Morgunblaðið - 14.09.1975, Blaðsíða 45
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 14. SEPTEMBER 1975
45
VELVAKAINIDI
Velvakandi svarar í slma 10-100
kl 14—15, frá mánudegi til föstu-
dags
0 Læknaþjónusta
í Hafnarfirði
Björn Jóhannsson skrifar og
beinir hann máli sínu einkum til
bæjarstjórnar Hafnarf jarðar:
„Fyrir nokkru tók til starfa svo-
nefnd læknamiðstöð i Hafnarfirði
og að vonum taldi bæjarstjórn sig
hafa unnið þarft og gott verk með
því að verja 4.5 millj. króna af fé
bæjarbúa til að leggja læknum til
húsnæði og aðstoðarfólk.
Hafnfirðingar fögnuðu því
framtaki að hafa loksins fengið
miðstöð, þar sem unnt væri að
leita til lækna ef mikið lægi við.
Hafnfirðingar hafa löngum orðið
að leita til heimilislækna sinna
við meiri og minni slys, en að
sjálfsögðu hefur þetta orðið erfið-
ara er bæinn byggja yfir 12 þús-
und manns. Læknamiðstöð var
því fagnaðarefni.
Tveggja ára dóttir mín varð
fyrir þvi slysi að skerast á enni
við fall fyrir hádegi sl. föstudag.
Það var farið með hana í skyndi á
læknamiðstöðina, en þar var enga
hjálp að fá og þurfti að aka til
Reykjavíkur til að fá læknishjálp
i Slysavarðstofunni. Þar sem ég
var heima er slysið v„arð gat ég
ekið barninu til Reykjavíkur.
Annars hefði eiginkonan orðið að
taka leigubii fram og aftur. Er
það hugsanlegt, að bæjarfulltrúar
ætlist til þess að sérhver umráða-
maður barns hafi tvö þúsund
krónur i vasanum til reiðu er smá-
slys verður? Telja þeir forsvaran-
legt að leggja á börn og fuliorðná
þær tafir. Aukinn sársauka og
fjárútlát sem því fylgir að þurfa
að aka til Reykjavíkur. Það fer
ekki minna en hálf klukkustund í
að fá leigubíl og aka þangað. Sá
hálftími getur reynzt afdrifa-
ríkur.
Bæjarstjórn til upplýsinga skal
loks skýrt frá móttökum þeim,
sem slasað tveggja ára barn hlaut
i „læknamiðstöðinni" sem kostuð
er af fé bæjarbúa.
Vinsemd var sýnd af stúlkunum
í móttöku og reyndu þær að fá
lækna til aðstoðar. Tveir voru á
staðnum. Annar þeirra kvaðst
ekki hafa tæki til að sauma saman
skurðinn á enni hennar. Hinn
læknirinn kom fram, því hann
hefur líklega heyrt illa i síman-
um. Þegar hann heyrði hvers
kyns var hreytti hann út úr sér
hranalega: „Ég hef engan til að
halda á krakka.“ Og gekk snúðugt
aftur inn til sín.
Læknir þessi var kona, sem
kom fram i sjónvarpsviðtali ekki
alls fyrir löngu og kvaðst þar
alltaf líta á veröldina með hinum
glaðværu og mildu augum ungl-
ingshetjunnar Pollyönnu. Líklega
hefur það gleymzt í þetta sinn.
fullorðins nianns, en Timothy var
nú orðinn 24 ára og hafói hreytzt í
fullorðinn mann á þessum árum,
sem liðin voru.
David læddist gætilega með-
fram skúrnum og í áttina að horn-
inu. Unterwood hlaut að vera
kominn inn f íhúðina nú — það
var tími til kominn að hefjast
handa. Hljóðlega heddist David
fyrir hornið.
Höggið skall á honum eins og
þruma úr heiöskíru lofti og úr
myrkri umhverfisins hvarf hann
ofan f enn dimmara myrkur, sem
ha-gt sveipaðí sig um hann.
13. KAFLI.
David reis upp kaldur og gegn-
votur — og fannst sem hann hefði
orðið að fullkomnu fffli. Að láta
strákling koma sér svona á óvart
og slá sig f rot! Hann snarsvimaði
enn og varð að ríghalda sér til að
detta ekki. Ilvernig hefði verið
skynsamiegra að halda á málum?
Jú, vfst hefði verið viturlegra að
hlýða fyrra hugboði sfnu og
hringja eftir liðstyrk, en ef það
hafði verið nauðsynlegt áður var
það beinlfnis aðkallandi nú.
