Morgunblaðið - 13.05.1975, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 13.05.1975, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 13. MAl 1975 17 Mikil atvinna í Vopnafírði Vopnafirði 12. mai. UM þessar mundir er atvinnu- ástand gott i Vopnafirði. Skuttog- arinn Brettingur landaði s.l. íimmtudag 120 tonnum af fiski eftir rúmlega viku veiðiferð og er nú unnið i Fiskvinnslunni á staðnum á hverju kvöldi og um helgar og telst það til nýlundu hér. Minni bátar hafa stundað grásleppuveiðar og hafa þær gengið prýðilega. Unnið er af krafti við húsbyggingar. Gunnlaugur. „Elli- og hjúkrunarheimilið Grund hefur gefið Kjarvals- stöðum tvo hjólastóla sem eiga að vera til afnota fyrir þá gesti staðarins, sem á þurfa að halda. Hinn 9. maf sl. afhenti Gfsli Sigurbjörnsson forstjóri gjöf- ina á Kjarvalsstöðum fyrir hönd Elli- og hjúkrunarheimil- isins Grundar í Reykjavfk. Borgarstjórinn f Reykjavfk Birgir lsl. Gunnarsson þakkaði gjöfina og sagðist vona að gjöf- in gæti orðið hvatning til þess að stofnanir í eigu borgarinnar og annarra aðila f borginni, sem tif almenningsnota eru ætlaðar, verði betur úr garði gerðar fyrir fatlaða en verið hefur. Viðstaddir afhendinguna voru hússtjórn og forstöðumaður Kjarvalsstaða. Á myndinni frá vinstri eru Elfsabct Gunnars- dóttir, Alfreð Guðmundsson, Davfð Oddsson, Ölafur B. Thors, Gfsli Sigurbjörnsson og Birgir tsleifur Gunnarsson." (Fréttatilkynning frá Kjarvals- stöðum). Hótel Húsavík að mestu fullgert Húsavik 12. mai. HÓTEL Húsavfk bauð bæjarbú- um s.l. laugardag til kaffidrykkju og til að skoða hina nýju bygg- ingu sem nú er að mestu fullgerð. Hótelið er byggt við félags- heimilið og tengir eldhúsið bygg- ingarnar saman en það er eitt fyrir bæði húsin og sparast við þ'að mikill peningur. Eldhúsið er mjög fullkomið að öllum tækja- búnaði. Aðal samkomusalur félagsheimilisins er jafnframt aðal veitingasalur hótelsins og geta þar borðað samtímis 300 manns. Auk þess er í hótelinu vistlegur sjálfsafgreiðslusalur sem I geta matast samtímis 60—70 manns. Gistiherbergi eru 34 tveggja manna herbergi flest með baði og mjög til þeirra vandað sem og ails i húsinu. I félagsheimlinu og hótelinu eru einnig minni salir svo húsið er mjög hentugt til ráðstefnuhalds. Um áramótin tók Einar Olgeirs- son við rekstri hússins en hann er að góðu þekktur i sínu fagi sem aðstoðarhótelstjóri Hótel sögu. Hótelið og félagsheimilið er teikn- að á teiknistofunni Ármúla 6 en aðal arkitekt var Jósef Reynis. — fréttaritari. Skylt að merkja unn- ar kjötvörur að ári BORIZT hefur eftirfarandi fréttatilkynning frá Viðskipta- ráðuneytinu: „Hinn 6. maf s.l. gaf viðskipta- ráðuneytið út auglýsingu um merkingu unninna kjötvara sem seldar eru f smásölu. Auglýsing þessi felur 1 sér að frá og með 1. Bæjarstjórn Akureyrar lýsir áhyggj- um sínum vegna togara- verkfallsins Mbl. hefur borizt svohljóðandi bókun, sem gerð var á fundi bæjarstjórnar Akureyrar 6. mai s.l. og samþykkt samhljóða: „Bæjarstjórn Akureyrar lýsir þungum áhyggjum sínum yfir þvi ófremdarástandi, sem nú rikir, að mikilvirkustu fiskiskip þjóðarinn- ar skuli liggja bundin við bryggjur á sama tíma og efna- hagsmál þjóðarinnar eru i þeim hnút, sem raun ber vitni, og mikill halli á viðskiptum við út- lönd. Áframhaldandi verkföll á togurunum munu óhjákvæmilega leiða til mjög alvarlegs atvinnu- ástands í landi, innan skamms tíma með ófyrirsjáanlegum afleið- ingum. Bæjarstjórn skorar á rikisvald- ið og deiluaðila að gera sitt ýtrasta til að deilan megi leysast sem fyrst, þannig að komið verði í veg fyrir frekara tjón en orðið er.