Morgunblaðið - 14.09.1975, Blaðsíða 48

Morgunblaðið - 14.09.1975, Blaðsíða 48
SILFUR- SKEIFAN BORÐSMJÖRLÍKI SMJÖRLÍKID SEM ALLIR ÞEKKJA inrptitMftMfr auglVsinííasíminn ek: 22480 SUNNUDAGUR 14. SEPTEMBER 1975 Ætluðu að stöðva loðnu- móttöku Norglobal Ljósm. Mbl. Árni Johnsen. SlLD — Myndin var tekin í fyrradag á söltunarplaninu á Hornafirði og unga konan, Linda Tryggvadóttir, rétt gaf sér tíma til að lita upp frá söltuninni. Það var mikið fjör í söltuninni, tugir kvenna, hausarnir fuku af síldun- um, slógið bunaði á færiböndin, saltið í stokkana og síðan brunuðu síldarnar í tunnurnar. Sjá grein úr róðri með reknetabát frá Hornafirði og spjall við sjómenn á bls.22. Norðursjórinn: Aflakvóti íslands var skertur um 37% Var aukinn um 10% hjá Pólverjum og A-Þjóðverjum ÍSLENZKU loðnuskipin þrjú, sem stunda veiðar f Barentshafi, hafa nú landað um 20 þús. lestum af loðnu f bræðsluskipið Norglo- bal. Þá hafa færeysku skipin tvö landað um 11 þús. lestum í skipið. I Noregi hafa verið uppi háværar raddir um að stöðva ætti móttöku Norglobals á loðnu frá erlendum veiðiskipum á norsku hafsvæði, þó að skipin séu þrjú hundruð mflur frá Iandi. Gekk þetta svo langt f sfðustu viku, að málið var sent dómstólum og átti að reyna fá dæmt, að norsku skipi væri óheimilt að taka á móti hráefni frá erlendum skipum á þessu haf- svæði. DómstóIIinn kvað hins vegar upp þann úrskurð, að ekki væri hægt að stöðva Norglobal, þar sem skipið væri leigt ensku fyrirtæki og væri þvf ekki f umsjá Norðmanna. Samkvæmt þeim upplýsingum, sem Morgunblaðið fékk um borð í Norglobal í gær, var Sigurður RE búinn að fá 6181 lest, Börkur NK 6444 lestir og Guðmundur RE 6629 lestir. Krúnborg frá Þórs- höfn var þá sem fyrr aflahæsta skipið með 6898 lestir og Sólborg var búin að fá 392Í lestir. Loðnuskipunum hefur gengið frekar treglega að ná loðnunni að undanförnu, vegna þess hve loðnan er dreifð. Skipstjórar skip- anna vona hins vegar að loðnan þétti sig á næstu dögum, en þeir hafa fundið mikið af loðnu á þess- um slóðum. „AFLAKVÓTI Islands f Norður- sjó var skertur um 37% á sama tíma og hlutur Rússa f þessum veiðum átti aðeins að minnka um 15% og kvóti Austur-Þjóðverja og Pólverja var aukinn um 10%. Við sættum okkur ekki við þetta og mótmæltum þessu á fundi NEF- fiskveiðinefndarinnar. Hins vegar vildum við ekki mótmæla opinberlega einir en þegar Danir mótmæltu sfldveiðikvótanum f Norðursjó, gerðum við það lfka,“ sagði Matthfas Bjarnason sjávar- útvegsráðherra f samtali við Morgunblaðið í gær, en hann var þá staddur á aðalfundi Fjórð- ungsþings Vestfjarða, sem nú er haldinn að Klúku f Bjarnarfirði. DUkakjöthækk- ar um 33,6% VERÐLAGSRAÐ landbúnaðarins hefur auglýst verð á sauðfjár- afurðum og innlendum kartöfl- um, sem tekur gildi frá og með 15. september. Smásöluverð á heilum og hálfum skrokkum hækkar um 33,6%, úr 292 krónum hvert kg. f 390 krónur hvert