Morgunblaðið - 22.06.1975, Síða 7

Morgunblaðið - 22.06.1975, Síða 7
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 22. JÚNl 1975 7 Sr. BOLLI GÚSTAFSSON í Laufási: Hvað er satt? Á hverjum degi kveðum við upp dóma um menn og málefni. Að vísu eru þeir mis- jafnlega yfirvegaðir og rétt- látir, en eigi að síður verða þeir taldir sterkt einkenni mannlegra samskipta. Ýmis utanaðkomandi öfl hafa í flestum tilvikum áhrif á dóm- arana, m.a. menntun, þjóð- félagsafstaða, trú eða trú- leysi og þá er tízkan oft mjög sterkur áhrifavaldur. Um þessa dómtilhneigingu okkar mannanna höfum við fjöl- mörg dæmi úr daglegu lífi. Við þurfum kannske ekki að leita langt. Ef við flettum þessu blaði, þá rekumst við sjálfsagt á dóma af ýmsu tagi. Það eru bókmennta- dómar, sem rithöfundar og skáld segja, að alls ekki sé mark á takandi; kvikmynda- dómar; dómar um íþrótta- menn og þá afmælisgreinar og eftirmæli. Síðast nefndu þættirnir eiga þaðsammerkt að vera bornir fram af velvild og löngun til að vekja athygli á því bezta í fari náungans og breiða yfir hitt, sem miður fer. Verða þeir þv! ekki alltaf sem áreiðanlegastar heimild- ir um manninn, en þeim mun betri siðgæðisprédikanir og hvatning til eftirkomendanna um að leggja rækt við mann- gildið. Illa lyntur maður er oft sagður hafa verið glaður og gamansamur i mjög þröngum kunningjahópi; let- inginn talinn hafa lent á rangri hillu ! lífinu og nirfill greiðvikinn, þegar aðrir sáu ekki til. — Og ef við lítum i eigin barm, þá þurfum við aðeins að renna augunum yfir liðinn dag. Sennilega reynist fæstum okkar erfitt að rifja upp athugasemdir, sem við létum falla um menn, bæði i næsta samfél- agi , um nágranna og vinnu- félaga, og jafnframt um fólk i fjarska, t.d. um forystumenn stórvelda eða ofbeldismenn í fjarlægum löndum, sem urðu tilefni til heimsfrétta. En oft reynist erfitt að henda reiður á því, sem sagt er í fréttum, t.d. þegar í Ijós kemur, að vinsæll þjóðarleiðtogi, éx gerður hefur verið að alþjóð- legum dýrðlingi eftir að hann féll fyrir hendi morðingja, er nú allt í einu að nokkrum tíma liðnum grunaður um glæpi af arftökum sínum á veldisstóli; að líklegt sé, að þessi mæti maður, sem frelsisvinir um allan heim hafa tregað um sinn, hafi raunar verið viðriðinn sam- særi og hvatamaður þess, að aðrir þjóðarleiðtogar yrðu myrtirán miskunnar. Hvað er satt? spygum við í ráða- leysi. Hver getur dæmt? — Um áratuga skeið var gefið út blað hér á landi, er bar nafnið Spegillinn, en undir- titill þess var: samvizka þjóð- arinnar. Þetta vargaman- blað, ritað af háðfuglum og myndskreytt af snjöllum skoþmyndateiknurum. Oft vakti rit þetta mikla kátínu, enda gerði það óspart gaman að forystumönnum stjórn- málaflokkanna, ekki sízt að augljósum mistökum þeirra. Þá voru og mjög litrikir per- sónuleikará alþingi, svip- miklir gáfumenn. Gamanið var ósjaldan markvisst og snjallt og kætti lesendurna, sem sögðu þá gjarna: Ja, sá átti nú fyrir þessu, hann Ólaf- ur eða hann Jónas. En víst er, að oft leyndist nokkuð sár broddur