Morgunblaðið - 13.05.1975, Side 26

Morgunblaðið - 13.05.1975, Side 26
26 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 13. MAl 1975 Meirihlutaálit: Ráðstöfun gengismun- ar í þágu sjávarútvegs FRUMVARP til lagá um ráðstöf- un gengismunar i þágu sjávarút- vegs var afgreitt frá neðri deild Alþingis á örum timanum aðfar- arnótt uppstigningardags, með nokkrum breytingum. Frumvarp- ið var til fyrstu umræóu í efri deild i gær og mun hafa verið að þvi stefnt, að frumvarpið hlyti lagaafgreiðslu í deildinni í gær. Matthías Bjarnason, sjávarút- vegsráðherra, gat þess í efri deild í gær, er frumvarp þetta var á dagskrá, að auk þeirra fyrir- greiðslna, sem frumvarpið og aðr- ar ráðstafanir í efnahagsmálum fælu i sér fyrir sjávarútveginn, hefði þann 25. april sl. iausa- og vanskilaskuldum útgerðar, að fjárhæð 1.2 milljarð króna, verið breytt í föst skammtímalán i góðri samvinnu við Seðlabankann og viðskiptabankana. Frá þeim tíma hefði enn verið haldið áfram á þeirri braut, en nýrri tölulegar upplýsingar lægju ekki fyrir. Lán hjá Landsbanka væru að fjárhæð 715 m. kr., hjá Utvegs- banka 378 m. kr., auk gjaldfrests á gjaldföllnum afborgunum fjár- festingarlána að fjárhæð 106.6 m.kr. — eða samtais 1.199.600.,000. —. Mallhfas Bjamasun. Pélur SÍKUrésson. Lánafyrirgreiðslan hjá við- skiptabönkum skiptist þannig milli kjördæma (miðað við 24/4 ’75>: Vesturland (16 lán) 224.2 m. kr., Vestfirðir: (11 lán) 170.4 m.kr., Norðuriand vestra (3 lán) 7.0 m. kr., Norðurland eystra (9) 97.4 m.kr., Austfirðir (13) 190.3 m.kr., Suðurland (12) 120.2 m.kr., Reykjanes (33) 192.2 m.kr. og Reykjavik (7) 91.4 m.kr. Eins og áður segir er hér ekki um endan- lega skiptingu milli kjördæma að ræða enda málin enn á afgreiðslu- stigi hjá viðskiptabönkunum. Pétur Sigurðsson, alþingismað- ur, var framsögumaður meiri- hluta sjávarútvegsnefndar i neðri deild. Sagði hann frumvarpið lið i neyðarráðstöfunum, sem gripa þyrfti til, hvort sem mönnum værí ljúft eða leitt, til að halda þessum atvinnugreinum, útgerð Þingfréttir í stuttu máli Þorsteinn Þorsteinsson, Höfn Horna- firði. 0 Nýr þingmaður. 2. varaþingmaður Alþýðu- bandalagsins í Austfjarðakjör- dæmi, Þorsteinn Þorsteinsson, vélgæzlumaður Höfn Horna- firði, hefur tekíð sæti á Alþingi vegna anna 1. varaþingmanns, Sigurðar Blöndal, er setið hef- ur á þingi undanfarið í fjarveru Lúðvíks Jósepssonar. Fjórir þingmenn, sem fjar- verandi hafa verið undanfarið, Guðmundur H. Garðarsson (S), Benedikt Gröndal (A), Stefán Jónsson (K) og Þórarinn Sigur- jónsson (F) hafa á ný tekið sæti á Alþingi. 0 Varaþingmenn fjölmenna. Gylfi Þ. Gíslason (A) sagði á Alþingi aó tiðar komur varaþingmanna í þingsaii í fjar- veru aðalmanna væru ekki til þess fallnar að flýta þingstörf- um. Eðlilegt væri að varaþing- menn tækju sæti aðalmanna undir vissum kringumstæðum, en aðeins á yfirstandandi þingi hefði það skeð 32 sinnum að varaþingmenn leystu aðalþing- menn af hólmi. Formenn þing- flokka og forsetar Alþingis þyrftu að ræða um og koma sér saman um eðlilegt hóf í þessu efni. 0 Frumvarp um sauðnaut fellt. Frumvarp til laga um inn- flutning og eldi sauðnauta, sem harðar deilur hafa staðið um á Alþingi, svo sem skýrt hefur verið frá á þingsfðu blaðsins, var í gær fellt í neðri deild, eftir 3. umræðu þess, með 15 atkvæðum gegn 6. % Sóknargjöld Lagt hefur verið fram á Alþingi frumvarp til laga um sóknargjöld. Gerir frumvarpið ráð fyrir því að hver maður, karl eða kona, á aldrinum 16—67 ára, sein er i þjóðkirkju- söfnuði, greiði sóknargjald sem vera skal 1% af útsvari við- komenda, en þó aldrei lægra en kr. 500,- á einstakling og kr. 1.000.