Morgunblaðið - 13.06.1975, Page 16

Morgunblaðið - 13.06.1975, Page 16
KARL 16. Gústaf Svíakonungur fór víðaum Reykjavík- urborg í gær. Hann tók sundsprett í Laugardalslaug- inni, skoðaði út- Sýnið úr Hall- grfmskirkjuturni, kynntist starfi vís- indamanna f haf- rannsóknaskipinu Bjarna Sæmunds- syni, sat hádegis- verðarboð borgar- stjórnar á Kjar- valsstöðum, kom f Norræna húsið, Þjóðminjasafnið og Listasafn Is- lands, hafði mót- töku fyrfr Svfa búsetta á íslandi og hélt forseta- hjónunum og fleiri géstum veizlu f Nausti um kvöldið. • TÓK SÉR SUNDSPRETT Dagskráin i gær hófst með því, að konungur ók i Laugardalinn og skoðaði iþróttamannvirkin þar. Hann kom að Laugardalslauginni og tóku þar á móti honum Birgir Isl. Gunnarson borgarstjóri, Ólaf- ur B. Thors forseti borgarstjórn- ar, Sveinn Björnsson formaður iþróttaráós og forstöðumaður sundlaugarinnar, Ragnar Stein- grimsson. Gekk konungur um og skoðaði mannvírkin, en fékk síðan léða sundskýlu og brá sér í gufubað og siðan í laugina ásamt þeim Birgi borgarsíjóra, Bertil Daggfeldt kommendörkapten og dr. Sigurði Þórarinssyni, sem er sérstakur fylgdarmaður konungs í heimsókninni. Tóku þeir sér sundsprett, en settust siðan í einn heita „pottinn" um stund. Síðan smelltu þeir sér aftur í laugina, en fóru svo og klæddu sig. Á meðan drukku forseti Islands og aðrir í fylgdarliðinu kaffi og horfðu svo á sundkappana. Síðan var ekið úr Laugardaln- um, framhjá vinnustofu og safni Ásmundar Sveinssonar. og að Hallgrímskirkju. Þar tóku á móti konungi sóknarprestarnir tveir, séra Ragnar Fjalar Lárusson og séra Karl Sigurbjörnsson, og Hermann Þorsteinsson formaður byggingarnefndar kirkjunnar. Sýndu þeir honum kirkjuna og færðu honum að gjöf litla Islenzka Biblíu. Þessu næst fór konungur upp í turn Hallgríms- kirkju og virti fyrir sér útsýnið yfir borgina. • HAFRANNSÓKNASKIP SKOÐAÐ Næst lá leiðin niður að höfn, þar sem stigið var um borð I hafrannsóknaskipið Bjarna Sæmundsson. Á bryggjunni tóku Matthías Bjarnason sjávarútvegs- ráðherra og Jón Arnalds ráðu- neytisstjóri á móti konungi og I skipinu tóku á móti ^ionum þeir Sæmundur Auðunsson skipstjóri og Jón Jónsson forstöðumaður Hafrannsóknastofnunarinnar og kynntu þeir vísindamenn stofn- unarinnar fyrir konungi. Konungur og gestir skoðuðu síðan skipið og hlyddu á útskýringar starfsmanna um notkun ýmissa tækja og búnaðar og Jón Arnalds ráðunéytisstjóri flutti konungi stutt yfirlit yfir íslenzkan sjávar- útveg. • HÁDEGISVERÐARBÓÐ BORGARSTJÓRNAR I hádeginu sat konungur veizlu borgarstjórnar Reykjavíkur á Kjarvalsstöðum. Við komuna þangað tóku á móti honum borgarstjórahjónin, frú Sonja Backmann og Birgir Isl. Gunnars- son, forseti borgarstjórnar Ólafur B. Thors og frú Jóhanna Jórunn Thors og Alfreð Guðmundsson forstöðumaður Kjarvalsstaða. Á matseðli veizlunnar voru kjúkl- ingastél, soðinn lax, ávaxtasalat í eftirrétt og síðan kaffi. Borgar- stjóri flutti ræðu til heiðurs kon- ungi og er hún birt