Morgunblaðið - 14.09.1975, Blaðsíða 24
24
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 14. SEPTEMBER 1975
Útgefandi
Framkvæmdastjóri
Ritstjórar
Ritstjórnarfulltrúi
Fréttastjóri
Auglýsingastjóri
Ritstjórn og afgreiðsla
Auglýsingar
hf. Árvakur, Reykjavík.
Haraldur Sveinsson.
Matthlas Johannessen,
Styrmir Gunnarsson.
Þorbjörn Guðmundsson.
Björn Jóhannsson.
Árni Garðar Kristinsson.
Aðalstræti 6, simi 10 100.
Aðalstræti 6, sími 22 4 80.
Áskriftargjald 700,00 kr. á mánuði innanlands.
f lausasölu 40,00 kr. eintakið
Viðræðum við Breta
um landhelgismál er
lokið að sinni en ákveðið
hefur verið, að fulltrúar
ríkjanna komi saman til
nýs fundar að mánuði
liðnum. í raun og veru
gerðist ekkert á fundinum
hér í Reykjavík. Sú krafa
Breta, að samkomulagið
frá 1973, sem rennur út í
nóvembermánuði n.k.,
verði lagt til grundvallar
sem vinnuplagg, er
auðvitað alveg fráleit.
Haldi þeir fast við þá kröfu
getur enginn viðræðu-
grundvöllur skapazt. Við
færðum út í 50 mílur á
árinu 1972 og í haust hafa
Bretar veitt innan 50 mílna
markanna um þriggja ára
skeið. Það er jafnlangur
umþóttunartími og þeir
fengu er samningurinn um
veiðar þeirra innan 12
mílna var gerður á sínum
tíma.
Þær viðræður, sem hóf-
ust sl. fimmtudag eiga að
sjálfsögðu fyrst og fremst
að taka mið af útfærslu
okkar í 200 sjómílur hinn
15. október n.k. Viðræð-
urnar snúast því aðallega
um veiðiheimildir milli 50
og 200 mílna. Á þeim
grundvelli hljóta viðræður
okkar við Breta fyrst og
fremst að byggja. Þess
vegna þarf veruleg hug-
arfarsbreyting að verða
hjá Bretum fyrir næsta
fund, ef einhver von á að
verða um samkomulag.
Stundum heyrast þær
raddir, að alls ekki eigi að
semja um neinn umþótt-
unartíma fyrir Breta eða
aðrar þjóðir innan hinna
nýju fiskveiðimarka.
Slíkar raddir hafa jafnan
heyrzt, þegar landhelgisút-
færsla hefur verið á döf-
inni. En viðbrögð almenn-
ings við samkomulaginu
1961 og 1973 sýndu, að yfir-
gnæfandi meirihluti
þjóðarinnar er fylgjandi
því að þeim þjóðum, sem
veitt hafa við ísland gefist
eitthvert tóm til þess að
aðlaga sig breyttum að-
stæðum á íslandsmiðum.
Hitt er svo annað mál, að
það er ekki sama hvernig
að samningaviðræðum er
staðið og hvenær samn-
ingar eru gerðir. Samn-
ingsgerð um landhelgismál
er þýðingarlaus, nema
þjóðin fylgi henni, vegna
þess hvers eðlis landhelgis-
málið er. Þetta þurfa
stjórnvöld jafnan að hafa í
huga, þegar landhelgis-
deila stendur yfir.
Samningar um veiði-
heimildir, sem meirihluti
þjóðarinnar væri ekki til-
búinn til að standa að,
mundi valda svo mikilli
sundurþykkju með okkar
fámennu þjóð, að óvið-
unandi væri. Þess vegna er
ekki aðeins spurning um
efnisatriði samkomulags
hverju sinni, heldur einnig
um þann hljómgrunn, sem
samningar hafa hjá þjóð-
inni. Samningarnir 1961 og
1973 höfðu þennan hljóm-
grunn. Þess vegna tókst
þjóðarsamstaða um þá.
Krafa Breta um, að
samningurinn frá 1973
verði lagður til grund-
vallar í þessum viðræðum
sýnir, að þeir hafa ekkert
lært af samskiptum sínum
við íslendinga í landhelgis-
málum. Skilningur and-
stæðinga okkar og þekking
á íslenzku þjóðareðli er í
raun og veru forsenda
þess, að þeir geti rætt
málin af sinni hálfu og gert
grein fyrir sinum hags-
munum á þann veg, að von
sé til samkomulags. Út-
færsla fiskveiðilögsögu er
lífshagsmunamál þjóðar-
innar, sambærilegt við
baráttu þjóðar fyrir
stjórnarfarslegu sjálf-
stæði. Þetta grundvallar-
atriði verður seint ítrekað
nógu oft fyrir útlending-
um. En jafnvel þótt efnis-
legt samkomulag gæti tek-
izt við Breta um fiskveiðar
innan hinna nýju 200
mílna marka, getur slíkt
samkomulag aldrei komið
til framkvæmda, nema
tollafríðindi, sem okkur
ber hjá EBE, komi einnig
til framkvæmda. Það virð-
ist hins vegar liggja ljóst
fyrir, að Bretar ráði ein-
faldlega ekki við það mál
og að Þjóðverjar hafi úr-
slitavaldið í þeim efnum.
