Morgunblaðið - 13.05.1975, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 13.05.1975, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 13. MAl 1975 23 Björn Friðfinnsson, frkvstj.: KRÖFLUVIRKJUN Siðan á sl. sumri hefur verið unnið af miklum krafti við hönn- un og undirbúning jarðgufuvirkj- unar við fjallið Kröflu í Reykja- hlíðarlandi í S-Þing. Höfðu þá margvíslegar rannsóknir Orku- stofnunar á svæðinu staðið I nokkur ár. Bygging stöðvarinnar er undir stjórn sérstakrar „Kröflunefndar“, sem einkum er skipuð alþingismönnum. Byggðalínan, Kröfluvirkjun og raforkuskortur á Norðurlandi Nefndin hefur sett sér þau tímamörk, að virkjunin yrði tekin til starfa í árslok 1976 og hafa allar ákvarðanir um vélakaup og framkvæmd einstakra verkþátta verið við það miðaðar. Hefur af þeim sökum ekki gefizt tími til að bjóða út búnað og framkvæmdir með venjulegum hætti og hefur það valdið talsverðum úlfaþyt meðal verktaka og seljenda véla setja á upp 2 túrbinur svo til samtímis í Kröfluvirkjun, þegar önnur túrbinan gerir betur en að metta raforkumarkaðinn norðan- lands í upphafi. Sé um einhvers- kona varastöðvarsjónarmið að ræða, þ.e. að túrbína nr. 2 skuli vera til vara fyrir túrbínu nr. 1, þá vaknar sú spurning, hvort ekki sé þar full riflega i lagt, þegar tekið er tillit til tengingar byggða- línunnar inn á kerfið. Mér virðist þvi, sem fresta hefði mátt uppsetningu á túrbínu nr. 2 um einhvern tíma án þess að rekstursöryggi kerfisins raskaðist verulega. Niðurstaða framan- greindra hugleiðinga minna hér að framan er því: 1. Unnið er samtímis eftir tveimur leiðum að leysa sama vandann. 2. Þjóðarbúið þarf að fjárfesta samtals 7000 milljónir króna á Eins og alþjóð veit hafa Norð- • lendingar að undanförnu búið við raforkuskort. Dregið var um framhaldsvirkjun Laxár án þess að nægilega snemma væru gerðar aðrar ráðstafanir til raforkuöfl- unar. Því hefur að undanförnu orðið að afla grunnorku í sívax- andi mæli með keyrslu diesel- stöðva, sem ekki hafa svo haft undan, þegar truflanir hafa orðið á raforku orkuveranna við Laxá jafnframt því sem raforkuþörfin hefur verið í hámarki. Skortur á grunnafli raforku- vera norðanlands í dag er af stærðinni 10—12 mw, en þess ber að geta, að svæðið hefur um nokkurt skeið verið svelt um raf- orku, þannig að ekki hafa verið veitt leyfi til rafhitunar húsa og skjótt mætti auka raforkumarkað- inn á sviði iðnaðar t.d. með auk- inni notkun elektróðukatla við mjólkursamlög og fleiri fyrirtæki. Hins vegar er ljóst að 100% rafhitun húsa utan þeirra svæða, sem jarðvarmaveitur ná til, verð- ur ekki náð í skyndi, þar sem raforkudreifingarkerfið er ekki undir það búið og mikilla fjár- muna þörf áður en fyllilega verður þar úr bætt. Þá verður nú að taka tillit til þeirra áforma, sem uppi eru um 35—40 mw jarð- varmaveitu fyrir Akureyri. Ég tel því að í grófum tölum talið sé skortur raforku á Norður- landi frá vatnsafls- og jarðgufu- stöðvum af stærðinni 20 mw, en e.t.v. mætti þó koma meiri raf- orku í lóg, ef fyrsta stig hitaveitu- framkvæmda á Akureyri yrðu sameiginlegar kyndistöðvar, sem nýtt gætu elektróðukatla, þar til jarðvarmaveita úr Reykjahverfi i S-Þing. yröi fullbúin. Raforku- þörfin mun siðan vaxa á venjuleg- an hátt, ef ekki kemur raforku- frekur iðnaður til. Til þess að mæta raforkuskorti Norðlendinga er nú unnið eftir tveimur Ieiðum, þ.e. með svo- kallaðri „byggðalinu" og með Kröfluvirkjun. Auk þess hefur Laxárvirkjunarstjórn nýlega opinberlega komið fram með til- lögur um þriðju leiðina, þ.e. bráðabirgðagufuvirkjun við