Morgunblaðið - 13.05.1975, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 13.05.1975, Blaðsíða 30
30 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 13. MAl 1975 Bóas Jónsson skip- stjóri — Minning F. 7. janúar 1916. D. 5. maf 1975. Bóas Jónsson skipstjóri var til moldar borinn á Reyðarfirði mánudaginn 12. maí 1975. Bóas var fæddur áStuðlum við Reyðar fjörð 7. janiiar 1916, sonur hjón- anna Benediktu Jónasdóttur og Jóns Bóassonar er þar bjuggu. Hann var elstur fjögurra systk- ina, en það yngsta lést i bernsku. Þau eru Jónas skipstjóri á Reyð- arfirði, Jóhanna húsfrú á Stöðvar- firði og uppeldisbróðir Jóhann Valdórsson vélstjóri á Reyðar- firði, sem var í nærri þrjá áratugi vélstjóri hjá Bóasi. Sjómenn hafa misst góðan dreng úr sínum hópi, aldraðir foreldrar son sinn og systkini bróður, löngu fyrir aldur fram. I sorginni fá menn huggun við upprifjun góðra minninga um hina látnu vini. Slíkar minningar eigum við margar um Bóas Jóns- son. Hann byrjaði snemma að róa til fiskjar, fyrst á trillu sem gerð var úl frá Eyri sunnanvert við Reyð- arfjörð, en þar átti Bóas heima lengst af ævinnar á búi foreldra sinna, en með þeim bjó liann til hinstu stundar. Vélstjóra- og minna fiskimannapróf tók Bóas í Vestmannaeyjum 1936—7. Hann byrjar sinn skipstjóraferil árið 1943 með vélbátinn Reyni frá Eskifirði sem var einn samvinnu- félagsbáta þar. Arin 1947—48 sit- ur Bóas i stýrimannaskólanum og tekur hið meira fiskimannapróf. Frá þessum árum er nafn Bóas- ar tengt Snæfugli SU-20. Bóas fær einn þeirra sænsku báta um 80 lestir sem fluttir eru inn í lok styrjaldaráranna. Ekki hef ég töl- ur yfir það aflaverðmæti sem Bóas og félagar á Snæfugli komu með að landi, fullyrða má að það yrðu álitlegar tölur. Snæfugl var fljótlega eftir að hann kom til landsins gerður út frá Vest- mannaeyjum á vetrarvertið og var þá alltaf með í baráttunni um toppinn. Bóasi var einatt hlýtt til Vestmanneyinga og var þeim þakklátur fyrir margra ára gott samstarf. Sildveiðar stundaði Bóas á Snæfugli og var þar jafnan vel í meðallagi og hugsaði meira um að koma síldinni í tunnur en bræðslu og lét sig litlu skipa afla- magnið, en lét verðmatið sitja í fyrirrúmi. I septembermánuði 1963 er Snæfugl á leið til Reyðarfjarðar með síldarfarm. Þá fer eitthvað úrskeiðis í lest, báturinn leggst á hliðina og sekkur. Giftusamlega tókst til með mannskap, það kom- ust allir heilir í björgunarbátana og var bjargað um borð I Guð- mund Péturs IS, skipstjóri Trausti Gestsson. 1964 sækir Bóas 250 lesta stálskip til Noregs, sem hann átti i smiðum þar. Þessu skipi stjórnaði Bóas fram að sið- ustu áramótum og þá orðinn fár- veikur maður. Hann var farsæll i starfi, alvarleg slys urðu ekki um borð hjá honum. Bóas var léttur i skapi dagfarslega, en var harður i horn að taka og fastur fyrir ef því var að skipta. Hann var sérlega greiðvikinn, mörgum sjómannin- um gerði hann greiða ef þá van- hagaði um eitthvað. Lagði hann þá lykkju á leið sína fyrir aðra, ef svo bar undir. Einn allra verðmætasti farmur er Bóas flutti að landi, en þá var hann i sildarleit hjá Hafrann- sóknastofnuninni 1967, var áhöfn- in á Stiganda frá Ölafsfirði sem Snæfuglsmenn fundu i gúmbát- um eftir nokkurra daga hrakn- inga norður í Dumbshafi. Á meðan saga íslenskra sjó- manna er skráð á blað verður nafn Bóasar Jónssonar í hópi fengsælustu og farsælustu afla- manna sinnar samtíðar. Áhöfnin á Snæfugli vottar for- eldrum Bóasar, systkinum og öðr- um vandamönnum samúð sína og þakkar Bóasi gott samstarf. Bless- uð sé minning hans. Guðmundur Helgason. Þegar ég frétti um lát Bóasar Jónssonar skipstjóra frá Reyðar- firði varð mér fyrst i huga mitt fagra byggðarlag Reyðarfjörður. Það