Morgunblaðið - 13.06.1975, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 13.06.1975, Blaðsíða 14
14 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 13. JUNI 1975 1 Norðurbrún vinna aldraðir margskonar leirmuni, sem brenndir eru 1 ofni á staðnum. Falleg handavinna aldraðra UM 600 aidraðir Reykvíkingar taka þátt í ýmisskonar starf- semi fyrir aldraða, sem elli- máladeild Félagsmála- stofnunar Reykjavíkurborgar gengst fyrir. Fimm daga vikunnar er f gangi tóm- stundastarf f nýjum húsa- kynnum í Norðurbrún 1 og tvisvar f viku er slíkt starf á Hallveigarstöðum. Um helgina var sýning á munum, sem aldr- aðir — frá 70 ára og fram yfir nírætt — hafa f vetur unnið í tómstundastarfinu f Norður- bún 1. Fjöldi muna var þarna til sýnis, unninn úr margvfs- legu efni, en þó langt frá þvf að vera allt það sem gamla fólkið hefur unnið f vetur, þvf margir gefa muni sína jafnóðum. Guðjón Þorgilsson hefur kennt útskurð, vinnu úr beini og steinum og voru þarna marg- ir fallegir hlutir úr slíku. Til dæmis hefur Bjarni Andrés- son, 75 ára gamall skipstjóri af Vesturgötunni, safnað og slfpað fslenzka steina og búið til fall- ega skartgripi úr þeim og einn- ig skorið út forkunnarfagran prjónastokk. Hann hafði, er hann hætti vinnu, farið að ganga úti og tfna upp fallega steina, og komst upp á að saga niður og slípa og vinna svona úr þeim. Margar aldraðar kon- ur áttu þarna líka skartgripi og muni úr beini o.fl. Leirvinnu og teiknun og mál- un hefur Margrét Kolka kennt, og mátti þarna sjá fallega muni af þvf tagi. Til dæmis voru þarna sérlega Iistrænar styttur úr brenndum Ieir eftir Mar- gréti Gunnarsdóttur f Von, sem er háöidruð. Og kona ein, Karo- Ifna Jósepsdóttir, sem hefur f vetur komið á tveimur hækjum í tímana á Norðurbrún vestan af Holtsgötu, átti fallega brennda muni á sýningunni. En brennsluofn er á staðnum. Lára Sigurbjörnsdóttir hefur kennt leðurvinnu og mátti þarna sjá fallega unnið f leður svo sem sfmabækur, blaðahylki o.fl., einnig rúskinnlúffur, og kom í ljós að Anna Guðmunds- dóttir leikkona hafði í vetur búið til 15 slfkar fallegar lúffur og gefið allar. Olfna Jónsdóttir er handa- vinnukennarinn og mátti á sýn- ingunni sjá mikinn afrakstur þeirrar starfsemi. Geirþrúður Jónsson átti t.d. á þessari sýn- ingu fjöldann af fallegum dúk- um með klaustursaumi og margskonar útsaumi. Og aldraður maður, Ottó Guðmundsson, átti þar falleg saumuð teppi og stólsetur o.fl. Þorbjörg Lýðsdóttir, sem hafði unnið teppi úr afgangsgarni frá ullarverksmiðjunum, sagði fréttamanni að hún hefði aldrei fyrr átt þess kost að læra eða fá leiðbeiningu um slfkt. 77 ára gömul kona, Guðrún Hannibalsdóttir átti þarna fal- lega dúka, og var byrjuð að knipla blúndur af ffngerðustu gerð, þó hún hefði aldrei fyrr um ævina reynt það. — Þetta er í fyrsta sinn, sem ég hefi átt kost á að gera það sem ég vil um ævina, sagði öldruð kona, sem tók þátt f tóm- stundaiðjunni fyrir aldraða. Fram að þessu hefur allt lífið farið í að basla og vinna. Hér hefur aðeins verið drepið niður á vfð og dreif um sýninguna á munum aldraðra, rétt til að gefa hugmynd um þá sjálfa og vinnu þeirra. En að sjálfsögðu er aðeins getið um Iftið brot af mununum. Tómstundastarfinu er nú lokið á þessum vetri, en hefst aftur f haust. Margskonar handavinna var á sýningu aldraðra. Fremst er knipí- ingur, sem 77 ára 'gömul kona var byrjuð á, f fyrsta sinn sem hún gerir það um ævina. Þing Múrarasambandsins: Grunnlaun verði hækkuð í áföngum Múrarasamband Islands hélt annað þing sitt 7. og 8. júnf sl. f Reykjavík. Rétt til þingsetu áttu 28 fulltrúar víðs vegar að af land- inu.Aðalmál þingsins voru kjara- og atvinnumái. Þá var samþykkt tillaga, þar sem farið var fram á við aðildarfélög sambandsins að þau öfluðu sér verkfallsheimild- ar. Formaður Múrarasambands- ins var kjörinn Hilmar Guðlaugs- son. Aðrir í stjórn voru kjörnir: Ólafur Jóhannesson, Jón Guðna- son, Kristján Haraldsson, Jakob R. Bjarnason, Engilbert Guðjóns- son og Haraldur Hróbjartsson. Eftirfarandi ályktun um kjara- mál var samþykkt á þinginu: „Frá þvi að gerðir voru kjara- samningar um mánaðamótin febrúar og marz 1974 hefur orðið meiri kjaraskerðing á Islandi en dæmi eru til um áraraðir. Megin- orsök þessa eru: gengisfellingar, afnám visitölubóta á laun, hækkaður söluskattur og minnkandi atvinna. Er nú svo komið, að fjöldi heimila er kominn i algjör greiðsluþrot. Þingið krefst þess, að snúið verði við á þessari óheillabraut og stefnt verði að því að ná þeim kaupmætti launa, sem var í marz 1974. I því sambandi vill þingið benda á eftirfarandi atriði: 1. Að endurskoðaður verði visi- tölugrundvöllurinn frá grunni, þá m.a. með það fyrir augum að draga úr vixlhækkunum kaupgjalds og verðlags. 