Morgunblaðið - 13.05.1975, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 13.05.1975, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 13. MAl 1975 13 Hliómdeild Will o'the wisp Straight shooter Pretty foot Ian Hunter Playing possom ^An evening with John Denver Wizard of OS KARNABÆR Híjómdeíid. Austurstræti 22 Laugaveg 66 h,. Sími 28155^ bók Eggerts og Bjarna Dagsferðir Kynnis- ferða árið um kring Aftari röð frá vinstri: Tómas Zoéga. Ferðaskrifstofa Zoéga, Steinn Lárusson, Ferðaskrifstofan Úrval; Kristján Jónsson, Kynnisferðir s.f.; Jón Guðnason, Ferðaskrifstofan Sunna; Fremri röð frá vinstri: Kjartan Lárusson, Ferðaskrifstofa rfkisins; Birgir Þorgilsson, Flugleiðir H.F. og örn Steinsen, Ferðaskrifstofan Útsýn. Styður breytingar- tillögur við fóstur- eyðingafrumvarpið Félagsfundur I Suðurlands- deild Hjúkrunarfélags Islands, sem haldinn var á Selfossi fyrir skömmu, hefur lýst yfir sam- þykki sfnu við þær breytingar, sem fram hafa komið við „Frum- varp til laga um ráðgjöf og fræðslu varðandi kynlff og barn- eignir og um fóstureyðingar og ófrjðsemisaðgerðir". I fréttatilkynningu frá félaginu segir, að fundurinn styðji enn- fremur greinargerð Læknafélags tslands um þetta mál. Þá vikfund- urinn koma á framfæri þökkum til þeirra mörgu, sem lagt hafa máli þessu lið, og sérstaklega Guðmundi Jóhannessyni lækni og Huldu Jensdóttur forstöóukonu. FYRIRTÆKIÐ Kynnisferðir s.f. í Reykjavfk var stofnað árið 1968 í þvf augnamiði að annast dags- ferðir með ferðafólk um Reykja- vfk og nágrenni og um suður- landsundirlendið. Fyrirtækið er sameignarfélag sem heldur uppi útsýnisferðum allan ársins hring og er sú þjónusta mikið notuð, t.d. af viðdvalarfarþegum Loftleiða. Á framhaldsaðalfundi félagsins Danir gefa frummyndir úr Ferða- John Lennon — Rock 'n Roll Barry White — Ný plata America — Hearts Lynard Skynard — Nothing Fancy Humble Pie — Street rats Led Zeppelin — Ný plata Joan Baes — Dimonds Sunshine — Soundtrack Sting — Soundtrack More American Graffiti. í gær var formlega gengið frá eignaraðild Flugleiða H.F. að Kynnisferðum s.f., en aðrir eig- endur sameignarfélagsins eru, Ferðaskrifstofa rikisins, Ferða- skrifstofan Sunna, Ferðaskrif- stofa Zoéga, Ferðaskrifstofan Ut- sýn og Ferðaskrifstofan Urval. Stjórn fyrirtækisins skipa aðilar frá öllum þessum fyrirtækjum. Stjórnarformaður er Birgir Þor- gilsson, varaformaður Kjartan Lárusson og ritari Örn Steinsen. Framkvæmdastjóri Kynnisferða s.f. er Kristján Jónsson. Afgreiðsla fyrirtækisins er í Hótel Loftleiðum. HIÐ KONUNGLEGA danska vís- indafélag (Det kongelige danske Videnskabernes Selskab) hefur með bréfi til forseta Islands, dr. Kristjáns Eldjárns, hinn 17. mars sfðastliðinn tilkynnt honum þá ákvörðun vísindafélagsins að gefa islensku þjóðinni allar frum- myndir úr Ferðabók Eggerts Ólafssonar og Bjarna Pálssonar. Forseti Islands þakkaði þessa merku og mjög svo höfðinglegu gjöf með bréfi til forseta danska vísindafélagsins prófessors Bengt Strömgren hinn 7. apríl síðastlið- inn. Menntamálaráðherra hefur þegar ákveðið I samráði við for- seta tslands að gjöf þessi verði varðveitt f Þjóðminjasafni Is- lands. Ferðabók Eggerts og Bjarna kom fyrst út á dönsku á vegum danska vísindafélagsins í Sorö ár- ið 1772. Gerhard Schöning sagn- fræðingur og Jón Eiríksson kon- ferensráð bjuggu handritið til prentunar. Á næstu þremur ára- tugum kom Ferðabókin út á þremur höfuðtungum Vestur- Evrópu: þýsku, frönsku og ensku. Bókin kom fyrst út á íslensku árið 1943 í þýðingu Steindórs Stein- dórssonar frá Hlöðum og í annað sinn á síðastliðnu ári í sérstakri viðhafnarútgáfu. I öllum fyrri út- gáfum höfðu birst eirstungur af frummyndunum en í áðurnefndri þjóðhátíðarútgáfu voru flestar myndanna prentaðar i litum i fyrsta skipti. Danska vísindafé- lagið hafði lánað Bókaútgáfunni Erni og Örlygi myndirnar hingað til lands i þeim tilgangi. Nokkrar myndanna höfðu þó birst i litum í afmælisriti danska vísindafélags- ins árið 1973 og í Arbók Hins islenska fornleifafélags árið 1972. Alls eru frummyndirnar um 120 auk uppdráttarins af Islandi. Það er mikil vinsemd af hálfu danska visindafélagsins í garð íslendinga að færa þjóðinni þessa höfðinglegu gjöf. Menntamálaráðuneytið, 25. aprfl 1975. Fulltrúaráðið vill listdreifingarstöð Fulltrúaráð Sambands ís- lenzkra sveitarfélaga kom saman til fundar dagana 29. og 30. apríl. Á fundinum var lýst stuðningi við þá hugmynd Bandalags íslenzkra listamanna, að komið yrði á fót sérstakri listdreifingarmiðstöð og talið að slik miðstöð auðveldaði mjög dreifingu listar um landið.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.