Morgunblaðið - 14.09.1975, Page 23

Morgunblaðið - 14.09.1975, Page 23
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 14. SEPTEMBER 1975 23 Frð vinstri: Sævar FriBþjófsson skipstjóri og útgerðarmaður ð Saxhamri frð Rifi, Leifur Halldórsson skipstjóri ð Steinunni frð Ólafsvik og nokkrir skipverja hans, SigurSur Höskuldsson, Elvar Kristinsson, Vilhelm Árnason og Gísli Wit«m f lúkarnum ð Hring: Frð vinstri, Sigurjón RíkarSsson, Gunnar GuSmanns- son og Helgi Einarsson. Uppi ð kojubrikinni er Ingvar Garðarsson að lesa, en þeir sögðu hann vera tðninginn um borð. Rétt eftir að myndin var tekin bar kokkurinn nýbakaða rjómatertu ð borð og þð var enginn timi til að taka myndir. sveltur og skortur er ð sild i þeim löndum sem vilja nota það hrðefni. Við löndum nýrri sild, veiddri að nóttu, landaðri að morgni, og verðið fyrir kg fer niður I 16 kr. ð sama tima og 1 kg af þorski er selt úr bðt ð liðlega 40 kr. Skyldu milliliðirnir hafa aukizt frð því sem ðður var, eða eru þeir bara heimtufrekari. „Það er dekrað við menntamenn en djöflazt á sjómönnum" „Tækniskólakennararnir hafa ugglaust fengið sinar kröfur fram ðn teljandi mótbðra, en liklega verða sjómenn að stöðva bátaflot- ann til þess að fð leiðréttingu sinna mðla, rikisvaldið virðist hafa efni ð þvi. Það er dekrað við menntamenn en djöflazt ð sjómönnum." Við erum um borð i rekneta- bðtnum Hring og viðmælandi okkar, Helgi Einarsson, er að komast á skrið I mðlflutningi sinum. „Menn," hélt hann áfram, „eru ákaflega heitir út í þetta sildarverð og þetta er ekki hægt, það er ekki hægt að bjóða sjó- mönnum hvað sem er, þótt það sé gert. Sjómenn eru tregir að Iðta heyra frð sér nema til þeirra sé leitað, enda ættu sjómenn ekki að þurfa að vera að standa i svona hringavitleysu, það er þeirra að fiska og ekki annað ef rétt væri á málum haldið hjð þeim-sem þvi er treyst fyrir. Fyrrum hélzt verð á sild i fryst- ingu i hendur við verð á linufiski, en nú er þetta allt að hrapa niður úr öllu valdi og þó er markaðurinn fyrir sildina ekki verri en fyrr. Það hljómar allt i steik hjá sildarút- vegsnefnd. Þeir reikna með að hafa 50—60 þús. tunnur út ð markaðinn að loknu úthaldi og þetta gefa þeir allt á borðið án þess að sýna nokkra sölu- mennsku. Af hverju ekki að vinna markaðinn með festu og fá verð fyrir sildina i stað þess að gefa hana eins og þessir herrargera. Sviarnir geta hringt i einn mann, Gunnar Flóvenz og fengið allt að vita um þessi mðl i stað þess að við ættum að sýna einhverja sölu- mennsku og þreifa fyrir okkur á fleiri stöðum með minna magn i boði á hverjum stað. Við sjómenn skiljum þetta ekki ð annan hðtt en það eigi að leggja sjómenn niður, þetta er svo mikil hringavitleysa. Við gefum út að við ætlum að salta þetta mikið og svo ráða kaupendurnir verðinu. Við vitum að ráðamenn geta lagfært þetta ef þeir vilja og hafa ðhuga ð og við trúum ekki öðru, en ef til vill vilja þeir bara láta skuttogarana ð þetta, helv... skuttogarana. Það er ekki nóg að mannskapurinn hafi ekkert út úr þessu, heldur berjast bátarnir i bökkum einnig. Einn bátur hér var að byrja á reknetum með allt nýtt, útbúnað upp á 3,5 millj. kr. i startið, en þetta verð sem er i gildi dugir ekkert upp i það hvað þá meira. Svo er fyrir- hyggjan eins ð öllu, ef ekki hefði verið opnað fyrir nótabðtana væru nú 40—50 bátar hér ð reknetum. en það er alJrei hægt að gera neitt varðandi útgerðina nema að það sé yfirfullt af vitleysum. Síld sem er söltuð um borð i nótabátunum kemur miklu verr út, þvi það er ekki timi tiil að vinna hana eins vel og í landi, en reknetabðtarnir koma daglega með fyrsta flokks vöru að iandi og með þvi að nýta reknetamöguleikana hefðu for- svarsmenn þessara mðla getað byrjað að vinna sildarmarkaðinn ð ný af einhverri skynsemi og vinna að þvi að fá verð fyrir hrðefnið i stað þess að vilja bara á sem einfaldastan og fljótvirkastan hátt losna við það á einu bretti til einhvers sem ræður verðinu að mestu sjálfur, en