- á hjón. 0 Sérmenntað starfs- fólk á sviði endurhæfingar. Sverrir Bergmann (F) og Oddur Ólafsson (S) flytja þingsályktunartillögu, syo- hljóðandi: Mþingi ályktar, að skora á rikisstjórnina að gera nú þegar ráðstafanir til þess að draga úr þeim mikla skorti, sem nú er á sérmenntuðu starfsliði til hæf- ingar- og endurhæfingarstarfa með það fyrir augum: 0 a) að endurhæfingu sjúkra verði sein fyrst komið I viðun- andi horf, # b) að tryggja að hæfing van- þroska, seinþroska og þroska- heftra verði svo fljótt sein auðið er í samræmi við nútfmaþekkingu á einstökum sviðum þessarar þjálfunar, # e) að grundvöllur skapist hérlendis í náinni framtið fyrir aðstöðu til, sérmenntunar á sem flestum sviðum hæfingar og endurhæfingar, enda megi þá fyrst vænta þess, að hægt verði að sinna þessu mikiis- Framhald á bls. 27 og fiskvinnslu, gangandi og þar með að halda uppi fullri atvinnu í landinu. Hins vegar væri að þvi stefnt og unnið, að koma málum í það horf, að hægt yrði i næstu framtið að höggva á sjóðakerfi sjávarútvegsins meö þeim hætti, að útgerðinni yrði gert kieift að standa á eigin fótum, þ.e. greiða sjálf allan áfallandi kostnaj) þ. á m. oliuverð og vátryggingu. Eins og mál stæðu i dag yrði að feta troðna slóð i þessu efni en von- andi ekki nema til skamms tima. Frumvarpið frá neðri deild. Frumvarpið, eins og það var afgreitt frá n.d., lítur þannig út: l. gr. Fé það, sem kemur á reikning ríkissjóðs, skv. ákvæðum 2. gr. laga nr. 2/1975, um ráðstafanir vegna ákvörðunar Seðlabanka Is- lands um breytingu á gengi is- lenskrar krónu, umfram greiðslu skv. 4. mgr. þeirrar lagagreinar, skal lagt í sérstakan gengismun- arsjóð, sem varið skal í þágu sjáv- arútvegsins með eftirgreindum hætti: a. Til lifeyrissjóða sjómanna til þess að verðbæta örorku- og lif- eyrisgreiðslur til sjómanna og aðrar tryggingabætur .... 75 m.kr. b. Til þess að létta stofnfjárkostn- aðarbyrði eigenda fiskiskipa, sem orðið hafa fyrir gengistapi vegna erlendra og gengistryggðra skulda með skilyrðum sem ráðu- neytið setur ..........950 m.kr. Gert er ráð fyrir, að greiðslur samkvæmt þessum lið fari fram á þremur árum frá 14. febrúar 1975 að telja. Sjávarútvegsráðuneytinu er heimilt aó ráðstafa allt aó 400 m. kr., af heildarfjárhæð sam- kvæmt þessum lið til lánveitirtga i sjávarútvegi til 2—3ja ára til að bæta lausafjárstöðu eigenda fiski- skipa og vinnslustöðva. c. Til Fiskveiðasjóðs Islands til þess að greiða fyrir lánveitingum sjóðsins til tækjakaupa og endur- bóta á eldri fiskibátum. Fé þetta greiðist Fiskveiðasjóði sem óaft- urkræft framlag .......300 m.kr. d. Til að bæta eigendum fiski- skipa það tjón sem þeir verða fyrir, er skip þeirra eru dæmd ónýt