Morgunblaðið - 14.09.1975, Qupperneq 25
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 14. SEPTEMBER 1975 25
Septem 1975
Á ferli mínum sem listrýnis
minnist ég þess ekki að þaS
hafi veriS jafn mikiS um
myndlitarsýningar i bænum og
um þessar mundir, aS lista-
hðtiSum undanskildum, a.m.k.
ekki um gildar sýningar sem
sjðlfsagt er aS fjalla um. Gæti
ég naumast komizt yfir það aS
skrifa um þær allar, kæmi ekki til
sumarhlé frð kennslu, einkum
vegna þess, aS sýningarnar standa
svo stutt og svo vill til, aS fleira
efni þarf rúm ð siSum blaðsins en
umsagnir um listsýningar! Ég hefi
margoft bent ð þaS, aS sýningar
þurfa að standa yfir i tvær vikur
a.m.k. þvi að annars getur hvorki
ðg né blaðiS ðbyrgzt aS listdómur
birtist i tíma. Menn hafi það i
huga, einkum vegna þess aS
greinar þurfa aS berast i hendur
ritstjórnar 3—4 dögum ðSur en
þær eiga aS birtast og listdóma
hristir maSur ekki fram úr
erminni. Einungis fyrir sérstaka
velvild og skilning hefur þaS
reynzt útilokaS. Allir æskja þess
aS vel og vandlega sé fjallaS um
sýningar sinar og þaS getur maSur
naumast á harSahlaupum á milli
sýningarsala, sem eru dreifSir um
alla borgina. Ég treysti þvi aS allir
lesi listdóm um jafn merka
sýningu og Septem og þvi greip ég
tækifæriS til aS'koma þessu á
framfæri, og ég tel rétt aS hefja
umfjöllun um sýninguna meS
þeirri gagnrýni, aS slik sýning má
ails ekki standa skemur en i 2—3
vikur og helzt ætti hún aS opna
siSustu viku i september og
standa fram f október meS tilliti til
framhaldsskólanna og allra þeirra
úr dreifbýlinu sem flykkjast til
höfuSborgarinnar til nðms.
Fyrir einu ári siSan er
Septemhópurinn sýndi i fyrsta
skipti , litu sumir fyrirtækiS
hornauga og töluSu jafnvel um aS
hér væri veriS aS vekja upp
gamlan draug meS skirskotun til
Septembersýninganna forSum.
Enn aSrir töluSu um aS hér væri
á ferS samkeppni viS haust-
sýningarnar og töldu þetta ekki
hollustu viS félagiS og var
hundur I sumum. Rétt er aS
athuga aS hér var ð ferS kjarninn
úr gamla félaginu og ðrviss-
ir þátttakendur á öllum
haustsýningum allt frá þvi aS
septembersýningarnar voru lagSar
niSur. Nú mun hinsvegar hafa
komiS á daginn aS hér var tekin
rétt stefna, haustsýningin þolir
þessa blóStöku, sé vandaS til
hennar og Septem-menn koma
sýnu stérkari út i heild en á
haustsýningunum. Er sýningin
orSin aS árvissum og merkum
listviSburSi á myndlistarsviS-
inu þeim helzta ásamt
haustsýningunni, sem i ár verSur
ekki haldin fyrr en i október af
húsnæSisástæSum þar eS
Kjarvalsstaðir koma ekki til greina
að óbreyttum ástæðum. ÞaS er
mikil litadýrS, sem blasir viS
sýningargestinum er hann kemur
inn i sýningarsali Norræna hússins
enda er liturinn mikið atriði i list
þessara manna og segja má aS
þeir gangi fyrst og fremst út frá
litnum og fórna honum sjaldan til
hags fyrir formin en þessi tvö
atriði skulu i bróðurlegu samræmi.
Þeir, sem aðallega leita eftir
breytingum i list einstaklinga á
öllum sýningum og gefa þeim
einkunnir i samræmi við þaS, eiga
hingað nokkurt erindi. Mest ber i
fyrstu á þessu hjá GUÐMUNDU
ANDRÉSDÓTTUR, en við nánari
skoðun reynast breytingarnar ekki
eins miklar, en hún spinnur
nú fleiri þræði i kringum
kjarnaformið, hringlaga og ávalt.
Mér virSist hún standa sterkast i
mynd sinni „Dvöl" (7), sem er
bæSi lit- og formhrein auk þess aS
vera róieg fyrir augað
KRISTJÁN DAVÍÐSSON fer á
kostum aS venju, sparar hvorki lit
né „spontanitet", nú bregður svo
viS, að hann er farinn aS mála
andlit inn i myndir sinar, aS visu
engin venjuieg andlit og mjög
frábrugðin þeim er hann málaSi af
mikilli list fyrr ð ðrum. ViS þetta fá
myndir mans nýjan tjáningarmðtt
og ætla mætti aS hinir ungu taki
ofan fyrir „gamla manninum."! Ég
tók sérstaklega eftir myndum likt
og „Ásgrimur, Jón og Jóhannes"
(10), sem er léttilega máluS með
kýmnum undirtón, 13, „FerS yfir
Myndllst
eftir BRAGA
ÁSGEIRSSON
fjörS" sem er mjög yfirveguS i lit
og alvárleg i formi, „Kommóða"
(19), sem er ein af þessum
sprelllifandi myndum i þessum
myndaflokki, og loks vil ég nefna
myndina „SkáphurS með
frimerki" (20), sem stingur mjög i
stúf við aSrar myndir Kristjáns í lit
en er mjög auðug af grátónum og
frimerkiS er skemmtilega staðsett
i myndinni en hefði verið ennþá
skemmtilegra ef það hefði verið
handmálað á súperrealistiskan
máta. Ekki verSur annað sagt, en
aS Kristján komi vel út úr þessari
sýningu og að það sópi að honum,
myndaflokkurinn „Ferðalangar"
(1 5—18) er og listilega gerður.