Það þýðir aftur, að sam-
komulag við Þjóðverja er
forsenda þess, að hugsan-
legir samningar milli okk-
ar og Breta gætu komið til
framkvæmda.
Ekkert bendir til þess
nú, að samningar geti tek-
izt við Þjóðverja. Þeir hafa
ekki komið fram með
neinar tilslakanir frá fyrri
kröfum. Þeir virðast hafa
lagt á það áherzlu að
undanförnu að skapa
andrúmsloft fyrir væntan-
legan viðræðufund, sem í
raun og veru gerir íslend-
ingum ókleift að tala við þá
og veldur því, að slíkar við-
ræður eru nánast dæmdar
til að mistakast. Meðan
þannig ástand ríkir milli
Islendinga og Þjóðverja og
afstaða hinna síðarnefndu
ræður úrslitum um tolla-
fríðindi EBE, er ljóst að
samningaviðræður milli
Breta og íslendinga eru
alla vega í slíkri sjálfheldu,
að lítil, von er um árangur.
Samningar í sjálfheldu
Fjármál
stjómmálaflokka
Hvernig byggja stjórnmála-
flokkar hús eða kaupa fasteignir
fyrir milljóna tugi? Hvernig
halda stjórnmálaflokkar úti dag-
blööum, sem rekin eru með millj-
óna og jafnvel milljón'atuga halla
á ári hverju? Hvernig halda
stjórnmálaflokkar uppi fjöl-
mennu starfsliði og standa undir
öðrum almennum kostnaði? Og
hvernig afla stjórnmálaflokkar
fjár til þess að standa undir gífur-
legum kostnaði við þingkosningar
og sveitarstjórnarkosningar á
fjögurra ára fresti?
Allt eru þetta spurningar, sem
almenningur hefur varpað fram
um langan aldur og aldrei fengið
skýr svör við. Þess vegna hafa
magnazt allskyns sögusagnir um
fjármál stjórnmálaflokka, og jafn-
vel um, að tiltölulega fámennir
flokkar, sem ekki sýnast hafa
mikinn bakhjall fái peninga er-
lendis frá. Vegna þeirrar hulu,
sem sveipað hefur verið um fjár-
mál flokkanna kvikna sögusagnir
eins og þær, að eitthvert sam-
band sé á milli byggingar
Þjóðviljahússins, svo dæmi sé
nefnt, og þeirrar staðreyndar, að
Sovétmenn gerðu kröfu um, að
tiltekinn stórkaupmaður yrði að-
ili að samninganefnd um sölu á
loðnumjöli til Sovétríkjanna og að
hluti þeirrar sölu færi í gegn um
hans hendur. Af sömu ástæðum
eru á kreiki sögusagnir um, að
Alþýðuflokkurinn hafi bæði fyrr
og síðar fengið fjárhagslegan
stuðning frá jafnaðarmönnum á
Norðurlöndum, að Framsóknar-
flokkurinn fái mikinn fjárstuðn-
ing frá samvinnuhreyfingunni,
eða að örfáir fjársterkir aðilar
haldi uppi starfsemi Sjálfstæðis-
flokksins. Því er líka haldið fram,
að sumir stjórnmálaflokkar kaupi
skuldabréf með afföllum á frjáls-
um markaði og noti svo aðstöðu
sína í bönkum til þess að selja þau
aftur á nafnverði.
Þessar sögusagnir fást hvorki
staðfestar né þeim neitað á þann
veg, að almenningur trúi, meðan
fjármál stjórnmálaflokkanna eru
feimnismál og pukurmál, og með-
an leyndardómshjúpurinn hvílir
yfir þessum þætti í starfi stjórn-
málaflokkanna verður þeirri
spurningu heldur ekki svarað,
hve mikil raunveruleg skattsvik
þrifast í skjóli þeirra.
Nú hafa menn nokkuð glögga
hugmynd um, hvernig stjórn-
málaflokkarnir fjármagna starf-
semi sína almennt talað. Allir
efna þeir til happdrætta, jafnvel
tvisvar sinnum á ári, og afla þann-
ig umtalsverðra fjármuna. Allir
leita þeir með einum eða öðrum
hætti eftir fjárframlögum til
stuðningsmanna sinna og geta
menn kallað það betl eða sníkjur,
ef þeim sýnist, en auðvitað er
ekkert óeðlilegt við það, að stuðn-
ingsmenn flokka leggi þeim til fé,
ef það er gert á heilbrigðan og
heiðarlegan hátt. Allir hafa flokk-
arnir aðgang að bankakerfinu og
trúlegt er, að allir hafi þeir safnað
umtalsverðum skuldum, hingað
og þangað í lánakerfinu.
