riðli Evrópubikarkeppn- innar, en með því yrði tryggt að hingað kæmi hópur frjálsíþrótta- manna í fremstu röð. Á þessu er þó sá annmarki, að hérlendis er ekki lengur til völlur, sem þykir boðlegur til sSlíkrar keppni. Til þess að unnt sé að halda slíkt mót þarf að vera fyrir hendi völlur með gerviefni á hlaupabrautum og atrennubrautum. Á 800. stjórnarfundi sinum í vetur gerði FRl samþykkt um að skora á borgaryfirvöld í Reykjavík að setja slíkt gervi- efni á hlaupabrautir Laugar- dalsvallarins og auk þess hafa svo forráðamenn sam- bandsins rætt um máf* þetta við borgarstjóra, sem tekið hefur málaleitan þeirra vel. Talið er að slíkar gervibrautir séu fljótar að borga sig, þar sem þær þurfa mjög lítið viðhald, og hafa t.d. Norðmenn reiknað það út, að brautirnar borgi sig upp á 2—3 árum. FRÆÐSLUMÁL OG DÖMARANÁMSKEIÐ: Skortur á leiðbeinendum er alvarlegt vandamál hjá FRl eins og öðrum sérsamböndum ISl. Grunnskóli ISl var þvi kærkomið verkeíni og nú er stjórn FRI að undirbúa námskeið fyrir þá sem ljúka a-stiginu, sem er alhliða undirbúningur fyrir allar íþróttagreina. Sigurður Helgason, formaður útbreiðslunefndar FRI, er að vinna að þessu máli og er hann á förum til Noregs um þess- ar mundir til að afla sér fróðleiks hjá norska sambandinu. Vænta má námskeiðs frjálsíþróttaleið- beinenda siðla sumars eða næsta haust. Þá hefur stjórn FRl ákveðið að senda hæfa menn út á land til að mennta frjálsíþróttadómara og veita íþróttakennurum og öðrum áhugamönnum upplýsingar um grunnskóla ISI. Ákveðið hafði verið að efna til dómaranámskeiðs i frjálsum íþróttum í Leirárskóla dagana 24. til 29. mai, en þar sem mjög lítil þátttaka var boðuð í námskeiði þessu utan að landi, var ákveðið að halda námskeiðið i Reykjavik. og ferþaðframískrifstofuFRl i íþróttamiðstöðinni. Þeirsem hug hafa á þátttöku geta enn tilkynnt sig á skrifstofu FRI, í síðasta lagi þó fyrir 15. maí. Þá má og geta þess að leikreglur i frjálsum íþróttum komu út í vetur. Þær er hægt að fá keyptar hjá ISI og kostar hvert eintak kr. 500.00. Þeir verda I sviðsljösinu I sumar. FrjálsIþröUa-landsliðsmennirnir Friðrik Þör ðskarsson, Slefán Hallgrlmsson og Agúst Asgeirsson fá mörg erfið verkefni ad glíma við. FIFA setur á fót eftirlitsnefnd. sem mun verða áhrifalaus frá upphafi Áhugamannareglurnar í knatt- spyrnu komu mjög til umræðu á nýafstöðnum fundi framkvæmda- nefndar FIFA, alþjóðaknatt- spyrnusambandsins. Tilefnið var keppnin í knattspyrnu á Olym- píuleikunum í Montreal 1976, en undankeppnin er þegar hafin f Afrfku og S-Ameríku, og fer senn að hefjast í Evrópu. Ástæðan til þess að þessi mál voru tekin til svo ítarlegrar umræðu er sú, að aðildarlönd FIFA telja sig ekki öll sitja við sama borð í keppni þessari. Telja Vestur- Evrópulöndin það hart aðgöngu að Austur-Evrópulöndin fái að tefla fram hreinum atvinnu- mannaliðum, meðan þau verða að tefla fram liðum skipuðum áhugamönnum, og telja að með þessu móti sé keppni leikanna hreinn skrfpaleikur. Á umræddum FIFA-fundi var tekin um það ákvörðun að fram- vegis gætu knattspyrnusambönd viðkomandi landa ekki sjálf ákveðið hverjir væru áhugamenn og hverjir atvinnumenn, heldur yrði það sérstök nefnd sem FIFA skipaði til þess að fjalla um mál þetta sem kvæði upp úrskurð. Lengra fékkst ekki gengið, þrátt fyrir itrekaðar tilraunir fulltrúa Vestur-Evrópu i framkvæmda- nefndinni. Það má ljóst vera, að þarna get- ur aldrei orðið um annað að ræða en dauðan bókstaf. Enginn trúir því raunverulega að Austur- Evrópuþjóðirnar láti segja sér fyrir verkum i þessu efni. Þær viðurkenna alls ekki að knatt- spyrnumenn þeirra séu atvinnu- menn i íþróttinni og munu örugg- lega neita að viðurkenna úrskurð nefndarinnar, verði hann á þá leið að þeir séu ekki gjaldgengir, og þar með draga sig frá keppn- inni. Slíkt mundi FIFA ekki þola, eða það verður a.m.k. að teljast harla óliklegt á meðan Havelange er forseti samtakanna, en hann virðist vilja fórna öllu til þess að halda sæmilegum friði við A- Evrópurikin. En það má líka ljóst vera aö haldi svo sem horfir verður geng- ið af knattspyrnukeppni Olympiu- leikanna dauðri. Lönd A-Evröpu munu þar halda áfram að hirða verðlaunin á meðan lönd eins og England og Vestur-Þýzkaland komast ekki einu sinni nálægt að- alkeppninni. Auglýsingastarfsemi Fundur framkvæmdstjórnar FIFA ákvað að gera nokkrar breytingar á reglum þeim sem gilt hafa um auglýsingastarfsemi áhugamanna i knattspyrnu, en hingað til hafa þeir ekki mátt þiggja fé fyrir að koma fram í auglýsingum. Reglur um þetta voru þó ekki fullmótaðar, en til stendur að slaka á þeim, innan ákveðinna marka. 16 lið í Argentínu Þá var á fundinum ákveðið að 16 lið tækju þátt í lokakeppni næstu heimsmeistarakeppni i knattspyrnu sem haldin verður í Argentínu, en það er sami liða- fjöldi og verið hefur i lokakeppn- inni að undanförnu. Argentínu- menn höfðu óskað eftir þvi að liðunum yrði fjölgað i 20 og Have- lange, forseti FIFA, hafði einnig lýst yfir áhuga sinum á því, með því fororði þó að það yrðu lönd frá Asiu, Afriku og Ameriku sem bættust við.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.