á miðopnu blaðsins. Konungur hélt stutta svarræðu og þakkaði fyrir sig. • SKOÐAÐI SÝNINGUI NORRÆNA HUSINU Frá Kjarvalsstöðum var haldið til Norræna hússins og tóku þar á móti konungi þau Maj-Britt Imnander forstjóri hússins og tveir menn úr stjórnarnefnd hússins, Armann Snævarr hæsta- réttardómari og Birgir Þórhalls- son forstjóri. Maj-Britt sýndi kon- ungi húsakynnin og lýsti stjórnun og rekstri hússins fyrir gestum. Færði hún konungi að gjöf lit- myndabók um tsland. Var síðan gengið niður f sýningarsalinn í kjallara hússins og skoðuðu kon- ungur og aðrir gestir þar sýning- una List til lækninga, en þar er m.a. mikið af sænsku sýningar- efni. # SÖFNIN HEIMSÓTT Þessu næst skoðaði konungur tvö söfn, Þjóðmi'njasafnið og Listasafn Islands. Þór Magnússon þjóðminjavörður tók á móti kon- ungi og auk Þórs gengu Vilhjálm- ur ffjálmarsson menntamálaráð- herra, Knútur Hallsson skrif- stofustjóri og safnverðir með gestum um sali safnsins. Er kon- ungur skoðaði gripi frá landnáms- öld, færði þjóðminjavörður hon- um að gjöf lítinn Þórshamar úr silfri. I Listasafni Islands tók dr. Selma Jónsdóttir forstöðumaður safnsins á móti konungi og gekk með honum um sali safnsins, en þar var m.a. sérstök sýning á verkum íslenzkra listakvenna I tilefni af kvennaári. Seinna um daginn hélt konung- ur móttöku I sænska sendiráðinu fyrir Svía, sem búsettir eru á Is- landi og kom þar margt gesta. • KONUNGSVEIZLA A NAUSTI I gærkvöldi hélt Svíakonungur veizlu til heiðurs forseta- hjónunum I veitingahúsinu Nausti og bauð til hennar ýmsum gestum. Á matseðlinum var kjöt- seyði, gratínerað fiskflak, steikt akurhæna, blandaðir ostaréttir og jarðarber með rjóma I eftirrétt. I dag fer konungur til Þingvalla með viðkomu i dælustöðinni á Reykjum I Mosfellssveit. Snæðir hann hádegisverð i boði ríkis- stjórnarinnar í Valhöll á Þingvöll- um. Þaðan verður ekið til Hvera- gerðis og skoðuð hitaveitumann- virki og gróðurhús, en siðan verð- ur ekið til Reykjavikur. Ráðgert er, að konungur haldi af landi brott kl. 17 í þotu sinni. heyrnleysíngjaskólínn. 5/fa/Rt'fU iOCT' f# Karl Gústaf Svíakonungur ritar nafn sitt í gestabók Þjóð- minjasafnsins. Þór Magnússon Þjóðminjavörður horfir á. í kjallara Norræna hússins skoðaði konungur sýninguna List til lækninga. (Ljósm Mbi Br. H.) Karl Gústaf Svíakonungur hélt forsetahjónunum og fleiri gestum veizlu á veitingahúsinu Nausti í gærkvöldi. Sést konungur hér koma til veizlunnar og er það Bergerus veizlumeistari hans, sem opnar fyrir honum bíldyrnar. Hópur fólks hafði safnazt saman við Naustið til að fagna konungi og gestum hans. (Ljósm Mbl Br H.). MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 13. JÚNl 1975 Konungur Svíþjóðar heimsækir ísland Konunglegur sundsprett- ur vlð upphai annadags Konungur heilsar Matthiasi Bjarnasyni sjávarútvegsráð- herra á bryggjunni við hafrannsóknaskipið Bjarna Sæmundsson. (Ljósm. 01. K. Mag )

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.