Morgunblaðið - 14.09.1975, Blaðsíða 10
ÍO
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 14. SEPTEMBER 1975
STÉTTARSAMBAND bænda var stofnað á Laugar-
vatni 9. september 1945 og eru því á þessu hausti liðin
30 ár frá stofnun þess. Starf Stéttarsambandsins
beindist fyrstu árin einkum að verðlagsmálum land-
búnaðarins en á seinni árum hafa verkefni þess aukizt
og starf Stéttarsambandsins tekið til fleiri þátta í
kjarabaráttu íslenzkra bænda. Dagana 29. til 31. ágúst
s.l. var haldinn á Laugarvatni 30. aðalfundur Stéttar-
sambandsins og mættu til hans auk kjörinna fulltrúa
ýmsir gestir, sem boðið var til fundarins.
Stjórn Stéttarsambandsins bauð m.a. til þessa
fundar fulltrúum, sem sæti áttu á stofnfundinum og
enn eru á lífi.
Ekki stórir byggðakjarnar
— heldur smákjarnar dreift um landið
ANNAR fulltrúi Vestur-
Ilúnvetninga á aðalfundinum
var Þúrarinn Þorvaldsson,
bóndi á Þóroddsstöðum. Áður
en Þórarinn hóf búskap á Þór-
oddsstöðum hafði faðir hans
búið þar 1 um 50 ár. Jafnframt
þvf að sinna búskapnum vinnur
Þórarinn yfir sumarið við
akstur vörubíls, þannig að þá
vinna kona hans og eldri börn
hans að búskapnum. Fyrsta
spurningin, sem við báðum
hann að svara, var, hvernig
afkoma bænda hefði verið á
síðasta ári?
„Síðasta ár var hagstætt hvað
snertir heyfeng og afkoma
bænda hefur sjaldan verið eins
góð en hvað snertir árið í ár er
útlitið ekki eins gott. Miklar
hækkanir á rekstrarvörum eru
bændum erfiðar og binda þar
af Ieiðandi mun meira fjár-
magn í búunum en áður hefur
verið. Einkanlega á þetta við
hjá þeim, sem stunda sauðfjár-
búskap og aðra kjötframleiðslu
en þar er fjármagnið til muna
lengur að skila sér en hjá þeim,
sem stunda mjólkurfram-
leiðslu. Mér sýnist að úrbætur
í fjárhagsmál-um landbúnaðar-
ins sé brýnasta hagsmunamál
okkar, þvi þó bændur geti verið
allvel stæðir koma erfiðleikar
þeirra fram í þvi að þeir hlífast
við að veita sér það, sem eðli-
legt væri miðað við þeirra
afkomu. Einnig bitnar þetta
mjög hart á þeim verzlunar-
fyrirtækjum, sem annast fyrir-
Texti og
myndir:
Tryggvi
Gunnarsson.
Þeir voru að rabba saman um
þá breytingu, sem orðið hefur á
búskaparháttum á sfðustu
árum, þegar við tókum tali þá
Steinþór Þórðarson á Hala og
Júlíus Björnsson f Garpsdal.
Já, þeir gátu ekki neitað þvf að
breytingin væri æði mikil.
Steinþór á Hala er bróðir Þór-
bergs heitins Þórðarsonar rit-
höfundar og er nú 83 ára. Hann
sat á aðalfundum Stéttarsam-
bandsins samfellt f 26 ár sem
annar fulltrúi Skaftfellinga.
Júlfus er frá Garpsdal f Geira-
dalshreppi f A-Barða-
strandarsýslu og sat á aðal-
fundum Stéttarsambands-
ins fyrstu árin. Þessir tveir
öldnu bændahöfðingjar voru f
hópi fulltrúa á stofnfundi
Stéttarsambandsins fyrir 30
árum en stjórn Stéttarsam-
bandsins bauð öllum þeim, sem
þar áttu sæti og enn eru á Iffi
að koma til afmælisfundarins á
Laugarvatni.
Við spurðum fyrst um til-
drögin að stofnun Stéttarsam-
bandsins og hver hefðu verið
aðalbaráttumál sambandsins í
fyrstu.
Steinþór: „Menn fundu til
þess að hafa engin hagsmuna-
samtök en fyrst var nokkuð
deilt um hvort Stéttarsamband-
ið ætti að starfa sjálfstætt eða
að vera innan Búnaðarfélags-
ins. í fyrstu var mest fengizt
Þórarinn Þorvaldsson
á Þóroddsstöðum.
greiðslu fyrir okkur því þar
verður lausfjárstaða mjög
slæm.“
Er ekki erfitt fyrir bændur
fjárhagslega að festa kaup á
öllum þeim vélakosti, sem fylg-
ir nútíma búskap?
