Morgunblaðið - 22.06.1975, Síða 18

Morgunblaðið - 22.06.1975, Síða 18
Verkföll á verkföll ofan: það er gangurinn hjá Bretanum orðið. Myndin er tekin við Chrysler-verksmiðjuna í Coventry. £ Time var eitt þeirra rita, sem birti útdrátt úr Johnson greininni. Það birti líka þessa mynd, til þess að lýsa þeirri kröfupólitík, sem nú er að dómi Johnsons að koma þjóðinni á vonarvöl. EFTIR PaulJohnson Oft er litið svo á að kjarabarátta og sósíalismi sé nokkurn veginn það sama, að meðlimur í verkalýðsfélagi sé sósíal- isti og öfugt og að verkalýðssamtök og sósíalismi stefni að sama marki. Mig langar til að sýna fram á að þessi kenn- ing hefur jafnan verið vafasöm, og er nú algerlega röng. Það má reyndar segja að verkalýðshreyfingin á Bretlandi í dag sé ekki aðeins að spilla eigin málstað, held- ur sé hún einnig vaxandi hindrun fyrir framkvæmd sósíalisma. Verkalýðshreyf- ingin er að ganga á brezkum sósíalisma dauðum og tími kominn til að sósíalistar spyrni þar við fótum. Fyrst skulum við spyrja okkur sjálf: hvað er markmið sósialisma? Kjarni sósíalismans er ekki hvaða leið er farin að settu marki, lýðhylli hans. Hann bygg- ist á því að ailir beri jafnt úr býtum. Samkvæmt kenningum hans ber að verja þjóðartekjunum með hagsmuni allra í huga, allra okkar — karlar, konur og börn eiga jafnan hlut i þjóðarbúinu, og sömu skyldur gagnvart þvi — að gera okkar bezta — og sömu kröfu til hlut- deildar i uppskerunni. Sósialismi er ekki stefnuskrá fyrir iðnverkamenn, eða fyr- ir ófaglærða verkamenn, né fyrir neinn sérstakan hóp verkamanna. Hann er ekki tileinkaður hinni vinnandi stétt, sósíalisminn trúir ekki á stéttaskiptingu. Samstaða og samúð Hann er á móti sérstæðisstofnun og hvers konar hagsmunahópum, sem myndaðir eru til að arðræna samfélagið. I sósíalismanum birtist nauðsyn á sam- stöðu og samúð i þjóðfélaginu — á bræðralagi okkar. Þessv«gna er hann óaðskiljanlegur frá Iýðræði, og verður, ef hann ætlar að vera sjálfum sér sam- kvæmur, að starfa í tengslum við rikis- stjórn, sem sjálf er ábyrg gagnvart lýð- ræðislega kjörnu löggjafarþingi. Þar verður allar þær mikilvægu ákvarðanir að taka, sem áhrif hafa á líf okkar i þjóðfélaginu, og hvergi annarsstaðar. Engin þau samtök, sem ógna þessu grundvallar skilyrði, geta talizt sósíölsk samtök, þau hljóta þvert á móti að teljast and-sóiölsk. Snúum okkur nú að verkalýðssamtök- unum. Verkalýðsfélög þurfa ekki á neinn hátt að vera tengd stjórnmálasið- fræði. Þau eru einfaldlega hagsmuna- samtök. Þau þróuðust sem varnartæki innan auðvaldskerfisins. í lénsskipulag- inu greip almúginn til uppþota til að verjast grófri misnotkun starfskrafta sinna eða óþolandi skattheimtu. Þegar honum reyndist ókleyft að koma fram þjóðfélagsumbótum, eða endurskipu- leggja þjóðfélagið á skynsemis- og sann- girnisgrundvelli, greip hann þau vopn, sem handhægust voru, myrti, brenndi og rændi. Stundum var hann miskunnar- laust bældur niður. Stundum hlaut hann úrlausn. Enginn hefur haldið því fram að uppreisn almúgans hafi verið bezta leiðin til að fá leiðréttingu á þjóðfélags- legu misrétti. Þetta var hinsvegar eina leiðin, sem honum var