Morgunblaðið - 14.09.1975, Blaðsíða 18
18
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 14. SEPTEMBER 1975
Er taugakerfi njöðarlnnar
komið í göndul og samband
boss rofið vlð heilann?
Orygglsventllllnn
Ríkisútvarpið hefur góðar
taugar til þeirra, sem hafa við
bólgur að stríða f sálinni og
þurfa að losna við ýmislegt,
sem þar hefur safnazt fyrir.
Stundum er þetta kallað að fólk
gangi með steinbarn 1 magan-
um. Þátturinn um daginn og
veginn er sérstaklega ætlaður
þessu fólki. Steini Steinarr,
skáldi, lá illa orð til þessa þátt-
ar á sínum tíma og taldi þá að i
hann söfnuðust heimskustu og
leiðinlegustu menn þjóðar-
innar. Þetta var á þeim tíma,
sem heimskir menn og leiðin-
legir þekktust úr.
Mér hefur alltaf þótt þetta
hæpin kenning, og heldur
viljað líta á þáttinn — og sá trúi
ég að sé skilningur Ríkisút-
varpsins — sem öryggisvejitil
eða útblástursloka fólks, sem er
að springa — ekki beinlínis af
heimsku heldur fremur af mis-
skilningi en þó langoftast af
aðkallandi þörf fyrir að láta í
sér heyra.
Hershdfðlnglnn komlnn
á stúfana aftur
Eins og kunnugt er gaf rfkis-
stjórn íslands út tilkynningu
um útfærslu fiskveiðilög-
sögunnar í 200 sjóm. þann 15.
júlf. Að kvöldi þess 21. júlí
flutti svo Pétur Guðjónsson,
áður stórkaupmaður, strfðs-
ávarp sitt til þjóðarinnar í
nefndum þætti.
Það hefur verið hljótt um
Pétur um hríð, eins og títt er
um hershöfðingja, þegar hlé
verður á styrjöldum. Þeir eru
þá að sækja f sig veðrið fyrir
næstu styrjöld. Það var líka svo
um Pétur, eftir því sem hann
sagði sjálfur, þegar hann dans-
aði fram á stríðsvöllinn umrætt
kvöld. Hann hefur verið að
vinna baki brotnu og aðallega
utanlands, þar sem hann hitti
menn að máli og leiddi þeim
fyrir sjónir hversu vonlaust það
væri að etja kappi við okkur.
En það er nú bara að
skúrkarnir hafi ekki magnazt,
þegar þeir sáu og heyrðu hers-
höfðingjann.
Pétur boðaði náttúrlega stríð
í ávarpi sínu og síðan skjótan
sigur, því að hann er meira
uppá leifturstyrjaldir en lang-
vinnt þóf og hann byrjar svo
með því að sigra áður en til
orustu kemur en lengra verður
ekki komizt í hernaðarlist.
Hann taldi kjark í fólk sitt til
styrjaldarátakanna, og þarf þó
varla mikinn kjarkinn, svo auð-
veldur sem sigurinn er. Það var
á Pétri að skilja að brezki
samningurinn sýndi glöggt,
hversu glæsilegan sigur væri
hægt að vinna, ef menn væru
nógu glaðir til vopna sinna.
Sofnaó frá Pétrl -
vaknaó tli flrellusar
Ég svaf allt ávarpið úr mér
um nóttina og vaknaði um
morguninn Iaus við Pétur, en
þá vildi hvorki betur né verr til
en það, að séra Arelíus annaðist
morgunandagtina en hann er
einmitt vitlausi maðurinn á
hinum endanum. Mig minnir
það væri f lok þorskastríðsins
1973, eftir öll heiptarorðin og
heitingarnar og átökin, sem
séra Árelfus skrifaði hjart-
næma grein um „hina frið-
elskandi íslenzku þjóð.“ Og um
þetta uppáhalds þema sitt
fjallaði hann einmitt þessa
morgunstund. Hann fór fögrum
orðum um „þessa friðelskandi
þjóð á hinni yndisfögru eyju
elds og fsa, sem guð hafði af
náð sinni gefið henni“ (f eld-
gosum?)