Kröflu. Ljóst er að raforkuskortur verð- ur enn á Norðurlandi á næsta vetri og verður honum vart mætt héðan af nema með áframhald- andi raforkusvelti og stöðugri keyrslu nýju dieselstöðvarinnar, sem nú bætist við á Akureyri. Einnig bætist e.t.v. við raforku- framleiðslu Skeiðsfossvirkjunar fyrir veturinn. Ef leysa ætti málið með bráðabirgðavirkjun við Kröflu yrði að taka ákvörðun um það á næstu dögum, en ólíklegt er að svo verði. Þá er komið að vetrinum 1976—1977 og virðist nú svo kröftuglega unnið að því að leysa raforkuskort þess tíma, að full ástæða er til að spyrja, hvort þar sé ekki rasað um ráð fram. Er tilgangur þessarra lina að vekja athygli á þvi, að svo virðist sem algjört sambandsleysi og skortur á samhæfingu sé rnilli þeirra aðila, sem nú vinna að því að leysa sama vandann eftir tveimur leiðum samtimis. Slíkur skortur á samhæfingu er aldrei til heillaog sérstök ástæða væri einmitt til að bæta vinnubrögðin nú, þegar þjóðarbúið á í miklum fjárhags- örðugleikum. BYGGÐALlNAN Skv. fyrirmælum iðnaðarráð- herra frá siðasta hausti vinna Rafmagnsveitur ríkisins nú að miklu kappi að lagningu 132 kw háspennulinu frá Andakílsár- virkjun að Varmahlíð í Skaga- firði, þar sem línan tengist ný- gerðri háspennulínu áfram til Akureyrar. Verkið sækist allvel og eru allar horfur á þvi að línan verði fullgerð ásamt 3 spenni- stöðvum í árslok 1976, en fleiri spennistöðvar verða svo tengdar henni fljótlega. Vegna litillar flutningsgetu sæstrengs yfir Hvalfjörð og fleiri ’ hluta þess háspennukerfis, sem tengist byggðalínunni að sunnan, verður orkuflutningsgeta hennar í fyrstu takmörkuð við u.þ.b. 8 mw, en þegar lokið er lagningu nýrra háspennulína að fyrir- hugaðri málmblendiverksmiðju við Grundartanga, er gert ráð fyr- ir að byggðalinan tengist þar við orkuflutningskerfi Landsvirkjun- ar og verður þá flutningsgeta lin- unnar til og frá Akureyri um 50 mw. Þá er að huga að þvi, hvort raforka sé til flutnings með lin- unni af Landsvirkjunarsvæðinu norður i land. Horfur eru nú á því að Sigöldu- virkjun verði komin i gagnið nokkuð á undan væntanlegri málmblendiverksmiðju, þannig að ekki verður markaður fyrir nema hluta af raforkuframleiðslu hennar til að byrja með. Þá er raforkuþörfin norðanlands um- fram raforkuframleiðslu þar enn ekki meiri en svo, að Landsvirkj- un ætti auðvelt með að anna henni í örfá ár, jafnvel eftir að málmblendiverksmiðjan tekur til starfa, enda aðeins hluti af raf- orkuþörf verksmiðjunnar for- gangsorka. Væri þvi greinilega hægt að fullnægja raforkuþörf okkar Norðlendinga til allra venjulegra nota frá árslokum 1976 og i nokk- ur ár þar á eftir með byggðalín- unni einni, enda þótt þá hljóti jafnframt að koma fram kröfur um aukið uppsett varaafl á Norð- urlandi. Kostnaður við gerð byggðalín- unnar ásamt spennistöðvum að Hömrum i Borgarfirði, við Laxár- vatn í Húnavatnssýslu og á Akur- eyri er nú áætlaður um 1500 milljónir króna, en þar við bætist svo kostnaður við spennistöðvar við Hrútafjörð og Varmahlíð, sem byggðar verða fljótlega. og búnaðar og af því spunnizt blaðaskrif. Hér er um að ræða orkuver með tveimur túrbinum, sem hvor um sig getur framleitt 30—35 mw. Orkuverð virkjunarinnar virðist munu verða hagstætt rffiðað við fulla nýtingu og dýrmætt er að fá reynslu af slíku orkuveri, þegar hugsað er til þeirrar gífurlegu orku, sem við eigum i háhita- svæðum landsins. Þá er ánægju- legt fyrir Norðlendinga að fá nýtt orkuver og mikill öryggisauki að því fyrir raforkukerfi lands- hlutans. Kostnaðarverð vírkjunarinnar er nú áætlað