í háðinu, stundum sanngjörn áminning, en í sumun tilvikum óréttlátur, jafnvel skaðsamlegur fleinn. Ertni eða háð virðist ekki bíta á suma menn fremur en am- boð á sigggróna hendi, en aðrir eru of viðkvæmir til þess að þola kerskni, svo að hún veldur þeim hugarangri, sem leitt getur af sér langvar- andi óhamingju. ..Verið misk- unnsamir, eins og faðir yðar er miskunnsamur. Og dæmið ekki, þá munuð þér ekki heldur vera dæmdir" (Lúk.6, 36 — 37). Þessum varnaðar- orðum beinir Jesús til okkar. Á hann við það, að okkur sé hollast að þegja, að hafa engar skoðanir á mönnum og málefnum? Fjarri fer því. Sá, sem er undir áhrifavaldi Jesú Krists, er höndlaður af Guði, getur með engu móti þagað, ef sannleikanum er misboðið og lygin leikur lausum hala. En Jesús Kristur er dómarinn í kristnum mönnum. Þess vegna verða kristnir menn, kristin kirkja, að varðveita hans orð og boða það. Ef við látum orð hans hljóma, þá kemur hið sanna í Ijós. Það dæmir málefnin; án misk- unnar, ef þau fjarlægja mennina Guði. Það kallar á manninn. Löngum hafa þeir, sem feta veg kristinnar trúar orðiðfyrir barðinu á háði og spotti. ,,Þér eruð ekki margir vitrir að manna dómi", ritaði postulinn um kristinn söfnuð í Korintuborg, og það álit hefur lifað fram á þennan dag og kemur engum kristn- um manni á óvart. Það er dómur, sem sannarlega reynist mörgum þungur í skauti, að vara frýjað vits og margur veiklundaður maður hefur þá reynt að fara dult með triiarskoðun sína, til þess að forðast það ámæli eða blandað í hana þeim visindum, sem gjöra hana að blekkingum. Nútíminnerí knýjandi þörf fyrir orð Jesú Krists. Hann líður vegna van- þekkingar á því. „Guðs orð er Ijós, sem lýsir í lifsins dimmu hér, og Ijúfur leiðarvísir það lífs á vegum er. Það lýsa látum vér, og sannleiksbraut vérsjáum og sælumarki náum með Ijóssins helgum her." (V.Briem) ÞU AUGLYSIR UM ALLT LAND ÞEGAR ÞÚ AUGLÝSIR í MORGUNBLAÐINU óskar eftir starfsfólki: SEYÐISFJÖRÐUR HVERAGERÐI INNRI NJARÐVÍK ÓLAFSVÍK Umboðsmenn óskast til að sjá um dreifingu og innheimtu. Mbl. uppl. hjá umboðsmönnum og á afgr. í síma 10100. RowenfA Hraðgrill Steykír fryst kjöt á 2—3 mínútum. Heildsölubirgðir: Halldór Eirlksson & Co novi/ FYRIR VIÐRAÐANLEGT Nýja Novis samstæðan er ætluð ungu fólki ó öllum aldri. Novis er skemmtilega einföld og hagkvæm lausn fyrir þó, sem leita að litríkum hillu- og skdpasamstæðum, sem byggja mó upp í einingum, eftir hendinni. Novis er nýtt kerfi með nýtízkulegum blæ. ÚTS'ÖLUSTAÐIR: Reykjavík: Kristján Siggeirsson hf. J L Húsið Híbýlaprýði Dúna Akranes: Verzl. Bjarg Borgarnes: Verzl. Stjarnan Bolungarvík: Verzl. Virkinn, Bernódus Halldórsson Siglufjörður: Akureyri: Húsavík: Selfoss: Keflavík: Bólsturgerðin Augsýn hf. Hlynur sf. Kjörhúsgögn Garðarshólmi hf. FRAMLEIÐANDI: KRISTJÁN SIGGEIRSSON HF. HÚSGAGNAVERKSMIÐJA SÝNING í SUNDABORG Einnig sýnum við margar tegundir af hjólhýsum og tjaldvögnum Gísli Jónsson & co. hf. Sundaborg — Klettagarðar 11 sími 86644.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.