Morgunblaðið - 22.06.1975, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 22.06.1975, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 22. JÚNI 1975 19 rom Launaverðbðlgan relsar beim ábyrgðarlullu en verðlaunar bá eigingjörnu og samvizkulausu Því miður búum við ekki aðeins. við eitt verkalýðsfélag, sem beitir valdi sinu af fullri hörku, heldur tugi þeirra. Við erum að nálgast það ástand, sem Hobbes lýsir sem „þessi styrjöld hvers og eins gegn hverjum og einum.“ Á þess konar stjórnleysistlmum, eins og Hobbes bend- ir á, er hverjum einstaklingi gjarnt að líta á aðra menn, sem óvini sína, og smám saman hrynur öll siðfræði til grunna eftir þvl sem öflugri og grimm- úðlegri vopnum er beitt. I eðli sínu er verkalýðshreyfingin sundurlynd, þar sem hún samanstendur af sérhagsmuna- hópum. Þegar launakröfur leiða til óða- verðbólgu snúast verkalýðsfélögin hvert gegn öjiru. Hvert félag krefst hærri launa, ekki vegna þess að um aukið fjármagn sé að ræða, né einu sinni til að halda I við hækkandi verðlag, heldur vegna þess að önnur verkalýðsfélög hafa krafizt svipaðra hækkana, og fengið þær. Við nefnum þetta „frjálsa kjarasamn- inga“ en I rauninni er það ekkert þess konar. Hér er um að ræða hópa manna, sem beita afli slnu til að neyða aðra hópa, eða þjóðfélagið í heild, til að lúta vilja sínum. Og hér eins og allsstaðar eru sumir „frjálsari" en aðrir. Það er al- kunna að sumir hópar, eins og starfs- menn raforkuvera, hafa meiri áhrif inn- an samfélagsins en aðrir. Eiga þeir að fá hærri laun vegna þessara áhrifa? Það heldur enginn því beinlfnis fram, en þessi siðfræðirök — ef nota má það nafn — gilda ef engin takmörk eru sett I kjarasamningum. Rökin eru I raun þau, að þeir, sem mest áhrif hafa, skuli hljóta hærri laun en hinir. Þetta er ekki sósíal- ismi. Það á meira sameiginlegt með auð- valdsstefnunni. Það á enn meira sameig- inlegt með hreinu villimannaþjóðfélagi, þar sem vöðvakrafturinn er eini mæli- kvarðinn á manngildið. Stjórnleysi og upplausn Ein skýringin, sem forsvarsmenn verkalýðssamtakanna gefa er sú, að sum- ir hópar fari halloka I samningum vegna þess að þeir séu illa skipulagðir, eða óskipulagðir. Vafalaust er þetta rétt. Þess vegna höfum við á síðustu árum séð hópa alveg nýrra starfsflokka taka upp baráttuna um kauphækkanir af mikilli hörku og reka hnefana i andlit samfé- lagsins. Sumir hafa gert það I hreinni örvæntingu eftir að verðbólga hefur rýrt tekjur þeirra, en þeir fylgzt með hinum, sem voru frekari, ákveðnari og betur skipulagðir, og fengu kjör sln bætt. Þannig krefjast til dæmis flugstjórar, sem nú hafa 14 þúsund sterlingspunda árslaun, hækkunar upp I 28 þúsund pund, ella vilja þeir ekki fljúga hljóð- fráu Concord-þotunni. Þeir reyna ekki að réttlæta þessa kröfu með öðru en þeirri staðreynd — ef það er þá stað- reynd — að franskir flugstjórar fái þessi laun. Sumir miðstéttahópar, sérfræðingar I læknastétt svo dæmi sé tekið, hafa sýnt, að þegar hrein ágirnd á hlut að máli og samvizkulaus misnotkun aðstöðu þeirra á lífi almennings, slá þeir verkamennina út i hvert skipti. Aðrir hópar hafa verið tregari til að varpa hefðbundinni sið- fræði sinni fyrir borð og hafa goldið þess. Eitt það