Morgunblaðið - 13.06.1975, Page 10

Morgunblaðið - 13.06.1975, Page 10
10 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 13. JÚNÍ 1975 Rœtt við Einar Þ. Ásgeirsson arkitekt „íslendingi eru hrœdd tilrmmastan Hér er Einar við hugmynd sfna að snjóflóðavörnum f Neskaupstað en að henni er vikið í greininni. Ljósm. Mbl.: Ol.K. M. Á undanförnum árum hafa svo- nefndar léttbyggingar vakið at- hygli vfða um heim, ekki sfzt hið mikla tjaid, sem var reist yfir olympíubyggingarnar í Miinehen árið 1972. Við byggingu þessa mikla tjalds, eða öllu fremur tjalda, vann íslenzkur arkitekt, Einar Þ. Asgeirsson. Hann flutt- ist heim.til tslands skömmu eftir Olympíulcikana og síðan hefur hann verið að kynna Islcndingum léttbyggingar og möguleika þeirra, auk þess sem hann hefur unnið að öðrum byggingarverk- efnum, en meðal annars hefur hann unnið að „húsi verzlunar- innar, “ sem fyrirhugað er að rísi í nýja miðbænum og ennfremur hefur hann unnið að skipulagi fyrir Búðareyrarþorp, en við Reyðarfjörð mun að líkindum rísa stórbyggð f framtíðinni. Fyrir nokkrum dögum var Einar með sýningu á hugmyndum sín- um varðandi léttbyggingar í llamragörðum og kenndi þar margra grasa. Okkur þótti því ekki úr vegi að hitta Einar sem snöggvast að máli og ræða lftil- lega við hann. 1 upphafi sagði Einar okkur, að hann hefði lokið stúdentsprófi árið 1962, og fyrst á eftir hefði velzt fyrir sér hvað hann ætti að taka fyrir. „Það sem kom mér til að fara út í nám í húsagerðarlist var að ég vann alltaf á sumrin við brúarsmíði hjá Jónasi Gíslasyni og þar fékk ég ómetanlega undir- stöðu undir mitt nám. En áður en ég lagði út í sjálft námið vann ég hjá Landmælingum Islands í 1 ár, og síðan var ég hálft í hvoru að hugsa um að fara út í sálfræðilega auglýsingateiknun. En góð forlög forðuðu mér frá því.“ Þá segir Einar, að hann hafði hafið nám i arkitektúr við háskóla í Hannover árið 1963 og verið þar til 1969. Þar hafi hann tekið fyrir, til viðbótar almennu námi, verk- smiðjuframleiddar iðnbyggingar, iðnhönnun og hljómburð og hljóðeinangrun. „En svo fór mér stundum að hálfleiðast í skólan- um, vildi kynna mér eitthvað nýtt og ferskt og það endaði með því, að ég fór að kynna mér yfirskilvit- leg efni, sem eru bein afleiðing af tækninni, eins og flest annað. Ég hef alla tíð verið þannig, að ég hef tekið öllum hlutum sem sjálfsögð- um. Nú þarna gerði ég kúluhúsið, sem er hér á sýningunni, og ætlaðist í upphafi til þess, að allir héldu að ég væri eitthvað skrýt- inn. En það fór á annan veg, húsið vakti mikla athygli og var sýnt víða.“ Á þessum tíma var hinn heims- frægi arkitekt Frei Otto að ná mikilli viðurkenningu, sem hann fékk svo fyrst eftir þýzka tjaldið á heimssýningunni í Montreal. Ein- ar komst í kynni við Otto, þegar hann sá hann flytja ræðu á árs- þingi þýzkra arkitekta, en þá var hann talinn hálfgert vandræða- barn. „Þar hélt hann harða tölu,“ segir Einar, „sem ég var hrifinn af, — en aðrir ekki. Ég hafði sam- band við hann strax og síðan af og til þar til ég hafði lokið námi árið 1969, en þá hafði hann fengið Munchenarverkefnið. Þá fékk ég vinnu hjá honum og var í tvö ár, en þá sagði ég upp, enda mjög erfitt að vinna undir hans stjórn, þar sem hann var gífurlega krefj- andi, og flestir hættu eftir 1 til 2 ár, en aldrei skildi Ottó hvers- vegna. Þetta var gífurlega frjór timi fyrir mig og ég kynntist mörgu fólki, sem ekki var alveg ánægt með hinn gamla arkitekt- úr,- og eftir að ég kom heirn hef ég haft samband við það.“ Þegar Einar hóf störf hjá Ottó var búið að gera sjálft módelið af tjaldinu mikla. Það kom i Einars hlut að ákveða rastagerð í netinu og festingar o.fl. Siðan vann hann við hið svokallaða austur-þak, og meðan á þessu stóð tók hann enn- fremurþátt i alþjóðlegum sýning- um eins og t.d. í Monaco 1969, en það var Iokuð samkeppni. Þá kemur hann heim árið 1972 og snýr sér að venjulegum húsbygg- ingum eins og hann gerir að mestu enn. Fyrsta léttbyggingin, sem hann gerir, var litil hvolf- bygging við Keldnaholt. „Hún var gerð af miklum van- efnum og allt sparað, sem hægt var að spara, auk þess sem tíminn var naumur. Þessi bygging var gerð úr plasti, sem ekki var heppi- legt til þessara hluta, og að auki 'ifs' í;*- ... JL Unnið að gerð hins fræga tjalds á Olympíuleikvanginum í Múnchen. Þessi hugmynd Einars, vakti hvað mesta athygli á sýningunni, en hún gerir ráð fyrir, að byggt sé yfir snjóþunga vegarkafla og gæti það sparað mikinn snjómokstur þegar fram f sækti. var þakið of flatt.