opin. Með tilkomu auðvaldssamfélaganna, beittu verka- menn einnig uppþotum. En þeir komust að þvi að áhrifameira var að bindast félagssamtökum og þróa verkfallsvopn- ið. Verkfallsvopnið er neikvætt vopn Verkalýðsfélagið var ekkert sósialískt tæki. Það var alls ekkert stjórnmálatæki. Það hafði efnahagslegan tilgang innan auðvaldskerfisins, sem varnarbandalag örvæntingarfullra og undirokaðra manna, og gerði þeim kleift að mæta eigendum fjármagnsins nokkurn veginn á jafnréttisgrundvelli. Helzta vopn verkalýðsins, verkfallið, var i rauninni neikvætt, niðurbrjótandi og öfgasamt svipað og uppþotin. Það gat brugðizt og verið gífurlega kostnaðarsamt, og jafn- vel þegar það bar tilætlaðan árangur, gat verkfall skaðað þá sem beittu því upp- undir það jafnmikið og andstæðingana. Þvi var beitt af því að engin önnur leið virtist fær. Uppþot og verkföll voru óhjákvæmileg svör þeirra stétta, sem voru útilokaðar frá allri stjórnmálaaðild við stefnumörk- un í þjóðfélaginu. Eftir að atkvæðisrétt- ur varð almennari gjörbreyttust viðhorf- in og ruddu sósialismanum braut. Nú var unnt að bæta nýju stjórnmálaafli við gamla þjóðfélagskerfið, sem svo gat knú- ið fram löggjöf er skapaði efnahagsum- bætur — þar sem hagsmunir almennings voru æðsta stefnumarkið. Þegar atkvæð- isrétturinn hafði verið tryggður og leiðin til sósialisma opnuð, voru uppþot og verkföll ekki lengur einu vopnin, og nú var unnt að líta þau í réttu ljósi; þjóðfé- lagslega skaðlega i eðli sínu og þess- vegna and-sósíölsk. Að sjálfsögðu höfðu verkalýðsfélögin áfram hlutverki að gegna. Þau gáfu þeim þjóðfélagshópum, sem enga mál- svara áttu, tækifæri til að bindast sam- tökum í stjórnmálaskyni og nota sér til fulls þau nýju tækifæri sem gáfust. Verkalýðsfélögin voru þau hagsmuna- samtök, sem gátu staðið undir stofnun sósialistaflokks, sem svo gat hafið barátt- una fyrir sósíölskum markmiðum. Það var í rauninni þetta, sem brezka verka- lýðshreyfingin gerði árið 1900 þegar hún stofnaði Verkamannaflokkinn til að tryggja sér fulltrúa á brezka þinginu. Eftir það hefðu verkalýðssamtökin smám saman átt að draga úr úreltri og þröngri sérhagsmunastefnu, en leggja aukna áherzlu á víðtækara skipulag sósíalisma á stjórnmálasviðinu. Smám saman hefðu þeir sósíalistar, sem samfé- lagið hafði kjörið til að þjóna þjóðinni allri, átt að taka við af verkalýðshreyf- ingunni, sem þjónaði sérhagsmunum. Umfram allt hefði efnahagskerfi þjóðfé- lagsins, ákvæðin um það hvernig auðn- um skyldi skipt og umbun útdeilt til okkar allra, sem erum þegnar í þjóðfé- laginu, átt að lúta yfirráðum lýðræðis- legrar rikisstjórnar. Það er ekki þetta, sem gerzt hefur. Verkalýðssamtökin hafa neitað að viður- kenna þau takmörk, sem sögulegu hlut- verki þeirra eru sett. Þau hafa ekki aðeins hafnað hugmyndinni um að af- sala sér völdum í áföngum og færa þjóð- félags- og efnahagsstarfsemina yfir á stjórnmálasviðið, heldur hafa þau harð- neitað að nokkuð yrði dregið úr valdi þeirra til að þvinga þá hagsmunahópa, sem þau eru fulltrúar fyrir. Þau hafa reyndar stöðugt, miskunnarlaust og hugsunarlaust reynt að auka þau völd. Og á undanförnum