Morgunblaðið - 22.06.1975, Qupperneq 39
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 22. JÚNI 1975
39
Aldarminning:
PállH. Halldórs-
son bóndi á Höfða
Eg horfi vfir hafið
um haust af auðri slrönd,
í skuggaský jum grafið
það skilur mikil lönd.
Sú ströndin strjála og auða
er stari ég héðan af
er ströndin strfðs og nauða
er ströndin hafsins dauða.
og hafið dauðans haf.
VB.
Þann 4. júní 1975 voru hundrað
ár liðin frá fæðingu Páls Halldórs
Halldórssonar bónda á Höfða í
Grunfiavíkurhreppi N.Is. Hann
fæddist að Nautaeyri 4. 6. 1875.
foreldrar hans voru hjónin María
Rebekka Kristjánsdóttir og
Halldór Hermannsson frá Hattar-
dal. María var dóttir Kristjáns
Ebenezarsonar dbrn. I Reykjar-
firði, hann var hreppstjóri og
varaþingmaður, skutlari og stór-
bóndi. Var Reykjarfjarðarheimil-
ið eitt nafnfrægasta gestrisnis- og
rausnarheimili á Vestfjörðum um
hans daga. (Ur Arnardalsætt).
Páll var yngstur systkina sinna,
og ólst upp hjá foreldrum sínum
að Nauteyri. Arið 1890 lézt
Halldór faðir Páls. Eftir það flutt-
ist ekkjan með börn sín að
Bæjum, og bjó þar til dauðadags,
síðast með Páli syni sínum. Hann
kvæntist 18. júní 1898 Steinunni
Jóhannsdóttir, f. 16. 4. 1866, á
Svanshóli f Bjarnarfirði, Stranda-
sýslu. Þeim varð 9 barna aúðið og
komust 8 til fullorðinsára. Nú er
látnir elztu synirnir Guðmundur
og Halldór, en einn sonur er á lífi
og 5 dætur sem oft voru kallaðar
Höfðasystur.
Steinunn kona Páls fluttist um
fermingaraldur að Skjaldfönn í
ís.-djúpi, eftir að hafa misst föður
sinn, til nöfnu sinnar og föður-
systur, Steinunnar Jónsdóttur
Nielssonar Sveinssonar frá
Klefum í Gilsfirði. Jón Níelsson
(afi Steinunnar konu Páls) var
bróðir Sveins prófasts á Staðastað
(eða Stað á Ölduhrygg) og víðar,
sem var afi Sveins Björnssonar,
okkar fyrsta forseta, og einnig var
hann bróðir Daða fróða og tveggja
systra sem hétu Sigriður og
Karítas.
Steinunn kona Páls var mikil-
hæf kona bæði til munns og
handa, og nætti margt um hana
skrifa, og sannast það bezt af
dugnaði hennar þegar þau
fluttust frá Bæjum með 8 börn,
það elzta 14 ára og 2 misseris-
gömul (tvíburar). Það var í
fardögum 1910 að þau fluttust að
Höfða í Jökulfjörðum. Hér kemur
litil frásögn af þeim flutningi,
sem ekkert einsdæmi var i
sveitum iandsins á þessum tíma.
Veturinn 1910 var mikill snjóa-
vetur. Páll rak féð sem komið var
að burði norður Dalsheiði, þá sást
hvergi á dökkan dil nema hjalla-
randir sem hann reyndi að þræða.
Með honum í ferðinni voru elztu
synir hans, annar 14 ára og 11 ára,
og unglingsstúlka Ingibjörg
Kritjánsdóttir. Hann hafði með
sér reiðingshest með kláfum til að
láta Iömbin í, sem hann bjóst við
að fæddust á leiðinni, það bættust
nokkur lömb í hópinn. Ferðinn
gekk vel, logn og sólskin alla leið.
Komið var norður seint um
kvöldið féð var látið vera í
hjöllunum fyrir ofan Höfða. Gist
var á Dynjanda hjá Einari
Bæringssyni og konu hans Engil-
ráð Benediktsdóttur. Páll hélt
vestur í Bæi aftur um daginn eftir
og stúlkan, en bræðurnir urðu
eftir við fjárgæzlu.
