Morgunblaðið - 13.05.1975, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 13.05.1975, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 13. MAl 1975 31 Sigmundur Jónsson Þingeyri — Kveðja þá er margs að minnast og þakka. Þá kemur mér fyrst í hug hvað hún var góð kona og dýravinur mikill. Hennar hugsun var alltaf fyrst og fremst að hjálpa öðrum og sérstaklega þeim sem minni máttar voru og áttu eitthvað erf- itt, og ég held að henni hafi tekizt það. Hún vildi heldur vera en sýnast. Jóhanna var trúuð kona og myndaði sér fastmótaðar skoðanir í þeim málum. Hún gat verið skemmtileg í við- ræðum, vel minnug og orðhög og beitti þá oft skemmtilega meitluð- um orðum ef henni fannst þess við þurfa, og var þá stundum ekki myrk i máli, en gætti þess þá jafnframt að haga orðum sínum svo að engan sakaði. Hún var verkmikil og sérstak- lega þrifin og gekk vel um allt sem hún lagði hönd á. Þó að mikið hafi verið frá henni tekið, átti hún samt mikið eftir, þar sem hennar elskulega dóttir Guðrún og hennar ágæti eigin- maður, sem hún mat mjög mikils, og þeirra synir, sem öll voru sam- taka f að gera allt fyrir hana sem í þeirra valdi stóð. Og mér var kunnugt um að hún var þeim þakklát fyrir, og öllum öðrum sem á einn eða annan hátt réttu henni hjálparhönd. Megi sólbirta islenzka vorsins fylgja vinkonu minni yfir móðuna miklu á fund ástvina sinna. Dótt- ur hennar og fjölskyldu votta ég mina fyllstu samúð. Vigfús Gestsson. Fædd: 19. aprfl 1920 Dáin: 6. maf 1975. Hún Sis vinkona okkar er öll. Og þó heldur hún áfram að lifa í minningum okkar. Þessi fallega, góða og gáfaða stúlka, sem gekk inn í bekkinn okkar i Verzlunar- skóla Islands á haustdögum 1936, átti eftir að hafa áhrif á bekkjar- félagana. Hún var hlédræg og kurteis og frábær námsmaður, hafði skemmtilegt skopskyn og var góður félagi. Fljótlega varð hún meðlimur litils hóps innan bekkjarins, sem hittist vikulega. Leiðir skildu ekki eftir að skóla- göngu lauk. Við stöllurnar héld- um hópinn, og saman höfum við þroskast og eflt vináttuböndin. Arið 1941 giftist hún eftirlif- andi manni sínum, Hauki Gröndal framkvæmdastjóra, og átti með honum 3 syni. Einnig ólust upp hjá þeim tvö börn af fyrra hjóna- bandi hans. Heimili þeirra hjónanna var hlýlegt og fallegt. Sis og Haukur voru miklir tónlistarunnendur og áttu mikið og gott safn af plötum. sem veittu okkur marga ánægju stund. Þau voru svo samhent í að veita vel og gleðja aðra, að þangað var unun að koma. Hún Sis var fingerð og barðist við vanheilsu mörg ár ævinnar. En hún átti frábæran eiginmann, sem ekkert taldi eftir, er létt gæti henni byrðarnar. Aftur og aftur kom hún brosandi á fund okkar eftir veikindi. Nú er hún horfin og sæti hennar autt í hópnum okkar. Við sendum eiginmanni hennar, sonum, stjúpbörnum og fjölskyldum þeirra innilegustu samúðarkveðjur og við þökkum fyrir að hafa fengið að eiga Sis öll þessi ár. „Sálin vaki þá sofnar líf sé hún ætfð I þinni hlíf.