Morgunblaðið - 13.05.1975, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 13.05.1975, Blaðsíða 18
18 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 13. MAl 1975 hf. Árvakur, Reykjavík. Haraldur Sveinsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Rorbjörn Guðmundsson. Björn Jóhannsson. Árni Garðar Kristinsson Aðalstræti 6. simi 10 100. Aðalstræti 6, simi 22 4 80. Áskriftargjald 700,00 kr. á mánuði innanlands, f lausasölu 40,00 kr. eintakið Útgefandi Framkvæmdastióri Ritstjórar Ritstjórnarf ulltrúi Fréttastjóri Auglýsingastjóri Ritstjórn og afgreiðsla Auglýsingar Fjármálastjörn ríkis- ins er einn af þeim þáttum í þjóðarbúskapn- um, sem getur haft afar mikil áhrif á þróun efna- hagsmálanna. Það er al- mennt viðurkennt, að á miklum þenslutímum, þeg- ar framleiðsluþættirnir eru fullnýttir, sé mikilvægt að hafa hemil á útgjöldum ríkissjóðs í því skyni að draga úr óhóflegum sveifl- um. Stjórn ríkisfjármál- anna hefur að þessu leyti gjörsamlega farið úr böndunum á síðustu árum. Raunar má segja, að á mestu þensluárum i sögu landsins hafi markvisst verið stefnt i gagnstæða átt með gálausri og handahófs- kenndri stefnu í ríkisfjár- málum. I ræðu sinni á árs- fundi Seðlabankans sagði dr. Jóhannes Nordal, að þróun opinbera búskapar- ins á árunum 1973 og 1974 hafi átt mikinn þátt í því að magna hér verðbólgu og veikja stöðu þjóðarbúsins út á við. Núverandi ríkisstjórn tók þannig við því erfiða verkefni að snúa þessari óheillaþróun í ríkisfjármál- um við. Matthías Á. Mathiesen, fjármálaráð- herra, sagði í ræðu á lands- fundi Sjálfstæðisflokksins fyrir skömmu, að megin- verkefnin hefðu verið þau, að sporna við útþenslu ríkisbúskaparins miðað viö önnur svið efnahagsstarf- seminnar, að auka enn frekar aðhald gagnvart fjármálum ríkisfyrirtækja og að halda áfram endur- skoðun tekjuöflunar ríkis- sjóðs. Fjármálaráðherra tók hins vegar fram, að fjárlög þessa árs hefðu ekki markað djúp spor í þessa átt, enda væri þess vart að vænta á svo skömm- um tíma, þegar aðstæður væru og með þeim hætti í efnahagsmálum, sem raun ber vitni um. Þó að engar stökk- breytingar hafi átt sér stað í þessum efnum, hefur um- talsverður árangur náðst eigi að síður. 1 ræðu fjár- málaráðherra kom t.a.m. fram, að á síðasta ári námu ríkisútgjöld um 29% þjóðarframleiðslunnar, en þegar fjárlög þessa árs hefðu verið samþykkt í desember sl. hefði þetta hlutfall verið komið niður í 28,4%. Hér var ekki um mikla lækkun að ræða, en hún markaði þó tímamót að því leyti, að þróun undan- farinna ára var snúið við. Eftir þann niðurskurð ríkisútgjalda, sem nýlega hefur verið samþykktur á Alþingi hefur hlutfall ríkisútgjalda í þjóðarfram- leiðslu þessa árs enn lækk- að og er nú komið niður í 27%. Engum getur því dulizt, að í þessum efnum miðar í rétta átt og raunar má segja, að allverulegum árangri hafi verið náð, þeg- ar tillit er tekið til þeirra aðstæðna, sem fyrir hendi eru. 1 þessu sambandi verð- ur m.a. að hafa í huga, að samdráttur ríkisútgjalda verður að haldast í hendur við þá meginstefnu ríkis- stjórnarinnar að halda uppi fullri atvinnu. Mikilvægt er, að ríkis- stjórnin og fjárveitinga- nefnd Alþingis dragi ekki að ákveða þann niður- skurð, sem Alþingi hefur nú samþykkt. Dr. Jóhannes Nordal hefur lýst yfir því, að svigrúm Seðlabankans til þess að fjármagna frekari greiðsluhalla ríkis- sjóðs væri á þrotum vegna hinnar veiku stöðu út á við. Af þessu má ljóst vera, að enn er við mjög alvarlegan vanda að etja og það mun taka talsverðan tíma að koma ríkisfjármálunum í eðlilegt horf eftir óstjórn undangenginna ára. En jafnframt er ljóst, að hraða verður þeim niðurskurði, sem ákveðinn