Morgunblaðið - 22.06.1975, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 22.06.1975, Blaðsíða 20
20 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 22. JÚNI 1975 Útgefandi hf. Árvakur, Reykjavík. Framkvæmdastjóri Haraldur Sveinsson. Ritstjórar Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Ritstjórnarfulltrúi Þorbjörn Guðmundsson. Fréttastjóri Björn Jóhannsson. Auglýsingastjóri Árni Garðar Kristinsson. Ritstjórn og afgreiðsla Aðalstræti 6. sími 10 100. Auglýsingar Aðalstræti 6, slmi 22 4 80 Áskriftargjald 700,00 kr. á mánuði innanlands í lausasölu 40.00 kr. eintakið Ljóst er, að þær al- mennu kauphækkanir, sem samið hefur verið um, munu valda ýmsum at- vinnugreinum verulegum erfiðleikum, þó að erfitt geti verið á þessu stigi málsins að segja nákvæm- lega til um hvaða áhrif nýgerðir kjarasamningar muni hafa á efnahagsstarf- semina i heild sinni. Al- Vandi hæfingar eiga illa við í þessu sambandi, þar eð af- koma einstakra atvinnu- greina er mjög misjöfn. I kjölfar kjarasamning- anna, sem gerðir voru fyrir skem'mstu, hefur yfirnefnd verðlagsráðs sjávarútvegs- ins ákveðið 11% meðal- hækkun fiskverðs. Fulltrú- ar fiskkaupenda hafa upp- lýst, að þessi fiskverðs- hækkun ásamt með nýsam- þykktum kauphækkunum muni hafa í för með sér 1.500 millj. króna útgjalda- aukningu á ári hjá frysti- húsunum. Þessar stað- reyndir eru vissulega ugg- vænlegar, og þær sýna hversu gætilega verður að fara í sakirnar, þegar efna- hagsástandið er með þeim hætti, sem raun ber vitni um. Frystideild verðjöfn- unarsjóðs fiskiðnaðarins er þegar þurrausin. Er því ljóst, að þessar breyttu að- stæður stefna frystiiðnað- inum íverulegan hallrekst ur. Fyrirfram var vitað, að þessi atvinnugrein hefði ekki svigrúm til þess að standa undir verulega auknum útgjöldum. Nú þegar upp er staðið þarf enginn að fara í grafgötur um, að afkoma fiskvinnsl- unnar í heild er í mikilli tvísýnu. En það á við hér sem víða annars staðar, að hagur fiskvinnslunnar er mjög misjafn. Einstök fiskvinnslufyrir- tæki hafa þannig sýnt sæmilega afkomu meðan önnur hafa barizt í bökk- um. Afkoma fiskvinnslu- fyrirtækja á Vestfjörðum hefur til að mynda verið mun betri heldur en á Reykjanesi. Sjálfsagt má finna eðlilegar skýringar á þessum mismun en hann sýnir þó að ástæðulaust er aö mála ástandið alls staðar dekkstu litum. Á undanförnum árum hefur verið unnið allveru- legt starf við aukna hag- ræðingu í frystiiðnaði og fiskvinnslu almennt. Mark- viss hagræðingarstarfsemi er atvinnuvegunum afar þýðingarmikil. Þegar harðnað hefur á dalnum og útgjaldaaukning fyrirtækj- anna hefur farið fram úr því, sem þau geta staðið undir, hafa jafnan verið gerðar itrustu tilraunir til aukinnar hagræðingar og hagkvæmni í rekstri í því skyni að ná endum saman. Nú hafa þessari atvinnu- grein enn á ný verið bundnir baggar, sem vafa- samt er að hún rísi undir. Varlegt er að treysta á enn eitt kraftaverkið með hækkun afurðaverðs á erlendum mörkuðum. Þvert á móti bendir margt til þess, að við getum ekki vænzt breytinga til batnað- ar í þeim efnum. Ástæða er því til að hvetja enn til aukinnar hagræðingarstarfsemi á þessu sviði. Nýtt átak í hag- ræðingarmálefnum gæti vissulega létt undir eins og málum ér nú komið. Ástæða er t.d. til þess að kanna, hvort rekstursein- Asíðastliðnum vetri var á þessum vettvangi vakin athygli á þvi, að nauðsynlegt væri að hefja almenna fræðslustarfsemi um grundvallaratriði þjóð- hagfræði og efnahagsstarf- seminnar í því skyni að auðvelda almenningi að leggja sjálfstætt mat á stjórnmálaumræður um þessi efni. Þegar litið er á málflutning stjórnarand- stöðunnar að undanförnu kemur hins vegar í ljós, að ekki er síður vanþörf á að upplýsa ýmsa stjórnmála- menn um einföldustu stað- reyndir á þessu sviði. Ágætt dæmi um þetta eru tvær forystugreinar Þjóðviljans í síðustu viku. Á föstudag