“ júní 1976 verður skylt að merkja allar unnar kjötvörur sem seldar eru i smásölu í neytendaumbúð- um hér á landi. Auglýsingin tekur þó ekki til niðursoðinna kjötvara. Um frágang vörumerkinga sam- kvæmt auglýsingunni er svo mælt fyrir að á eða í umbúðum vör- unnar skuli vera greinilegar upp- lýsingar á íslensku sem lesa má án þess að rjúfa umbúðir (vöru- merkingarseðill). Þau atriði, sem með þessum hætti verður skylt að veita upplýsingar um eru: Heiti vörunnar, framleiðsluháttur, samsetning, aukaefni, geymsluað- ferð og meðferð fyrir neyzlu, nettóþyngd innihalds og eftir at- vikum einingarfjöldi, einingar- og söluverð, nafn og heimilisfang framleiðanda og/eða þess aðila sem búið hefur um vöruna og pökkunardagur. Auk þessa er lögð áherzla á að síðasti söludagur og næringargildi verði tilgreint, en ekki verður það skylt að svo stöddu. Auglýsingunni er ætlað að tryggja neytendum sem gleggstar upplýsingar um vörur þær, sem hún nær til. Gildistökutfminn, sem er rúmlega ár, er ætlaður hlutaðeigandi aðilum til að búa sig undir vörumerkingar sam- kvæmt þessum nýju reglum. Neytendanefnd er starfar á vegum viðskiptaráðuneytisins hefur undirbúið auglýsingu þessa 1 samráði við hlutaðeigandi aðila. Viðskiptaráðuneytið, 9. maf 1975.“ (Jr afgreiðslusal Verzlunarbankaútibúsins áð Arnarbakka 2. Nýtt bankaútibú opnað í Breiðholti S.L. FÖSTUDAG var opnað nýtt útibú Verzlunarbanka Islands að Arnarbakka 2 f Breiðholti. Þetta er annað bankaútibúið f hverfinu, en um sfðustu áramót bjuggu þar um 13 þúsund manns. Utibúið mun annast alla al- menna bankaþjónustu, inn- heimtustarfsemi hvers konar, þ.ám. innheimtu bóta frá Tryggingastofnun rikisins og er hægt að fá þær greiðslur lagðar beint inn á viðskiptareikning, ef viðkomandi óskar. I útibúinu hefur verið gert ráð fyrir þvi sérstaklega að auð- velda fötluðu fólki að komast leiðar sinnar, og er sérstakur útbúnaður í afgreiðsluborðinu, hannaður með þarfir þessara viðskiptavina í huga. Gunnar Magnússon hús- gagnaarkitekt hefur gert teikn- ingar af innréttingum, en Einar Gunnarsson húsgagnasmíða- meistari annaðist smiðarnar. Hörður Þorgeirsson bygginga- meistari hafði umsjón með frá- gangi húsnæðisins. Utibússtjóri er Karl Jónsson. Hann hefur starfað í Verzlunarbankanum s.l. 10 ár, siðast i útibúinu að Laugavegi 172. Útibú Verzlunarbankans að Arnarbakka 2 verður opið kl. 9.30—12, 13—16 og kl. 17—18.30. 5 þús. manns skoðuðu mynd- listarsýningar um helgina Myndlistarsýningar eru margar f borginni um þessar mundir, og af upplýsingum, sem við höfum aflað okkur, má ráða, að aðsóknin hefur verið með ágætum um helg- ina. 1 Norræna húsinu opnaði Hörð- Hver tók stafinn? LAUST fyrir hádegi á sunnudag hvarf göngustafur við Hallveigar- staði 1 Reykjavlk, en eigandinn var í grenndinni og var að þvo bflinn sinn. Kemur þetta sér illa fyrir eigandann, sem á i erfiðleik- um með að komast leiðar sinnar nema hann hafi stafinn. Er því rétt að beina því til hlutaðeiganda að skila stafnum aftur að kjallara- glugganum á Hallveigarstöðum. ur Ágústsson sýningu sína á laugardaginn var, og á sunnu- dagskvöldið höfðu um 400 manns séð hana. 12 myndir hafa selzt. Klnversku grafíksýningunni að Kjarvalsstöðum lauk á sunnu- dagskvöld. Sýningargestir urðu um 3500, þar af sáu um 800 sýn- inguna nú um helgina. I Listasafni Islands stendur yfir sýning á norrænni myndlist frá ýmsum tímum, og er sýningin lið- ur i norrænu myndlistarvikunni sem getið hefur verið um I frétt- um. Sýningunni átti að ljúka um helgina, en vegna góðrar aðsókn- ar hefur hún verið framlengd. Sýningin verður opin kl. 13.30—16 I dag, á fimmtudaginn og laugardaginn. A þriðja þúsund manns hafa séð sýninguna þar af um 500 manns nú um helgina. I Listasafni A.S.I. er grafíksýn- ing, sem einnig er haldin I tilefni hinnar norrænu myndlistarviku. Þar eru sýnd verk myndlistar- manna frá Norðurlöndum. Sýn- ingunni lýkur á annan I hvfta- sunnu. SÚM opnaði sýningu I Gallerii sinu á laugardaginn. Þangað komu um 250 manns, og höfðu 5 verk selzt um helgina. Þá eru ótaldar nemendasýning- ar tveggja myndlistarskóla — Myndlistar- og Handíðaskóla Is- lands og Myndlistaskólans I Reykjavik. Aðsókn að sýningunni í Myndlistar- og handíðaskólanum var geysimikil eða um 2000 manns, eftir þvi sem næst verður komizt, og í Myndlistaskólann I Reykjavík komu um 1000 sýn- ingargestir. Þannig munu rúm 5 þúsund hafa sótt myndlistarsýn- ingar i borginni um þessa helgi.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.