„Búskapur okkar færist stöð-
ugt í það horf að vera meira
vélvæddur og það kallar vitan-
lega á meira fjármagn. Stofn-
lánadeildin hefur ekki séð sér
fært að lána út á nema tak-
markaðan hluta tækja meðal-
bús. Hún lánar aðeins út á
dráttarvélakaup en ekki til
kaupa á nauðsynlegum tækjum
við þessar dráttarvélar s.s. hey-
hleðsluvagna og fleiri tæki,
við verðlagsmálin en eftir að
Stéttarsambandið fór að starfa
hefur það látið til sín taka á
mun fleiri sviðum og þó menn
hafi I upphafi deilt um sam-
band Stéttarsambandsins og
Búnaðarfélagsins þá hefur
alltaf verið ágætt samstarf milli
þessara tveggja aðila.“
Hefur árangur starfs Stéttar-
sambandsins verið í samræmi
við þær hugmyndir, sem þið
höfðuð um starf þess á stofn-
fundinum?
Júlíus: „Ég álít að Stéttar-
sambandið hafi unnið gott starf
fyrir bændur og hefur það bæði
verið á sviði verðlagsmála og á
sviði ýmissa framfaramála.
Stéttarsambandið hefur verið
stefnumarkandi fyrir hags-
munabaráttu bænda.“
Nú heyrast stundum raddir
meðal bænda um að það gjald,
sem lagt er á framleiðslu þeirra
og rennur til starfsemi Stéttar-
sambandsins, komi bændum I
landinu að litlu gagni. Er þetta
réttlát gagnrýni að ykkar dómi?
Steinþór: „Það er alltaf
þannig að þeir, sem standa 1
eldlínunni gera sér betur grein
fyrir mikilvægi starfs Stéttar-
sambandsins en þeir sem
standa fjær. En yfirleitt held ég
að bændur líti upp til Stéttar-
sambandsins. Ég get ekki gert
mér grein fyrir hvar við bænd-
ur stæðum, ef við hefðum ekki
sem eru nauðsynleg við hey-
skap. Afleiðing þessa getur
ekki verið önnur en að þetta
bindur mikið fjármagn."
1 sumar hefur verið mjög
áberandi hversu mönnum
hefur gengið misvel að fást við
heyskap í þeirri veðráttu, sem
verið hefur I sumar. Gæti
ástæðan fyrir þessu verið að
bændur hefðu ekki enn til-
einkað sér rétta notkun þessara
tækja?
„Á síðustu árum hafa orðið
stórstígar breytingar á þeim
tækjum, sem notuð eru við hey-
skap, og má þar nefna hinar
nýju slátturþyrlur. Og ég er
ekki viss um við séum búnir að
tileinka okkur rétt vinnubrögð
við jafn erfiðar aðstæður og
verið hafa í sumar og það
hlýtur að vera verðugt verkefni
fyrir Rannsóknastofnun land-
búnaðarins að kanna þetta.
Þegar tíðarfar er eins og það
var í sumar hafa menn freistast
til að nota þær fáu þurrkstund-
ir, sem gáfust, til að ná heyi
saman og stundum án þess að
það væri fyllilega þurrt.“
Þú ert einn þeirra, sem
eingöngu leggur stund á sauð-
fjárbúskap. Eiga sauðfjárbænd-
ur við einhver sérstök vanda-
mál að stríða um þessar
mundir?
„Ég vék áður að fjárhags-
vanda okkar, sem stundum
sauðfjárbúskap. 1 miðjum síð-
asta vetri kom upp garnaveiki í
Miðfjarðarhólfi og eru bændur
þar uggandi um tjón af þessum
sökum því allt fé í hólfinu er
óbólusett og liggur fyrir að
bólusetja verður allt ásetnings-
fé í haust og fylgir þvi veruleg-
ur kostnaður. Eins og sést á
Stéttarsambandið til að berjast
fyrir rétti okkar.“
Július: „Þvi verður ekki
leynt að einstaka rödd heyrist
halda þessu fram en það var þó
mest í fyrstu. Það hafa orðið
ótvfræðar breytingar á högum
bænda og ekki er hægt að horfa
fram hjá þætti Stéttarsam-
bandsins f þeim."
Hvernig var andrúmsloftið á
stofnfundinum? Deildu menn
hart um starfsvettvang Stéttar-
sambandsins?
Steinþór: „Menn voru fúlir
og á köflum var deilt æði harka-
lega og það var langt frá því að
menn væru sammála á þessum
fyrsta fundi en þetta breyttist á
pæsta aðalfundi og á þeim
þessu eru vandamálin misjöfn
eftir landshlutum."
Nú var hér á aðalfundinum
samþykkt að færa Búnaðar-
sambandi Suðurlands 1 millj.
króna að gjöf til byggingar
rannsóknastofu. Hvernig eru
Norðlendingar settir með rann-
sóknastarfsemi f þágu land-
búnaðarins?
„Á Akureyri er búið að koma
upp rannsóknastofu fyrir
Norðurland og annast hún
rannsóknir á hey- og jarðvegs-
sýnum. Starf þessarar
rannsóknastofu hefur komið
bændum á þessu svæði veru-
lega til góða og sem dæmi má
nefna að hún rannsakar efna-
innihald heyja og gefur mönn-
um ráðleggingar um gjöf í sam-
ræmi við efnainnihald heysins.