segir blaðið les- endum sínum, að helzta sérkenni kjarasamning- anna, sem gerðir voru 13. júní sl., hafi verið fólgið í því, að í þeim hafi verka- lýðshreyfingunni tekizt að setja hemil á verðbólgu- vagninn. í því sambandi er m.a. minnzt á að ríkis- stjórnin hafi ákveðið að ósk verkalýðshreyfingar- innar að verja hundruðum milljóna króna úr ríkis- sjóði til þess að greiða nið- ur þá hækkun á landbúnað- arvörum, sem koma átti til framkvæmda um sl. mánaðamót. Þjóðviljinn bendir rétti- ingarnar séu ekki í ýmsum tilvikum of litlar til þess að ná þeirri arðsemi, sem ann- ars staðar fæst. Erfiðleikar eins og við stöndum nú frammi fyrir eiga að verða okkur hvatning til veru- legra umbóta i þessum efn- um. lega á, að hér er um veru- lega kjarabót fyrir laun- þega að ræða. Ríkissjóður hefur í tíð núverandi stjórnar tekið á sig gífur- legar skuldbindingar til þess að bæta kjör láglauna- fólks og barnmargra fjöl- skyldna. Það hefur verið gert með stórfelldum niðurgreiðslum og veruleg- um skattalækkunum. Daginn eftir að Þjóðvilj- inn segir lesendum sínum, að verkalýðshreyfingin hafi sett hemil á verð- bólguvagninn með því að krefjast aukinna niður- greiðslna úr ríkissjóði er talað um fjárhagsvanda ríkissjóðs. Þar segir, að bú- ast megi við miklum halla á ríkissjóði á þessu ári, enda hafi gæzlumenn hans geng- ið undir það ok að hækka niðurgreiðslur á landbún- aðarvörum og sé talið að þar muni mörg hundruð milljónum króna eins og það er orðað. Þetta er síðan talið bera vott um hina mestu óstjórn í fjármálum. Það sem á föstudag var stórfelldur árangur við að hafa hemil á verðbólgu er á laugardegi gert að árásar- efni á ríkisstjórnina. Það er vissulega ekki vanþörf á að auka fræðslustarfsemi um þessi efni til þess að koma í veg fyrir slíkan hringlandahátt. fiskvinnslunnar Hringlandaháttur j Reykjavíkurbréf ♦♦♦♦♦♦♦♦ ♦ ♦ ♦ ♦ Laugardagur 21. júní ♦♦♦♦♦♦♦♦♦. 17. júní Veðráttan á landi okkar er þann veg, að oftast er tvísýnt um örlög útiskemmtana af því tagi, sem efnt er til víðs vegar um landið þrisvar sinnum á ári, sumardag- inn fyrsta, þjóðhátíðardaginn 17. júní og um verzlunarmannahelgi. Stundum tekst vel til, eins og á þjóðhátíð á Þingvöllum í fyrra- sumar, en oftar gerir veðrið okk- nr slíkan grikk, að fólk hírist í kulda og/eða rigningu meðan dagskráratriði fara fram og er þeirri stund fegnast þegar þeim er lokið. Við ráðum ekki veðrinu, en efni þeirra dagskáratriða, sem fram fara á útiskemmtunum þeim, sem efnt er til í þeim þremur tilvikum er áður greinir, er hægt að ráða. Þau dagskráratriði eru sjálfsagt misjöfn að gæðum frá ári til árs og á ýmsum stöðum, en höfundur þessa Reykjavíkurbréfs hefur veitt því eftirtekt nú um nokk- urra ára skeið, hversu eindæma léleg þau skemmtiatriði eru, sem börnum er boðið upp á að una sér við á svokölluðum barnaskemmt- unura sumardaginn fyrsta og 17. júní. Að jafnaði eru dagskrár þessara skemmtana, sem ýmist er efnt til af opinberum aðilum eða klúbbum og félagasamtökum, sem standa fyrir þeim í fjáröflun- arskyni til góðgerðarstarfsemi, slíkar að svo virðist sem aðstand- endur þeirra telji að bera megi hvað sem er á borð fyrir börnin. Þetta er skammarleg afstaða og flestum þeim aðilum, sem fyrir þessum barnaskemmtunum standa til lítils sóma. Þeir sem efna til skemmtana fyrir börn, hljóta að gera vissar lágmarks- kröfur til þeirra dagskráratriða, sem upp á er boðið. Annars er áhyggjuefni, hve yf- irbragð 17. júní hátíðahaldanna hefur breytzt á Reykjavíkursvæð- inu á undanförnum árum. Alveg fram á síðustu ár hafa hópar stú- denta, prúðbúnir með hvítar koll- ur sett svip sinn á 17. júni á höfuðborgarsvæðinu og þá sér- staklega í Reykjavik. Tilvist stúdentanna gaf hátíðahöldum á þjóðhátíðardaginn vissan ,,sjarma“ sem nú virðist horfinn. Astæðan mun vera sú, að mennta- skólarnir á höfuðborgarsvæðinu útskrifa stúdenta