Morgunblaðið - 13.05.1975, Síða 37

Morgunblaðið - 13.05.1975, Síða 37
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 13. MAl 1975 37 Velvakandi svarar I slma 10-100 ki. 10.30 — 11.30. frá mánudegi til föStúdags. 0 Lffríki Hvalf jarðar og Breiðaf jarðar Arni Helgason i Stykkishólmi skrifar: „Nú er mikið talað um mengun og lifríki og það sjálfsagt ekki að ástæðulausu. Mengun um allan heim vekur ugg i sambandi við framtið lífs á jörðu og þvi er bezt að fara að með gát. En í sambandi við þetta hefur áróðurinn keyrt svo úr hófi fram, að hann fer langt yfir mark. Sann- ast þetta bezt með umræðum um málmblendiverksmiðjuna í Hval- firði og hringsnúning kommúnista, enda er fólk orðið öllu vant frá þeirra hendi, og veit að þar er það austan kaldinn, sem segir fyrir verkum. Það er ekki vafi á því, að í framtíðinni verður landið að byggja á iðnaði i stórum stíl og þeir, sem nú eru að búa í haginn vita, að þeir eru að tryggja öryggi I framtfð. Ég minnist ekki annars en að allar verulega framkvæmd- ir hafi mætt mótspyrnu og sumar þannig, að menn eru nú hissa á skilningsleysi fyrri tima. Má þar nefna símamálið á sinni tíð o.fl. o.fl. Það er rætt um að gæta að líf- riki Hvalfjarðar. Hér við Breiða- fjörð og í er mikið lifríki. Sjávar- gróðurinn er svo mikill, að nú á að reisa stóra verksmiðju á Reykhól- um til að nýta hann. Þá kemur spurningin: Hefir lífríkið verið athugað nægilega vel, og hvaða áhrif hefur þessi verksmiðja á það? Lítið hefur farið fyrir umræð- um um það, en gott væri að fá þetta upplýst. Var þetta atriði t.d. rætt á þingi Náttúruverndarráðs, sem haldið var nú fyrir skömmu? 0 Menningar- veitingahús Þjóðleikhúsið- átti og á að vera musteri andlegrar menningar. Indriði Einarsson, fruinkvöðull þess, gerði sér miklar vonir um, að þarna væri til frambúðar búið svo að andlegum verðmætum, að þangað væri hægt að sækja það bezta og varanlegasta i heilbrigðu menningarlífi í landinu. Víst er og um það, að margt hefur Þjóð- leikhúsið vel gert, en það hefir lfka kostað sitt. þið væruð komin heim. En ég gekk eigi að sfður yfir flötina og þá heyrði ég allt í einu manna- mál. Já, þið vitið sjálfsagt að það voru raddir þeirra Agnetu og Tommy niðri á árbakkanum, en ég held þið skiljið ekki, hvernig mér varð innanbrjósts. Eg varð svo heitur af bra'ði að hefði ég haft þau innan seilingar hefði ég sjálfsagt kálað þeim báðum. Eiginlega var ég reiðastur út f Agnetu, en þegar þau lögðu bátn- um upp að bakkanum skömmu sfðar ákvað ég engu að siður að lála hana hlaupa sina leið. Þá stundina fannst mér meira um vert að ná lali af Tommy og það væri að líkindum bezt við töluð- um saman undir Ijögur augu. Eg beið þangað til hann hafði bundið bátinn og kom glaðlegur og blístr- andi eftir flötinni. Þá gekk ég fram og gal' honum löðrung, svo að hann féll um koll. liann hafði verið með jakkann á handleggn- um og þegar hann missli jafn- va'gið sá ég eitthvað skreppa upp úr vasanum. Það blikaði i tungls- ljösinu og í næsta andartaki hélt Tommy á hnffnum reiddum. Þá skildi ég hvað hann var með, varla fyrr. Eg kastaði mér á hann ug við slógumst tryllingslega, en aðeins örstutta stund .. . þrált fyr- En nú fer maður að hugsa. Er þetta Þjóðleikhús f dag? Nú er búið að innleiða í menninguna bari þar sem áfengi er alltaf á boðstólum. Hingað til hafa menn verið sammála um, að áfengi og menning fari ekki saman. Og hvað skyldi Indriði hafa sagt i dag, gengi hann nú um Þjóðleik- húsið? Maðurinn, sem barðist harðri baráttu til að sannfæra þjóðina um, að áfengið væri ekki aðeins friðarspillir, heldur eyði- legði það bæði lif og heilsu, heimilisgæfu, og flestir, ef ekki allir, sem ánetjuðust því, glötuðu sönnu lifi og lífshamingju. En nú setur Þjóðleikhúsið þetta á svið. Það getur ekki hugsað sér, að fólk fái menninguna ómengaða. Nei, þar þarf mengun að vera eins og annarsstaðar. Og er þá ekki svo komið, að húsið megi frekar kallast vínveitinga- hús en Þjóðleikhús? Og svo er það hin hlið málsins. I lögum er gert ráð fyrir því að unglingar undir 18 ára aldri sæki ekki vinveitingahús. Er þetta þá ekki lögbrot? Er þá Þjóðleikhúsið komið svo langt f „mfnus- menningu"? Arni Helgason." 