“ Vinkonur. I uppeldi minu átti ég því láni að fagna að móðursystur mínar tvær, Gunna og Sis, dvöldust á heimili mínu um árabil. Gunna lézt i blóma lífsins fyrir fáum árum og i dag kveðjum við Sis hinztu kveðju, en hún lézt 6. þ.m. eftir löng og erfið veikindi, aðeins 55 ára að aldri. Þessar elskulegu frænskur mínar eru samofnar bernsku minni og æsku og á ég þeim báðum ótal margt að þakka. Aldamótakynslóðin, sem oft hefir verið minnst á í ræðu og riti vegna skeléggrar baráttu hennar og afreka i þágu lands og þjóðar er horfin undir græna torfu. Þeir, sem fetuðu i fótspor hennar upp úr siðustu aldamótum og brutust áfram af eigin rammleik, oftast með tvær hendur tómar, til efna- hagslegs sjálfstæðis eru nú óðum að hverfa af sjónarsviðinu. Einn af þeim var Sigmundur Jónsson, kaupm. á Þingeyri, en hann and- aðist að Hrafnistu þ. 12. desember sl., 88 ára að aldri. Sigmundur var fæddur i Villingadal á Ingjaldssandi 24. sept. 1886 þar sem foreldrar hans þau hjónin Sveinfríður Sig- mundsdóttir og Jón Jónsson bjuggu búi. Föður sinn missti hann af slysförum þegar hann var 3 mánaða gamall og fluttist móðir hans þá með börn sín, er voru 3, til foreldra sinna að Hrauni i sömu sveit. Þeir voru tvíburar Sigmundur og Guðmundur heit- inn Mosdal, hinn kunni listamað- ur á Isafirði. Móðir þeirra giftist aftur og fluttist þá með 2 börn sin til seinni manns sins, Jóns Bjarnasonar, að Sæbóli og bjó þar til æfiloka, en Sigmundur varð eftir hjá afa sinum og ömmu, Sis, en svo var hún ætið kölluð, fæddist 19. apríl 1920 í Þórs- höfn i Færeyjum, yngst fjögurra barna hjónanna Níelsínu og Gunnars Hafstein bankastjóra. Hannes, f. 1904, er nú einn syst- kinanna á lffi, en hann hefur ætið verið búsettur í Kaupmannahöfn. Hefði hann gjarnan viljað fylgja systur sinni síðasta spölinn, en veikindi hans hamla því, að svo geti orðið. Þegar Sis var á öðru ári fluttist fjölskyldan til Kaup- mannahafnar og þar ólst hún upp til niu ára aldurs. Lausa, elzta systirin, giftist til Islands árið 1928 og sama ár fluttust for- eldrarnir hingað til lands með dæturnar tvær, Gunnu og Sis. Bjuggu þau fyrst á tsafirði en siðan i Reykjavik, þar til Gunnar lézt árið 1933, en þá fluttust þær mæðgurnar á heimili Lauru og manns hennar Magnúsar Sch. Thorsteinsson. Það var alla tið mjög kært með þeim systrum og er Laura lézt, langt fyrir aldur fram árið 1951, nutum við, börn hennar, ástúðar systra hennar og fjölskyldna þeirra. Sis gekk i Verzlunarskóla Islands, útskrifaðist þaðan árið 1938 og hóf þá störf hjá Smjör- likisgerðinni Ljóma. Það varð henni mikil gæfa, þvi að í því starfi kynntist hún lífsförunaut sinum, Hauki Gröndal, fram- kvæmdastjóra, miklum mann- kostamanni. Árið 1941, er hún var 21 árs að aldri, giftist hún Hauki, sem þá var ekkjumaður með tvö ung börn. Það er erfitt að koma i móðurstað, en Sis reyndist því hlutverki vaxin og vann hún hjörtu barnanna, sem elskuðu hana og mátu að verðleikum. Á heimili þeirra dvaldist alla tið Sigurlaug Gröndal, móðir Hauks, sem var hinni ungu húsmóður mikill styrkur á stóru heimili, því fjölskyldan stækkaði brátt, er synirnir þrír fæddust. Sis mat tengdamóður sína mikils, sam- band þeirra varð æ nánara eftir því sem árin liðu og er Sigurlaug var þrotin af kröftum annaðist