Morgunblaðið - 14.09.1975, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 14.09.1975, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 14. SEPTEMBER 1975 Norrænar hjúkrunar- konur þinga í Reykjavík S.L. FÖSTUDAG lauk I Reykja- vík fjögurra daga ráðstefnu Sam- vinnu hjúkrunarkvenna á Norðurlöndum (SSN), sem er bandalag hjúkrunarfélaga á öll- um Norðurlöndum. Markmið bandalagsins er að fylgjast með þróun hjúkrunarmála og efla heilsu- og sjúkragæzlu og félags- lega aðstoð. Sambandið var stofn- að árið 1920, en Hjúkrunarfélag Islands gekk f sambandið árið 1923. Fastur liður 1 starfsemi sam- bandsins er árlegur fundur fulltrúaráðs sambandsins, en þar eiga m.a. sæti formenn aðildar- félaganna. Á fundinum hér í Reykjavik voru um 80 fulltrúar. Fundurinn ályktaði m.a., að hjúkrunarfélög skyldu eiga sæti í öllum nefndum og ráðum, sem starfa að áætlanagerð og skipu- lagningu heilbrigðis- og hjúkrunarþjónustu á Norður- löndunum. Þá var lögð áherzla á að bætt yrði aðstaða til framhalds- og endurmenntunar hjúkrunar- fólks, þannig að slíkt nám yrði hjúkrunarfólki að kostnaðarlausu og að sllk menntun færi fram sem tilsögn og þjálfun, en ekki þannig að hjúkrunarfólk yrði notað sem ódýr starfskraftur meðan á þess- ari menntun stæði. Þá var lögð áherzla á það, að hjúkrunarfólk sæti við sama borð og stjórnir sjúkrahúsa þegar um það væri að ræða að hafa áhrif á stjórnmálalegar ákvarðanir I heil- brigðismálum. Ársfundurinn lagði jafnframt á það áherzlu, að kannað yrði nákvæmlega hver hin raunverulega þörf samfélags- ins fyrir heilbrigðisþjönustu væri, þannig að skipulag og þjálfun starfsfólks yrði raunhæf og kæmi að sem beztum notum. Þá segir svo I lokaályktun fundarins: „SSN álítur, að rannsóknir séu ein mikilvægasta forsenda þess að sjúklingum sé tryggð einstaklingsbundin og full- nægjandi heilbrigðis- og hjúkrunarþjónusta. Þess vegna er mjög aðkallandi, að náegilegt fjár- magn sé veitt til rannsókna á þessu sviði, bæði I einstökum löndum og á Norðurlöndunum f heild." Frá ársfundi SSN á Hótel Loftleiðum. Nauðgun Framhald af bls. 48 urinn hafi neytt sig til samfara. Hins vegar hafi slmi hringt nokkru eftir að þeim lauk og hafi hún þá getað flúið yfir I næsta hús á meðan maðurinn var I slm- anum. Kveðst hún hafa verið kviknakin er hún flúði og hafi Jafntefli hjá Friðrik í 10. UMFERÐ alþjóðlega skák- mótsins I Middlesbrough sem tefld var á föstudagskvöld gerði Friðrik Ólafsson jafntefli við vestur-þýzka stórmeistarann Hiibner. Er þetta fimmta jafntefli Friðriks I röð. Hann er nú I 9—12. sæti með 4 vinninga, en Sovét- maðurinn Geller er efstur I mót- inu með 6'A vinning. Þangtaka Ljósm. Mbl.: Þórleifur 01. Þangöflun er nú f fullum gangi á Breiðafirði og um þessar mundir eru 5 prammar frá Þörungaverksmiðj- unni á Reykhðlum við þangtöku. Öflunarprammarnir, sem fengnir eru frá Bandarfkjunum, eru sérstaklega smfðaðir til að skera bang og hér sjást tveir þeirra, við þangtöku f fyrradag, en þeir eru ekki ósvipaðir hjðla skipum frá Missisippi. Tilboðið var 20% undir vísitöluverðinu hún fengið lánuð föt I húsinu sem hún flúði til og síðan hafi hún strax haft samband við lögregl- una. Þegar konan hringdi var lög- reglunni ekki alveg ókunnugt um málið, þvl maðurinn hafði hringt til lögreglunnar skömmu áður og tilkynnt henni að nakin kona hefði flúið úr Ibúð sinni og óttað- ist að henni væri orðið kalt. Mað- urinn var sóttur heim til sín og settur I fangageymslu og tekinn tilyfirheyrslul gærmorgun. Hafði hann allt aðra sögu að segja af atburðum næturinnar en konan og kvað hana hafa verið mjög fúsa til ástarleikja. Gat hann rennt mörgum stoðum undir frásögn slna. Rannsókn málsin var haldið áfram síðdegis I gær og átti konan þá að koma til yfirheyrslu á nýjan leik. I SlÐUSTU viku voru opnuð tilboð