a.m.k. 3800 m.kr. auk kostnaðar við borholur um 1000 m. kr. og kostnaðar við há- spennulínu til Akureyrar a.m.k. 700 m. kr., þannig að samtals er fjárfestingin i sambandi vió Kröfluvirkjun a.m.k. um 5500 milljónir króna. Hér er þvi um umtalsverðar framkvæmdir að ræða fyrir þjóðarbúið. En það sem vekur spurningar mínar i þessu sambandi er hin stranga tímaáætlun framkvæmd- anna. Eins og rakið hefur verið hér að framan, þá verður byggða- linan kominum svipað leytimeð a.m.k. 8 mw flutningsgetu og er þá reikningsdæmi, hvað mikið fé megi binda i framkvæmdum tii að afnema dieselkeyrslu fyrir þvi sem þá vantar upp á, þar til full- nægjandi tenging kemst á suður- enda byggðalinunnar. Þá er Ijóst, að Kröfluvirkjun gerir byggðalínuna óþarfa, hvað snertir raforkuþörf Norðlendinga út af fyrir sig, (eftir sem áður er þörf á nýjum raflínum frá Varma- hlíð vestur á bóginn), en helztu not línunnar fyrst um sirrh yrðu þá væntanlega að flytja raforku frá Kröfluvirkjun suður yfir Holtavörðuheiði. Vafasamt er þó að þar verði markaður fyrir þá orku í bráð, a.m.k. ef Hrauneyjar- fossvirkjun verður gerð á næst- unni. Þá er athugandi, hvers vegna tveimur árum í báðum lausnum vandans. 3. Öþarft virðist að flýta Kröflu- virkjun svo mjög, sem nú er gert og hægt væri að undirbúa verkið á venjulegan hátt. 4. flægt væri að dreifa framan- greindri fjárfestingu á nokkurra ára tímabil, þannig að fyrst komi byggðalínan í gagnið, síðan Krafla I og þar næst Krafla II. Vegna mikils fjármagnskostn- aðar i dag stuðlaði þessi lausn að lægra raforkuverði, en ella verður. Allar framangreindar niður- stöður byggjast að sjálfsögðu á þeirri forsendu að ekki komi til nýr orkufrekur iðnaður á Norður- landi, iðjuver, sem notað gæti 50—60 mw í uppsettu afli. En öll áform um slík iðjuver hefðu þá líka þurft að liggja fyrir þegar i virkjunarframkvæmdir og línu- lögn var ráðizt, þannig að raforku- þörf og raforkuframboð megi nokkurn veginn standast á. Þjóðarbúið hefur nú orðið fyrir fjárhagslegu áfalli og verða þvi forsvarsmenn þess að gera enn strangari kröfur til arðsemi fjár- festingar en áður. Þótt leysa verði raforkuskort á Norðurlandi i skyndi, þá eru aðrir landsfjórð- ungar lítt betur settir og milljarða fjárfestingar þörf til að bæta þar úr. Raforkuverð er nú hátt hér á landi og jafnt of mikil sem of litil f járfesting gerir það enn hærra. Yfirstjórn raforkumála á hverj- um tíma verður að hafa yfirsjón yfir vandamál raforkuiðnaðarins og leiðir til lausnar þeirra. Þá verður að endurbyggja skipulag raforkuiðnaðarins frá grunni, en ég hygg að allir geti t.d. verið sammála um, að skipulag raforku- málanna á Norðurlandi sé skóla- dæmi um það, hvernig slíkt skipu- lag eigi ekki að vera. Norðurlandsvirkjun myndi hér vissulega bæta úr að hluta, en Norðlendingar verða þá lika að sýna þvi máli meiri áhuga í verki en nú er. 24.4. 1975. Blönduvirkjun rædd í héraði Iðnaðarráðherra Gunnar Thor- oddsen og helztu ráðgjafar hans í orkumálum hafa nú til athugunar óskir og sjónarmið bænda í Húna- vatns- og Skagafjarðarsýslum vegna áforma sem uppi eru um virkjun Blöndu, en bændur lýstu þessum sjónarmiðum sinum á fundi er Gunnar Thoroddsen boð- aði til á Blönduósi á föstudaginn fyrir viku. Iðnaðarráðherra hefur sem kunnugt er opinberlega lýst því yfir að á þessu ári þurfi að taka ákvörðun um stórvirkjun Norðanlands og þar komi Blanda mjög til greina en hann muni ekki taka neinar ákvarðanir um virkj- un Blöndu fyrr en hann hafi kannað hug heimamanna í þess- um efnum. Fundurinn á Blöndu- ósi þótti takast