Sis hana í erfiðum veikindum hennar. En því miður átti Sis við þung- bær veikindi að striða um árabil og langar og strangar sjúkrahús- legur. I veikindunum reyndist Haukur henni frábærlega vel og hafði hún oft orð á því. Þau voru einstaklega samhent hjón og dáðu og virtu hvort annað til hinztu stundar. Sis var góð, vel gefin og þeim Sigmundi Sveinssyni og Þuriði Eiriksdóttur og ólst þar upp. Þegar hann var 15 ára flutt- ist hann með þeim til Flateyrar og var nokkur ár sjómaður á þil- skipum. Fátt var annarra kosta völ fyrir unga Vestfirðinga i þá daga, en þilskipaútgerð stóð þá í miklum blóma á Vestfjörðum. Hann mun hafa haft mikinn hug á þvi að afla sér haldgóðrar menntunar undir lífsstarf sitt eins og margir ungir menn á þeim árum. Þjóðin var vöknuð til lífs- ins, en fæ$tir höfðu fjárhagslega getu til langskolanáms. Með dugn- aði og ráðdeild eins og hann var uppalinn við, tókst honum að spara saman nokkurt fé, og með aðstoð frá afa hans, sem gerði honum kleift að kosta sig til náms í 1 vetur við Flensborgarskólann i Hafnarfirði, sem var eftirsóttur skóli með úrvals kennara. Þaðan lá svo leiðin í Verzlunarskóla Is- lands og brautskráðist hann þaðan eftir 2 vetra nám vorið 1909. Þegar hann kom aftur til Flateyrar að loknu námi, átti hann við nokkra vanheilsu að striða um skeið. Honum varð þá það til láns, að móðursystir hans Jónasína Sigmundsdóttir og skemmtileg kona, elskuleg og hlý í viðmóti, en hlédræg og hóvær og forðaðist að láta á sér bera. List- feng var hún að eðlisfari, teiknaði prýðisvel, var ágætlega ritfær og hafði yndi af tónlist og var það eitt af sameiginlegum áhuga- málum þeirra hjóna. Hún hafði næmt auga fyrir því skoplega i lífinu, hafði sérlega skemmtilega frásagnarhæfileika og sagði þannig frá hversdagslegum at- burðum, að dátt var hlegið. Hún var með afbrigðum barngóð, örlát, vildi alltaf öllum vel og var aldrei ánægðari en þegar hún gat orðið öðrum að liði. Okkur frænd- systkinunum var hún alltaf ein- staklega góð og minnumst við hennar með innilegu þakklæti. Þungur harmur er kveðinn að eiginmanni hennar, börnum, tengdabörnum og barnabörnun- um niu, sem sárt sakna nú ömmu sinnar, sem alltaf vildi allt fyrir þau gera, jafnvel þótt hún væri sárþjáð. Góð kona er gengin; kona, sem öllum þótti vænt um, er henni kynntust. Svo sáði hún i þessu lífi, að hún átti vísa góða heim- komu til horfinna ástvina. Guð blessi minningu hennar. Gyða — Arður Framhald af bls. 5 Það er þess vegna svo full- komið öfugmæli, sem stund- um hefur verið haldið fram, að íslendingar ættu að nýta orku fallvatnanna einungis fyrir almennan orkumarkað okkar. Með sölu til erlendra stóriðjufyrirtækja er ekki verið að útiloka komandi kynslóðir frá notkun þessara verðmætu auðlinda. Heldur er notkun þeirra til stóriðju maður hennar Olafur Magnússon er bjuggu á Þingeyri, buðu hon- um þangað til dvalar á heimili þeirra og náði hann þar fullri heilsu. Gunnlaugur heitinn Þor- steinssdn læknir var þá nýsetztur að í héraðinu. Hófust brátt góð kynni með honum og Sigmundi og urðu þeir nánir vinir er hélzt meðan báðir lifðu. Hugur