JÓHANNESJÓHANNESSONer
traustur málari og mjög jafngóSur
svo lengi sem hann klæðist ekki
sparifötum. sem fara honum ilta,
likt og starfsbróður hans varð aS
orði um stóra figúrativa mynd eftir
hann sem var á sýningunni
„ísland-lslendingar." Litum
einungis ð vinnubrögð likt og i
mynd hans „Græn tilvera" (27),
sem byggð er upp af ótal
einingum og smáatriðum en
myndar þó mjög áhugaverða og
traustvekjandi heild. Yfirvegan og
sálarró skin úr hverjum
pensildrætti þessa ágæta málara.
Hin stóra mynd hans „Rúnir
timans" (29) hefur vakiS mikla
athygli og hér er hann ^likt betur i
essinu sinu heldur en i
áðurnefndri stóru mynd.
ÞORVALDUR SKÚLASON,
hefur oft komiS sterkar úr
samsýningum þótt hann eigi meS
beztu myndum sýningarinnar eins
og t.d. „Ljós i myrkri" (23) og
„Málverk" (25), sem báðar eru
glæsilega málaðar, sennilega var
ekki rétt aS skipta honum i tvo
sali þar sem hann á færri myndir
en flestir hinna. Þorvald má meS
réttu nefna móSurskip sept-
embermanna, þar sem ýmis
form sem hann kemur fyrst fram
með, ganga aftur í myndum sumra
félaga hans og er skemmtilegt að
fylgjast meS þvi hvernig þeir
virkja þau ð ólikan hátt, nálgast
þau f rá nýjum hliSum.
KARL KVARAN á hér fjórar
stórar myndir i einföldum
sveifluformum sem minna dálitiS
á Þorvald en eru allt örðuvisi í lit,
harðari og raunsærri. Sennilega
veldur upphengingin ekki svo litlu
um það aS Karl kemur hvergi
nærri jafn sterkt út úr þessari
sýningu og i fyrra, sumir muna
naumast eftir verkum hans i stóra
salnum enda er veggurinn
vanþakklátur og erfiður í
upphengingu. Hins vegar njóta
myndir Karls i minni sal sin vel og
sópar þar aS mynd hans
„Málverk" (38), sem er einföld,
formsterk og litrik.
VALTÝR PÉTURSSON kemur
sterkt út úr þessri sýningu og
hefur sjaldan „brilleraS" jafn
rækilega i lit enda virðist fólk
kunna aS meta slikt, þvi að flestar
myndir hans munu seldar er þetta
er ritað. Upphenging á myndum
hans i innri sal hefur og tekizt
mjög vel og þar eru hinar litríku
og fersku myndir hans „Blóm"
(52), „Hreyfing" (63) og „Blóm"
(54). Hins vegar eru myndir hans
viS innganginn sem eru tiibrigSi
viS haust og vetur, allt annar
handleggur og virSast algjöriega
skorta þann lifsneista sem hinar
myndirnar prýSir.
SIGURJÓN ÓFLASSON er
frjósamur myndhöggvari hvar sem
hann ber niSur, i tré, járn, stein og
er að auki barnakarl mikill. Hann
er þvi naumast einhamur hvað
skapandi atorku snertir.
Trémyndir hans á sýningunni eru
mjög frjóar i formi en njóta sin vart
sem skyldi ð móti parkettgólfinu
og ég hygg að flestar tegundir
höggmynda eigi frekar erindi í
þessa sali heldur en trémyndir og
sizt i þeim tilvikum er þær eru nær
samlitar gólfinu. Frumsmiði hans
aS minnisvarSa yfir Inga T.
Lárusson er mjög skemmtileg og
heilsteypt verk hvað heildarform
áhrærir en ekki er ég sáttur viS
hina undnu járnlengju inni i
holforminu, finnst hú stinga i stúf
við tréS og ekki jafn „brillant" i
formi.
Gestur sýningarinnar, ANDRÉ
ENARD, er ágæt viðbót við
sýninguna þar sem myndir hans
stinga skemmtilega i stúf viS
annaS framlag, bæði í listrænni
hugsun sem lit. Enard er heflaðari,
„kúltiveraSri", á vissan hátt, hér
skynjar maSur sitthvað af hinni
grónu menningu meginlandsins.
