Morgunblaðið - 13.05.1975, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 13.05.1975, Blaðsíða 40
IWIHIKÐIK Cæði i fyrirrúmi ,(f% SIGURÐUR I *4*- á ELÍASSONHF. X%w°£/ AUÐBREKKU 52, KÓPAVOGF, SÍMI 41380 ÞRIÐJUDAGUR 13. MAl 1975 Reykjavíkurflug- völlur lokaífist — vegna veikinda eins flugumferðarstjóra MIKLAR tafir urðu á innanlands- flugi í gær vegna veikinda sem herjuðu á starfslið flugumferðar- stjórnarinnar á Reykjavíkurflug- velli. tlm þverbak keyrði I gær- kvöldi þegar eini flugstjórnar- maðurinn á næturvakt mætti ekki vegna veikinda og enginn gat hlaupið I skarðið vegna yfir- vinnubanns flugumferðar- stjóra. Var Reykjavíkurflugvelli algerlega lokað klukkan 19.30 ( gærkvöldi og hann ekki opnaður Kennaraháskólinn: Ráðuneytið stað- festi aðgerðir skólastjórnar Mcnntamálaráðuneytið hefur ritað skólastjóra og nemendum Kennaraháskólans bréf og stað- fest þar þá ákvörðun scm stjórn skólans tók varðandi próf I skól- anum og aðgerðir hennar. Stað- festi ráðuneytið að þau lög og þær reglur sem skólast jórnin fór eftir séu I fullu gildi. Engin lausn hefur enn fengist á hinu viðkvæma deilumáli sem upp hefur komið milli skóla- stjórnar og nemenda. Nemendur halda uppteknum hætti og mæta ekki til prófa og t.d. mættu aðeins 5 til prófa sem áttu að vera i gærmorgun. I dag er ráðgerður fundur í skólastjórninni og er þess að vænta, að fundurinn taki ákvörðunuem teljast megi stefnu- markandi í málinu. fyrr en klukkan 7.30 I morgun. Varð að snúa allri flugumferð til Keflavlkurflugvallar, þar á meðal þremur flugvélum frá Flugfélagi tslands sem voru að koma úr innanlandsflugi. Mbl. fékk þær upplýsingar í flugturninum í gærkvöldi að þrir af þeim fjórum flugumferðar- stjórum sem vinna áttu við innan- landsflug á dagvakt hefðu verið veikir. Af þessum sökum urðu mjög miklar tafir á innanlands- flugi og margvisleg vandræði. Klukkan 19.30 kom svo í ljós að eini flugstjórnarmaðurinn á næt- urvakt var einnig veikur. Ekki er gert ráð fyrir neinni bakvakt og þvi ekki annar maður til að hlaupa i skarðíð til að stjórna umferðinni um Reykjavikurflug- völl. Vegna yfirvinnubanns gátu aðrir flugumferðarstjórar ekki gengið í verkefnið. Tók Gunnar Sigurðsson flugvallarstjóri þá ákvörðun að loka vellinum alveg. Var þremur Flugfélagsvélum og þremur smærri vélum beint til Keflavíkurflugvallar. Mbl. fékk þær upplýsingar hjá afgreiðslu Flugfélagsins í gær- kvöldi að miklar tafir hefðu orðið Framhald á bls. 39 Fá óblíðar viðtökur veðurguða SAUÐBURÐUR er hafinn víða um land og hafa litlu lömbin fengið heldur óblfðar móttökur hjá veðurguðunum. Á föstudaginn snjóaði á Norð-Austurlandi enda blés hann þá beint af norðri. Áttin varð austlægari um helgina og birti þá til fyrir norðan en kuldinn hefur haldist. Hefur verið vægt frost á daginn, þetta I—4 stig en á nóttunni hefur frostið farið i 10 stig á láglendi. Lítil breyting er fyrirsjánleg á veðrinu og verður því einhver bið á þvf að gróðurinn taki verulega við sér en hann hefur verið seinni að taka við sér en venjulega. Snemmbærum er vfðast haldið i húsi en þessa rakst Sveinn Þormóðsson Ijósmyndari þó á er hann átti leið um Garða- hrepp í gær. Auglýsendur athugið Morgunblaðið kemur ekki út hvítasunnudag 18. maf n.k. Þær auglýsingar, sem birtast eiga í laugardagsblaðinu 17. maí, þurfa að hafa borizt aug- lýsingadeildinni sem fyrst og í síðasta lagi fyrir kl. 18.00 fimmtudaginn 15. maí. Verkföllin í ríkisverksmiðjunum draga dilk á eftir sér: 1.500-2.000 manns gætu misst atvinnu í byggingariðnaði ef deilan leysist ekki VERKFALLIÐ, sem skall á að- fararnótt mánudagsins f þremur rfkisverksmiðjum, Aburðarverk- smiðjunni, Kfsiliðjunni og f Sementsverksmiðjunni virðist ætla að draga talsverðan dilk á eftir sér og þó sérstaklega verk- fallið f Sementverksmiðjunni. Steypustöðvarnar fylltu alla geyma sína af sementi áður en til verkfallsins kom, en birgðir stöðvanna eru