Morgunblaðið - 13.05.1975, Síða 38

Morgunblaðið - 13.05.1975, Síða 38
38 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 13. MAl 1975 WILSON — FORD — Ford Bandaríkjaforseti og Harold Wilson, forsætisráðherra Breta, sjást hér ræða saman sem þeir ganga út úr Hvíta húsinu eftir viðræðufund þar á dögunum. HO CHIMINH. Ho Chi Minh spá- dómurinn rættist Og Bandaríkja- menn fóru heim 1 StÐASTA eintaki vikuritsins Time er sagt ailftarlega frá við- brögðum fbúa Hanoi þegar sú frétt barst að sigur hefði unnizt og Saigon væri fallin. Loka- sðknin á Saigon var og nefnd meðal Þjóðfrelsishreyfingar- manna Ho Chi Minh-baráttan, enda hafði hann jafnan spáð þvf að þrátt fyrir mikla og erfiða baráttu sem þyrfti að heyja gegn Bandarfkjunum, og fórnir sem yrði að færa myndu lyktir verða alger sigur. Þá seg- ir frá æsku- og uppvaxtarárum Ho Chi Minh og sfðan starfi hans sem fullvaxta manns. I Time segir að árið 1923 hafi Ho verið nemandi við háskóla í Moskvu. Síðan hafi hann haldið til Kfna og þegar Chiang Kai- shek hafi snúist gegn komm- únistum árið 1927, hafi Ho eytt næstu þrettán árum í ferðir milli Moskvu og Kfna með við- komu í fangelsum Chiang Kai- sheks. 1 fangelsi hafi Ho Chi Minh farið að rækta rithöf- undarhæfileika sína og þróað með sér föðurlega framkomu sem hafi orðið til að margir létu blekkjast af honum, enda þótt hann væri f aðra röndina óvæg- inn og svifist einskis. Ein- hverju sinni er hann sagður hafa svikið pólitískan keppi- naut í hendur frönsku lögregl- unnar, en gaf síðan verðlaunin flokknum. Þegar heimsstyrjöldin sfðari brauzt út, sneri Ho aftur til Indókfna til að skipuleggja and- spyrnuhreyfingu gegn inn- rásarliði Japana. Þegar leið að lokum stríðsins, biðlaði hann um hrfð til starfsmanna banda- rísku leyniþjónustunnar, í þeirri von að þeir myndu tala Framhald á bls. 24 Pravda ræðst á tvö fínnsk blöð SOVEZKA flokksmálgagnið, Pravda gagnrýndi um helgina mjög harkalega tvö finnsk blöð, dagblaðið Iltaset og vikuritið Uusi Maailma. Bæði hafa nýlega birt greinar, þar sem þvf er hald- ið fram að flest verkföll f Finn- landi séu hafin að undirlagi og samkvæmt skipunum frá Sovét- rfkjunum og að finnski kommún- istaflokkurinn fari nákvæmlega eftir fyrirmælum frá Moskvu. Gagnrýni Pravda á blöðin tvö er einhver sú harðskeyttasta sem sett hefur verið fram og segir þar meðal annars að ritstjórar nefndra blaða hafi fylgt þeirri gullnu reglu atvinnufalsara að leggja sannleikann algerlega á hilluna og taka til grundvallar ótrúverðugar getgátur. Pravda segir það staðreynd að finnskir verkamenn hafi styrkzt f barátt- unni gegn einkafyrirtækjunum og sögusagnir um þrýsting utan frá séu algerlega úr lausu lofti gripnar. Pravda bendir einnig á að Finnland hafi ekki þurft að finna jafn mikið fyrir kreppunni sem rfki í efnahagsmálum mikils hluta heimsins og megi þakka það umfangsmiklu samstarfi Finna við Sovétríkin og önnur kommún- istaríki. Þessar æsingarkenndu fullyrðingar sem bæði finnsku blöðin hafi sett fram, tali fyrir sig sjálfar og sýni hverjir standi þarna að baki, segir Pravda enn- fremur. r Israelar réðust inn í þrjá bæi í Líbanon Tel Aviv, 12. mai. Reuter. NTB. tSRAELSKIR hermenn réðust aðfararnótt mánudags inn í suðurhluta Líbanons f fyrsta sinn f fjóra mánuði. Samkvæmt frétt- um yfirmanna