Morgunandagt séra Arelíusar
var sem sé alger ranghverfa á
kvöldandagt Péturs herfor-
ingja. Klfgjandi væmni ofan í
dellukennda kokhreysti. Það
þarf sterkar taugar til að sofna
frá Pétri og vakna til Árelíusar.
flbyggjuefnló
í fyrstunni hvarflaði að mér
að skrifa grein um hvað hægt
væri að vera vitlaus á marga
vegu og fá þó inni í Rfkisút-
varpinu. Mér hraus hugur við
svo miklu verkefni, enda kem-
ur mér það mál ekki við um-
fram aðra. Og í rauninni vil ég
engar breytingar. Ég nýt þess
svo innilega að loka. Helzt er ég
á því að bæði hljóðvarp og sjón-
varp sé meðofmikið af forvitni-
legu efni. Þjóðin hefur ekki
efni á að sitja öllum kvöldum
við þessi tæki.
En það er annað mál, sem ég
hef lengi borið fyrir brjósti og
haft þungar áhyggjur af, og það
er heilbrigðisástand þjóðar-
innar almennt, einkum finnst
mér áberandi bilun f tauga-
kerfinu og ég held einmitt að
þessir fuglar, sem ég nefndi
hér að framan, séu hvor um sig
athyglisverð sjúkdómsein-
kenni.
Ég er ekki sérfróður í séra
Árelíusi og verð þvf stuttorður
um hans málflutning, en at-
vinnu minnar vegna hef ég tal-
ið mér skylt að fylgjast lftið eitt
með Pétri; það gat alltaf hent
sig að eitthvað gagnlegt dytti
uppúr honum, þó að sú von sé
nú fyrir löngu með öllu dauð.
bjóðargeðslaglÓ
Séra Árelíus skilur þjóð sína
líkast til himneskum skilningi
en ég afturámóti mjög jarðlæg-
um skilningi enda er samkomu-
lagið ekki gott. Samkvæmt mfn-
um skilningi finnst mér ákaf-
lega erfitt að renna haldgóðum
stoðum undir þá kenningu, að
við íslendingar séum friðsam-
ari en gengur og gerist Ég kall-
aði það vel gert, ef við gætum
sannað að við næðum meðal-
lagi. Bezt gæti ég trúað, ef ein-
hver haldkvæmur mælikvarði
væri fyrir hendi, að við
teldumst heldur illindagjarnir
og þjóðargeðslagið fremur stirt
og valdi því erfðir, veðráttufar
og mataræði. Forfeður okkar,
blessuð sé minning þeirra,
drápu menn, ef þeir lágu vel
við höggi og svo gott sem fyrir-
fóru sjálfum sér og þjóðinni í
illindum. Ekki er veðurfarið né
landið til að bæta lundarfarið;
frá vöggu til grafar berjum við
f veðrið, kjagandi yfir klungur
á landi og róandi á sjó aldrei
kyrran. Þá var ekki mataræðið
geðbætandi, tros og úldið salt-
kjöt og meltingartruflanir með
niðurgangi þjóðlægur sjúkdóm-
ur. Minnimáttarkennd af lang-
vinnum eymingjaskap magnar
svo heiptina
Friðsemd okkar, séra
Árelíus, hefur verið fólgin f fá-
menni okkar og fátækt til
vopna. Við réðum ekki við
neinn. Það er lítill vandi að
vera friðsamur undir svoddan
kringumstæðum og sannar
heldur lítið um eðli þjóðar. Ég
er þeirrar trúar að það hafi
einmitt verið geðillskan og sam-
fara henni harkan, sem hélt í
okkur lífinu fremur en kristi-
legt hugarfar. Undirniðri höf-
um við alltaf trúað á Egil
Skallagrímsson og aldrei misst
þann draum að einhvern
tfmann gæfist okkur tækifæri
til að bíta andstæðing á
barkann, og ég er sannfærður
um að við sleppum ekki tæki-
færinu ef okkur gefst það, hins
vegar óttast ég, að við verðum
of bráðlátir, og það sé einmitt
að henda okkur nú þessi árin.
Ég óska svo séra Árelíusi til
hamingju með þann kjark að
geta, eftir að hafa lesið blöð
þjóðarinnar 1972 og ’73, skrifað
grein um þessa friðelskandi
þjóð og haldið erindi um sama
efni morguninn eftir strfðs-
þruglið í Pétri Guðjónssyni
kvöldinu áður.
