Morgunblaðið - 13.05.1975, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 13.05.1975, Blaðsíða 22
22 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 13. MAl 1975 LOKSINS TOKST AÐ LJUKA REYKJAVÍKURMÓTINU í SVIGI Kristinn Sigurðsson — einn hinna efnilegu skíðamanna. ÞAÐ hefur ekki hlásið byrlega til þess að halda Reykjavfkurmótið f svigi. Alls varð að fresta mótinu fjórum sinnum vegna veðurs, og þegar það loksins fór fram voru skilyrði afleit, svo ekki sé meira sagt. Fyrri hluti mótsins fór fram fimmtudaginn 8. maí, og var þá látlaus snjókoma í Bláfjöllum og skyggni eftir þvf slæmt. Keppt var þá f flókkum 13 ára og eldri, og fór svo að mikill fjöldi keppenda heltist úr lestinni, aðal- lega vegna hinna slæmu skilvrða. S.l. laugardag fór svo fram keppni í flokkum 12 ára og yngri. KEFLVIKINGAR KRÆKTU í LITLA-RIKARINN KEFLVlKINGAR báru sigur úr býtum f Litlu-bikarkeppninni f knattspyrnu sem lauk með leik þeirra og Akurnesinga f Keflavfk á laugardaginn. Þetta var þriðji sigur Keflvíkinga í röð í Litlu- bikarkeppninni og unnu þeir þar með til eignar bikar þann sem Axel Kristjánsson og Albert Guð- mundsson gáfu til keppninnar. Til þess að sigra í keppninni þurftu Keflvíkingar að vinna sigur í leiknum við Akurnesinga. Hefði orðið jafntefli voru þrjú lið jöfn að stigum, og Akranessigur í leiknum hefði fært þeim bikar- inn. Akurnesingar léku á móti vindi í fyrri hálfleik, og flestum á óvart áttu þeir þá meira í leiknum. Héldu knettinum allvel niðri og náðu góðum sóknarlotum, án þess þó að skora. Var jafnt í hálfleik, 0—0. I byrjun seinni hálfleiksins höfðu Skagamenn svo öll völd á vellinum, og fengu þá tvö mjög góð tækifæri, en lánleysi þeirra var hið sama og áður. Knötturinn vildi ekki í Keflavfkurmarkið. Smátt og smátt tóku Keflvíking- ar svo að ná tökum á leiknum, og þar kom að Jón Ölafur skoraði með fallegu skoti, og skömmu seinna bætti Steinar Jóhannsson öðru marki við. Þar með mátti segja að úrslit leiksins væru ráð- in. Keflvikingar lögðu áherzlu á að halda sínu, og tókst það án mikillar fyrirhafnar. Beztu menn Keflavikurliðsins i þessum leik voru þeir Þorsteinn Ólafsson, markvörður, Gísli Torfason og Einar Gunnarsson, en í liöi Akurnesinga bar Jón Gunnlaugsson af, en Björn Lárus- son átti einnig góðan leik. Lokastaðan i keppninni varð sem hér segir: Keflavfk Hafnarfjörður Akranes Kópavogur 6 3 2 1 6—4 8 6 2 3 1 11—7 7 6141 6—6 6 6 0 3 3 6—12 3 Þrátt fyrir mjög óhagstætt veð- urfar alla siðustu viku, féllu aug- lýst mót ekki niður, en kuldinn og veðrahamurinn settu að sjálf- sögðu sinn svip á þátttökuna. I Nesklúbbnum létu menn þó ekki rok og rigningu á sig fá og kepptu um svonefnda Nesbjöllu á uppstigningardag. Þetta er gömul skipsbjalla, sem varðveitt er í klúbbhúsinu á Nesinu og fær sig- urvegarinn ár hvert nafn sitt grafið á hana. Samtals mættu 48 kylfingar til leiks og léku 18 holu höggleik. Sá sem fær nafn sitt grafið á bjölluna i þetta sinn er gamal- reyndur golfleikari frá þeim