Israelshers tóku hermennirnir með fimm gísla frá bækistöðvum skæruliða í landa- mærasvæðunum. Að sögn her- stjórnarinnar réðust hermennirn- ir inn f þrjá bæi, sem allir eru rétt við landamærin. Ekki voru neinar fréttir af mannfalli og sögðu Israelar að ekki hefði verið hleypt af skoti og ekkert tjón unnið á byggingum. Talið er að um eitt hundrað her- menn hafi farið inn í Libanon að þessu sinni. Israelar gerðu síðast hríð að þessum svæðum í Líbanon þann 15. janúar s.l. Líbanir eru ekki sagðir hafa veitt neina mótspyrnu að þessu sinni, enda um leifturað- gerð að ræða. I fréttum frá Beirut segir að sex .fangar hafi verið teknir og veit- ingahús í einum bæjanna hafi verið sprengt í loft upp. Þessu neitaði síðan talsmaður Líbana, en staðfesti að gíslar hefðu verið teknir. Þá segir í fréttum frá ísrael að Bandaríkjamönnum hafi verið greint frá því að ísraelar myndu ekki sýna Egyptum neinn frekari vináttuvott eða líta þá betri aug- um, þó svo að opnun Súezskurðar hafi verið tilkynnt þann 5. júní n.k. Sagði i orðsendingu Israela að þeir litu ekki á opnun skurðar- ins sem friðarvott heldur einvörð- ungu í þágu efnahagslegra hags- muna Egypta. Hafi hvergi verið kveðið á um að Israelar yrðu að gera eitthvað á móti þó að Egyptar opnuðu skurðinn. SADATI KUWAIT Kuwait, Kairo, 12. maí. Reuter, NTB. ANWAR Sadat, Egyptalandsfor- seti, kom í dag til Kuwait, en það er fyrsti áningarstaður á ferð hans um fjögur Arabarfki sem hófst I dag. Er tilgangurinn með ferðinni að styrkja samstöðu Arabaþjóðanna áður en Sadat ræðir við Ford Bandarfkjaforseta I Genf snemma f júnfmánuði. Sadat fékk mjög hlýjar móttökur f Kuwait og safnaðist mikill fjöldi manns saman til að fagna honum. Sadat mun fara til Bagdad á miðvikudag, síðan verður hann tvo daga í Jórdaníu og loks ræðir hann við Sýrlandsforseta í Damaskus. Búizt er við að Sadat og Arabaleiðtogarnir muni ræða innbyrðis skoðanaágreining Araba, m.a. landamæravandamál Kuwait og Iraks, deilur Iraks og Sýrlands og samskipti Jórdanfu við skæruliða Palestínu. Beðið er með hvað mestri eftir- væntingu eftir heimsókn Sadats til Iraks en þeir síðarnefndu hafa Framhald á bls. 24 Viðskiptasamning- ur EBE og ísraels- manna undirritaður Brússel, 12. mai. NTB, Reuter. ÍSRAELAR geröu á sunnu- dag nýjan viðskiptasamn- ing við Efnahagsbanda- lagið og var hann undirrit- aður í Brtissel af hálfu Israela af Yigal Allon utanríkisráðherra. Þetta er fyrsti samningur innan ramma stefnu EBE gagn- vart Miðausturiöndum. Af hálfu Efnahagsbandalags- ins skrifaði formaður ráð- herraráðsins undir. Þessi samningur er sagður hafa mikla póli- tíska þýðingu og ísraelskar heimildir segja að hér hafi unnizt diplómatískur ísra- elskur sigur. Undirbúningur málsins hefur staðið yfir í þó nokkur ár og hefur hvað eftir annað seinkað vegna ágreinings Efnahagsbandalagsins um það sem felast eigi í öðrum samningum sem hugsanlega verði gerðir við Miðausturlönd. Enda þótt samningurinn hafi nú verið undirskrifaður, er ýmis fyrirvari hafður á. Þær tilslakanir sem ísraelum verða veittar í út- flutningi unnínna landbúnaðar- vara taka til dæmis ekki gildi að sinni og er það að kröfu Itala sem vilja standa sterkar að vígi í sam- keppni við Israela. Landbúnaðar- ráðherrar Efnahagsbandalagsins munu kvaddir á fund í