árum, óg þá sérstak lega á síðustu fimm árum, hafa þau ýtt burt og barið niður alla andstöðu og loks tekizt að ná öllum tökum á efnahag Bretlands. Og allt er þetta tilviljun! Þetta hefur ekki gerzt samkvæmt neinni vel undirbúinni og yfirvegaðri áætlun. Þetta er ekki hluti af neinni áætlun. Þetta hefur í rauninni allt komið af tilviljun. Gríðarfjölmenn verkalýðsfé- lög, sem hvert fyrir sig berst fyrir kaup- hækkunum, hverjar sem afleiðingarnar geta orðið, hafa rutt úr vegi öðrum þjóð- félagsstofnunum — ríkisstjórnum, stjórnmálaflokkum, einkafyrirtækjum, stjórnum þjóðnýttra fyrirtækja — og standa nú innanum rústir vigvallarins, óvéfengjanlegir sigurvegarar. Þau höfðu ekki gert ráð fyrir sigri. Þau vita ekki hvað á við hann að gera, nú þegar hann er unninn. Þau eru nú rugluð og ráðvillt, eins og almúgi miðaldanna eftir að hafa brennt til grunna herragarð landsdrott- insins. Hvað næst? Það veit enginn, því ekki var hugsað fyrir þessum árangri, og enginn þeirra hefur með starfi sinu og reynslu öðlast hæfileika til að vinna já- kvætt og skapandi. Það er ekki í þeirra verkahri ng. Hér er komið að kjarna málsins. Verkalýðssamtökin eru afkvæmi auð- valdsstefnu 19. aldarinnar. Þau eru hluti þess kerfis. Þau áttu nauðsynlegu, jafn- vel göfugu, hlutverki að gegna gegn öfl- ugum, vel skipulögðum og miskunnar- lausum auðvaldsöflum. En eftir að þau öfl voru afvopnuð, eftir að þau voru hrakin á flótta — og báðust náðar — hafa verkalýðssamtökin engu erindi að gegna. Það má punta upp á verkalýðssamtökin með efnahagsmála- nefndum o.fl. en eini sanni tilgangur þeirra er að semja um bætt kjör innan allsráðandi auðvaldskerfis. Brezka verkalýðshreyfingin hefur nú verið rifin upp úr því samhengi, og henni ýtt úr á allt annað svið. Þá heidur hún enn áfram á þeirri einu braut sem hún þekkir — að krefjast hærri launa. Þar sem hún hefur unnið alla andstæðinga sina, þar sem hún er í rauninni tekin við ríkinu, fær hún að sjálfsögðu kröfur sínar uppfyllt- ar. Undirgefin ríkisstjórn prentar pen- ingaseðlana, og afleiðingin er verðbólga, sem á sér ekkert fordæmi. Brezk verkalýðshreyfing er þannig orðin forskriftin að þjóðarógæfu. Þér takið eftir, félagar í verkalýðshreyfing- unni hafa ekkert tækifærí til að njóta fengsins. Verkalýðssamtökin eru ekki nein einingarsamtök. Þau eru aðeins samsteypa sérhagsmunahópa. Og á verðbólgutímum, þegar rauntekj- ur standa í stað, eða, eins og hjá okkur, fara ört minnkandi, eru þau verkalýðsfé- lög, sem krefjast hækkaðra launa, aðeins að keppa hvert við annað. Hvert það verkalýðsfélag sem getur, þótt það sé venjulega aðeins um stundarsakir, bætt raunveruleg Iffskjör félagsmanna sinna, hlýtur að gera það á kostnað samfélags- ins. Hvaða orð eigum við að nota um hóp staðráðinna manna, sem skipa lykilstöð- ur í þjóðfélaginu og beita sameiginlegu valdi sínu til að hækka laun sín, án nokkurs tillits til þurfta og hagsmuna allra hinna? Ahrifamenn, sem gera sam- særi um að mergsjúga samfélagið, eru glæpamenn. Við skulum nefna þá því nafni. Lyktar iaunakapphlaupi Bretans með pví að • . .

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.