Sigmundar mun snemma hafa hneigst til viðskiptalifsins, stofna sitt eigið fyrirtæki, verða sjálfstæður og öðrum óháður. Slíkt var þó eng- inn hægðarleikur fyrir algerlega félausan mann, en með tiltrú, og ábyrgð góðra manna, tókst honum þó að. stofna sina eigin verzlun árið 1910 í kjallaranum í gamla pósthúsinu á Þingeyri. Verzlunin mun brátt hafa gengið vel og hann getað staðið við allar sinar skuldbindingar, þvi að árið 1916 byggði hann sér myndarlegt ibúðar- og verzlunarhús i kauptúninu og rak þar verzlunina óslitið í 62 ár, eða þar til árið 1972, að þau hjónin fluttust brott frá Þingeyri. Verzlun hans var veigamikill þáttur i verzlunar- og athafnalífi héraðsins, og þótt oft væru erfiðir timar, stóð hún af sér öll hret. Um skeið fékkst Sign^indur við útgerð, keypti kútter, sem hét Lúll, frá Patreksfirði, og gerði hann út i nokkur sumur, en ekki held ég að hann hafi hagnast á þeim atvinnurekstri. Þá var orðið erfitt að fá góða fiskimenn á segl- skip á Vestfjörðum, sjómenn þar voru þá farnir að leita á aðrar slóðir. Hann lét einnig samgöngu- mál til sín taka. Gerði út fólks- flutningabát og keypti fyrstu vöruflutningabifreiðina og siðar fólksbifreið til Dýrafjarðar og annaðist með þeim flutninga um héraðið til mikilla samgöngubóta þótt vegakerfið væri af skornum skammti fyrir vélknúin ökutæki. Arið 1911 giftist hann eftirlif- andi konu sinni Fríðu, dóttur þeirra hjóna Jóhannesar Ólafs- sonar hreppstjóra og Helgu Samsonardóttur. Þau Sigmundur og Friða voru fyrstu brúðhjónin, sem gefin voru saman í hinni þá nýbyggðu fallegu Þingeyrar- kirkju. Hjónaband þeirra varð mjög farsælt enda voru þau mjög samrýnd og hann umhyggjusam- ur heimilisfaðir, og hún góð hús- móðir. Heimilið var myndarlegt og þau hjónin mjög gestrisin og nutu þess vel að blanda geði við aðra á gleðistundum. Þau eign- uðust 7 börn, en af þeim misstu þau 2 á unga aldri. Þórður, sem var næst elstur barna þeirra lézt þ. 4. nóv. sl., um aldur fram. Hann var giftur Hönnu Proppé. Börn þeirra Sigmundar og Fríðu, er eftir lifa eru: Ingibjörg, er vai gift Edward heitnum Proppé skrifstofumanni, Camilla, gift Matthías Guðmundssyni, for- stjóra á Þingeyri, Hulda, er var gift Árna heitnum Stefánssyni skipstjóra og Haraldur skrifstofu- maður giftur Halldóru Þórhalls- dóttur frá Bakkafirði. Barna- missirinn svo og missir tengda- sona var þeim hjónum mikill harmur, en Sigmundur tók þessu mótlæti með karlmennsku og jafnaðargeði. Hann var mikill trú- maður og kirkjurækinn, trúði á handleiðslu almættisins, slíkir væru Guðs vegir, eins og hann orðaði það, og þrátt fyrir allt mót- læti taldi hann sig hafa verið gleð- innar og gæfunnar barn. Sigmundur var mjög traustur í viðskiptum, reglusemi og snyrti- mennska voru hans aðalsmerki og settu sinn svip á allt hans lif og undirstaða undir velmegun (slendinga í framtíðinni. Vatnsorkan eyðist ekki þó árnar séu virkjaðar. Það er ekki hægt að geyma hana til síðari tíma eins og t.d. kol og olíu, ef því er að skipta. Það er þvi aðeins spurning um það, hvort orkan á að eyðast í ánum sjálfum engum til gagns, eða hvort við finnum