kg. Súpukjöt hækkar um 31,7%, læri um 30,9%, kótilettur um 29,7%, lifur um 13,4%, hjörtu og nýru um 13,6% og slátur með sviðnum haus um 13,1%. Kartöflur, sem verið hafa á markaði hér og eru innfluttar hafa kostað 63 krónur hvert kg., en 2. flokkur nýrra inn- lendra kartaflna kostar nú 64 krónur, og telur Framleiðsluráð landbúnaðarins um sambærileg gæði að ræða. Hækkun er þvf á kartöflum um 1,6%, en sé miðað við 1. flokk, þ.e.a.s. hið bezta sem fáanlegt var áður og nú, er hækkunin 19,4%. I fréttatilkynningu frá Fram- leiðsluráði landbúnaðarins, sem Mbl. barst í gær, er skýrt frá orsökum hækkunarinnar. Þar segir: 1. Afurðaverð til bænda hækkar um 13,7% og skiptist sú hækkun þannig að 9,2% eru vegna hækkunar á launum f verð- lagsgrundvelli landbúnaðarins en 4,5% eru vegna hækkunar á öðrum rekstrargjöldum en laun- um í grundvellinum. I fyrrnefnd- um 4,5% felst helmingshækkun á áburðarverði er var geymd 1. júní sl. fram til nú og gerir 2,7%. 2. Slátur- og heildsölukostn- aður sauðfjár var ákveðinn fyrir slátrun sl. haust kr. 63,40 á hvert kg. en er ákveðinn fyrir slátrun f haust kr. 95.00 á hvert kg. og hækkar um 49,8% sem er vegna aukins launakostnaðar og annars kostnaðar við slátrunina. 3. Smásöluálagning hækkar að krónutölu fyrst og fremst vegna launahækkana en verður lægri f hlutfalli við heildsöluverð. Smá- Framhal’d á bls. 2. Talsmaður "■ "| • "l Síldarútvegsnefndar: 01U1011Í111*1" inn orðinn óþolandi” Kerfið fáránlegt og vekur tortryggni SVO SEM kunnugt er, rfkir mikil óánægja hjá þeim, sem stunda reknetaveiðar frá Hornafirði, vegna fersksfldarverðsins, sem Verðlagsráð ákvað nýlega og gildir til 15. september, einkum þó vegna verðsins á smásíldinni. Segja sjómenn að þeir fái mestan hluta sfldarinnar greiddan á smá- síldarverði. Samkvæmt þessum sýnishornum flokkast sfldin sem hér segir eftir lengd: 34 cm og stærri 32—34 cm Minni en 32 cm Fitumagn M/b Reykjaröst 26/8 25% 43% 32% 15,3—15,8% M/b Jóhannes Gunnar 26/8 31% 32% 37% 14,5—16,4% M/b Sandafell 28/8 11% 32% 57% 11,1—16,4% M/b Reykjaröst 2/9 22% 41% 37% 13,5—15,9% 22% 37% 41% 13,6—16,1% Mbl. hefir aflað sér upplýsinga um þær stærðar- og fitumælingar sem Rannsóknastofnun fisk- iðnaðarins hefir gert á sfldar- sýnishornum, sem borizt hafa frá söltunarstöðinni á Hornafirði. Þetta eru mikið óhagstæðari stærðarhlutföll en samkvæmt sýnishornum, sem Rannsókna- stofnuninni bárust af reknetasfld- inni, sem veiddist fyrir Suð- vesturlandi og út af Snæfellsnesi fyrr í haust en þá reyndjst um 60% í stærsta flokki. Morgunblaðið leitaði upp- lýsinga um það hjá Sildarútvegs- nefnd hvert fersksíldarverðið Framhald á bls. 2. Matthías Bjarnason sagði, að á fundiNEF-nefndarinnarí London í maímánuði sl., hefði nefndin samþykkt sérstakt kvótafyrir- komulag f Norðursjó. Allir hefðu verið sammála um að minnka þyrfti síldveiðar á þessum slóðum, því að um rányrkju hefði verið að