An þess að hirða um dynjandi
rigninguna staulaðist hann yfir
í Slysadeild Borgarspítalans i
Reykjavík var hins vegar tekið á
móti barninu af mildum og nær-
færnum höndum. Við foreldrar
hennar erum þakklát fyrir það.
Mér skilst að læknarnir f
„læknamiðstöðinni“ f Hafnarfirði
greiði enga húsaleigu né fyrir
ýmsa aðra þjónustu þar, en hins
vegar standi til að semja um það
sfðar. Hvernig væri að bæjar-
stjórn semdi um væga húsaleigu
gegn þvf, að læknar visuðu ekki á
dyr slösuðum börnum. Gangi
samningar erfiðlega mætti
kannski setja aldurstakmörk —
börnum innan 5 ára aldurs yrði
veitt skyndihjálp í viðlögum.
Þetta fyrirkomulag gæti gilt
þangað til kjörnir fulltrúar fólks-
ins f bænum teldu tíma til þess.
kominn að koma á fót slysavarð-
stofu — jafnvel bara pínulítilli
slysavarðstofu.
Björn Jóhannsson."
% Andaofsóknir
Við gerum það ekki enda-
sleppt við Hafnfirðinga f dag, því
að hér er bréf frá Jóni Jónssyni,
Álfaskeiði 84, Hafnarfirði:
„Ég var á gangi rétt fyrir
hádegið yfir brúna á læknum við
tjörnina hér f Hafnarfirði, en þar
stendur Lækjarskóli, sem kunn-
ugt er, og varð ég þar vitni að
heldur hvimleiðum atburði, sem
því miður er ekkert einsdæmi.
Tveir ungir drengir, á að gizka
6—7 ára, voru að koma úr skólan-
um með skólatöskur á bakinu.
Þeir gengu niður að tjarnar-
bakkanum, hentu sandi út i
vatnið, svo að endurnar komu
syndandi f hópum og héldu að
þeir væru með brauðmola. Þegar
þær voru komnar nálægt
bakkanum tóku þeir steinhnull-
unga og hentu í þær. Þeir hittu
nokkra fugla og skemmtu sér við
að sjá þá flögra veinandi í burtu.
Að minnsta kosti ein hefur væng-
brotnað, þvf að hún gat ekki lagt
að sér vænginn. Ég gekk til þeirra
og bað þá að hætta þessu, en þeir
brúkuðu munn og sögðu að ég
ætti ekki tjörnina, svo ég rak þá i
burtu, en þeir færðu sig þá aðeins
til og héldu áfram að hrella fugl-
ana.
Mér fyndist það ekki óviðeig-
andi, að kennarar og náttúrlega
foreldrarnir kenndu börnunum
að umgangast dýr með virðingu."
HÖGNI HREKKVISI
Þú hefur munað að láta Ilögna út fyrir nóttina?
Vl\v(\9 KÍVOt0 VEÍÍA CÓf)At WfoOLLQft
%%% y/. sw/
tQ SAúQKYIMV m/ika- LAOOr VOtú VE1TA GÓ9AY tlorOOLWOj
m
etta gerðist líka...
Nánast úrelt neyðarástand
Fulltrúadeild bandariska þingsins hefur
samþykkt að fella úr gildi neyðarástand, . .
sem Franklin D. Roosevelt lýsti yfir fynr. ”
42 árum til að berjast gegn áhrifum heims-
kreppunnar, og talið er að óldungadeildin
fari að dæmi hennar. Hingað til hefui
þingið aldrei bundið enda á nevðarástanri
sem forseti hefur lýst yfir. Fræðilega séðiMiÉÉkrik
er neyðarástandið frá 1933 þvt enn I fullu gildi og sömuleiðis neyðar
ástand, sem Harry Truman forseti lýsti yfir 1950 vegna Kóreustriðsins,
neyðarástand, sem Richard Nixon forseti lýsti yfir 1970 vegna póst-
mannaverkfalls, og neyðarástand, sem hann lýsti yfir einu ári siðar vegna
halla á greiðslujöfnuði. En þótt fulltrúadeildin hafi samþykkt með 388
atkvæðumgegn 5 að fella niður allar þessar tilskipanir forsetanna um
neyðarástand, kemur ógildihgin ekki til framkvæmda fyrr en að tveimur
árum liðnum. Ástæðan er sögð sú, að stjórnarstofnanir þurfi aðlögunar-
tima til að leiðrétta skýrslur sínar.