viðurstyggilegasta við launaverðbólguna er það, að hún refsar þeim, sem eru þjóðfélagslega samvizku- samir, og leggur ailt beint upp I hend- urnar á þeim eigingjörnu og samvizku- lausu. I augum nútíma verkalýðssinna er hver sá, sem ekki nýtir sér samninga- mátt sinn til hins Itrasta, hreinasta fífl. Þetta er góð verkalýðsstefna. Það er sannarlega enginn sósialismi. I þjóðfé- lagi þar sem sú regla verkalýðshreyfing- arinnar, að máttur sé réttur, er algjör- lega ráðandi, getur sóslalisti ekki þrifizt; hann hlýtur að tortlmast. „Frjálsir kjarasamningar" hljóta allt- af að ganga framhjá fjölmennum hópum I samfélaginu. Þessir hópar eru ekki félagsbundnir. Þeir geta ekki gerzt fé- lagsbundnir. ör verðbólga veldur mest- um hugsanlegum þjáningum hjá þeim fátækustu, öldruðu, kornungu, sjúku, bjargarlausu, andlega og líkamlega bækluðu, öllum þeim útskúfuðu og utan- gátta og þeim sem á einhvern hátt hafa orðið fyrir barðinu á samfélaginu. Sam- antaldir skipta þeir milljónum. Frá sjón- armiði verkalýðssamtakanna eru þeir áhrifalausir, þeir geta ekki eins og námumenn, starfsmenn orkuvera, járn- brauta, strætisvagna og svo framvegis — valdið þjóðfélaginu ógæfu, spillt fjár- munum þess og þannig neytt yfirvöldin til uppgjafar. Þeir geta ekki rekið hnef- ann I andlit almennings, Aldraðir opna dagblað sitt I skelfingu, vitandi að þar fá þeir að lesa um 30—40, jafnvel 60% kauphækkanir sem óhjákvæmilega leiða til óskaplegra verðhækkana á nauðsynj- um eins og rafmagni og gasi, samgöng- um, matvælum og húsnæði. Þeir ljúga að þeim varnarlausu Þeir eru algerlega varnarlausir og ótt- ast framtíðina. Hvernig eiga þeir að bregðast við? Hvað geta þeir gert annað en að deyja? Það er lygi þegar verkalýðs- leiðtogar halda því fram að miklar kaup- kröfur þeirra skipti aldraða og ógæfu- sama engu máli. Þeir vita gjörla að til að verjast verðbólgu þarf sérstakt átak til að veita fé I almannatryggingasjóði, að þær fjárupphæðir fást aðeins frá ein- staklingum með hóflegu kaupgjaldi. Eg segi enn að þetta geti ef til vill verið góð verkalýðsstefna, en það er ekki sósíal- ismi eins og ég skil hann. A sama hátt og þeir verr settu verða harðast úti gagnvart launaverðbólgu, verða þeir einnig svo til alltaf verst fyrir barðinu á verkföllum, sem beint er gegn samfélaginu til að knýja fram verðbólgu- myndandi kjarasamninga. Þeir auðugu finna alltaf leiðir til að forðast verstu afleiðingar verkfallsaðgerða. Þeir eiga um um fleiri máta að velja til að ferðast á eða ná sér í bensin. Þeir geta greitt yfirverð, og komizt undan verkfalls- áhrifum með mútum eða frekju. Þeir þurfa ekki að bijótast I vinnuna, né heldur bæla niður reiði sina og getu- leysi. Ef þeir vilja geta þeir tekið sér frí. Það eru fátækari hóparnir, sem eru al- gerlega háðir almenningsvögnum og þjónustu og eiga engar matarbirgðir eða varasjóði, sem fyrstir finna til skortsins sem verkföllunum er viljandi ætlað að skapa. Sumir talsmenn verkalýðshreyfingar innar halda þvi fram að þótt ör launa- verðbólga hafi án efa valdið sumum þjóðfélagshópum erfiðleikum, hafi hún einnig fært fjölmennum hópum iðn- verkamanna og ófaglærðra verulegar og varanlegar kjarabætur. Þessar kjara- bætur, ef þær eru þá