tíma er gamli Reykjavíkurvöllurinn var starfræktur á öskjuhlíð: Helgi Jakobsson. Lék hann á 39+41 eða 81 höggi. Frá því dregst forgjöfin 14, svo nettóút- koma Helga varð 67. Annar í röð- inni varð Bert Ilanson á 70 högg- um nettó og þriðji Valur Jóhanns- son á 71 höggi nettó. Án forgjafar sigraði Jóhann Ó. Guðmundsson á 76 höggum, en Pétur Björnsson varð annar á 79. Laugardaginn 9. maf voru inn- anfélagsmót hjá Keili á Hvaleyri og Golfklúbbi Reykjavíkur á vetr- arvellinum að Korpúlfsstöðum. Þann dag var nálega ófært veður, hiti um frostmark og norðan rok. Af þeim sökum varð lítil sem eng- in þátttaka f þessum mótum. Hjá Keili fór fram svonefnd punkta- keppni, en leiknar voru 18 holur. Aeins 12 manns lögðu í það harð- ræði og svo skemmtilega vildi til, að einn af yngstu mönnunum i klúbbnum, Rúnar Þór Halldórs- son, vann sigur. 1 öðru sæti varð Magnús Halldórsson, sem sigraði i Uniroyalkeppninni fyrr i vor. Á innanfélagsmóti Golfklúbbs Reykjavíkur varð Geir Svansson sigurvegari. Á sunnudaginn fór fram opin tvfmenningskeppni á Hólmsvelli í Leiru. Þá leika tveir saman, en hér var leikið sérstakt afbrigði; sem sé þannig að báðir slá af teig. I stað þess að leika sinn eigin bolta, er bolti samherjans leikinn f öðru höggi, en úr því er leikið með einum bolta og sá betri val- inn. Veður var ögn skárra á sunnudaginn, sólskin en hvasst og kalt i Leirunni. Urslit: 1. Þorbjörn Kjærbo og Guðni Kjærbo 65—74 högg. 2. Karl Hólm og Magnús Halldórs- son, Keili, 77 högg. 3 Omar Kristjánsson og Óskar Sæmundsson GR á 78 höggum. Þátttakendur voru 68. Æfingagallar Nylon æfingagallar, vatns- og vindþéttir. Æfingagallar úr stretch, og stretch/bóm- ull. Yfirleitt allar stærðir fyrirliggjandi. Einnig gallar m/hettu hentugir fyrir úti- iþróttir. Þá voru aðstæður heldur betri, en þó jökulkuldi og hvassviðri. Mótsstjóri i keppr.i þessari var Egill Ásgrimsson, en Sigmundur Ríkharðsson var brautarstjóri. Þátttaka í mótinu var sem hér segir: 1 flokki drengja 10 ára og yngri kepptu 28, en 20 luku keppni. 1 flokki stúlkna 10 ára og yngri kepptu 12, en 9 luku keppni. I flokki drengja 11—12 ára kepptu 13, en 9 luku keppni. 1 flokki stúlkna 11—12 ára kepptu 8 en 5 luku keppni. 1 flokki stúlkna 13—15 ára kepptu 7 og luku allar keppni. I flokki drengja 13 og 14 ára kepptu 16 og luku 10 keppni. I flokki 15—16 ára pilta kepptu 6 og luku 3 keppni. I kvennaflokki mættu aðeins tvær til leiks og luku báðar keppni, og í karla- flokki voru keppendur 11, en að- eins 2 luku keppni, enda veður orðið afleitt, er karlarnir fóru brautina. Helztu úrslit i mótinu urðu sem hér segir: Drengir 10 áraog yngri: sek. Örnólfur Valdimarsson, iR 106,05 Sigurjón Geirsson, ÍR 115,18 örn Sigurðsson, Á 115,64 Stúlkur 10 ára og yngri: Þórunn Egilsdóttir, Á 115,23 Sigríður Sigurðardóttir, A 119,66 Guðrún Björnsdóttir, Vlkingi 138,36 Drengír 11—12 ára: Ríkharður Sigurðsson, Á 93,58 Haukur Bjarnason, KR 96,77 Rúnar Rúnarsson, Á 102,03 Stúlkur 11—12 ára: Ása Hrönn Sæmundsd. A 96,44 Asdís Álfreðsdóttir, Á 107.72 Áuður Pétursdóttir, Á 108,42 Stúlkur 13. 