Morgunblaðið - 14.09.1975, Blaðsíða 46
46
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 14. SEPTEMBER 1975
•••••••••••••••••••••••••
ÞAÐ væri synd að segja að Akurnesingar væru nýliðar 1 úrslitaleik f
Bikarkeppni KSl. 1 fimmtán ára sögu þessarar keppni hafa þelr leikið
úrslitaleik sex sinnum. Oft hefur staðan f þessum úrslitaleikjum verið
slfk að segja mátti að sigur Skagamanna blasti við, en ævinlega hafa
þeir orðið að láta sér nægja að Icikslokum að klappa sigurvegaranum
lof f lófa. Það er aðeins eitt lið sem leikið hefur oftar til úrslita f
bikarkeppninni en Skagamenn, KR-ingar, en þeir hafa 8 sinnum verið
f úrslitum, og var sá munur á að af þessum átta skiptum unnu
KR-ingar sjö sinnum.
Og nú er gamli bikarinn vistaður í KR-heimilinu við Kaplaskjólsveg,
og nýr kominn f umferð. Skagamönnum tókst þvf aldrei að fá þann
grip upp á Skaga til sfn, en þeir hafa örugglega hug á að flytja hinn
nýja og fallega verðlaunabikar heím með sér f dag, og vinna hann
sfðan svo oft að hann verði að lokum geymdur á Skaganum..
Akurnesingar hafa þegar tryggt sér Islandsmeistaratitilinn f ár, og
það er almannarómur að lið þeirra hafi sýnt hvað beztu knattspyrnuna
af fslenzkum liðum f sumar. Eftir þvf að dæma ættu þeir að vera
sigurstranglegri f leiknum f dag. En var ekki sama staðan uppi á
teningnum f fyrra? Þá unnu Akurnesingar tslandsmótið með enn
meiri yfirburðum en nú, og voru tvfmælalaust bezta liðið hérlendis.
En hvað gerðist svo f úrslitaleiknum? Saga sem Akurnesingar vilja
sjálfsagt ekki að mikið sé rif juð upp — þeir áttu litla möguleika á móti
Valsmönnum og töpuðu 1—4.
v
JÖHANNES Guðjónsson, er 24
ára og því einn af yngri leikmönn-
um Akurnesinga en í dag tekur
hann þátt í sínum fyrsta úrslita-
leik í Bikarnum. Jóhannes kom
fyrst inn í liðið 1971, en í fyrra
var hann meiddur og lék þvf ekki.
I sumar hefur hann leikið alla
leiki liðsins, að tveimur undan-
skildum, og vakið á sér athygli
sem traustur varnarmaður.
— Ég get ekki neitað því, að
það er fiðringur í mér, sagði
Jóhannes, er við ræddum við
BENEDIKT Valtýsson er vélvirki hjá Sementsverksmiðju rfkisins —
Vfgalegur ásýndum og til f allt.
Eins og að leika
á Wembley að leika
í úrslitum bikarsins
JÓHANNES Guðjónsson afgreiðslumaður f veiðafæraverzlun Axels Sveinbjörnssonar. — Sfðasti dagurinn
f vinnunni, þar sem hann er að hef ja nám f endurskoðun.
JÓHANNES I.EIKIK NÚ SINN
FYRSTA BUvAKlIMJIAIJJK
hann á föstudagskvöldið. Ég er
ekki beint kvíðinn fyrir leiknum,
bætti hann við, en eins og ég
sagði, það er einhver fiðringur í
manni, sem hverfur þegar inná
völlinn er komið.
— Við höfum undirbúið okkur
eins og kostur er fyrir leikinn, en
sl. viku hefur Kirby þjálfari verið
erlendis og 7 af leikmönnum
okkar verið úti með landsliðinu.
Við sem heima vorum höfum æft
vel, enda má segja að það sé 100%
mæting hjá okkur á hverri æf-
ingu og góður andi innan liðsins.
— Nei, ég vil engu spá um úr-
slitin, aðeins vona að leikurinn
verði vel leikinn og skemmtilegur
og að sigurinn verði okkar.
VERÐI ég valinn I liðið dag. er það
fjórða skipti, sem ég tek þátt í úr-
slitaleik I Bikarnum, sagði hinn
gamalreyndi og eitilharði bakvörður
þeirra Akurnesinga, Benedikt Valtýs-
son.
— Ég var fyrst með sem vara-
maður 1964, en var I liðinu 1965,
1969 og 1974. Og ég þarf ekki að
taka það fram, að öllum þessum
leikjum töpuðum við.