nokkrar geta ekki verið annað en afstæðar. Ákveðnir hóp- ar verkamanna hafa bætt stöðu slna gagnvart öðrum. Margir „miðstétta"- hópar hafa hrapað niður stigann og mætt vel skipulögðum hópum ófag- lærðra og lítt lærðra verkamanna á upp leið. En sumir verkamannahópar hafa einnig hrapað, og sömuleiðis milljónir illa skipulagðra og illa launaðra starfs- manna, sérstaklega kvenna. Tilfæring- arnar, sem átt hafa sér stað, fylgja engri skynsamlegri forskrift, og vissulega engri forskrift sem byggist á þjóðfélags- legu siðgæði eða gildi. Og þvi skyldi svo vera þegar tilfæringarnar eru afleiðing þess að efnahagsvaldi var beitt af handa- hófi og gjörræði? Hagvöxturinn er óverulegur Þetta er ekki þýðingarmesta atriðið. Frá árinu 1945 hefur verkalýðshreyfing- in leikið brezka verkalýðsstétt ákaflega grátt. Lífskjör hennar hafa rétt mjakast I bataátt. Hagvöxtur Bretlands er minni en I nokkru öðru iðnriki. Raunkjör hafa skánað jafn hægt. Það er óheppileg stað- reynd, sem hvorki mælska né harka verkalýðsforustunnar fær hrakið, að samtakamátturinn getur hækkað launa- upphæðina — I papplrspeningum — en ekki raunkjörin, að minnsta kosti ekki til frambúðar. Hún getur hins vegar, og hefur á áhrifarfkan hátt sýnt það i Bret- landi á árunum frá lokum slðari heims- styrjaldarinnar, dregið úr hraða hag- vaxtarins. Hægur hagvöxtur Bretlands hefur ver- ið afsakaður með lélegri framkvæmda- stjórn, litlum fjárfestingum og dóm- greindarleysi fjármálaráðuneytisins I stjórn efnahagsmála. Allt þetta hefur að sjálfsögðu haft áhrif, en bak við alla þrjá liðina gætir einnig áhrifa verkalýðs- hreyfingarinnar. Bezta framkvæmda- stjórn heims stenzt ekki linnulausa hörku verkalýðshreyfinganna. I fyrsta lagi er enginn tími til þess. Brezka Ley- land-félagið var illa rekið vegna þess að framkvæmdastjórnin þurfti að eyða allt of miklum tíma og fjármunum I verka- lýðsmál og til að draga úr afleiðingum verkfallsaðgerða. Það verður áfram illa rekið af sömu ástæðum. Dagblöðin eru annað dæmi. Hæfir framkvæmdastjórar kæra sig ekki um að eyða ævinni I að deila um smáatriði við verkalýðsleið- toga, eða I að stjórna viðgerðum til að bæta skemmdir vegna stöðvana. Þess vegna fást yfirleitt ekki góðir fram- kvæmdamenn til blaðanna. Þeir fara I rauninni helzt ekki til neinna brezkra iðnfyrirtækja. Frá lokum styrjaldarinn- ar hafa framkvæmdamenn leiðzt I vax- andi mæli út I fjármagnsfyrirtækin þar sem engin verkalýðssamtök koma ná- lægt, og þeir fá því að einbeita sér að þýðingarmiklum og skapandi verkefn- um. Þaðan kemur styrkur brezku fjár- magnsstofnananna. Iðnaðurinn, þar sem verkalýðshreyfingin er öflug og aðgerða- söm, býr við lélega framkvæmdastjórn. Góð framkvæmdastjórn er að verða æ vandfundnari, en er helzt þar sem verka- lýðsforustan er aðgerðalítil og friðsöm (eða þá afar skynsöm). Skorturinn á framkvæmdamönnum er I beinum tengslum við fjárfestingar. Hæfir menn ráðast ekki til félaga, sem hafa lítil fjárráð og framtíðin þess vegna ótrygg. Og fjármögnun I brezkum iðnaði er lítil, svo til eingöngu vegna þess að verkalýðshreyfingin er henni ýmist mót- fallin, eða gerir hana óarðbæra. Engin ástæða er til að endurnýja vélakostinn, nema endurnýjunin dragi úr