Morgunblaðið - 13.06.1975, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 13.06.1975, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 13. JUNl 1975 13 Skólakrakkar í list- skreytingum á húsum Skemmtilegt framtak hjá teiknikennara í Eyjum Meðfylgjandi myndir eru af krökkum f 6. bekk barnaskóla Vestmannaeyja þar sem þau eru að myndskreyta vegg á veiðar- færakró Kóps VE II í Vestmanna- eyjum. Skipstjörinn og útgerðar- maðurinn á Kóp, aflaklóin Villi Fisher, keypti liti og slfkt og krakkarnir unnu forteikningar að veggnum f skólanum ásamt kenn- ara sínum Sigurfinni Sigurfinns- syni listmálara. Veggmyndin er tengd selum f tiiefni nafns báts- ins sem hefur krónna og það er aflasælt þarna á miðunum hjá þeim eins og sjá má á myndunum og margslungið sjávarlff. Þessi framkvæmd er skemmti- legt framtak og ætti að gera meira af slfku með skólakrökkum úti um iand og f Reykjavfk. Ef illa tekst til á einhvern hátt, má alltaf mála yfir „listaverkið", og ef það lfkar sérlega vel mætti ef til vill vinna myndirnar upp f varanlegt efni, þvf möguleikarnir eru margir. Það er vafalaust mjög þroskandi fyrir unglingana að taka þátt f slfku og með þessu er t.d. aukinn áhugi þeirra á fegrun og snyrtingu umhverfisíns. Það var Ifka mikill áhugi hjá Eyja- krökkunum að gera þessa vegg- skreytingu, þvf nær allir sem valdir höfðu verið til verksins tóku þátt í þvf. Afram með smjörið, kennarar, hleypið krökkunum svolftið út úr kerfinu og inn i mannlff sam- félagsins. Þau standa alveg fyrir sfnu. i ■Íl Wm wvf\ ivi s imhwíi í ^ ABU.... . . . . I VEIÐIFERÐINA Ljóðasafn Jóhannesar úr Kötlum Heimskringla hóf fyrir þremur árum útgáfu á Ljóða- safni Jóhannesar úr Kötlum, og eru nú komin út sex bindi sem innihalda allar Ijóðabækur skáldsins frá 1926—1953. Ýmsir viðskiptamenn okkar hafa óskað eftir því að geta fengið Ijóðasafnið í skinnbandi og höfum við talið okkur skylt að verða við þeim óskum. Því höfum við nú látið binda 200 eintök af safninu í sérstaklega vandað skinnband og eru tvö bindi saman í bók. Hafsteinn Guðmundsson hefur samið bandið en gerð þess annaðist Bókabandsstofan Örkin. Bækurnar eru bundnar í chagrin-skinn og er um tvo liti að velja, brúnan og dökkrauðan. Spjaldapappír hefur verið sérstaklega prentaður fyrir þetta verk. Þar sem búast má við að svo lítið upplag dugi ekki lengi, viljum við hvetja þá sem áhuga hafa á að eignast bækurnar, að senda okkur pöntun sem fyrst, en pantanir verða afgreiddar í þeirri röð sem þær berast meðan birgðir endast. Taka þarf fram í pöntun hvaða lit menn kjósa. Gert er ráð fyrir að síðustu tvö bindi Ljóðasafnsins komi út á næsta ári (Sjödægra, Óljóð: Tregaslagur, Ný og nið). Þessi bindi verða þá bundin í samskonar skinnband, í eina bók, og geta kaupendur pantað þá bók um leið og hinar þrjár. Verð Ljóðasafns Jóhannesar úr Kötlum, I.—VI. bindi innbuhdin í þrjár bækur, er kr. 15.000 + sölusk. 20% = kr. 18.000. HEIMSKRINGLA Laugavegi 18, Reykjavík, Pósthólf 392.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.