Eftir viku kom Kristján
Jónsson á Nesi i Grunnvik á
mótorbát með sexæring aftan í til
að sækja fólkið og farangurinn í
Bæi, kýrnar voru fluttar
í sexæringnum. Með Kristjáni í
þessari ferð voru Pétur Maack og
Reinar Finnbogason. Lagt var af
stað frá klömpunum í Bæjum
seint um kvöld, og haldið norður
i Jökulfjörðu i logni og ládauðum
sjó, Við sólarupprás var lent á
Höfða. Það er fallget á Höfða ekki
sizt við sólarupprás og fólkinu
leizt vel á nýja staðinn. En kulda-
leg var aðjcoman þegar í bæinn
kom. Hross höfðu komist inn um
veturinn og varð að byrja á því að
moka og þvo og þrifa, engin eldstó
var í húsinu, snjó var mokað útúr
hlóðum i útieldhúsi spölkorn frá
bænum og hitað kaffi fyrir fólkið.
En svo var hafizt handa um vor-
verkin, og allir hjálpuðust að.
Lífsbaráttan var hörð á þessum
árum og furðulegt hvað fólk gat
afkastað miklu en þá var heldur
ekki alltaf spurt hvað tímanum
liði. Páll var að mörgu leyti á
undan samtíð sinni s.s. í ræktunar
málum o.fl., en efnin voru litil
lengi vel og þvi varð ekki öllu
komið í verk sem hann óskaði.
Túnið var lítið og að mestu karga-
þýfi. Hann sléttaði í túnið og
stækkaði, gróf skurði i tún og
engjar, og bætti húsakostinn.
Fyrstur manna fékk hann kerru
og beitti fyrir hana uxa og hest-
um.
Páll gegndi ýmsum trúnaðar-
störfum í báðum hreppunum sem
hann bjó I, t.d. i sóknarnefnd og
hreppsnefnd, og oddviti Grunna-
vikurhrepps var hann á erfiðum
tíma, þegar fyrri heimsstyrjöldin
stóð yfir. Svo var hann forða-
gæzlumaður I mörg ár, og vann
það starf af trúmennsku eins og
allt sem hann tók sér á hendur.
Hann fór sjálfur vel með skepnur,
og þær voru svo hændar að hon-
um, að hann þurfti ekki nema að
kalla á þær til að láta þær hópast
saman og hlýða kalli hans, enda
var hann sannur dýravinur.
Þegar fjárkláðinn mikli kom upp
i norður-sýslunni, varð hann eftir-
litsmaður með böðum i Grunna-
víkur-, Snæfjalla- og Sléttu-
hreppi. Svona mætti margt telja
upp, t.d. þegar Búnaðarfélagið
var stofnað i hreppnum, varð
hann einn af stofnendum þess og
notfærði sér allar þær nýjungar
sem þar voru í boði. Þá hafði
hann keypt jörðina Höfða (1930)
og eftir það verður hver byltingin
á fætur annarri í jarðabótum og
byggingum.
En þá verður það að hann fer að
kenna sér meins af sjúkdómi
þeim sem leiddi hann til dauða.
Þá fór að halla undan fæti, og
börnin gift og höfðu flutt að heim-
an, nema 3—4 sem eftir voru og
eitt af því var Halldór, næst elztur
barna hans, sem þá tók við af
honum. Páll var góður heimilis
faðir. Þó að strangur væri skipaði
hann aldrei börnum sínum eða
hjúum að gera þetta eða hitt,
heldur bað hann um að verkið
væri unnið. Hann var snyrti-
menni bæði utan húss og innan.