kostnaði, einnig launakostnaði. Og ekki er unnt að minnka launakostnaðinn meðan verka- lýðssamtökin krefjast óbreytts starfs- mannafjölda, eins og þau gera svo til alltaf í brezkum iðnaði. Semji þau um fækkun starfsmanna fylgja þvl jafnan skilyrði, sem ganga á hagnaðinn — og vinna þannig gegn frekari fjárfestingu. Samningar hafðir að engu Það er raunar algengt I Bretlandi að verkalýðsfélögin afneiti gerðum samn- ingum um leið og endurvélvæðingu er lokið, og krefjist þess að starfsmanna- fjöldi verði óbreyttur. Þessi framkoma verkalýðshreyfingarinnar á jafnt við bæði um ríkisfyrirtæki og einkarekstur, svo ekki er um það að ræða að afsökunin sé andstaða samtakanna gegn einka- framtakinu. Það er raunar erfitt að skil- greina ástæðurnar af skynsemi, því í þeim felst sambland af hatri í garð stjórnenda, andúð gegn hvers kyns breytingum, ótti við atvinnuleysi, tregða til að aðlagast tæknilegum umbótum og hálfgerð barnatrú á að kerfið muni ein- hvern veginn halda áfram að framfleyta þeim. Hugmyndin um víðtækt samsæri vinstrisinna innan verkalýðssamtakanna er ímyndaður hugarburður hægrisinna. Brezk verkalýðssamtök byggjast ekki á óheillahugmyndum. Vandinn er sá að þau eiga alls engar hugsjónir. Flestir leiðtoganna eru sérlega velviljaðir. Surn- ir eru afburða vel greindir. En I heild eru þeir, sem stjórna verkalýðssamtök- unum sjálfumglaðir, ihaldssamir, hug- myndasnauðir, framtakslausir, hleypi- dómafullir, staðnaðir menn, sem engu gleyma og ekkert læra, neikvæðir mál- þófsmenn, sljóir, daufir, langorðir, hlé- drægir, mjög ánægðir með sig, og alveg ákveðnir í að hamla gegn hvers konar fyrirhuguðum breytingum. Þeir geta að sjálfsögðu ekki — og hafa ekki — haml- að gegn þeim fyrirvaralausu og óvel- komnu breytingum, sem Bretar voru neyddir til að gera vegna harðar efna- hagssamkeppni umheimsins. Innan brezku verkalýðshreyfingarinnar er það algjörlega bannað, sérstaklega sósialist- um, að gagnrýna á nokkurn hátt forustu verkalýðssamtakanna, og þá sérstaklega að efast um glæstar gáfur forustumann- FRAMHALD A BLS. 26. Þegar meðfylgjandi grein birtist í brezka vikuritinu New Statesman fyrir liðlega mánuði, má segja að fyrst hafi menn sett hljóða við lesturinn, en síðan hafi upphafizt kappræða um efni hennar, sem varð svo hávær að hún heyrðist ekki ein- ungis um allt Bretland heldur hljóm- aði að lokum um allan hinn vest- ræna heim. Fjöldi blaða hefur birt grein Johnsons ýmist í heild eða stytta, en önnur hafa verið með fréttir um hana og vitnað óspart I efni hennar undir stórum fyrirsögn- um. Fáar greinar, sem skrifaðar hafa verið um þjóðmál og verkalýðsmál á síðari árum, hafa vakið jafnmikla athygli Niðurstöður höfundar og þá einkanlega þær þungu sakir, sem hann ber á brezku verkalýðshreyf- inguna, valda auðvitað mikiu um, en hitt er þó ekki síður þungt á metun- um, að hér er á ferðinni þjóðkunnur blaðamaður og rithöfundur, sem um árabil hefur verið einn skeleggasti málsvari brezka verkalýðsins. Þá er og þess að geta, að Johnson var ritstjóri New Statesman frá 1965—70 og hefur skrifað að stað- aldri í ritið síðan. • • • verkalýöshreyfingin gengur af Djóöinni dauðri?

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.