14 og 15 ára: Steinunn Sæmundsdóttir, A 103,11 Svava Viggósdóttir, KR 127,88 Berglind Friðþjófsdóttir, Á 140,19 Drengir 13 og 14 ára: Kristinn Sigurðsson, A 102,53 Helgi Geirharðsson, A 112,82 Páll Valsson, lR 118,67 Piltar 15—16 ára: Magnús Benediktsson, Á 160,40 Steinþór Skúlason, iR 202,32 Gunnar Eysteinsson, (R 210,27 Karlar Jóhann Vilbergsson, KR 100,03 Tóm as J ónsson, Á 117,19 Konur: Ánna DfaErlingsdóttir, KR 133,56 Guðbjörg Árnadóttir, Á 138,16 mr m.m*m 1. DEILD TYRKLANDI: Fenerbahce — Besiktas 0—0 Altay — Bursaspor 3—1 Trabzonspor — Ankaragucu 0—0 Kayserispor — Eskisehirspor 0—0 Adamadspor — Ghztepe 0—0 Samsunspor — Giresunspor 2—0 Boluspor—Adanaspor 0—2 Zonguldakspor — Galatasaray 3—0 1. DEILD JÚGÓSLAVfU: BOR — Radnicki Kragujevac 0—1 Sarajevo — OFK Belgrad 2—0 Slobada — Celik 0—0 Red Star — Radnicki 3—2 Vardar — Partizan 2—4 Proleter — Hajduk 2—O Olympia — Velez 2—0 Rijeka — Zeleznicar , 4—0 Vojvodina — Oinamo 3—0 1 DEILD ÍTALÍU: Ascoli — Cagliari 0—0 Cesena — Sampdoria 1 — 1 Fiorentina — Juventus 4—1 Vicenza — Varese 1—1 Milan— Lazio 1 — 1 Napoti — Bologna 1—0 Roma — Ternana 4—2 Torino — Inter 2—3 1. DEILD PORTÚGAL: Belenenses — Sporting 2—0 Olhanense — Oriental 2—0 Academico — CUF 1—2 Porto — Espinho 4—0 Guimaraes—Boavista 1—2 Atletico — Farense 2—1 Benfica — Tomar 3—1 Setubal — Leixoes 8—0 1. DEILD GRIKKLANDI: Atromitos — AEK 2—2 Paok — Etnikos 3—0 Panathinaikos — Panserraikos 1 — 1 Aris—Olympiakos 1—0 Panionios—Egaleo 1—1 Panachaiki — Kalamta 3—0 Kavala — Kastoria 6—1 Larisa — Heraclis 0—2 Olympiakos Piraeus — Yannina 3—1 1. DEILD BELGÍU: Molenbeek — Beveren 1 —0 FC Brúgge — Standard Liege 2—0 Winterslag — Beringen 1—1 Mechelen — Ostend 2—4 Charleroi — Olympic Montignies 7—1 Beerschot — Lierse 2—0 Diest — FC Antwerpen 0—2 FC Liege — CS Brúgge 2—0 Lokeren — Anderlecht 1—0 Waregem — Berchem 1 — 1 1. DEILD HOLLANDI: FC Amsterdam — Roda Kerkrade 2—2 FC Twente — Feyenoord 1 — 1 Telstar—Go Ahead 2—1 Wageningen — FC Utrecht 1—0 NAc Breda — Haarlem 3—1 Excelsior — AZ 67 1 — 1 Sparta — de Graafschap 4—0 MVV Maastricht — Ajax 0—0 PSV Eindhoven — FC Haag 3—1 Lokastaðan: PSV Eindhoven 55 stig, Feyenoord 53 stig, Ajax 49 stig. 1. DEILD UNGVERJALANDI: Bekescsaba — Ferencvaros 1—0 MtkVM — Raba 1—0 Csepel — Haladas 2—1 Diosgyoer — Ujupest Dosza 0—0 Tatabanya — Saltogarjan 3—1 Honved — Videoton 4—1 Staðan að fjórum umferðum óloknum: Ujpest Dozsa 41 stig, Honved 38 stig, Ferencvaros 30 stig. Mót hjá Ármeimingum Skiðadeild Ármanns gekkst fyrir stórsvigskeppni i Bláfjöllum um helgina. Var þarna um að ræða innanfélagsmót, og var allgóð þátt- taka í þvi. Sigurvegarar i einstökum flokkum urðu eftirtalin: Vormót ÍR Vormól IR í frjálsum fþróttum fer ad þessu sinni fram fimmtudaginn 15. maf n.k., eóa nokkru fyrr en verió hefur undanfarin ár, og er það gert að óskum FRl, þar sem stórverkefni frjálsfþrótta- fólksins hefjast fyrr f ár en oftast áður. Keppnisgreinar f mótinu verða: 110 metra grindahlaup, 100 metra hlaup, 400 metra hlaup, 800 metra hlaup, 3000 metra hlaup, hástökk, kúluvarp, kringlu- kast karla. 