Framaglrnl -
messíasar kompiex
- senusýkl
I öllum flokkum eru menn,
sem finnst þeir bornir til frama
f flokki sfnum, en tekst ekki að
gera flokksbræðrum sínum það
skiljanlegt. Þegar þessir menn
komast ekki áfram eftir flokks-
pólitískum leiðum, þá grípa
þeir gjarnan tækifærið, þegar
upp koma þjóðmál sem eru
ekki flokkspólitísk til-að sprella
á eigin spýtur og vekja þannig á
sér þá athygli sem þeir svo
mjög þrá. Þessir misheppnuðu
framagosar eru sumir jafn-
framt haldnir svonefndum
messíasarkomplex. Það eru oft
greindir karlar, sem finnst í
raun og veru að þeirra sé þörf
til að leiða þjóð sfna og frelsa
hana frá glötun. Kristján
Friðriksson iðnrekandi, sem nú
fer um landið og boðar nýskip-
an í sjávarútvegi, gæti verið
einn slíkur. Þessi mosagróni
framsóknarmaður er skarp-
greindur og hugmyndaríkur og
veit af því. Það er heldur ekki
eindæma að einmitt menn úr
öðrum atvinnugreinum sjái bet-
ur hvað aflaga fer í öðrum en
sinni eigin. Þeir sem starfað
hafa lengi í tiltekinni atvinnu-
grein eru stundum orðnir því-
líkir venjuþrælar, að þeim dett-
ur aldrei neitt nýtt f hug, og þó
að utankomandi frelsunarmenn
vanti þekkingu geta þeir komið
með ferskar hugmyndir.
Kannski vaknar einhver sjávar-
útvegsmaður upp til að um-
stokka islenzkan iðnað. Til
dæmis veit ég nógu lítið um
hann til að sjá mörg ráð til
úrbóta. En þá er lausnin jafnan
auðveldust, þegar nógu Iftið er
vitað um málið.
Messíasarnir meina vel og
hafa sem áður segir oft margt
skynsamlegt til málanna að
leggja, en það eru aðrir úr
framagosahópnum, sem eiga
sér ekkert annað takmark en að
láta á sér bera með hverjum
þeim ráðum, sem þeim eru til-
tæk. Haldbezta ráðið er náttúr-
lega æðisgenginn mál-
flutningur, sem fær fólk til að
staldra við og horfa á manninn.
Þessa menn, sem hafa ekkert
skynsamlegt til málanna að
leggja og enga þekkingu til
brunns að bera, en ganga þó úr
öllum ham til að vekja á sér
athyglina, kalla ég senusjúka.
Þeim er eitt og allt að komast f
sviðsljósið. Það virðist svo sem
menn geti orðið þungt haldnir
af þessum sjúkdómi.
Laus skrúla samfara
senusýklnni
Pétur Guðjónsson stórkaup-
maður hefur sjálfsagt lengi ver-
ið búinn að þjást yfir faktúrum
sínum vanmetinn í pólitíkinni,
þegar landhelgismálið leysti
hann úr viðjum. Mikið hefur
það verið manninum kærkom-
ið. Nú þurfti hann ekki á
neinum flokki að halda. Þetta
var mál þjóðarinnar og hans.
Næst er mér að halda, að það
hafi einnig Iosnað skrúfa. Það
er undarlegt með þessar skrúf-
ur f heilanum, að annaðhvort
skrúfa þær sig lausar með
aldrinum eða þær ryðga fastar
og er það síðara miklu al-
gengara sem betur fer. Ef það
losnar skrúfa í gömlum manni
og þeir fá eitthvað á heilann,
sem kallað er, þá verða þeir
yfirmáta einsýnir og staglsamir
og ofstækisfullir. Það voru
einkum tvær tillögur' sem vöktu
mönnum grun um, að ekki væri
allt með felldu í höfðinu á Pétri
þá fyrri flutti hann f sjónvarps-
þætti hjá Ölafi Ragnarssyni og
var hún á þá leið að við Islend-
ingar krefðumst þess að bann-
aðar væru botnvörpuveiðar á
Norðaustur-Atlantshafi (um
leið og við sendum út pöntun á
60 togurum?) — Pétur hafði
svo ekki fyrir þvi að gera neina
grein fyrir, hvað ætti að gera
við þau hundruð togara og báta,
sem stunduðu togveiðar á þessu
hafsvæði né heldur, hvernig
ætti að bæta Evrópuþjóðunum í
matarbúr sitt nokkrar milljónir
tonna veiddra í þetta veiðar-
færi. Forsendurnar fyrir bann-
inu voru svo afgerandi að
greinargerðar var ekki þörf.
Þær voru á þá lund, að botn-
varpan ylli skemmdum á Iíf-
rænum botngróðri. Pétur var
mjög sannfærður um það í
þættinum, að gegn þessari rök-
semd ættu andstæðingar okkar
engin gagnrök. Mig minnir, að
það væru svo Sameinuðu þjóð-
irnar sem áttu að skerast í
málið, en man þó ekki fyllilega
hvernig Pétur ætlaði að fylgja
málinu eftir.