enda sé tjónið ekki bætt með öðrum hætti....................50 m.kr. e. Til Oliusjóðs fiskiskipa til þess að jafna greiðsluhalla hans fram til 15. febrúar 1975 ....80 m.kr. f. Til Tryggingasjóðs fiskiskipa til þess að bæta greiðslustöðu hans ...................100 m.kr. g. Til Verðjöfnunarsjóðs fiskiðn- aðarins, deildar fyrir afurðir síld- ar og fiskimjölsverksmiðja, tit greiðslu verðbóta vegna loðnu- mjöls og fiskmjöls á vetrarvertíð 1975 ....................50 m.kr. h. Til rannsókna og styrkveitinga v. fiskiskipa, sem breyta vélbún- aði sinum til þess að geta nýtt svartolíu i stað gasolíu sem orkugjafa ..............10 m.kr. i. Til orlofshúsa sjómannasamtak- anna ...................12 m.kr. j. Eftirstöðvar til ráðstöfunar samkvæmt nánari ákvörðun sjáv- arútvegsráðuneytisins. Sjávarútvegsráðuneytið setur nánari reglur um framkvæmd þessarar greinar og greiðslutima framlaga. 2. gr. Auk sérstaks útflutningsgjalds til Olíusjóðs fiskiskipa skv. 4. gr. laga nr. 106/1974 skal greiða til Olíusjóðs viðbótargjald af fob.- verði sjávárafurða, sem fram- leiddar eru eftir 15. febrúar 1975, sem hér segir: a. 4% af fob.-verði útfluttra sjávarafurða, annarra en þeirra sem getið er í b. og c. lið þessarar greinar svo og lagmetis og þeirra afurða, sem koma frá hvalveiðum, selveiðum og hrognkelsaveiðum. b. 6% af fob.-verði útflutnings á saltfiski. c. 2% af fob.-verði útflutnings á loðnumjöli, loðnulýsi, fiskmjöli, karfamjöli, karfalýsi, humar- mjöli, rækjumjöli, síldarmjöli og síldarlýsi. Utflutningsgjaldið reiknast á sama hátt og annað útflutnings- gjald af sömu vöru, og setur sjáv- arútvegsráðuneytið reglur um nánari framkvæmd á ákvæðum greinar þessarar. Akvæði til bráðabirgða. 1. Ákvæði c.-liðar 2. gr. skal eigi taka gildi fyrr en 1. október 1975 og ná til afurða, sem framleiddar eru eftir þann tima. 2. Stjórn Verðjöfnunarsjóðs er heimilt að' greiða framleiðendum loðnumjöls upp i verðbætur, sbr. 6. gr. laga nr. 72/1969, vegna birgða loðnumjöls frá loðnuvertið 1975, sem ekki hafa verið fluttar út. Sjóðsstjórnin setur reglur um greiðslur þessar, að fengnu sam- þykki ráðherra. 3. Ákvæði b-liðar 1. mgr. 2. gr. laga nr. 2 13. febrúar 1975, um ráðstafanir vegna ákvörðunar Seðlabanka Islands um breytingu á gengi islenskrar krónu, um 20% frádrátt vegna gengismunar, skulu taka til afurða framleiddra úr loðnu, sem landað hefur verið fyrir 16. febrúar 1975. Sjávarút- vegsráðuneytið skal setja reglur um framkvæmd þessa liðar, þar sem m.a. verði kveðið á um hvern- ig meta skuli það afurðamagn, sem framleitt hefur verið úr hrá- efnisbirgðum loðnuverksmiðja eins og þær voru um miðnætti 15. febrúar 1975. 4. Heimilt er að endurgreiða útflutningsgjald skv. lögum nr. 19/1973 og a-lið 2. gr. þessara laga af saltsfld og saltsíldarflökum, sem framleidd er á árinu 1975. 