Á sfðustu misserum hafa við og
við vaknað umræður um fjármál
flokkanna og má! þeim tengd og
hugmyndir komið fram um, að
flokkarnir geri hreint fyrir sínum
dyrum og að nýir hættir verði
teknir upp í þessum efnum.
Umræður
á Alþingi
Haustið 1973 var fjallað um
fjárreiður flokkanna í Reykjavík-
urbréfi Morgunblaðsins og urðu
þau skrif til þess, að þrír af þing-
mönnum Alþýðubandalagsins
fluttu þingsályktunartillögu, þar
sem gert var ráð fyrir rannsókn
og lagasetningu um fjárreiður
stjórnmálaflokka og var tillögu-
flutningur þessi bersýnilega svar
við staðhæfingum um, að Alþýðu-
bandalagið fengi fjárstuðning er-
lendis frá eins og tlðkazt hefur
um kommúnistaflokka víða um
lönd. Þegar talað er um stjórn-
málaflokka eru flokksblöð að
sjálfsögðu ekki undanskilin.
1 Reykjavíkurbréfi Morgun-
blaðsins hinn 4. nóv. 1973, sagði
m.a. um þessi mál: „Auðvitað
þurfa stjórnmálaflokkar í nútíma-
þjóðfélagi að hafa talsverðar tekj-
ur, lýðræðislegri stjórnskipan
verður ekki haldið uppi nema
stjórnmálaflokkar starfi. Þeir
þurfa á að halda allmiklu starfs-
liði og þeir þurfa að kosta marg-
háttaða útbreiðslustarfsemi.
I sumuxn löndum hefur sá hátt-
ur verið upp tekinn, að ríkisvald-
ið greiði fé til starfsemi stjórn-
málaflokkanna. Sá háttur er þó
heldur ógeðfelldur því að vissu-
lega á að mega gera ráð fyrir því,
að flokksmenn í hinum ýmsu
stjórnmálaflokkum vilji nokkuð á
STÓRIÐJA VIÐ MÝVATN — Myndin er af gufumekki við Kfsiliðjuna v
baksýn, en af botni þess er fengið hráefni verksmiðjunnar.
sig leggja til að treysta þær hug-
sjónir og efla þá baráttu, sem
þeir telja að muni leiða til far-
sældar.
í stað ríkisstyrkja væri miklu
geðfelldara, að stjórnmálaflokk-
arnir öfluðu alls þess fjár er þeir
þurfa á að halda með frjálsum
samskotum. Virðist ekkert eðli-
legra en að slíkar gjafir til stjórn-
málaflokka séu skattfrjálsar að
vissu marki með sama hætti og er
um gjafir til líknar- og menning-
armála. Stjórnmálaflokkarnir
gæfu þá upp hverjir það væru,
sem lagt hefðu fram fé til þeirra
og gefandanum væri heimilt að
draga fjárframlögin frá tekjum
sinum á skattskýrslu. Sömuleiðis
virðist eðlilegt, að vinningar í
happdrættum stjórnmálaflokka
séu skattfrjálsir eins og er um
vinninga í fjölmörgum happ-
drættum öðrum. Ef samkomulag
gæti náðst milli stjórnmálaflokk-
anna um þetta fyrirkomulag
mætti gera ráð fyrir, að fjárhag
þeirra allra væri borgið og þá
væri líka komið á þvi eftirliti með
fjármálum flokkanna, sem
tryggði, að allt væri með felldu og
engar grunsemdir þyrftu þá að
vakna um óeðlileg fjárframlög.
Vonandi snúa stjórnmálamenn
sér að þessu verkefni fremur en
að karpa um þá sýndartillögu sem
kommúnistar hafa flutt á Alþingi
enda er hún fráleit eins og áður
hefur verið sýnt fram á.“
1 umræðum á Alþingi um þetta
mál vék Magnús Jónsson, fyrrver-
andi varaformaður Sjálfstæðis-
flokksins, að fjármálum flokk-
anna og hvernig tekjur flokkanna
væru tilkomnar og sagði í þvi
sambandi: „Það hefur hingað til
tíðkazt með þeim hætti, að áhuga-
menn innan hinna ýmsu flokka
hafa haldið starfsemi þeirra uppi
og ég held, að eins og sakir standa
f dag, sé fjarri lagi að halda, að
það liggi í augum uppi, að einn
tiltekinn flokkur hafi hér miklu
betri aðstöðu í reynd heldur en
aðrir flokkar. Það er að vísu
stærsti flokkurinn sem hér er tal-
að um og ég skal játa og tel það
enga skömm, að það er mikill
fjöldi manna sem vill gjarnan
styðja þann flokk með fjárútlát-
um. Ég efast ekkert um, að fólk í
öðrum flokkum hefur hingað til