í byggingu 29 fbúða f jölbýl- ishúss sem reist verður á vegum Byggung við Hagamel 51—53. Miðað er við að verktakinn skili húsinu tilbúnu undir tréverk, en 4 spírategundir rannsakaðar Engin með hættulega mikið af metanoli LOKIÐ er fyrsta hluta rann- sóknar á rakspíranum sem talið er að hafi valdið stórlega skertri sjón þriggja Vestmanneyinga og eins Reykvíkings. Var rannsóknin I þvl fólgin að finna út hvort trésplri væri I rakspfranum, en tréspíri, eða metanol, getur valdið blindu. Rannsakaðar voru 4 tegundir af raksplra sem þóttu koma til greina, en engin þeirra reyndist hafa hættulega mikið af tréspíra. Mun rannsóknin nú væntanlega beinast að því hvort einhver önnur efni I spfranum geti hafa valdið sjónskemmdinni. Nokkrar leiðréttingar Föstudaginn 12. september 1975 birtist I Þjóðviljanum nafn- laus grein eftir mann, sem gefur I skyn, að hann sé starfsmaður Al- mennu verkfræðistofunnar. I þessari grein er ráðist á mig per- sónulega, Islenska járnblendi- félagið hf., og vinnuveitendur þessa manns. Þessi grein er svo morandi af vitleysum og rætnum getsökum, að það fyrsta, sem mér kom I hug eftir lestur hennar, var, að ógerningur væri að eyða tíma I að svara þessu. Engu að siður ætla ég að leiðrétta hér nokkrar af þeim vitleysum, sem þarna eru settar fram: 1. Islenzka járnblendifélagið hf., er ekki til húsa hjá verkfræði- þjónustu minni. Félagið leigir húsnæði hjá Hjartavernd. Félagið hafði hins vegar hvorki skrifstofu né starfsfólk fyrst eftir stofnun þess, þannig að öll afgreiðsla fyrir þess hönd lenti á mlnum herðum. 2. Verkfræðiþjónusta mín hef- ur ekki unnið nein verkfræðistörf fyrir Islenska járnblendifélagið hf. 3. Almenna verkfræðistofan hefur ekki verið ráðin til að „annast flest verkfræðistörf fyrir Járnblendifélagið.“ 4. Fyrirtækið Ralph M. Parsons er ekki „aðalverktaki fyrir öllum verklegum framkvæmdum Járn- blendifélagsins“. Hið rétta I þessu máli er að fyrirtækið Ralph M. Parsons Ltd. hefur verið ráðið ásamt íslensku fyrirtækjunum Al- mennu verkfræðistofunni hf., Fjarhitun hf., Hnit hf., Rafteikn- ingu sf., og Teiknistofunni Ár- múla 6 sf., til að annast verkfræði- og arkitektavinnu fyrir verk- smiðjuna. Ralph M. Parsons Ltd. á að hafa yfirumsjón með þessari vinnu. 5. „Islensku stjórnarmennirn- ir, aðalforstjóri Járnblendifélags- ins og hinn norski Cato Eide“, hafa aldrei borið samþykktir slnar undir samþykki Parsons. Hins vegar ber Almennu verk- fræðistofunni og hinum íslensku verkfræðistofum að vinna undir yfirstjórn Parsons. 6. Hinar Islensku verkfræði- stofur, sem vinna að þessu verki, fá greitt samkvæmt gildandi töxt- um. Það er þvl með eindæmum rætið að maður, sem gefur í skyn að hann sé starfsmaður þessara aðila, skuli láta fara frá sér grein þar sem látið er að því liggja að vinnuveitandi hans fái óeðlilega mikið fyrir slna vinnu. Ég hef gert það sem I mínu valdi hefur staðió til að hlutur íslenzkra verk- fræðinga og arkitekta sé sem stærstur I þessari vinnu og ég mun halda því áfram þrátt fyrir svona dylgjur, enda vlsa ég þeim á bug sem algerri fjarstæðu. 7. Það hefur aldrei staðið á þvl að ég hafi getað sinnt málefnum Járnblendifélagsins eða staðið hafi á afgreiðslu nokkurs máls frá minni hálfu frá þvi að ég tók við störfum sem stjórnarformaður þess félags. Það er hægt að halda lengi áfram með leiðréttingar á öllum þeim vitleysum sem koma þarna fram, en hér skal staðar numið. Því, að Islenska járnblendifélag- inu sé fjarstýrt frá London, eins og fram kemur I fyrirsögn greinarinnar, vísa ég algjörlega á bug sem jafnmikilli fjarstæðu og flestum öðrum fullyrðingum I greininni. Reykjavík, 12. september 1975 Gunnar Sigurðsson. sameign frágenginni og hljóðaði lægsta tilboð upp á 65,5 milljónir króna. Kostnaður við grunn og hönnunarvinna er um 9 milljónir