Brússel til að fjalla um þetta efni. Að öðru leyti gengur samningurinn í gildi þann 1. júli. Á næstu tveimur árum á EBE að fella niður allan toll á iðnaðarvörum frá Israel, en Israelar eiga aftur á móti að af- nema tollatakmarkanir gagnvart EBE-ríkjum á næstu fjórtán árum. Búizt er við að samningur þessi þýði í framkvæmd að út- flutningur frá Israel til Evrópu stóraukist á næstu árum. Þá er einnig gert ráð fyrir að þessi samningur EBE og Israels muni verða til að greiða fyrir samningum EBE við þrjú Afríku- riki, Alsír, Túnis og Marokkó. Hefði allt farið að líkum átti sá samningur að ganga I gildi um svipað leyti og ísraelski samning- urinn, en þar hefur einnig verið ágreiningur um landbúnaðar- vörur. Einnig eru hafnar við- ræður við fjögur Arabaríki, Egyptaland, Sýrland, Jórdaníu og Libanon og hafnar eru og viðræð- ur við Spán og Möltu. FRETTIR Sovétar gerðu áætlun um kommúnístastjórn í Portúgal Jan Sejna, hershöfðingi, leysir frá skjóðunni London, 12. maí. Reuter. ÞEKKTUR tékkneskur herforingi, Jan Sejna, sem flýði frá Tékkósló- vakfu árið 1968, hefur skýrt frá áætlun, sem Sovétrfkin hafi haft á prjónunum um að koma á fót kommúnistastjórn 1 Portúgal árið 1976 eða 1977. Jan Sejna ræddi við fréttamann stórblaðsins Times og sagði honum frá áformunum sem gengu út á að koma portúgölskum kommúnistum í áhrifastöður í her Portúgals. Sejne býr nú I Washington og nýtur verndar CIA. Hann sagði að hann hefði haft þessar upplýsingar í fórum sinum þegar hann flýði frá Tékkóslóvakíu hálfu ári fyrir inn- rás Varsjárbandalagsríkjanna í Tékkóslóvakíu. Að því er talið er mun hann háttsettastur herfor- ingja, sem flúið hefur frá Varsjár- bandalagsriki. Eftir flótta hans var hann sakaður um að hafa dregið sér um 30 þús. sterlings- pund úr opinberum sjóðum. Sejna segir í yfirlýsingu sinni að hann hafi þekkt Alvaro Cunhal, foringja kommúnista- flokksins í Portúgal, þegar Cunhal var í útlegð i Prag á árun- um 1960—1968. Var skipunum Sovétmanna komið áleiðis til for- vígismanna portúgalskra komm- únista fyrir meðalgöngu sovézka sendiherrans í Prag, Stephan Chervonenko. Sejna segir: „Þar sem ég var flokksritari í tékkneska varnar- málaráðuneytinu þekkti ég til ráðagerða sovézkra kommúnista varðandi framtíð Portúgals,“ og hann bætir við að ætlun hafi verið að koma smám saman á lýð- ræðisstjórn en undir handleiðslu kommúnista. Þrátt fyrir þá skoðun Cunhals að bylting yrði gerð í landinu þegar Salasar andaðist, töldu Sovétmenn að nokkur tími myndi líða unz kommúnistar hefðu kom- ið undir sig fótum I Portúgal. Sejna segir að það hafi verið inni- falið i áformunum að Portúgalir yrðu áfram í Atlantshafsbanda- laginu, enda myndu þeir á þann hátt fá aðgang að ýmsum skjölum, sem þeir gætu síðan miðlað til Varsjárbandalagsins. „Byggðist þetta á þeirri áætlun Varsjár- bandalagsins að grafa undan Atlantshafsbandalaginu með þvi að færa sér í nyt þá hlekki sem veikastir væru i varnarkerfi bandalagsins, en að þeirra dómi voru þar með Tyrkir, Grikkir og Italir. Sejna segir að Cunhal hafi verið talinn ágætur skipuleggj- andi en þó hafi þurft að ýta á hann í ýmsu. Hann hafi verið álitinn sanntrúaður marxisti og var óneitanlega mjög gott tæki i höndum sovéska kommúnista- flokksins.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.