Morgunblaðið - 13.05.1975, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 13.05.1975, Blaðsíða 20
20 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 13. MAt 1975 *; Um 1000 manns sáu skemmti- legan leik i Keflavík • « V.#<' Dagsson markvörður, Gfsli Torfason og loks skoraði glæsilegt úrslitamark í leiknum. Pressuiiðið f sókn að marki landsiiðsins. Einar Gunnarsson lengst til vinstri hefur skotið, en margir landsliðsmenn eru tii varnar. Næstur Einari er Guðgeir Leifsson, sfðan Björn Lárusson, Sigurður GL/FSIM 4RK KRISTINS FÆRffl PRESSÖNI (JRVAL landsliðsnefndar varð að lúta í lægra haldi fyrir liði fþróttafréttamanna í pressulelknum á sunnudaginn. Lokatölurnar urðu 2:1 og verður þetta að teljast verðskuldaður sigur. Um 1000 áhorfendur voru mættirtil þessa fyrsta pressuleiks sem haldinn er utan höfuðborgarinnar og þeir fengu góða skemmtun fyrir aurana sína. Ágæt tilþrif sáust hjá báðum liðum og var þetta tvímælalaust bezta knattspyrnan sem boðið hefur verið upp á í sumar. Leikurinn náði fyllilega tilgangi sfnum, var góð æfing fyrir landsliðið, gaf öðrum leikmönnum en þeim sem tilheyra landsliðshópnum tæki- færi til að spreyta sig og síðast en ekki sízt sýndi hann svart á hvítu að slíkir leikir þurfa ekki endilega að vera bundnir við höfuðborg- ina eina. IWenn ræddu um það í fullri alvöru á sunnudaginn að halda næsta pressuleik t.d. á Akranesi. Veður var hið fegursta í Kefla- vík á sunnudaginn, glaðasólskin en nokkuð svalt í veðri en þá blés hann af norðri. Landsliðið lék undan vindi i fyrri hálfleik en varð ekki mikil hjálp af því. Þvert á móti var pressuliðið öllu spræk- ara og átti t.d. nokkrar hættuleg- ar sóknarlotur í byrjun leiksins. Strax á 5. mínútu náði liðið fal- legri sóknarlotu upp hægra megin sem endaði með fyrirgjöf. Örn Óskarsson skaut föstu vinstri- fótarskoti sem Árni Stefánsson markvörður varði vel en missti boltann frá sér. Aftur dundi skot á markið en Árni varð enn. TVÖMÖRK Tvö mörk með tveggja mínútna millibili í fyrri hálfleik yljuðu áhorfendum. Pressan varð fyrri til að skora á 14. mínútu. Enn var brotizt Upp hægra megin, Karl Þórðarson gaf á Kristin Björns- son sem lék upp að endamörkum og gaf fyrir markið. Smáhik kom í vörn landsliðsins og það nýtti Jóhann Torfason sér vel, náði knettinum og skoraði laglega af stuttu færi. Ekki liðu nema tvær mínútur þangað til landsliðið hafði svarað fyrir sig. Auka- spyrna var tekin og boltinn send- ur til Jóns Gunnlaugssonar inn í vítateig pressunnar. Aldrei þessu vant var Jón laus úr gæzlu Kristins Björnssonar og sendi knöttinn í netið með lausu en hnitmiðuðu ákoti úti við stöng. Landsliðið bætti raunar við marki í hálfleiknum en það var dæmt af vegna rangstöðu. Markið gerði Grétar Magnússon og var fallega að því unnið. GLÆSIMARK KRISTINS Pressuliðið var heldur sterkara i fyrri hálfleik og byrjun þess seinni en þegar líða tók á seinni hálfleikinn fór landsliðið að sækja af meiri þunga þótt á móti vindi værL Sköpuðust einstaka sinnum ágæt marktækifæri og féllu þau aðallega í hlut Atla Þórs Héðinssonar úr KR sem kom í framlinuna í seinni hálfleik og skerpti hana mikið. Átti Atli t.d. skot i stöng. En ekki tókst lands- liðinu að koma boltanum í netið og það féll í hlut pressunnar að gera út um leikinn á 75. mínútu og var það sannkallað glæsimark. Árni Sveinsson hafði átt skot af löngu færi frá vinstri. Boltinn hrökk af landsliðsvörninni út á vítateigslínuna þar sem hinn ungi og marksækni miðherji Kristinn Björnsson úr Val stóð. Var ekkert hik á Kristni heldur lét hann skot- ið ríða af og boltinn þaut af mikl- um krafti í bláhornið niðri. Vissi Sigurður Dagsson ekkí fyrr en knötturinn lá í markinu fyrir aftan