Kóngalíf á Kókoseyjum fyrir bí
Kókos-eyjar eru 27 talsins og um
2.500 km norðvestur af Perth í
Ástraliu. Ókrýndur konungu
þeirra heitir John Clunies-Ross
sem á þær flestar. Eyjarnar hafa
verið i ætt hans i eina og hálfa
öld, g Viktoria drottning afhenti
ættinni þær til eignar „um aldur
og ævi" 1886. Þess vegna hafa
Ástraliumenn ekki getað tekið
stjórnina þar i sinar hendur. þótt
þeir hafi haft yfirráð yfir eyjunum
siðan 1955. Nú verður þess þó
skammt að biða, að hinum
ókrýnda konungi verði steypt af
stóli. Ástraliustjórn hefur ákveði
að kaupa þær fyrir tvær milljónir punda og Clunies Ross virðist ætla að
samþykkja kaupin þótt upphaflega muni hann hafa farið fram á 18
milljónir fyrir eyjarnar. Clunies-Ross kveðst hafa séð eyjarskeggjum fyrir
fullkomnu velferðarþjóðfélagi, svo sem ókeypis læknisþjónustu, ellilaun-
um og húsnæði, en þó aðeins barnaskólamenntun af ótta við fólksflótta.
Eyjarskeggjar eru aðeins um 650, stunda kókoshneturækt að sjálfsögðu
og hafa unað glaðir við sitt og greitt fyrir allar vörur sinar i verzlunum
Clunies-Ross með plastpeningum, sem hafa verið lausn hans á efnahags
vandamálum eyjanna og framlag hans til heimsmenningarinnar.
f vXajWRTA ' JLJZT -INDONKI4
!sk|
IX&JAN QCMN
0 Wilœ* í AUSTRALIA
Indíánar setja Ford úrslitakosti
Þrjátíu Sioux-lndiánar hafa verið i
Washington. barið þar striðsbumbur sinar
og lýst þvi yfir að þeir ætli að setja Ford
forseta úrslitakosti Þeir eru frá Pine
Ridge, svæði skammt frá Rapid City i
Suður-Dakota, þar sem um 16.000
Indíánar búa, og krefjast þess, að endi
verði bundinn á brot á samningi. sem vai
geður við Indiána á þessu svæði 1868 ’ tf,
Þeir ætla að senda Ford forseta bréf, þar sem þess verður farið á leit, að
Indianar fái i sinar hendur stjórn eigin mála og endi verði bundinn á
„átroðning" alríkislögreglunnar, FBI, og starfsmanna annarra rikisstofn
ana á yfirráðasvæði þeirra. Þeir bentu á það að tveir menn frá FBI og einn
Indiáni hefðu fallið I skotbardaga i Indiánanýlendunni 26. júnf og sögðu
að um 26 Indiánar hefðu dáið með dularfullum hætti á svæðinu siðan
1972. Fulltrúar Indiánanna segja að samkvæmt samningnum frá 1868
megi enginn utanaðkomandi fara inn á yfirráðasvæði þeirra nema með
sérstöku leyfi og þetta ákvæði hafi starfsmenn FBI og aðrir löggæzlu
menn brotið hvað eftir annað.
Ráðherra mœlti með Guillaume
Landvarnarráðherra Vestur Þjóðverja,
Hans Georg Leber, hefur lýst þvi yfir fyrir
rétti að hann hafi „varla getað imyndað
sér mann með eins góða skipulagshæfi-
leika" og Gunter Guillaume, manninn,
sem var hægri hönd Willy Brandts og
hefur verið dreginn fyrir rétt ákærður fyrir
njósnir. Leber kveðst þvi hafa mælt með
þvi að Guillaume yrði ráðinn starfsmaður
Brandts eftir kosningasigur sósfaldemókrata 1969. Guillaume aðstoðað
Leber I kosningabaráttunni. Leber var svo ánægður með frammistöðu
hans, að hann taidi sig geta treyst honum „fullkomlega i alla staði" og
sendi bréf, þar sem hann mælti með þvi að Guillaume yrði ráðinn til starfa
I forsætisráðuneytinu. Leber er í hægra armi flokksins og mætti harðri
mótstöðu vinstrisinna, en Guiliaume hjálpaði honum að brjóta mót
stöðuna á bak aftur.
A? W/'
'Qi'tfk
KlöTftOUO^