hefur verið til þess að koma í veg fyrir að halli á ríkissjóði dragi úr möguleikum Seðlabank- ans á fyrirgreiðslu við at- vinnuvegina. Samhliða markvissum aðgerðum til þess að draga úr hlutdeild ríkisútgjalda í þjóðarbúskapnum, hefur þegar verið hafinn undir- búningur að kerfisbreyt- ingu á tekjuöflun ríkis- sjóðs. Matthías Á. Mathíe- sen, fjármálaráðherra, gerði í landsfundarræðu sinni grein fyrir þeim meginsjónarmiðum, sem að baki þessari endurskoð- un liggja. Ráðherrann sagði: „í fyrsta lagi verður UTÞENSLA RIKISS JOÐS HEFUR VERIÐ STÖÐVUÐ með heilsteyptu skatta- kerfi að jafna skattbyrð- inni réttlátlega milli þjóð- félagsþegnanna. Ekki má gefa mönnum tækifæri til þess að varpa byrði sinni á aðra með undanbrögðum. 1 öðru lagi er það grund- vallaratriði, að skattar lami ekki athafnaþrá einstakl inga né dragi úr framtaki þeirra. Loks verða tekju- stofnar að vera fáir og ein- faldir, en skattheimtan örugg og ódýr.“ Fjármálaráðherra gerði grein fyrir því, að í sam- ræmi við stefnuyfirlýsingu ríkisstjórnarinnar væri nú unnið að tillögugerð, er miða ætti að því að sam- eina helztu tekjuskatt- heimtuna og skattafsláttar- kerfið annars vegar við helztu bætur almanna- trygginga. Þegar hafa ver- ið stigin skref í þessa átt samhliða þeim skattalækk- unum, sem ákveðnar voru á Alþingi fyrir skömmu. Ráðherrann sagði, að áfram yrði haldið með end- urskoðun skattalaganna á þessari braut og m.a. yrði tekin upp sérsköttun hjóna. Hér er um margslungin verkefni að ræða, en mikil- vægt er, að unnið skuli að framgangi þeirra samhliða þeim björgunaraðgerðum í fjármálum og efnahags- málum, sem verið er að framkvæma. Sú skattkerf- isbreyting, sem fjármála- ráðherra hefur beitt sér fyrir er mikilsverður áfangi við einföldun tekju- öflunarkerfisins. Sigurgeir Sigurðsson, bæjarstjóri, Seltjarnarnesi Hvað eru landshlutasam- tök sveitarfélaga og af hverju eru þau stofnuð? Tveir ágætir félagar mínir og samherjar hafa nú með stuttu, millibili látið birta eftir sig í blöðum skoðanir á landshluta- samtökum sveitarfélaga, sem í meginatriðum eru svo villandi, að ekki verður látið liggja óleið- rétt. I Morgunblaðinu birtist fyrir skömmu grein eftir Arna Grét- ar Finnsson, bæjarfulltrúa í Hafnarfirði, þar sem gerð er grein fyrir samþykkt bæjar- stjórnar Hafnarfjarðar með áskorun til Alþingis um að stöðva framgang frumvarps um lögfestingu landshlutasamtaka sveitarfélaga. Grundvallarmisskilnings gætir í samþykkt bæjarstjórnar Hafnarfjarðar, varðandi hlut- verk þessara samtaka og upp- byggingu þeirra. 1. Samtökin eru samtök sveitarfélaga, en ekki stjórn- valda og þess vegna er til þeirra kosið, svo sem lög þeirra gera ráð fyrir og jafnvel séð til þess, að sjónarmið minni og stærri sveitarfélaga komi fram. 2. Samtökin geta í engu máli skuldbundið þær sveitarstjórn- ir, er að þeim standa án vilja þeirra. Öll þau mál, er krefjast einhverskonar skuldbindinga af hálfu sveitarfélaga eru send þeim til umsagnar og sveitarfé- lögum i sjálfsvald sett, hvort þær vilja aðild að ákveðnum verkefnum. 3. Samtökin geta ekki af þvi sem hér hefur verið sagt, skuld- bundið sveitarstjórnir til eins eða annars, án þeirra vilja, þannig að allt tal um þvinganir og ólýðræðislegar athafnir er ekki á rökum reist. Magnús Erlendsson, bæjar- fuiltrúi Seltjarnarnesi, reynir að gera sér mat úr „kommiss- arahræðslu“ I grein i Vísi 15. þ.m. Þar sem mér sýnist iiggja í augum uppi, að Magnús hafi ekki lesið vel frumvarpið né Iög slíkra samtaka læt ég útrætt um hans þátt. Til þess að gera hinum al- menna borgara Iítillega grein fyrir, hvers vænst er af þessum samtökum sveitarfélaga, er nauðsynlegt að fara um þau