nú brátt á þrotum og samkvæmt upplýsingum Vfg- lunds Þorsteinssonar, fram- kvæmdastjóra hjá B.M. Vallá, má búast við þvf, ef ekki semst, að atvinnuleysis fari brátt að gæta f byggingariðnaði, þar eð steypa verður ófáanleg. Má búast við, að á næstunni kynnu 1.500—2.000 byggingarstarfsmenn að missa at- vinnu sfna vegna þessa. Mun verkfallið í Sementsverksmiðj- unni koma harðast niður á bygg- ingariðnaði, framkvæmdum Hita- veitu Reykjavfkur og fram- kvæmdum f Sigöldu. Gunnar Thoroddsen iðnaðar- ráðherra sagði i viðtali við Mbl. í gær að auðvitað væri það mjög alvarlegt fyrir byggingariðnað- inn, þegar sementsverksmiðjan stöðvaðist og að sjálfsögðu mikið alvörumál fyrir landbúnaðinn, þegar hið sama gerðist í Aburðar- verksmiðjunni. „Það er ákaflega Geir Hallgrímsson forsætisráðherra: Höfum sterka stöðu til útfærslu í 200 sjómílur GEIR Hallgrfmsson forsætis- ráðherra sagði f samtali við Morgunblaðið f gær, að ákvörð- un um útfærslu fiskveiðiland- helginnar f 200 sjómflur yrði tekin þegar landhelgisnefndin hefði fengið og rætt skýrslur fulltrúanna, sem setið hafa haf- réttarráðstefnuna f Genf. For- sætisráðherra sagði ennfrem- ur: „Ég tel tslendinga hafa sterka stöðu til útfærslu f 200 sjómflur eins og málum lauk á Genfarráðstefnunni." 1 framhaldi af þessu sagði forsætisráðherra: „Að vfsu hefðum við kosið, að lokaniður- staða fengist á ráðstefnunni f Genf. En við þvf var ekki búizt, þannig að vonbrigði okkar fel- ast helzt f þvf, að fyrirsjáanlegt er, að lengri tfmi Ifði en áætlað var þar til lokaniðurstaða fæst, þar eð nú verður fundum ráð- stefnunnar ekki framhaldið fyrr en á næsta ári og ekki er gert ráð fyrir að það verði loka- fundurinn. Hins vegar liggja fyrir drög að hafréttarsáttmála, sem birt- ur var f lok ráðstefnunnar. Þar er gengið út frá þvf, að 200 sjómflur verði gildandi efna- hagslögsaga. Og að þvf er fisk- veiðarnar snertir, er ráð fyrir þvf gert, að strandrfkið sjálft ákveði hversu mikla veiði fisk- stofnarnir þoli og hverjum skuli leyft að veiða innan lög- sögunnar.“ Aðspurður sagði forsætisráð- herra ennfremur, að boðaður hefði verið fundur f landhelgis- nefnd stjórnmálaflokkanna f dag, þriðjudag. Þar yrðu við- horfin eftir Genfarráðstefnuna rædd. Greinargerðir frá full- trúum tslands á ráðstefnunni hefðu ekki borizt enn. Þegar nefndin hefði fengið þessar greinargerðir og rætt þær yrði tekin ákvörðun um útfærslu f 200 sjómflur. mikilvægt, að sem fyrst takist að leysa þessar deilur og verður lögð á það megináherzla að svo megi verða," sagði ráðherrann. Morgunblaðið ræddi í gær við forráðamenn verksmiðjanna og spurði um áhrif verkfallsins. Guð- mundur Guðmundsson, fram- kvæmdastjóri Sementsverksmiðj- unnar, sagði að alvarlegast fyrir verksmiðjuna væri framleiðslu- tap. Gjallframleiðslan sagði hann að væri um 300 tonn á dag og næmi verðmæti þess á aðra milljón króna. Á móti því kæmi hins vegar að ekki þyrfti að greiða laun, olíu og annað. Verk- smiðjan á bæði birgðir af gjalli og sementi, en það er ekki unnt að afgreiða það, þar sem fólk við afgreiðslu er einnig í verkfalli. Á sfðastliðnu ári var fram- kvæmt starfsmat i verk- smiðjunum þremur og hefur verið unnið að undanförnu að því að raða mönnum i launaflokka og finna launa- hlutföll og aðrar launatölur. Vegna þessa hafa erfiðleikarnir verið. Skapazt hafði ákveðin hefð um laun í fyrirtækjunum áður og þegar á að fara að endurskoða allt kerfið, koma upp vandamál sem eru torleyst. Guðmundur Guð- mundsson sagði að ef tækist að leysa þessi vandamál ætti launa- vandamál verksmiðjanna að verða mun auðveldara i framtíð- inni. Hjálmar Finnsson, forstjóri í Áburðarverksmiðjunni, sagði að öll framleiðsla og afgreiðsla á áburði hefði stöðvast. Hjálmar sagði: „Þegar gerð er áætlun um svokallað áburðarár, þá er það magn miðað við það sem framleitt Framhald á bls. 39

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.