100 metra og 800 metra hlaup, hástökk og kúluvarp kvenna, 100 metra hlaup telpna og 800 metra hlaup pilta Þátttökutílkynningar þurfa að berast tíl þjálfara frjálsfþróttadeildar IR, Guð- mundar Þórarinssonar. Drengir 10 ára og yngri: Tryggvi Þorsteinsson 42,14 sek. Stúlkur 10 ára og yngri: Þórunn Egilsdóttir 45,33 sek. Drengir 11 og 12 ára: Einar Úlfs- son 49,63 sek. Stúlkur 11 og 12 ára: Ása Hrönn Sæmundsdóttir 50,70 sek. Stúlkur 13—15 ára: Steinunn Sæmundsdóttir 44,18 sek. Drengir 13—14 ára: Kristinn Sigurðsson 43,95 sek. Piltar 15—16 ára: Björn Ingólfs son 46,32 sek. Kvennaflokkur: Guðbjörg Árna- dóttir 148,11 sek. Karlaflokkur: Guðjón Ingi Sverris son 115,46 sek. Vilmundur Vilhjálmsson VILMUNDUR Vilhjálmsson frjáls- Iþróttamaður úr KR er á förum til Englands þar sem hann mun dvelja við æfingar um tíma. Verður Vilmundur ekki einn á ferð þar sem einnig fara utan hlaupararnir Jón Diðriksson, Sig- urður P. Sigmundsson og Gunnar Páll Jóakimsson. Verða þeir félagar i Durham I Englandi, en þar dvelja ÍR-hlaupararnir Sigfús Jónsson og Ágúst Ásgeirsson við nám, og hafa þeir annazt fyrir- greiðslu fyrir landa sína. Þá fóru Stefán Hallgrimsson tugþrautarmaður úr KR og Einar Óskarsson úr UMSK nýlega til Spánar þar sem þeir verða i æfingabúðum, og auk þess dvelja svo ytra Lilja Guðmundsdóttir og Júlíus Hjörleifsson i Sviþjóð og Friðrik Þór Óskarsson og Ragn- hildur Pálsdóttir i Noregi. Af þessari upptalningu má sjá að frjálsíþróttafólkið leggur nú á sig gifurlegar æfingar, og stendur í ströngu, þar sem það verður sjálft að sjá um fjármögnun að mestu leyti. En vonandi lætur árangurinn ekki á sér standa. Það kom t.d. berlega i Ijós i fyrra að utanferðir frjálsiþróttafólks til æfinga höfðu gffurlega mikið að segja og skiluðu sér í stórbættum árangri. Jóhannes Eðvaldsson Jóhannes Eðvaldsson og félag- ar hans I Holbæk höfðu ekki heppnina með sér [ úrslitaleik dönsku bikarkeppninnar i knatt- spyrnu sem fram fór á Idrætsparken [ Kaupmannahöfn i fyrri viku. Þar léku þeir til úrslita við Vejle, sem sigraði i leiknum 1—0. Skoraði Vejle mark sitt þegar á fyrstu minútu leiksins, og virtist Holbæk-liðið aldrei jafna sig eftir það áfall. Það sótti þó nær stanzlaust það sem eftir var leiksins, og átti fjölmörg mjög góð tækifæri. En það var ekki nóg. Aldrei tókst að koma knettinum i netið hjá and- stæðingunum. Jóhannes átti þarna mjög góðan leik, en var eins og félagar hans mjög óhepp- inn uppi við markið. Átti hann t.d. tvivegis skot i stöng í leikn- um. Kraftlyftingar HIÐ árlega kraftlyftingamót KR verður haldið í KR-húsinu sunnu- daginn 25. maí n.k. Þátttaka til- kynnist í sima 19484 fyrir 18. mai n.k. Fótboltar, handboltar, körfuboltar, blakboltar, sundpólóboltar.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.