það er vist erfitt að ætlast til annars af þessum skrifstofuherrum, sem vaða allan reykinn i þessum málum. Hvað á svo að gera við smásild- ina, sem kemur út úr flokkunar- vélunum um borð í nótabátunum. Það hefur enginn viljað svara því vegna þess að það á að henda henni dauðri i sjóinn. Af hverju ekki að leyfa nóta- bátunum að veiða t.d. þessi umtöluðu 7500 tonn og láta þá landa öllum aflanum til vinnslu I landi? Það væri vitlegra i stað þess að með þvi fyrirkomulagi sem sett hefur verið ð geta þeir alveg eins veitt 30 þús. tonn til þess að ná þeim 7500 tonnum sem þeir eiga að salta. 20 þús. tonn i sjóinn aftur og riflega það, getur einhver mælt þessari vit- leysu bót, sömu vinnubrögðum og voru fordæmd fyrir jafnvel 30 árum? Þetta er ekki áróður fyrir okkur ð reknetabðtunum, þetta er áróður fyrir skynsamlegum vinnu- brögðum. Það er hagsmunamðl fyrir þjóðina að byggja aftur upp reknetaveiðar, hér eru allt upp I 300 tonna bátar á rek- netum, svo það er æði stór floti sem getur stundað þessar veið- ar ef vit er haft á þessum málum. Það er talað um friðun fiskstofna og slikt, en næsta dag byggist allt á að murka þetta niður. Annaðhvort er að hafa mannsæmandi laun til sjó- manna. ella láta þetta detta út af. 150 þús. kr. laun eru ekki óalgeng hjð landmönnum og svo eigum við að fiska sild fyrir 60—70 þús. kr. laun á mánuði. Menn sem eru að þráast við hljóta að gefast upp fyrr en seinna. Nú, kannski vill kerfið láta aðra togara en skuttogara detta út úr dæminu, en ætli það sé ekki of dýrt. Ætli það væri ekki til dæmis skynsam- legra að láta útflutningsgjöldin detta út, en koma beint til skipta i staðinn." Um borð i Steinunni ð Hornafjarðarmiðum. Netin dregin i gegn um blökkina þar sem tveir sjómenn gera þau klðr i hristarann sem er ð miðju þilfari og siðan taka þrir sjómenn við netunum úr hristaranum og einn er i þvi að taka baujur og annað sem þarf að gera. n Viðskiptavinir athugið Opna hárgreiðslustofu mína að Nýbýla- vegi 24 D Kóp. á ný. Anna Sigurjónsdóttir, sími 44220. 1 I © Notaðir bílar til sölu O Volkswagen 1 200 '73 Volkswagen 1 200 '74 Volkswagen 1 300 '70—'71 Volkswagen 1 303 '73 og '74 Volkswagen Fastback '67, '69 og '71 Volkswagen sendibifreið '71 —'73 Volkswagen Passat '74 Land Rover Bensín '64 Land Rover díesel '64 Land Rover bensín '65 Land Rover bensín '68 Land Rover díesel '71, '73 og '74 Morris Marina '73 Audi '66 Cortina '74 Volvo 1 44 árg. '7 1 Peugeot 404 árg. '72. Austin Gipsy diesel '67 Volkswagen Pick-up árg. '72 HEKLA hf. Laugavegi 1 70—172 — Simi 21240 Auglýsing um skoðun bifreiða með G skrásetningar- merki í Gu/lbringusýslu og Grindavík. Það tilkynnist hér með, að skoðun bifreiða með G-skrásetningarmerki í Gullbringusýslu og Grindavík fer fram mánudaginn 22. september þriðjudaginn 23. september, miðvikudaginn 24. sep- tember og fimmtudaginn 25. september 1975. Skoðunin fer fram við Bifreiðaeftirlitið í Keflavík að Iðuvelli 4, Keflavík áðurnefnda daga kl. 9—12 og 13 — 16.30. Festivagnar, tengivagnar og farþegabyrgi skulu fylgja bifreiðum til skoðunar. Við skoðun skulu ökumenn bifreiðanna leggja fram fullgild ökuskírteini. Sýna ber skilríki fyrir því, að bifreiðaskattur og vátrygging fyrir hverja bifreið sé í gildi. Athygli skal vakin á því, að skráningarnúmer skulu vera læsileg. EIGENDUR REIÐHJÓLA MEÐ HJÁLPARVÉL ERU SÉRSTAKLEGA ÁMINNTIR UM AÐ FÆRA REIÐHJÓL SÍN TIL SK0ÐUNAR. Vanræki einhver að koma bifreið sinni til skoðunar á auglýstum tíma, verður hann látinn sæta sektum samkvæmt umferðarlögum og bifreiðin tekin úr umferð hvar sem til hennar næst. Til athugunar fyrir bifreiðaeigendur: Við fullnaðarskoðun bifreiða skal sýna Ijósastillingarvottorð. •Þetta tilkynnist öllum þeim sem hlut eiga að máli. Bæjarfógetinn í Hafnarfirði og á Seltjarnarnesi, sýslumaðurinn í Kjósarsýs/u. Bæjarfógetinn í Keflavík og í Grindavík, sýslumaðurinn í Gu/lbringusýs/u ! 1. september 1975.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.