2. Að greidd verði vísitöluuppbót á laun. 3. Að grunnlaun verði hækkuð í áföngum, þannig að ekki valdi nýrri dýrtíðarholskeflu. 4. Að samið verði við launþega án þess að til stórfelldra verkfalla þurfi að koma, því allsherjar- verkfall nú myndi valda til- finnanlegu tjóni -bæði fyrir launþega og þjóðarbúið í heild. 5. Að nú þegar verði öll atvinnu- tæki þjóðannnar nýtt til fullnustu, en ekki látin ónotuð eins og nú er, og veldur tug- milljóna tjóni á degi hverjum. Nú má sjá glögg merki sam- dráttar í byggingariðnaði I Reykjavík og víðar. Má þar nefna, að í Reykjavík einni, var úthlutað lóðum undir 667 íbúðir árið 1973, en árið 1974 var úthlutað lóðum undir aðeins 370 ibúðir. Þessi þróun nú, er svipuð og var 1968, þegar í Reykjavík var úthlutað lóðum undir 366 íbúðir. Þessi samdráttur í úthlutun lóða leiddi þá meðal annars til mikils sam- dráttar í byggingariðnaði og til atvinnuleysis. Því skorar þingið á bæjar- og sveitarstjórnir hvarvetna á land- inu að hafa ávallt til nægjanlegan fjölda af byggingarhæfum lóðum, svo þeir sem vilja byggja og hafa tök á séu ekki stöðvaðir vegna seinagangs yfirvalda. Það er skýlaus krafa og almenn mannréttindi, að allar vinnufúsar hendur fái verk að vinna og fái greidd laun, sem hægt sé að lifa mannsæmandi lífi af. Þá skorar þingið á ríkisstjórn- ina að tryggja Húsnæðismála- stofnun ríkisins nægjanlegt fjár- magn, svo áframhald verði á byggingu íbúðarhúsnæðis með eðlilegum hætti. Þingið fagnar þeirri hækkun Húsnæðismálastjórnarlána, sem kom til framkvæmda á þessu ári. Jafnframt bendir þingið á, að hagkvæmara væri að dreifa út- hlutun lána meir en nú er. Með því skapaðist meira jafnvægi á vinnumarkaðinum. Þingið mótmælir harðlega á- sælni ríkisins í hina almennu lff- eyrissjóði verkalýðsfélaganna og telur fráleitt, að tekjutrygging aldraðra og annarra bótaþega Tryggingastofnunar rikisins sé skert vegna aðildar þeirra að líf- eyrissjóðum stéttarfélaganna. Þingið krefst þess, að Alþýðu- samband Islands taki nú þegar til afgreiðslu aðildarbeiðni Múrara- sambands Islands." Mikill áhugi kennara á endurmenntun 1 byrjun júní hófust í Kennara- háskóla Islands ýmis kennara- námskeið og eru þau haldin á vegum skóians undir stjórn end- urmenntunarstjóra. I febrúar 1974 var ákveðið að Kennarahá- skóli Islands tæki að sér fram- kvæmd kennaranámskeiða til að endurmennta kennara, og fékk hann til þess sérstakt fjárfram- lag. Pálfna Jónsdóttir var ráðin endurmenntunarstjóri og annast hún skipulagningu og stjórn nám- skeiðanna. Áhugi á endurmennt- un virðist mikill meðal kennara og sátu t.d. f síðustu viku 270 kennarar á skólabekk. Fjölmennastur er hópurinn, sem leggur stund á stærðfræði, en þar er um að ræða þrfskipt nám, þ.e. efninu er skipt eftir aldurs- flokkum. Samtals eru það 105 kennarar er leggja nú stund á stærðfræði. Af öðrum námskeið- um sem standa nú yfir má nefna námskeið i ensku fyrir kennara 6. og 7. bekkjar, á námskeiði í ís- lenzku eru 65 kennarar og 50 KENNARAR ASKÓLABEKK grunnskóla. kennarar við ýmsa framhalds- skóla byrjuðu i síðustu viku á námskeiði í uppeldis- og kennslu- fræðum. Þetta síðast talda nám- skeið stendur alian júni og águst- mánuð og verður þvi haldið áfram á næsta ári. Efni námskeiðanna i sumar verður fjölbreytt, og meðal þeirra greina, sem teknar verða fyrir eru: íslenzka, stærðfræði, eðlis- fræði, danska, enska, samfélags- fræði, líffræði, skólasafnsfræði, kennslufræði, tónmennt, iþróttir, mynd- og handmennt og hópefli.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.