Morgunblaðið - 14.09.1975, Side 3

Morgunblaðið - 14.09.1975, Side 3
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 14. SEPTEMBER 1975 3 Sinfónían til Vestfjarða Ashkenazy verður stjórnandi og einleikari SINFÓNlUHLJÓMSVEIT fs- lands fer f tónleikaför til Vest- fjarða dagana 24. til 29. septem- ber næstkomandi. Stjórnandi og einleikari verður Vladimir Ashkenazy og Guðný Guðmundsdóttir leikur einleik f Vladimir Ashkenazy fiðlukonsert eftir Mendelssohn. önnur verkefni verða píanókon- sert f c-moll K491 eftir Mozart, Egmont forleikurinn eftir Beet- hoven og Sinfónfa nr. 7 eftir Beethoven. Tónleikarnir verða á Þingeyri fimmtud. 25. sept. kl. 21, Bolungarvik föstud. 26. sept. kl. 21, Isafirði laugard. 27. sept. kl. 15, Flateyri laugard. 27. sept. kl. 21 og Bfldudal sunnud. 28. sept. kl. 17,- Tónleikaförin er farin á vegum Menningarsjóðs Félagsheimila, og tónleikarnir verða í Félags- heimilum staðanna, en á ísafirði í Alþýðuhúsinu. Fyrstu reglulegu áskriftartón- leikarnir verða fimmtudaginn 9. október f Háskólabíói. Stjórnandi verður Karsten Andersen og ein- leikari Arve Tellefsen. Sala áskriftarskírteina hefst 15. ptember, og er föstum a^krifendum ráðlagt að tilkynna endurnýjun nú þegar. Þingi SUS lýkur í dag 23. ÞINGI Sambands u,ngra sjálf- stæðismanna var framhaldið f félagsheimilinu Festi f gær. Þingið hófst sfðdegis á föstudag og þvf lýkur sfðdegis f dag með stjórnarkjöri. I gærkvöldi snæddu þingfulltrúar sameigin- legan kvöldverð og flutti Geir Hallgrfmsson forsætisráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins þar ávarp og r" JU « um stjórn- málaviðhorfið. Þingstörf hófust í gærmorgun með frjálsum umræðum en sfðan héldu nefndir áfram störfum. Eftir hádegi gerðu nefndir þings- ins grein fyrir störfum sínum og tillögum. Þá hófst afgreiðsla ályktana þingsins. I dag verður haldið áfram afgreiðslu ályktana þingsins og fram fer kjör stiórnar. Að loknu stjórnarkjöri heldur nýkjörin stjórn SUS fund með formönnum aðildarfélaga og kjördæmissam- taka og verður þar fjallað um starf SUS á komandi vetri. Fokkerinn kostar 500 milljónir kr. VEGNA umræðna sem orðið hafa um flugvélakaup Landhelgisgæzl- unnar að undanförnu sneri Morgunblaðið sér til Péturs Sig- urðssonar forstjóra Landhelgis- gæzlunnar og spurði hann hvert væri umsamið verð hinnar nýju Fokker-flugvélar. Pétur Sigurðsson sagði að standard vél af þessari tegund kostaði 450 milljónir frá verk- smiðjunni en með þeim aukaút- búnaði sem Landhelgisgæzlan teldi nauðsynlegan myndi vélin kosta upp undir 500 milljónir króna. „Sú tala sem nefnd hefur verið í umræðum að undanförnu, 750 milljónir króna, er alls ekki raun- hæf. Það er kaupverð flugvélar með öllum hugsanlegum útbúnaði en mikið af þessum útbúnaði sáum við enga ástæðu til að panta með okkar vél t.d stóran radar undir skrokk vélarinnar, en hann einn kostar