mjög vel, og stóð hann í um sex klukkustundir. Heimamenn lýstu viðhorfúm sín- um og báru fram fjölda fyrir- spurna til ráðherra og ráðgjafa hans en jafnframt þvi létu fund- armenn í ljós ánægju með frum- kvæði ráðherra um þessa fundar- boðun og töldu með því brotið blað í samskiptum ráðamanna og hins almenna borgara. Komi til þess að vatnsorka Blöndu verði beizluð, yrði þar um stórvirkjun að ræða — meó a.m.k. um 130—140 Mw. afl, að þvi er Gunnar Thoroddsen sagði i sam- tali við Morgunblaðið í tilefni af fundi hans á Blönduósi. I sam- bandi við virkjunina er fyrir- hugað stórt lón uppi á Auðkúlu- heiði, sem yrði mjög mikilvæg miðlun fyrir virkjunina til að tryggja eðlilega framleiðslu hennar allt árið um kring. Á hinn bóginn er sá annmarki á, að allmikið af góðu beitilandi mundi fara undir vatn. Sam- kvæmt áætlunum um þessa fram- kværnd mundi lónið sem þarna myndaðist verða um 60 ferkíló- metrar eða töluvert stærra en Mý- vatn og til frekari samanburðar má benda á að Þingvallavatn er rúmlega 80 ferkílómetrar. Það eru tvö upprekstrarfélög sem eiga afréttarlandsvæðið sem fara mun undir vatn af þessum sökum — Upprekstrarfélög Auð- kúluheiðar og Upprekstrarfélag Eyvindarstaðaheiðar. Að því er Gunnar Thoroddsen tjáði Morg- unblaðinu áleit hann að áður en nokkrar ákvarðanir yrðu teknar varðandi framangreind virkjunar áform í Blöndu, ætti að ræða við þá bændur sem hér ættu hlut að máli, kynna þeim þessar virkjun- arhugmyndir og kanna þeirra við- horf og viðbrögð þar að lútandi. Þess vegna var framangreindur fundur haldinn áð frumkvæði ráðherra og voru til fundarins boðaðir hreppsnefndarmenn úr þeim sveitum Húnavatns- og Skagafjarðarsýslu sem málið snerti sérstaklega, svo og sýslu- nefndarmenn. Fundurinn var fjölsóttur af þessum aðilum og stóðu umræður frá þvi kl. 2 til kl. 8 um kvöldið. Fundarstjóri var Jón Isberg sýslumaður. 1 upphafi flutti Gunnar Thoroddsen inngangsorð og skýrði tiigang fundarins, sem væri fyrst og fremst sá að kynna heimamönnum málið og hlýða á sjónarmið bænda þar um slóðir áður en nokkrar ákvarðanir yrðu teknar. Jakob Björnsson orku- málastjóri og Sigurður Þórðarson verkfræðingur skýrðu þessu næst nánar frá fyrirhugaðri tilhögun virkjunarinnar, uppdrættir voru sýndir og skýi-ðir. Siðan urðu miklar umræður og fjöldi fyrir- spurna borinn fram, sem ráð- herra og verkfræðingarnir svör- uðu. Að þvi er Gunnar Thoroddsen tjáði Morgunblaðinu kom fram á fundinum mikill áhugi á virkjun- armálinu. Sumir bændur úr Skagafirði töldu þó æskilegra að fremur yrði virkjuð Jökulsá i Skagafirði, ýmsir töldu mjög æskilegt að hægt yrði að minnka uppistöðulónið svo að minna beitiland færi til spillis og einnig var rætt um bætur til bænda og i hvaða formi þær skyldu greiddar. Iðnaðarráðherra skýrði síðan frá því i lok fundarins, að allar ábendingar og athugasemdir sem fram hefðu komiðyrðunú teknar til frekar athugunar og rækilega yrði kannað hvort ekki mætti minnka miðlunarlónið og einnig yrði skoðað hvernig heppilegast yrði að koma bótum fyrir. Til dæmis yrði athuguð sú leið að bæturnar yrðu fólgnar i afslætti á rafmagnsverði til þeirra býla, sem fyrir tjóni yrðu, en þá leið kvað Gunnar ýmsa fundarmanna hafa talið æskilega, þar eð á þann hátt væri miðað að því að tryggja áframhaldandi búskap á þessum jörðum. „Ég er mjög ánægður hvernig til tókst með þennan fund, hinar mjög svo málefnalegu umræður sem þarna fóru fram og þann jákvæða anda sem ríkti á fundinum," sagði Gunnar ^Thor- oddsen að endingu.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.