þannig að húsið mun kosta 1 framangreindu ástandi um 74 milljónir króna. Hins vegar ætti húsið samkvæmt byggingarvísi- tölu að kosta um 94 milljónir króna. Er verðið þvf rúmlega 20% undir vfsitöluverði. Þorvaldur Mawby formaður Byggung sagði I samtali við Mbl. að aðeins 3 tilboð hefðu komið I byggingu hússins, og kvaðst hann undrandi á þessari dræmu þátt- töku, þar sem að undanförnu hefðu verið miklar umræður um verkefnaskort byggingarfélága. Lægsta tilboð var eins og fyrr segir upp á 65,5 milljónir króna, og var það frá Gunnari M. Sigurðssyni byggingarmeistara. — Oþolandi Framhald af bls. 48 væri fyrir hvert kg, þegar búið er að greiða stofnfjársjóðsgjaldið, útflutningsgjöldin og olíusjóðs- gjald og fékk þær upplýsingar, að ekki væri hægt að birta um það nákvæmar tölur fyrr en gengið hefði verið frá sölusamningum en nefndin hefur sem kunnugt er neitað að semja um það verð, sem kaupendur I ýmsum löndum hafa til þessa viljað fallast á að greiða. Miðað við það söluverð, sem hugsanlegt er að fáist nú , verður raunverulegt fersksíldarverð, sem söltunarstöðvarnar þurfa að greiða ca,65 kr. fyrir 1. flokk, ca. 50 krónur fyrir 2. flokk og ca. 27 krónur fyrir 3. flokk. Skiptaverðið fyrir fersksíld til beitu er nú kr. 31 pr. kg. og við það bætast kr. 4,65 I stofnfjár- sjóðsgjald fiskiskipa, en engin út- flutningsgjöld. Fær því útgerðin fyrir hvert kg, sem fer til veitu samtals kr. 35,65. Talsmaður Síldarútvegsnefnd- ar sagði, að útflutningsgjalda- kerfið og feluleikurinn með hið raunverulega fersksíldarverð væri orðinn óþolandi og ekki nema von að þetta fáránlega kerfi veki tortryggni sjómanna. Hin tilboðin tvö hljóðuðu upp á 73,5 og 76,8 milljónir króna. Byggingarframkvæmdir við Hagamel eru hafnar af fullum krafti og búið að steypa plötuna. — Dilkakjöt Framhald af bls. 48 söluálagning á kindakjöti tók slðast breytingum 1. marz sl. 4. Niðurgreiðslur á verði kinda- kjöts eru óbreyttar að krónutölu. Verð á kartöflum er óniðurgreitt svo sem verið hefur um verð á innfluttum kartöflum." Hækkun á kindakjöti, 1. verðflokki, verður sem hér segir. Heildsöluverð hvers kg. hækkar úr 226 krónum I 302 krónur eða um 33,6%. Hið sama er að segja um prósentutölu smásöluverðs I heilum og hálfum skrokkum, en þar kostaði hvert kg. 292 krónur, en kostar nú 390 krónur. Súpu- kjöt, frampartar og slður kostuðu 322 krónur hvert kg. en kosta nú eftir 15. september 424 krónur. Læri kostuðu 363 krónur, en koma til með að kosta 475 krónur, kótilettur kostuðu 411 krónur hvert kg. en kosta nú 533 krónur, lifur kostaði 543 krónur hvert kg., en hækka I 616 krónur, hjörtu og nýru kostuðu 359 krónur, en kosta nú 408 krónur. Slátur með sviðnum haus kostuðu 572 krón- ur, en kosta nú 647 krónur. Eins og áður hefur verið sagt I þessari frétt hækkar verð á súpu- kjöti um tæp 32% og skiptist hækkunin þannig að 13 til 14% eru vegna hækkunar á verði til bænda, en 19 til 20% vegna hækkunar á slátrunar- og dreif- ingarkostnaði og söluskatti. Kartöflur af 1. vfl. verða seldar, pakkaðar I 2'A og 5 kg poka, á kr. 75,20 I smásöiu pr. kg., kartöflur af 2. vfl. verða seldar pakkaðar I 2'A kg og 5 kg. poka á kr. 64,00 pr. kg- Innfluttar kartöflur sem verið hafa á markaði hér undanfarið kosta 63,00 kr. pr. kg. I flokkun samsvara þær öðrum flokki af innlendum kartöflum. Eigandinn ók ekki VEGNA myndar af árekstri á miðsíðu blaðsins I gær skal tekið fram, að eigandi Landrover- jeppans ók ekki bílnum, þegar slysið varð. — Tímor Framhald af bls. 1 undir gagnárás gegn Fretilin. Sagði hann einnig að UDT réði yfir þriðjungi nýlendunnar og þvl væri ranghermi að Fretilin réði þar öllu. Haft hefur verið eftir Cruz að Fretilin njóti aðstoðar tæknimanna frá Vietcong- hreyfingunni I Viet-Nam.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.