“, segir Einar og bætir við: „Tilraunin þarna upp- frá er ekki endanlega komin í ljós, en hún er hugsuð sem við- bætanlegt kerfi, t.d. fyrir gróður- hús. Ég hafði hugsað mér að sækja um einkaleyfi á þessari hugmynd í upphafi, en fannst það ekki borga sig er ég fór að hugsa málið, fyrst og fremst þar sem engin einkaleyfisskrifstofa er hér á landi. En þessi sýning, sem ég held núna, er til þess að vekja athygli á þessari byggingaraðferð. Og ég yrði fjarskalega ánægður ef fólk vildi fara út i það að byggja léttbyggingar. Þessi aðferð bygg- ist mikið á því, að fólkið getur gert þetta sjálft, og hefur ánægju af þvi. Það er ekki þar með sagt að ég sé á móti steinsteypu, én það má bara nýta hana miklu bet- ur en gert er hér á landi." Þá spurðum við hann hvort hann gerði sér vonir um ylræktar- tjaldið, sem hann hefur á sýning- unni.“ Það er þannig í þessum heimi okkar, að ef við hefðum ekki þoturnar, þá væri ekkert nú- tímafarþegaflug, og hefði ekki orðið að raunveruleika, ef Banda- ríkjamenn hefðu ekki ákveðið smíði á herþotum á sínum tima.' Sama er með fyrirhugað yl- ræktarver við Hveragerði sem verður 33.3 hektarar að stærð og þá hið stærsta í heiminum. Mitt álit er að þegar þörf er á að gera svona stórt, þá eigi að nota tæki- færið og þróa nýjar byggingar, en því miður eru Islendingar hálf- hræddir við tilraunir og orðið er nánast skammaryrði hér. Hér er landlægt að taka það upp, sem reynsla er komin á erlendis, sem er öfug stefna. Ef einhver þjóð ætlar að gerast iðnaðarþjóð, þá á að þróa nýjar byggingar og nýja hluti í viðkomandi landi, i stað þess að apa allt upp eftir öðrum. Hér er því viss tregða ríkjandi, spm heldur þjóðinni frá þvi að gerast iðnaðarþjóð, og verður ekki fyrr en farið er að borga mönnum fyrir að hugsa, en það gera t.d. Þjóðverjar óspart og hagnast. Ennfremur má benda á það, að víða erlendis eru hús einangruð utan en ekki innan eins og hér tiðkast og er það miklu ódýrara. Það er fyrst núna sem menn eru að byrja að huga að utanhúseinangrun á íslandi." Sú mugmynd Einars, sem kannski hefur vakið hvað mesta athygli á sýningunni, er svonefnd snjóhlif, sem hugsuð er til nota á snjóþungum stöðum og með því móti á að vera hægt að spara snjómokstur. „Ég fékk þessa hug- mynd fyrir 2 árum og sagði þá Frei Ottó frá henni. Kom þá i Ijós, að svipuð snjóhlíf hafði verið sett upp í Síberiu einhverntima og byggð úr tré. Áður en ákveðið verður að setja svona snjóhlífar upp, þarf að gera tilraun með eina á um 100 metra kafla, og þá með mismunandi klæðningu til að athuga hvaða klæðning er heppilegust. Ef þetta tekst eins og ég held, þá verður hægt að spara milljónir i snjómokstri, sem alltaf er á sömu stöðunum á hverju ári. Svona hlíf ætti ekki að kosta meira en 2,5 millj. kr. pr. 100 metra. Að minu áliti á svona hlíf að standa af sér öll veður, en þá er reiknað með að fint net sé notað sem vindurinn blæs í gegn. Verk- fræðingar sem skoðað hafa þessa hugmynd telja, að hún sé vel framkvæmanleg, en óttast skemmdarstarfsemina mest yfir sumartímann. Því er til að svara, að yfir sumartímann má taka net- ið af og setja það á á ný er hausta tekur.“ Snjóflóðin í Neskaupstað hafa fengið marga til að huga að snjó- flóðavörnum og Einar er í þessum hópi. Hann hefur þegar útfært eina af sínum hugdettum en hún byggist á því að koma í veg fyrir skriðuna í byrjun og á að stoppa hana þegar hún hefur fallið eina 200 metra. „Þessi hugmynd bygg- ist á sérstökum vösum, sem komið er fyrir i fjallshliðinni og þegar skriðan fer yfír þá taka þeir nokkuð undan henni, en efsta lagið fellur niður í næsta vasa og siðan koll af kolli. Þessir vasar eiga ekki að geta fyllzt af skafn- ingssnjó, en þeir eru 5 metrar að hæð. Eftir mínum útreikningum mun svona snjóflóðavörn kosta um 7,5 millj. kr. fyrir hverja 100 metra,“ segir Einar að lokum. — Þ. Ó.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.