Einnig hefur hún rannsakað
jarðvegssýni og gefið ráðlegg-
ingar um áburðarnotkun og er
það enn mikilvægara eftir að
áburður hækkaði jafn gifurlega
f verði og á sfðast liðnu vori.“
Oft er rætt um að erfitt sé að
fá ungt fólk til að setjast að í
sveitunum og á þetta ef til vill
sérstaklega við um fólk, sem
elst upp f sveit en leitar síðan
til fjarlægra byggðarlaga vegna
náms síns en þegar það hefur
lokið námi fær það ekki störf
við sitt hæfi í sinni heima-
byggð. Er hægt með einhverju
móti að skapa þessu fólki
aðstöðu til að starfa úti um
landið, sem næst sinni heima-
byggð?
„Það er mín skoðun að I sem
flestum sveitarfélögum eigi að
vera búsett fólk, sem vinnur að
öðrum störfum en landbúnaði,
t.d. þjónustu og smáiðnaði, en
með þessu aukum við fjöl-
Framhald á bls. 11
þriðja má segja að fullar sættir
hafi verið komnar á milli
manna."
Júlíus: „Deilurnar á fyrsta
fundinum byrjuðu með því að
tilnefndur var fundarstjóri en
ekki voru allir sáttir við þá til-
lögu og fram fór kosning fund-
arstjóra. Það var því heitt f
kolunum allt frá byrjun. En til
allrar hamingju náðist fljótlega
samstaða á næstu fundum og
menn fóru að einbeita sér að
verðlagsmálum en fljótlega
komu svo einnig skipulagsmál
og framleiðslumál landbúnað-
arins og á síðustu árum hefur
Stéttarsambandið haft afskipti
af fjölda málaflokka, sem til
framfara hafa horft fyrir fs-
lenzkan landbúnað."
Þeir voru fulltrúar á stofnfundinum á Laugarvatni fyrir 30 árum og
hittust á ný á aðalfundi Stéttarsambandsins á Laugarvatni en nú
sem gestir. Júlfus Björnsson (t.v.) og Steinþór Þórðarson.
„Menn voru fúlir
á stofnfundinum ”
Sigmundur Sigmundsson
á Látrum.
„Byggðin
var nánast
á heljar-
Þ.. •
rommni
Á LÁTRUM f Reykjafjarðar-
hreppi við Isafjarðardjúp býr
Sigmundur Sigmundsson. Sig-
mundur var f hópi fulltrúa á
aðalfundi Stéttarsambands
bænda, sem haldinn var á
Laugarvatni fyrir skömmu.
Eins og kunnugt er horfði mjög
illa með byggð við innanvert
Djúpið fyrir nokkrum árum,
þvf bændum þar fækkaði óðum,
auk þess, sem húsakostur var
orðinn lélegur. Ákveðið var þvf
að láta vinna sérstaka áætlun
um uppbyggingu Inn-Djúpsins
og var f fyrra hafizt handa við
að vinna eftir þessari áætlun.
Okkur lék þvf forvitni á að
fræðast um framkvæmdir fyrir
vestan á þessu sumri og spurð-
um Sigmund að hverju væri
unnið um þessar mundir?
„Nú er unnið af fullum krafti
að framkvæmdum en það tafði
fyrir okkur að við fengum ekki
lánsloforð fyrr en of seint.
Aðallega hafa verið byggðar
hlöður við þau fjárhús, sem
byggð voru í fyrra. Þá er einnig
verið að byggja tvö fjós, annað
er 10 kúa, og hjá mér er verið
að byggja 30 kúa fjós. Þessar
framkvæmdir breyta gffurlega
miklu um afkomumöguleika
okkar, sem búum á þessu svæði
en byggðin var nánast á
heljarþröminni.“
En hefur ekkert verið unnið
að byggingu fbúðarhúsa?
„Við erum nokkuð vel settir
hvað snertir íbúðarhúsnæði en
unnið hefur verið að lagfær-
ingum á einstaka húsum.“
Hvernig hefur afkoma bænda
við Djúpið verið siðustu ár og
hvaða búskap stunda menn
aðallega?
„Afkoma bænda á þessu
svæði hefur verið all sæmileg
og þessir hreppar eru ekki
langt fyrir neðan meðaltal hvað
snertir tekjur og sumir eru
fyrir ofan meðaltalið. Bústofn-
inn hjá okkur er aðallega sauð-
fé, auk þess, sem mjólkurfram-
leiðsla er nokkur en þar eru
samgöngurnar hindrun.“
Kemur Djúpvegurinn ekki til
með að breyta samgöngumálum
við Djúpið verulega?
„Djúpvegurinn breytir miklu
en samt er ljóst að Djúpbátur-
inn verður að ganga áfram þvf
auk byggðar á landi þjónar
hann einnig tveimur eyjum,
sem eru í byggð í Djúpinu. Af
öðrum framkvæmdum f Djúp-
inu má nefna lagningu rafveitu
og virkjun í þvf sambandi. Raf-
magnsmál hafa verið mikið
vandamál fyrir okkur við
Framhald á bls. 11