nokkrum orðum. Til hvers eru stofnuð sam- tök? Tilgangurinn ætti að liggja í augum uppi, til þess að efla hag þeirra, sem að þeim standa. Af hverju eru samtök allra sveitarfélaga landsins ekki fullnægjandi? Samtök landshlutanna vinna að sér- hagsmunamálum viðk.omandi kjördæma, sem yfirleitt er ekki hægt að leysa einhliða fyrir landið. (sbr. t.d. kannanir Samb. sveitarfélaga í Reykja- nesumdæmi á skólamálum, málefnum aldraðra, atvinnu og hafnarmálum og byggingu Krísuvíkurskóla.). Mikið er talað um dreifingu valds og fráhvarf frá miðstjórn-- arstefnu um þessar mundir. Af- sökun stjórnvalda fyrir mið- stjórnarstefnu undanfarinna ára hefur verið sú, að hvergi væri að finna í byggðum lands- ins neinn aðila eða samtök sveitarfélaga, sem gætu leyst af hólmi miðstjórnarkerfið í Reykjavík. Sveitarfélög landsins hafa brugðist þannig við þessum vanda, að þau hafa samþykkt að óska eftir staðfestingu Alþingis á samtökum slnum, til þess að geta tekið við þeim verkefnum, sem Alþingi er reiðubúið að fela þeim (sbr. t.d. fræðslu- mál). Nú um nokkurt skeið hafa staðið yfir viðræður um verka- skiptingu ríkis og sveitarfélaga. Það hefur mjög háð allri um- ræðu um þessa verkaskiptingu, hve lítil flest sveitarfélög lands- ins eru og því vanmegnug, til stærri verkefna. Landshluta- samtök sveitarfélaga eru svar sveitarstjórna við þessum vanda. Allar fullyrðingar um, að mál þessi hafi ekki verið kynnt sveitarstjórnum, eru út I hött. Málin hafa verið marg- kynnt sveitarfélögum og m.a. verið aðalefni 2ja funda full- trúaráðs Sambands ísl. sveitar- félaga og nú siðast Landsþings sambands ísl. sveitarfélaga, þar sem ítrekuð voru tilmæli til Al- þingis um að samþykkja frum- varpið um landshlutasamtökin. Samband íslenzkra sveitarfé- laga hefur fyrir skömmu skilað tillögum sinum um verkaskipt- ingu rikis og sveitarfélaga og sent þær öllum sveitarstjórnar- mönnum landsins. Þessar til- lögur eru I 100 liðum og mjög ítarlegar. Hér er vissulega um að ræða óskalista sveitarstjórnarmanna, sem eflaust á eftir að taka veru- legum breytingum i samning- um, sem framundan eru við rík- ið um verkefni og tekjustofna. Ekki er hæ'gt svo vel sé, að gera þessum tillögum skil, I blaðagrein en segja má að meg- ininntak þeirra sé, að ríkið hafi eitt með höndum verkefni, sem varða alla landsmenn nokkurn veginn jafnt, án tillits til bú- setu, svo og verkefni, sem fela I sér jöfnun á stöðu byggðarlaga. Staðbundin verkefni verði í höndum sveitarfélaganna, ým- ist einstakra sveitarfélaga t.d. á héraðsgrundvelli eða vegum landshlutasamtaka sveitarfé- laganna. Til þess að hægt sé að ætlast, til þess af ríkisvaldinu að það dreifi verkefnum sínum út til landshlutanna, þurfa að vera til staðar samtök, lögbundin sam- tök, sem geta axlað þá ábyrgð, sem aukin verkefni kalla á, ekki ,,frjálsar“ rabbsamkomur, sem einn góðan veðurdag gufa upp og hlaupast frá ábyrgð og þeim verkefnum, sem mið- stjórnarvaldið af örlæti sinu kann að fá þeim I hendur. Sveitarfélögin og samtök þeirra eru það stjórnvald, sem næst standa þegnunum. Mikils er um vert, að vel tak- ist til um niðurröðun verkefna milli ríkis, sveitarfélaga og samtaka þeirra. Ég er þess fullviss að nú er æskilegur timi til umræðna og samninga og veltur því á miklu að ekki sé af misskilningi efnt til æsinga um þessi mál. Eg vil að endingu hvetja for- ráðamenn sveitarfélaga og landshlutasamtaka, sem um þessi mál kunna að fjalla, til að vanda vel til alls málatilbún- ings, kröfur eiga ekki við, þeg- ar verið er að semja um slík mál milli aðila, er hafa allir hagsmuni og velferð lands- manna að leiðarljósi.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.