hann. Slík glæsimörk sjást ekki á hverjum degi. Eftir þetta sótti landsliðið af hálfgerðri örvæntingu og reyndi að jafna metin en tókst ekki. Tvisvar munaði þó mjóu. 1 fyrra skiptið skaut Ástráður Gunnars- son himinhátt yfir af stuttu færi og í síðara skiptið skallaði Atli Þór boltann rétt yfir þegar opið markið blasti við. PRESSAN Pressuliðið komst mjög vel frá þessum leik. Það var nær undan- tekningarlaust skipað ungum leikmönnum sem sumir hverjir ættu að fá að spreyta sig með landsliðinu strax í sumar en aðrir eiga eflaust eftir að fá tækifæri síðar. 1 markinu stóð Þorsteinn Ólafsson og sýndi það og sannaði að hann er í dag markvörður okk- ar númer eitt. 1 vörnínni sýndu þeir Eirikur Þorsteinsson og Ein- ar Gunnarsson ótvíræða landsliðs- takta og er vissulega leitt til þess að vita að Einar skuli ekki gefa kost á sér í landsliðið. Þeir Pálmi Sveinbjörnsson og Guðjón Hilmársson komu allvel frá sínum hlutverkum, en þetta var fyrsti meiriháttar leikur þeirra með úr- vali þeirra beztu. Á miðjunni léku þeir Haukur Ottesen, sem var fyrirliði liðsins, Árni Sveinsson og Karl Þórðarson. Getur varla orðið miklu lengri bið á því að Karl klæðist landsliðspeysunni, leikni hans og baráttugleði eru slík. í framlinunni léku þeir Kristinn Björnsson, Jóhann Torfason og Örn Óskarsson. Örn hefur oft áður verið sprækari en þeir Jóhann og Kristinn sýndu báðir að það er engin tilviljun að þeir eru orðaðir við landsliðið. Mörk þeirra voru falleg, sérstak- lega þó mark Kristins. Á vara- mannabekknum sátu þeir Magnús Guðmundsson, Hjörtur Zakarias- son, Ólafur Danivalsson og Rúnar Júlíusson. Meiningin var að þeir fengju tækifæri til að leika en vegna þess hve vel gekk tók liðs- stjórinn George Kirby ekki þá áhættu að skipta inná. Hefði vissulega verið gaman að geta gef- ið öllum tækifæri. Kirby vann sitt verk af vandvirkni og fag- mennsku eins og hans var von og var þáttur hans í þessum sæta sigri pressunnar ekki minnstur. LÁNDSLIÐIÐ Þrátt fyrir tapið er engin ástæða til hræðslu við þau verk- efni sem bíða landsliðsins nú alveg á næstunni. Liðið lék oft á tíðum ágæta vel þótt nokkra af máttarstólpum þess vantaði eins og t.d. Jóhannes Eðvaldsson, Ásgeir Sigurvinsson og Martein Geirsson. Báðir markverðirnir, Árni Stefánsson og Sigurður Dagsson, komu vel út úr leiknum og sama er að segja um þá Jón Gunnlaugsson og Gísla Torfason í öftustu vörninni. Af miðju- mönnunum var Guðgeir Leifsson lang atkvæðamestur og virðist hann vera í mjög góðu formi um þessar mundir. Þá var Ásgeir Elíasson nokkuð sprækur. 1 fram- linunni bar mest á Atla Þór Héðinssyni eftir að hann kom inná. 1 landsliðinu léku þessir leik- menn: Árni Stefánsson Fram, Sigurður Dagsson, Val, Björn Lárusson, IA, Ástráður Gunnars- son, IBK, Jón Gunnlaugsson, lA, Gísli Torfason, ÍBK, Karl Hermannsson, ÍBK, Grétar Magnússon, ÍBK, Guðgeir Leifs- son, Fram, Matthías Hallgríms- son, ÍA, Teitur Þórðarson, lA, Atli Þór Héðinsson, KR, Ólafur Júlíusson, IBK, og Ottó Guðmundsson, KR. I liði pressunnar léku: Þor- steinn Ólafsson, ÍBK, Eirikur Þorsteinsson, Víkingi, Guðjón Hilmarsson, KR, Einar Gunnars- son, IBK, Pálmi Sveinbjörnsson, FH, Karl Þórðarson, lA, Haukur Ottesen, KR Árni Sveinsson, ÍA, Kristinn Björnsson, Val, Jóhann Torfason, KR og Örn Óskarsson, IBV. Dómari var Kristbjörn Alberts- son, ungur dómari af Suðurnesj- um. Dæmdi hann mjög vel og naut við dömgæzluna aðstoðar tveggja ágætra línuvarða. Er ekki úr vegi að fela Kristbirni fleiri meiriháttar verkefni t.d. dóm- gæzlu í 1. deild. Loftbardagi I pressuleiknum. Björn Lí Hilmarsson hefur einnig verið til taks. J öllu búinn, en álengdar stendur Ástráður

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.