var einfaidlega vegna þess að þar missti þetta Iitla pláss einn af sinum bestu sonum og min skoð- un er sú að það skarð verði erfitt að fylla við fráfall hins dugmikla, góða drengs. Ég tel það ekki ofmælt og á engan hallað þótt ég segi að Bóas vinur minn hafi ver- ið frumkvöðull að uppbyggingu atvinnulífsins á Reyðarfirði. Hann stundaði sjóinn alla sina ævi frá blautu barnsbeini, hann var skipstjóri í það minnsta þrjátiu ár eða kannski lengur og lagði alltaf upp sinn afla i heima- höfn að undanskildum nokkrum vetrarvertíðum í Vestmannaeyj- um og hann var góður aflamaður, og lagði oft harf að sér að koma t Maðurinn minn, SÉRA JÓN GUÐNASON. fyrrverandi skjalavörSur, er látinn. Guðlaug Bjartmarsdóttir. t HELENA FRIÐRIKSSON, FÆDD JÓNSSON, andaðist í Kaupmannahöfn 13. aprfl. Fyrir hönd fjærstaddra, dóttur og sonar, Anna Árnadóttir, Margrót Helgadóttir. með aflann í sína heimahöfn, og þar með að auka atvinnulífið á staðnum, og ég fullyrði að aðrir hafi ekki gert það betur. Engan skipstjóra þekki ég sem hefur tek- ið sér eins lítið fri á löngum sjómannsferli eins og Bóas. Sjór- inn heillaði hann og ég gæti látið mér detta í hug að hann hefði viljað stíga sitt síðasta spor um borð i Snæfuglinum, honum þótti vænt um sitt skip, og það var hans heimili. Bóas var mjög vel gerður maður, hann var einn af þeim mönnum sem mátti aldrei aumt sjá án þess að rétta hjálparhönd, enda var hann annálaður fyrir greiðasemi og hjálpsemi. Ekki er það ætlun mín að skrifa ævisögu þessa látna vinar, en hinsvegar tel ég mig gæfumann að hafa átt þess kost að hafa kynnst slikum mannkostamanni og virkilega góðum dreng sem Bóas var. Bóas var i stuttu máli sá persónuleiki sem var mikið prúð- menni og lét ávallt litið yfir sér, hann var mjög heiðarlegur og ábyggilegur bæði til orðs og æðis, slíkum mönnum er gott að kynnast. Reyðfirðingar standa í mikilli þakkarskuld við þennan látnavin ogég vonaað Reyðfirð- ingar reisi honum þann minnis- varða sem hann hefur til unnið, og sýna þar með að honum sé veittur sá virðingarvottur er þetta byggðarlag varð aðnjótandi af hans dugnaði og hinu mikla fram- lagi er hann veitti sinni heima- höfn. Um leið og ég kveð þennan látna vin minn sendi ég foreldr- um hans og öllum aðstandendum minar innilegustu samúðar- kveðjur. Jóhann Þórólfsson. Bóas var jarðsettur frá Búðar- eyrarkirkju mánudaginn 12. þessa mánaðar að viðstöddu miklu fjölmenni. Jóhanna Jónsdóttir frá Hemru—Minning Fædd 21. okt. 1883. Dáin 3. maf 1975. Aðfararnótt Iaugardagsins 3. maí andaðist á Hrafnistu í Reykjavík Jóhanna Jónsdóttir frá Hemru i Skaftártungu. Með frú Jóhönnu er gengin ein af minnisstæðustu vildarkonum þeirrar kynslóðar sem hér fædd- ist og ólst upp laust fyrir og um síðustu aldamót, en sem nú er óðum að hverfa af sjónarsviði þessa jarðlifs. Jóhanna var fædd 21. október 1883 í Hemru í Skaftártungu, dóttir þeirra merku hjóna Hildar Vigfúsdóttur hreppstjóra Bótólfs- sonar á Flögu og Jóns Einarsson- ar dannebrogsmanns og hrepp- stjóra í Hemru. Jón var sonur Einars Bjarnasonar bónda i Hrifunesi og seinni konu hans Guðrúnar Jónsdóttur frá Bakka i Landeyjum. Að þeim hjónum stóðu merkar ættir þó ekki verði raktar hér. Hjá foreldrum sínum dvaldi hún sín bernsku- og æsku- ár i stórum systkinahópi. Á þeim árum má segja að Hemruheimilið hafi verið menntasetur. Þó Jón i Hemru hafi aldrei á skólabekk setið þá var hann vel menntaður maður, enda landskunnur bæði úthéraðs og innan. Jón i Hemru verður öllum, sem honum kynnt- ust, ógleymanlegur: mikill að vallarsýn, friður maður og bar fyrirmannlegan svip. Þau Jón og Hildur eignuðust 7 börn og voru þau í þessari aldursröð: Þorgerð- ur, giftist Einari Einarssyni hreppstjóra i