markað fyrir þessa fram- leiðslu og látum árnar mala fyrir okkur gull i stað þess að mala niður farvegi sína. starf. Hann var félagslyndur og fór ekki hjá því, að honum væru falin ýmis trúnaðarstörf fyrir sveit sina. Hann var formaður skólanefndar i fjölda ára, og i stjórn Sparisjóðs Þingeyrar- hrepps, fréttaritari útvarpsins og starfaði að slysavarnamálum um langt skeið. Ég var 16 ára þegar ég hóf störf við verzlun hans og þá að sjálf- sögðu alveg ókunnur verzlunar- og skrifstofustörfum. Var ég í þjónustu hans i 7 ár og var það mér ágætur skóli og gott vega- nesti siðar á æfinni. Á ég margar ánægjulegar endurminningar frá þeim árum og hélzt ávallt einlæg vinátta okkar á milli meðan hann lifði. Hann heimsótti mig oftast, þegar hann var hér á ferð og hafði ég mikla ánægjú af þeim heim- sóknum. Hann var líka fróður og skemmtilegur viðræðis og áhugi fyrir fréttum úr æskustöðvunum fyrir hendi þó langt væri um liðið. Þvi þó togni á átthagaböndunum slitna þau aldrei að fullu. Þegar Dýrfirðingafélagið fór sina fyrstu ferð vestur til Dýra- fjarðar sumarið 1960, bað ég Sig- mund að greiða götu okkar fyrir vestan með gistingu og greiða- sölu. Þetta var all stór hópur og ekki áttu allir þessa fyrirgreiðslu visa. Leysti hann þetta eins vel af hendi og bezt varð á kosið. Jafn- framt bauð hann okkur hjónun- um gistingu og uppihald á heimili sinu, sem við auðvitað þáðum með þökkum. Þegar félagið fór i sína aðra heimsókn vestur til átthag- anna voru þau hjónin stödd hér fyrir sunnan. Kom hann þá skömmu fyrir brottför til min og afhenti mér lykla aó ibúð sinni og bauð okkur hjónunum og systur minni hana til umráða. Ennfrem- ur sá hann um það, að við fengum höfðinglegar móttökur og veit- ingar á heimili sonar hans og tengdadóttur meðan á heimsókn- inni stóð. Þegar ég rifja upp þessar og aðrar endurminningar frá liónum dögum, finnst mér ég standa i óbættri þakklætisskuld við Sigmund og heimili hans fyrir einlæga vinsemd og hlýju í minn garð. Eftir að þau hjónin fluttust hingað suður bjuggu þau um tima i lítilli en þægilegri íbúð fyrir aldrað fólk að Jökulgrunni 1 við Hrafnistu, þar sem þau undu vel hag sínum. En snemma á sl. sumri varð Sigmundur fyrir alvarlegu áfalli og að lokinni sjúkrahúsvist, urðu þau hjónin að yfirgefa íbúð sina og búa á Dvalarheimilinu. Hann hafði lamast og varð að hafast við í hjólastól og þurfti að aðhlynningu að halda, sem kona hans vegna aldurs gat ekki veitt honum. Ég heimsótti hann þar skömmu fyrir andlát hans og sá þá, að honum hafði hrakað mikið frá þvi ég heimsótti hann smömmu áður. Ekki kvartaði hann um hagi sína eða að frá honum heyrðist æðruorð um heilsufarið, mun honum þó hafa verið ljóst að hverju stefndi. Hann kvaðst reyndar sakna þess, að hafa ekki síma i herberginu til að stytta sér stundir með að spjalla við vini og kunningja. Nú er Sigmundur horfinn yfir landamærin miklu. Ég kveð hann með söknuði og óska honum allrar Guðs blessunar á þeim leiðum, sem hann hefir nú lagt út á. Bjarni R. Jónsson. Sigríður Hafstein Gröndal - Minning

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.