5. Heimilt er að endurgreiða útflutningsgjald skv. b-lið 2. gr. að hluta eða öllu leyti af þurrkuð- um saltfiski, þ. á m. af þurrkuðum saltufsa. Virkjun Kláffoss í Hvítá Jón Árnason (S) og Ásgeir Bjarnason (F) hafa lagt fram á Alþingi frumvarp til laga um virkjun Hvítár i Borgarfirði. Frumvarpið gerir ■ ráð fyrir heimild til handa Andakilsár- virkjun sf. til að reisa og reka vatnsaflsstöð við Kláffoss i Hvítá, meó allt að 13,5 MW-afli, og orku- veitu til tengingar við orkuflutn- ingakerfið í Borgarfirði. Rikisstjórninni skal heimilt að ábyrjast fyrir hönd ríkissjóðs allt að 1500 m.kr., eða jafngildi þeirr- ar upphæðar í erlendri mynt, .til greiðslu umræddra mannvirkja. Fella skal niður aðflutningsgjöld og söluskatt af efni, tækjum og vélum til virkjunarinnar. Virkj- Jón Arnason. Asgeir Bjarnason. unin skal undanþegin tekjuskatti, stimpilgjaldi, útsvari, aðstöðu- gjaldi og öðrum gjöldum til rikis, sýslusjóðs og sveitarfélaga. Sýslu- og s\/eitarsjóðum skal þó greiða tilskilin gjöld af fasteignum fyrir- tækisins. Setja skal reglugerð, um stofn- un og rekstur sem stjórn virkj- unarinnar semur en ráóherra staðfestir. Hvert heimili greiði aðeins eitt sjónvarpsgjald Gudmundur H. Garð- arsson. Guðmundur H. Garðarsson (S) flytur svohljóðandi tillögu til þingsályktunar. Alþingi ályktar aó fela mennta- málaráðherra að breyta reglugerð Enn til z-unnar boðið Fyrir Alþingi hefur legið I nokkrar vikur fyrirspurn til menntamálaráðherra um réttrit- unarreglur, frá Heimi Hannes- syni (F), sem m.a. varðar framtíð z-unnar i rituðu máli. Káðherra hefur ekki enn svarað þessari fyrirspurn, þó að hún hafi nokkr- um sinnum verið á prentaðri dag- skrá Alþingis. Nú hefur z-unni enn bætzt liðsauki. Fyrrverandi menntamálaráðherra, Gylfi Þ. Gislason (A), hefur lagt fram frumvarp um stafsetningu, þar sem m.a. gert ráð fyrir endur- reisn z-unnar. Þar segir: „Rita skal z fyrir upprunalegt ds, es, ts, bæói i stofni og endingum, þar sem tann- stafurinn (d, ð eða t) er fallinn burt í skýrum framburði, til dæmis hanzki (handski), lenzka (lendska), gæzka (gæðska). Enn- fremur þið eða þér kallizt (kallið- Gylfi Þ. Gíslason. st), berjist (berjið-st), setjist (setjið-st), svo og hefur eða hafði kallazt (kallað-st), barizt (barið- st) snúizt (snúið-st), flutzt (flutt-st), breytzt (breytt-st) o.s.frv. nr. 280 frá 1966, um breytingu á reglugerð nr. 28 frá 1958 um út- varpsrekstur ríkisins, 9. gr., á þann veg, að aðeins skuli greiða eitt afnotagjald vegna sjónvarps- tækja, þótt fleiri séu en eitt á heimili eða í stofnun. GREINARGERÐ Breyting sú, sem hér er lögó til á reglugerð nr. 280 frá 1966, um útvarpsrekstur ríkisins, 9. gr., fel- ur í sér, að i stað þess að greitt sé afnotagjald af hverju sjónvarps- tæki, ef fleiri eru í notkun á heim- ili eða i stofnun, skuli aðeins greitt eitt gjald. Með því yrði sami háttur á hafður varðandi afnota- gjöld af sjónvarpstækjum og tíðk- ast hefur um innheimtu afnota- gjalda af útvarpstækjum i all- mörg ár, enda þótt sjálfsagt. Það færist stöðugt í vöxt, að fleiri en eitt sjónvarpstæki eru á sama heimili. Stafar það m.a. af því, að fólk hefur átt kost á að kaupa lítil, en tiltölulga ódýr sjón- varpstæki, semauðvelterað flytja til. En eftir sem áður er notkun stærri sjónvarpstækja algengust á flestum heimilum. Ýmsar ástæð- ur, svo sem veikindi, geta verið þess valdandi, að æskilegt þyki, að fleiri en eitt sjónvarpstæki sé á heimili eða í stofnun.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.