tæpar 100 milljónir," sagði Pétur Sigurðsson. J Jónas Kristjánsson, Bjarni Einarsson og ólafur Halldórsson. sem rímurnar hafa verið ortar eftir, málseinkenni þeirra, aldur og höfunda. Skrár eru yfir skammstafanir, jiöfn og handrit, auk þess sem- hverju bindi fylgir úrdráttur inn- gangsins á ensku.' Á fundi, sem forráðamenn Árnastofnunar héldu ásamt fréttamönnum I vikunni, sagði Jónas Kristjánsson, að nú væri útgáfustarfsemi Arnastofnunar komin á verulegan skrið. Hingað til hefði þessi starfsemi fyrst og fremst beinzt að forn- ritum, en undirbúningur stæði nú að útgáfu bókmennta síðari alda. Landnáma var gefin út Nýútkomnar bœkur hjá Árnastofnun Milli 20 og 30 rit TVÆR nýjar bækur eru komn- ar út hjá Stofnun Árna Magnússonar. önnur er doktorsritgerð Bjarna Einars- sonar um Egilssögu, sem hann varði við Óslóarháskóla árið 1971, en hin bókin er fyrsta bindi árbókar Árnastofnunar, sem hlotið hefur heitið Gripla. Rit Bjarna er á dönsku og nefnist Litterære forudsetning- er for Egils saga, en hér er um að ræða rannsókn á rituðum heimildum og fyrirmyndum Egilssögu. Höfundur hefur leitazt við að finna sögunni stað i þróun íslenzkra bókmennta, auk þess sem hann fjallar um vinnubrögð söguhöfundar, ætlunarverk hans og list. Ritið skiptist í þrjá aðalkafla. I þeim fyrsta ber höfundur Egilssögu saman við önnur söguleg heimildarit, sem snerta efni hennar, einkum Land- námu og konungasögur. I öðr- um kafla fjallar hann um tengsl Eglu við þrjár sögur, sem hann telur hafa haft mest áhrif á hana, — Jómsvíkingasögu, Þingasögu og Orkneyingasögu. Þriðji kaflinn er um tengsl Eglu við Hallfreðarsögu og Kormákssögu. I bókarauka er svo fjallað um tvo merkisat- burði f ævi Egils, orrustuna á Vfnheiði og Vermalandsförina. Bjarni lítur svo á, að kveð- skapur, lagður Agli og öðrum i munn í sögunni, sé óaðskiljan- iegur þáttur í list hennar, en leiðir hjá sér að ræða um ein- í undirbúningi stakar vísur eða kvæði með til- liti til þess hvenær kveðskapur- inn hafi orðið til eða hverjir séu höfundar. Árbók Árnastofnunar hefur hlotið nafnið Gripla eins og áð- ur segir, og er hún heitin eftir glötuðu handriti með þessu nafni frá 17. öld. Nafngiftin mun vera dregin af þvf, að efn- ið var gripið úr ýmsum áttum, en þannig mun efnisvali í Griplu hinni nýju einnig verða háttað. Þar verða birtar ritgerð- ir og stuttar greinar um bók- menntir, sögu og málvísindi. Ritstjóri Griplu er Jónas Kristjánsson. Islenzkar miðaldarímur I—IV eru fyrstu bindi f rímna- útgáfu, sem lengi hefur verið unnið að, fyrst hjá Handritaút- gáfu Háskóla Islands, síðan hjá Handritastofnun Islands, og nú hjá Stofnun Árna Magnússon- ar. Margir menn hafa unnið að undirbúningi þessarar útgáfu, þ.