Páll var trúmaður mikill og hélt
þeim sið uppi nær því alla sina tið
að lesa húslestra á hverjum helgi-
degi ársins, og eftir að börnin
fóru að heiman og unga fólkið
hafði öðru að sinna, t.d. á sunnu-
dögum að sumri til, þá sagði
hann: Eg les þá fyrir heimilið og
þá sem vilja hlusta. Hann dásam-
aði söng, og sálmabókin hans var
alla tíð á borðinu hans, og þar átti
hann marga uppáhalds sálma og
einn af hans sálmum, sem hann
dáði, var sálmurinn „Ég horfi yfir
hafið“: Sá sálmur var sungin við
greftrun hans. Kirkjukór Staðar-
kirkju fylgdi honum syngjandi út
frá kirkjudyrum og að gröf og
söng á meðan moldum var kastað,
siðasta versið dó út um leið og
síðasta rekan féll, og langar mig
til að vers það fylgi þessum lin-
um. Hann las sína húslestra lengi
vel úr Jóns Vídalins postillu, en
eftir að prédikanir próf. Haralds
Níelssonar, „Arin og eilífðin",
komu út þá tileinkaði hann sér
þær alveg, og viðaði öllum ritum
og lesmáli að sér sem tilheyrði
spiritismanum eftir það. Páll og
Steinunn voru einlægir aðdáend-
ur próf. Haralds (enda voru þau
þremenningar að ætt, Steinunn
og próf. Haraldur). Páll lifði í
þeirri von og vissu að hann fengi
1 að dvelja með sinum nánustu hin-
um megin grafar, hann vonaði
einnig að hann fengi að sjá Brún,
reiðhestinn sinn, og fleiri skepn-
ur sem honum þótti vænt um.
Að lokum má segja að þeim hafi
búnast vel á Höfða og undu hag
sfnum vel, þótt bæði kæmi um
langan veg. Afkomendur þeirra
hjóna eru nú orðnir samtals 145.
Þau létust bæði á Höfða, Páll
20. júní 1937, og Steinunn 8. okt.
1942. Þau hvila bæði í Staðar-
kirkjugarði í Grunnavik.
Nú býr enginn lengur i þessari .
fögru sveit þar sem þau og svo
margir aðrir háðu sína lífs-
baráttu.
Blessuð sé minning þeirra.
M.R.S.
hljúður eflir hlusta
«K lipvri klukkna liljoni.
Ilve kuöIck Kuöþjónusla
er kuós í helKÍdóni.
ÉK heyri unaðsóma
«K engla ska*ra rausl
um drotlins dýróarljónia
um droltins verk þoir róma
um eilífó endalausl.
VB.
— Erfiðar
viðræður
Framhald af bls. 1
fljótt því annars geti þróunin
stefnt til nýrrar styrjaldar.
Ford og Kissinger vonast til að
geta lokið við endurskoðun sína á
stefnu Bandarikjanna í Miðaust-
urlöndum þegar Khaddam hefur
gefið sýrlenzku stjórninni skýrslu
um viðræðurnar i Washington.
Tilgangur endurskoðunarinnar er
að ákveða hvort Kissinger skuli á
ný reyna að tryggja takmarkað
samkomulag milli Egypta og Isra-
elsmanna og síðan vinna að þvi að
gert verði allsherjarsamkomulag
með þátttöku Sýrlendinga.
— Portúgal
Framhald af bls. 1
þessir hópar ekki vopnast nema
þvi aðeins að neyðarástand skap-
aðist.
Ráðið sagði að vegna ríkjandi
stjórnmálaástands yrði að auka
völd hreyfingar hersins. Vegna
slæms ástands í efnahagsmálum
yrði að koma á kaupbindingu og
innflutningseftirliti og auka
sparnað. Sagt var að stjórnlaga-
þingið ætti að semja nýja stjórn-
arskrá en það mætti engin opin-
ber afskipti hafa af stjórnmálum
eða stjórn landsins.
Ráðið hótaði róttækum lögum
til að auka eftirlit með skrifum
dagblaða þar sem innlendir og
erlendir blaðamenn hefðu birt
rangar oe niðrandi fréttir og
binda yrði endi á æsiskrif. Sagt
var að einu dagblaði eða tveimur
yrði breytt i hálfopinber málgögn
sem mundu endurspegla skoðanir
hreyfingar hersins.
— Afmæli Péturs
Framhald af bls. 23
rennusteinana. Með því móti los-
aði hann okkur við sjóinn, sem
kom niður kappann að framan.