0 Hver stal hjólinu? Hjalti Guðmundsson, Hvassa- leiti 16, skrifar á þessa leið: „Mig langar til að koma því á framfæri, hvort þeir, sem stálu hjóli átta ára teipu í geymslu í kjallara við Hvassaleiti f vetur, vilji ekki skila þvf aftur. Foreldr- ar þeirra barna, sem taka það, sem þau eiga ekki, hljóta að verða varir við það þegar komið er heim með hluti eins og reiðhjól. Þetta hjól var samanskrúfað í miðju. Það var með háu stýri, ljósum og bögglaberum að aftan og framan. Ég myndi þekkja hjól- ið hvar sem ég sæi það. Það er dökkgult að lit. Stuldurinn hefur verið kærður til rannsóknarlög- reglunnar. Hjalti Guðmundsson, Hvassaleiti 16.“ Velvakanda hefur stundum dottið i hug, hvort ekki svaraði kostnaði fyrir eigendur reiðhjóla að láta grafa nafn og heimilisfang ásamt simanúmeri sínu á áberandi stað á farartækjum þess- um. Svo algengir eru reiðhjóla- stuldir orðnir f þessari ágætu borg, að nauðsynlegt er að gera eitthvað róttækt f málinu. Það ætti eins að vera hægt að grafa áletranir á reiðhjól, eins og silfur- skeiðar og skrautmuni. 0 Á kvennaári Auðbjörg Albertsdóttir á Akranesi skrifar: „Nú stendur yfir kvennaár og eru nú liðnir af þvi f jórir mánuð- ir. Ekki veit ég hvaða tilgangi það hefur átt að þjóna sérstaklega, og ennþá hefur ekki borið á neinu úrlausnarefni, sem gæti lyft kven- þjóðinni hærra en verið hefur, nema síður sé, samanber undir- skriftir 100 kvenna i Reykjavík, sem þær sendu Alþingi út af fósturey.ðingafrumvarpinu. Þarna gengu fram fyrir skjöldu konur af þéttbýlissvæðinu, og þær hafa verið að gera kröfur um fleira en fóstureyðingar. Þær gera kröfur um aukið jafnrétti, en alveg sérstaklega að fóstur- eyðingar verði gefnar frjálsar. Margir læknar eru á móti þessu frumvarpi, góðu heilli, og hafi þeir þökk fyrir, — og einnig nokkrir þingmenn. En það er eins og ekkert geti stöðvað þessar konur, sem eru haldnar þeim rauðagaldri að reyna að troða þessu frumvarpi gegnum þingið. En hafið þið fhug- að það, islenzkar konur og mæð- ur, hvað við mættum allar vera óendanlega þakklátar fyrir það að hér á okkar blessaða landi er eng- in herskylda. Við höfum ekki þurft að horfa á eftir sonum okk- ar á vígvöllinn, eins og svo mikill fjóldi mæðra þarf að gera enn þann dag í dag. Ættum við ekki heldur að reyna að stuðla að því á kvennaári að tekinn verði upp sérstakur þakkardagur í kirkjunum til að þakka og lofa Drottin fyrir þá miklu náð, sem við verðum að- njótandi í frjálsu og blessuðu landi? 0 Friðarhugsjónin Ennþá hef ég ekkert heyrt um það i útvarpi eða séð um það í blöðunum, sem hnigi í þá átt að konur ætli sérstaklega að láta friðarhugsjónina verða fyrst og fremst á dagskrá á þessu ári. Það ætti þó að vera efst í hugum allra kvenna að vinna að þvi og biðja þess, að friður verði ríkjandi i heiminum. Við eigum ekki að byrja þetta ár á því að gera kröfur, og allra slzt kröfur til aukins frjálsræðis til fóstureyðinga. Það yrði ævarandi blettur á kvenþjóðinni i framtíðinni. Við skulum heldur vinna að friði og þvi, sem gott er og göfugt á þessu kvennaári og á næstu árum. Peugeot 404 Diesel árg. 1971 í góðu lagi til sýnis og sölu. Peugeot 504 Diesel árg. 1971 Peugeot 504 árg. 1974. HAFRAFELL HF. GRETTISGOTU 2I SIMI 235II Týli h.f., Austurstræti 7. Gevafoto Austurstræti 6. Fótóhúsið Bankastræti 8 Filmur & vélar, SkólavörSustlg 41. KYNNINGAR- “'l VILJIÐ ÞÉR GRÆÐA 100.00 KR ? Næstu daga verður kynningarsala á Afgacolor Insta- matic litfilmum fyrir pappír. Áður 378 kr. *Mú 278 kr. KÓRÓNABÚÐIRNAR

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.