ræða. „Ég legg á það áherzlu," sagði sjávarútvegsráðherra, „að Islend- ingar vilja friðun á síldinni í Norðursjó, en það verður að skipta veiðunum réttlátt niður. Þá legg ég áherzlu á, að við erum eina þjóðin, sem eingöngu höfum veitt síld til manneldis og það, sem við viljum, er að síldveiði til bræðslu verði bönnuð. Þá vil ég vekja athygli á, að við erum sámþykkir öllu er lýtur að möskvastærð og munum við semja reglugerð um veiðar is- lenzkra skipa f Norðursjó. Meðal annars munum við leggja bann við smásfldarveiðum og ég vonast til að næsti fundur NEF- nefndarinnar, sem haldinn verður í nóvember, marki aðra stefnu.“ Þrítug kona kærir nauðgun LIÐLEGA þrftug kona f Reykja- vfk hafði samhand við lögregluna f fyrrinótt og kærði nauðgun. Til- greindi hún ákveðinn mann sem hún sagði að hefði nauðgað sér og var hann tekinn til yfirheyrslu hjá rannsóknarlögreglunni f gær- morgun. Hann viðurkenndi að hafa átt samfarir við konuna um nóttina og það oftar en einu sinni og með fullu samþykki konunnar. Hefur manninum tekizt að renna mörgum stoðum undir frásögn sfna. Frásögn konunnar var á þá leið, að hún hafi hitt umræddan mann fyrir utan danshús og hafi hann boðið sér heim. Kveðst hún hafa þáð boðið. Drukku þau eitthvað af víni, en síðan segir konan að mað- Framhald á bls. 2. r Oeining um framkvæmd „kvennaverk- fallsins” FULLTRÚAR kvenfélaga og stéttarfélaga kvenna héldu með sér fund f síðustu viku þar sem fyrirhugað „kvennaverkfall" 24. október n.k. var til umræðu. Alyktun um slfkt verkfall var samþykkt á kvennaráðstefnunni sem haldin var í Reykjavfk f sum- ar. Samkvæmt þeim upplýsingum sem Morgunblaðið hefur aflað sér rfkir nokkur óeining um fram- kvæmd þessa verkfalls. Hafa margar skoðanir komið fram um það hvernig haga beri þessu verk- falli. Vildu sumir fulltrúar á fundinum að verkfallið yrði allan daginn, aðrir fulltrúar vildu leggja niður vinnu hluta úr degi og enn aðrir fulltrúar á fundinum vildu halda baráttufundi. Hugmyndin með þessu verk- falli mun vera sú af hálfu kvenna að sýna mikilvægi þeirra í þjóð- félaginu. 11 stiga frost við jörð skammt frá Reykjavík ÞAÐ hefur verið léttskýjað um svo til allt land, aðeins skýjahula yfir NA-landi og reiknum við með að svo verði a.m.k. þangað til á morgun. Þessari heiðskýru fylgir nokkurt frost og t.d. mældist 11,2 stiga frost niður við jörð á Hólmi hér fyrir utan Reykja- vfk, og f tveggja metra hæð var frostið 5,8 stig f nótt, sagði Markús Einarsson veðurfræð- ingur f samtali við Mbl. í gær. Markús sagði, að f fyrrinótt hefði mælzt 9 stiga frost í Sandbúðum, 6 á Hveravöllum og 4 stiga frost hefði verið vfða á láglendi eins og t.d. Hellu. Hins vegar væri reiknað með að eitthvað þykknaði í lofti á SV-landi f dag. Stafar það af lægð sem er við V-Grænland og ætti því eitthvað að draga úr kuldanum er líður á daginn.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.