— Það er erfitt að segja til um
hvaða leikir mér eru minnisstæðast
ir, en það væru þá helzt leikirnir á
móti Val 1965 og Akureyringum
1969. Báðir voru þeir leiknir við
slæmar aðstæður. Ég man t.d að á
móti Val var leikið á svelti og voru
þeir komnir f 4 eða 5—0, þegar við
loksins tókum við okkur og skor-
uðum þrjú mörk. Gegn Akureyr-
ingum lékum við tvo leiki, þeim fyrri
lauk með jafntefli 1 — 1, en f þeim
sfðari var staðan 2—0 fyrir okkur
þegar 25 min. voru eftir. Þá man ég
að Haraldur Sturlaugsson sagði við
mig: — Þetta er allt f lagi, þeir eru
búnir. — Þeir voru nú ekki meira
búnir en það, að þeir skoruðu þrjú
mörk og sigruðu. I þessum leik var
mikil snjókoma og þurfti að gera ein
tvö aukahlé i leiknum, svo menn
kæmust! skjól.
— Ég vil að það komi fram, að
mikil breyting hefur orðið á Bikar-
keppninni á sfðari árum og sérstak-
lega fannst mér gaman að taka þátt i
úrslitaleiknum ! fyrra, þrátt fyrir
tapið. Það er orðið eftirsóknarvert
fyrir hvern leikmann að fá að vera
með f úrslitaleik, þetta er eins og að
komast á Wembley. Ég vona að eins
vel takist til að þessu sinni.
— Þetta er vfst sjöundi úrslita-
leikurinn, sem Akurnesingar leika,
og finnst mér sannartega tfmi til
þess kominn, að Bikarinn fái að
koma til Akraness. Auk þess væri
óneitanlega gaman að vinna
„tvöfalt" i ár. Ég geri mér hinsvegar
grein fyrir þvf að Keflvfkingar, sem
aldrei hafa unnið Bikarinn, hafa
einnig mikinn áhuga á þvf að fá hann
til sfn. Þetta verður áreiðanlega jafn
og vonandi skemmtilegur leikur.
— Hvort ég leik með næsta
sumar veit ég ekki, en mig langar til
þess, þar sem ég hef nú leikið um
190 leiki með Akranesliðinu og tak-
mark mitt er 200 leikir.
— Nú er það úrslitaleikurinn sem
við hugsum um og við ætlum okkur
að sigra. Ég veit ekki annað en að
allir menn séu ómeiddir þannig að
við mætum með okkar sterkasta lið
til leiks — með þeim ásetningi að
leika góða knattspyrnu og sigra,
sagði Benedikt að lokum.
7 er happatalan
og því vinnur í A
ANNAR er vélvirki, hinn er trésmiður, Hörður Jóhannesson og Davfð
Krisf jánsson. Hvort sem þeir verma varamannabekkina I dag eða ekki
þá trúa þeir báðir á sigur Skagamanna.
HVERNIG leggst úrslitaleikurinn i
Bikarnum f þig?
Þessa spurningu lögðum við fyrst
fyrir Harald Sturlaugsson, einn leik-
reyndasta knattspyrnumann þeirra
Skagamanna.
— Ég vil bara sanngjöm úrslit,
þannig að betra liðið vinni og
skemmtilegan leik fyrir áhorfendur,
sem ég vona að fjölmenni á völlinn.
Hvort liðið telurðu betra?
— Það kemur vonandi I Ijós að
leik loknum.
— Hvað segirðu um þá full-
yrðingu, að það lið sem slær Viking
út, vinni Bikarinn?
Það er búið að vera, það fylgdi
gamla bikarnum. Nú er keppt um
nýjan, þannig að allt annað er uppi á .
teningnum. Ég vil minna á, að þetta
verður sjöundi úrslitaleikur Skaga-
manna I Bikarkeppninni og talan 7
er happatala hjá mér, þannig að ef
við töpum þessum leik, þá er það f
fyrsta skipti, sem talan 7 bregzt mér.
Ég trúi þvi ekki að óreyndu, að svo
fari að þessu sinni.
Verðið þið með ykkar sterkasta
lið?
Það vona ég. Ég veit ekki betur en
að allir séu heilir og ómeiddir. Lands-
liðsmennirnir eru að vfsu eitthvað
þreyttir eftir stranga ferð, en þeir
verða vonandi búnir að ná sér.
En ég endurtek það, sem ég sagði,
að ég vonast eftir skemmtilegum
leik, þar sem betra liðið fer með
sigur af hólmi.
kvæmdastjóri situr hugsandi f
skrifstofu sinni. — Talan 7 hefur
aldrei brugðist mér.
ÚRSLITALEIKUR BIKARKEPPNI KSÍ Á
«MM*MM»MMMMMMMMMMMMMMMMMMMM*MMM«*MMMMMMMMMMMMM*«M«****'****M"*M"*M**MM