Vestri-Garðsauka i Hvolhreppi, dáin 1967. Sigrún, t Eiginmaður minn, SIGURÐUR ÞÓRÐARSON, leigubif reiðastjóri, Hamrahlið 17. verður jarðsunginn frá Fossvogskirkju, miðvikudaginn 14. mal kl. 1.30. Blóm og kransar afþakkaðir en þeir, sem vildu minnast hins látna er vinsamlega bent á Blindrafélagið Hamrahllð 1 7. Fyrir mína hönd og barna hans, Stefania Pétursdóttir. Lokað í dag frá kl. 3—5 vegna jarðarfarar. giftist ekki, dvaldi hjá Þorvaldi bróður sinum, dáin 1958. Guðrún, ógift, dvaldi alltaf i Hemru, dáin 1951.Vigfús, dó tveggja mánaða. Jöhanna, sem hér er minnst. Þor- valdur, giftist Ólöfu Jónsdóttur frá Hlið, bjó á Skúmsstöðum i Landeyjum, dáinn 1962. Valdimar kennari, giftist Sigurveigu Guð- brandsdóttur.tók við búi og jörð eftir foreldra sina og stundaði kennslu jafnframt, dáinn 1948. Öll þessi systkin voru mjög vel greind og báru svipmót foreldra sinna, og er sá ættarsvipur sterk- ur og nú er þessi systkinahópur allur burtfluttur af þessa heims jarðlifi. Árið 1912 giftist Jóhanna Ein- ari Bergssyni frá Kálfafelli i Fljótshverfi, miklum dugnaðar- manni. Byrjuðu þau búskap á Svartanúpi í Skaftártungu og bjuggu þar i 2 ár. Vorið 1915 kaupa þau jörðina Mýrar í Álftaveri og flytja þangað. Sú jörð var þá talin mjög góð bújörð vegna ýmissa hlunninda sem henni fylgdu. Þar búnaðist þeim vel, enda bæði afburðaddugleg. Sýndist nú bjart framundan. Eignuðust þau tvö efnileg börn, Guðrúnu og Bjarna. En skjótt getur sól brugðið sumri. Árið 1918 missir hún mann sinn, hann drukknaði I Kúðafljóti, og var það mikill harmur fyrir hana og sveitarfélagið að missa jafn mætan mann. Áfram hélt hún bú- skap þar í nokkur ár og búnaðist vel. Var þar alltaf frekar veitandi en þiggjandi. Á þeim árum sem hún bjó þar voru margir efnalitlir búendur i Álftaveri, og mun hún oft hafa rétt þeim hjálparhönd. Þegar heilsa Jóhönnu fór að bila mun hún hafa séð að bezt var að hætta búskap. Leigði hún þá jörðina um tima, en seldi síðar. Dvaldi þá hjá systkinum sínum Þorgerði og Þorvaldi á tímabili, hafði alltaf Bjarna son sinn með sér, en Gúðrún ólst upp i Hemru og var mikið afa- og ömmubarn. En ekki voru hennar mæðuhret úti. Árið 1941 drukknaði sonur hennar Bjarni, fórst með togaran- um Sviða; mikill efnismaður, 26 ára gamall. Og þó höggið væri stórt þá hefur hana sem og öðrum fleiri verið gefinn styrkur til að bera það, enda hún skýr og reind kona, svo að aftur birti yfir. Um þetta leyti flytur hún til Reykja- víkur, er þá Guðrún dóttir hennar nýflutt i bæinn og gift Ólafi Guð- mundssyni lögregluþjóni. Átti hún heimili hjá þeim nokkur fyrstu árin, en síðar átti hún heimili að Njarðargötu 33 og Sjafnargötu 2, þar sem hún dvaldi hjd góðu fólki sem reyndist henni mjög vel. Hún flyzt að Hrafnistu fyrir nokkrum árum og þar and- aðist hún laugardaginn 3. maí 92ja ára að aldri. Þegar ég nú lít til baka yfir æviferil þessarar vinkonu minnar t EiginmaOur minn GÍSLI VILHJÁLMSSON. Vesturgötu 70. Akranesi, lézt 10. mat. Fyrir hönd ættingja Karen Vilhjálmsson. t Eiginkona mln, móðir, tengdamóðir, systir, og amma, SIGRÍÐUR HAFSTEIN GRÖNDAL Hitún 8, Rvk. verður jarðsungin frá Fossvogskirkju, þriðjudaginn 1 3 mal, kl. 3 e.h Blóm og kransar afþökkuð, en þeir sem vildu minnast hennar eru beðnir að láta llknarstofnanir njóta þess HAUKUR GRÖNDAL Páll Gröndal Valgerður Gröndal, Guðfinna Gröndal. Helgi Victorsson, Benedikt Gröndal, Gunnar Gröndal, Oddný Björgvinsdóttir, Haukur H. Gröndal, Margrét Gunnlaugsdóttir, Hanes Hafstein og barnabörn. Helgakjör, Hamrahlíð 25. Lokað í dag frákl. 1 e.h. vegna jarðarfarar. Smjörlíki h.f., Sól h.f. S. Helgason hf. STEINIÐJA llnholtl 4 Slmar 14477 og U1S4

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.