Voru nú góð ráð dýr, þvi neðri
kojurnar fóru á kaf í sjó. Var því
kvenfólkinu komið fyrir I efri
kojunum á meðan verið var að
þurrka sængurfötin og fleira
niðri á vélarrist. Fór nú Pétur
niður í geymslurúm skipsins
(cabalroom), náði þar i dýnu og
setti hana í koju sína, sagði að við
yrðum að skipta þessu á milli okk-
ar eins og hægt væri með góðu
móti, þangað til við kæmum til
Isafjarðar. Var nú Pétur á ferð og
flugi alla nóttina að hjálpa fólk-
inu, einkum þó þvi, er var- í lest-
um skipsins. Var þar eins og í
stórri fjárrétt, allir æpandi og
skrækjandi um allt. Á Pétur mik-
ið þakklæti skilið fyrir góðvild
sina, hjálpsemi og drengskap. Og
ég efast um að nokkur maður hafi
klárað það betur en sá stutti, sem
er jafn hár og hann er breiður.
Pétur hefur siglt um heim allan
og hefur verið stýrimaður á mörg-
um skipum í áraraðir bæði hér-
lendis og erlendis. Öska ég Pétri
til hamingju með hinn mikla dag.
Stefán Jónsson
Ath:
Þess skal að lokum getið — og
rétt að komi fram á þessu merkis-
afmæli Péturs, — að sæmdarheit-
ið sömand hlaut hann er hann var
á Goðafossi, viðvaningur árið
1926. Skipið var þá á leið frá
Borgarfirði eystra með saltkjöts-
og gærufarm til Noregs. Skammt
undan landi hreppti skipið hið
versta veður og komust skips-
menn í hann krappan. Þá var ann-
ar stýrimaður á Goðafossi Lárus
heitinn Blöndal, sfðast skipstjóri
á olíuskipinu Þyrli. Það var hann
sem sagði við Pétur eftir að hann
kom úr þessari eldraun: „Nú ertu
orðin sömand, Pétur!“ Síðan og
þá festist nafnið við Pétur. Hann
hefur nú verið vistmaður á Hrafn-
istu I hartnær 10 ár — á herbergi
númer 10, og verður Pétur heima
á afmælisdaginn.
STJÓRN UNARFÉLAG ÍSLANDS
Hafið þér við rekstrarvandamál
að stríða?
Stjórnunarfélag íslands er að undirbúa nám-
skeiðsáætlun vetrarins 1 975 — 76.
Stjórnendur, sem vilja hafa áhrif á námskeiða-
val félagsins, geta snúið sér til fræðslustjóra
félagsins, Brynjólfs Sigurðssonar lektors, í síma
82930 kl. 16.00 — 18.00 mánudaga og
fimmtudaga.
Stjórnunarfélag íslands.
Þökkum öllum þeim, sem sendu okkur hlýjar
óskir og sýndu okkur vinarhug á 70 ára brúð-
kaupsdegi okkar 16. júní sl.
Sigríður Ólafsdóttir,
Sigurður Guðmundsson,
Grænuvöllum 6, Selfossi.
Skaftfellingar
Minnum á Þórsmerkurferðina föstudagskvöldið
27. júní. Farið frá Umferðamiðstöðinni kl. 20.
Þátttaka tilkynnist í síma 37291 og 13180,
fyrir miðvikudagskvöld.
Stjórnin.
Nýkomið frá Pakistan
AUSTURLENZK
TEPPI
í mörgum gerðum.
Lovísa Afzal
Norðurbraut 15, Hafnarfirði
sími 50155.
KVENBUXUR í SUMARLITUM,
MUSSUR, LJÓSIR LITIR,
RÚLLUKRAGAPEYSUR,
KVENBLÚSSUR,
STAKIR JAKKAR.
Allt á hagstæðu verði.
Elízubúðin,
Skipholti 5.
A uglýsing frá
MELKORKU
Hinar vinsælu
Wolsey
peysur komnar
í ýmsum Htum.
Stærðir 38—48.
Melkorka,
Bergstaðastræti 3,
sími: 14160.