mun fyrr en áð- ur var, þegar nemendur voru út- skrifaðir sem næst 17. júni. Að þessu er mikill skaði og svipmót þessa dags hefur breytzt til hins verra. Að kvöldi 17. júní kom höfund- ur þessa Reykjavikurbréfs að tveimur útidansleikjum á Reykja- víkursvæðinu og er skemmst frá því að segja, að þar var hörmulegt að koma. Illa hirtir og illa klæddir unglingar undir mismunandi miklum áfengisáhrifum þvældust þar fyrir sjálfum sér og öðrum með tilheyrandi hávaða I bak- grunni. Þess sáust engin merki, að þarna væri ungt fólk að skemmta sér, þvert á móti virtist tilvera þessara unglinga bæði grá- mygluleg ogleiðinleg. Ungstúlka, 13—14 ára gömul, dauðadrukkin, stöðvaði Reykjavíkurbréfshöfund og bað um far niður á Austurvöll. Upp úr jakkavasa hennar stóð nær full brennivínsflaska. Eru þetta skemmtivenjur ungs fólks? Höldum við hátíðlega lýðveldis- stofnun á Islandi með þessum hætti? Eða eru þetta merki aga- leysis og upplausnar í rúmiega þriggja áratuga gömlu lýðveldi okkar? Bretland og Þýzkaland I síðasta hefti hins virta brezka vikublaðs Economist birtust at- hyglisverðar samanburðartölur um framleiðslugetu Breta og Þjóðverja. Og skömmu áður birt- ust samanburðartölur um þjóðar- framleiðslu Breta, Þjóðverja og Frakka í bandaríska vikuritinu U.S. News and World Report. I síðarnefnda ritinu var þess getið, að fyrir 15 árum hefðí þjóðar- framleiðsia Breta verið ívið meiri en þjóðarframleiðsla V-Þjóðverja og talsvert meiri en þjóðarfram- Ieiðsla Frakka. Á þeim fimmtán árum, sem síðan eru liðin, hefur myndin gjörbreytzt. Nú er þjóðar- framleiðsla Breta aðeins helm- ingur af þjóðarframleiðslu Vest- ur-Þjóðverja og aðeins % af þjóð- arframleiðslu Frakka. Þessar töl- ur sýna okkur strax, að Bretar eiga við að stríða vandamál sem höggva að rótum hins brezka þjóðfélagskerfis. Og það staðfesta þær tölur, sem Economist birtir um framleiðslugetu Breta annars vegar og Vestur-Þjóðverja hins vegar. Blaðið segir, að á árinu 1974 hafi nær 8 milljónir Vestur- Þjóðverja I framleiðsluiðnaði skapað verðmæti fyrir 54 millj- arða sterlingspunda eða 6.500 sterlingspund á hvern starfs- mann. Á sama tíma sköpuðu nær 8 milljónir brezkra starfsmanna í framleiðsluiðnaði verðmæti fyrir aðeins 15 milljarða sterlings- punda eða minna en 2000 sterl- ingspund á hvern starfsmann. Þetta þýðir, að einn vestur-þýzkur iðnverkamaður framleiðir meira en þrír Bretar. Á einum og hálf- um degi framleiðir Þjöðverjinn meira en Bretinn á heilli viku. Hver er skýringin á þessu? Hið brezka blað segir, að Þjóðverjinn búi yfir betri tækjakosti, hann sé oft betur menntaður og að sumu leyti megi rekja mismuninn til þessa. En blaðið segir líka, að Þjóðverjinn vinni betur, fari sjaldnar í verkföll og krefjist þess ekki, að tveir menn vinni eins manns verk. Nú er það alkunna, að á brezka vinnumarkaðinum hefur verið við gifurleg vandamál að etja. Sá vandi hefur fyrst og fremst verið fólginn i því, að brezku verkalýðsfélögin hafa gert kröfur um hærra kaupgjald en atvinnufyrirtækin í Bretlandi hafa getað staðið undir og fram- leiðniaukningin hefur leyft. 1 krafti valds síns hefur brezka verkalýðshreyfingin knúið fram þessar kauphækkanir og eru þær ein meginorsök þess, að verðbólg- an I Bretlandi er nú komin upp I 25% á ári og nálgast óðum 30%. Brezku verkalýðsfélögin hafa líka neitað að horfast I augu við fram- farir nútímans og nýja tækni. Hafi ný tækni gert kleift að fækka starfsmönnum í viðkom- andi iðngrein hafa þau beitt valdi sínu tii að koma í veg fyrir slika starfsmannafækkun. Þetta er eitt af þeim vándamálum sem hrjá t.d. brezk blöð um þessar mundir og raunar fjölmargar aðrar at- vinnugreinar. Loks hefur það hvað eftir annað gerzt í Bretlandi, að tiltölulega fámennir hópar starfsmanna I lykiliðngreinum hafa gert verkföll og þar með

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.