á m. dr. Björn K. Þórólfsson og Grímur M. Helgason, en rit- stjóri útgáfunnar er Ólafur Halldórsson. Rímnaflokkarnir, sem nú eru komnir út, eru Haralds rfmur Hringsbana, Áns rímur bog- sveigis, Bósa rímur og loks Vil- mundar rímur viðutan, sem út komu f ár. Ölafur Halldórsson ritar inngang að hverri bók, þar sem gerð er grein fyrir handrit- um þeim, sem rímurnar hafa varðveitzt í og skyldleika þeirra. Þá er fjallað um texta, ljósprentuð í fyrra í tilefni þjóðhátíðarinnar, en nú er komin önnur útgáfa, aðeins frá- brugðin þjóðhátíðarútgáfunpi. Fyrir nokkru voru verk Jónasar Hallgrímssonar gefin út Ijósprentuð eftir handritum hans. Á sama hátt er nú verið að undirbúa útgáfu verka Bjarna Thorarensens og er búizt við bókinni á markað á þessu ári. Þá er verið að undir- búa ljósprentun Hómelíubókar. Hún er skrifuð um 1200 og er handrit hennar hið elzta heil- lega handrit, sem til er. Hómelíubók er safn prédikana. Andrea van Arkel, hollenzk kona, undirbýr prentun bókar- innar. Af öðrum útgáfum, sem nú er unnið að, má nefna Hallfreðar- sögu, sem Bjarni Einarsson vinnur að, Ólafur Halldórsson vinnur að útgáfu Færeyinga- sögu og Jón Samsonarson undirbýr útgáfu elztu »bók- menntasöguheimilda eftir Pál Vídalín. AIIs er nú unnið að undirbúningi milli 20 og 30 verka hjá Árnastofnun, þ.á m. heildarútgáfu á verkum Hallgríms Péturssonar og guð- rækilegra dæmisagna, sem þýddar voru á islenzku á 15. öld. Heita má víst, að þýðingin sé úr ensku. Á næstunni verður tekin í notkun ljósmyndastofa f kjall- ara byggingar Árnastofnunar. Hingað til hefur þurft að senda handrit út í bæ til ljósmynd- unar, en framvegis getur stofnunin annað allri slfkri vinnu. MUNIÐ ÚTSÝNARKVÖLDIÐ Á HÓTÉL SÖGU í KVÖLD 30 okt. 20. nóv 4 des 1 1. des 18. des 29 des 8. jan. 1 5. jan. 29. jan. Verð 1975 1975 1975 1975 1 1975 1975 1 1976 1976 1976 3 vikur 3 vikur 2 vikur 9 dagar 3 vikur 8 dagar 3 vikur 3 vikur 2 vikur 5. febr. 1976 12. feb 1976 26. feb 1976 4 mar. 1 976 11 mar 1976 25. mar 1 976 1 apr 1976 15 apr 1976 22. apr 1 976 Gististaoir á Playa del Ingles (Ensku strönd inni) og I Las Palmas. Glsting I Ibúðum snáhúsum (bungalows) og á hóteli. 3 vikur 3 vikur 2 vikur 3 vikur 3 vikur 3 vikur 3 vikur 2 vikur 3 vikur Nöfn gististaða: Bungalows: Los Porches / Santa Fe i búðir: Broncemar / Protucasa / El Chaparell / Teneguia / Don Carlos Hótel: Hótel Pujol, Las Palmas. FERÐASKRIFSTOFAN ÚTSÝN AUSTURSTRÆTI 17 SÍMAR 26611 OG 20100 - AMERICAN EXPRESS OG TJÆREBORG EINKAUMB. Á ÍSL Allir fara í ferð með ÚTSÝN London Ódýrar vikuferðir: Verð með vikugistingu og morgunverði Verð frá kr. 38.000,- Sept. 14., 21. og 28. Október. 5., 12., 18. Skfðaferð til Lech, Costa Costa Austurríki. Del Sol Brava 15 daga ferð 15 TORREMOLINOS Lloret de Mar janúar. Verð með flug- ferð, hótelgistingu og BENALMADENA Aukaferð hálfu fæði frá kr Lengið sumarið 15. sept. 70.700,- Laus saeti 5. okt. 4 sæti laus Verð frá KANARÍEYJAFERÐIR 1975 — 1976 kr. 38.000

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.