Mynd hans „Un tissu d’illusiona"
(40), sem er m.a. með 22ja og
24ra karata gulli, er mjög lifandi
og létt auk þess að vera
óvenjulega máluS. Af öðrum
myndum hans vil ég nefna
„Ovale" (42) og „Percepción
naciente" (45), sem er upphleypt
og ðkaflega mjúk i litatónum.
Að framanskráðu mð ráða að
sýningin sé sterk i heild en þó er
sú árátta Septem-manna, að
dreifa myndum flestra sýnenda
um alla veggi, atriði, sem ég teldi
farsælast að taka til nokkurrar
endurskoðunar. Hinar ágætu
móttökur sem Septem-sýn-
ingarnar hafa fengið sanna það
áþreifanlega, að hér hefur skapazt
jarðvegur fyrir listhópa og að á
fáum árum hafa viðhorf
almennings til samsýninga tekiS
ótrúlegum og ánægjulegum
umskiptum.
id Mývatn og sést út yfir vatnið í
Ljósm. Mbl. Friöþjófur.
einnig stutt sina flokka með fram-
lögum og ég læt alveg ósagt hver
hefur borgað stærstu framlögin
til hvaða flokks. Ég ætla ekki að
vera með neinar aðdróttanir um
það en ég er ekki alveg viss um,
að stærstu upphæðirnar í þessu
séu eins og háttvirtur þingmaður
vildi gefa í skyn i flokkssjóði
Sjálfstæðisflokksins. Það leyfi ég
mér að efast stórkostlega um án
þess að vera með nokkrar aðdrótt-
anir í því efni og það er vissulega
svo, held ég i dag, að því fer víðs
fjarri, að það sé Sjálfstæðisflokk-
urinn, sem búi miklum mun betur
varðandi fjárhagslega afkomu,
heldur en aðrir flokkar I þjóðfé-
laginu.“
I sömu ræðu vék Magnús Jóns-
son að því hvort setja ætti löggjöf
um fjárreiður flokkanna og sagði:
„Ég hygg því að það ætti ekki að
þurfa að vera neitt vandamál að
fá samkomulag um að setja þing-
nefnd eða nefnd flokkanna til
þess að íhuga þetta mál, kynna
sér löggjöf um það í öðrum lönd-
um og gera sér grein fyrir því
hvað eðlilegt væri að í slikri lög-
gjöf væri og hvaða reglur hér
ættu að koma til greina. Það er til
svona löggjöf I ýmsum löndum,
hins vegar hygg ég að hún takist
mjög misjafnlega í framkvæmd.
Þar sem hann (framsögumaður
Alþýðubandalagsins) minntist á
Bandaríkin í því efni, meira sem
gamanmál, þá held ég, að sann-
leikur málsins þar sé sá, að þessi
löggjöf hafi reynzt mjög erfið i
framkvæmd og ýmsar krókaleiðir
séu til þess að komast fram hjá
henni og sannast sagna ýmislegt í
henni þar í Iandi harla hæpið. En
það breytir ekki þvi, að það má
vel hugsa sér, að slík löggjöf verði
sett og ég tel sjálfsagt að athugað
verði í þeirri nefnd, sem fær
þessa tillögu til meðferðar, hvort
flokkarnir geta orðið sammála um
það, hvernig hún skuli sett á lagg-
irnar.“
Fjárframlög og
lóðaúthlutanir
Síðustu vikur hefur allmikið
verið skrifað í andstæðingablöð
Sjálfstæðisflokksins i borgar-
stjórn Reykjavíkur um lóðaút-
hlutun til Ármannsfells h/f, sem
er umfangsmikið byggingafyrir-
tæki í borginni, og því hefur verið
haldið fram, að beint samband
hafi verið á milli þeirrar lóðaút-
hlutunar og framlags þessa
byggingafyrirtækis til Sjálf-
stæðishússins nýja, sem verið
hefur í byggingu um nokkurt
skeið. I þessum umræðum hefur
verið staðhæft, að lóðaúthlutunin
hafi farið fram með óeðlilegum
hætti, þar sem I fyrsta lagi hafi
verið tekið til byggingar svæði,
sem samkvæmt aðalskipulagi
hafði átt að vera svokallað grænt
svæði, í öðru lagi hafi það óvenju-
lega gerzt, að byggingaraðilinn
sjálfur hafi komið fram með hug-
mynd að skipulagi svæðisins og I
þriðja lagi hafi úthlutun lóðarinn-
ar farið fram án auglýsingar.
Nú er það auðvitað ljóst, að
bygging hins nýja Sjálfstæðishúss
kostar mikla fjármuni, og mun
þeirra aflað með eftirtöldum
hætti. í fyrsta iagi hefur Sjálf-
stæðisflokkurinn selt húseignir
sinar við Laufásveg og Valhöll við
Suðurgötu fyrir allháa fjárhæð og
verulegur hluti þeirrar fjárhæðar
rennur að sjálfsögðu til byggingar
nýja hússins. í öðru lagi hefur á.
tveimur siðustu landsfundum
Sjálfstæðisflokksins verið safnað
fé hjá landsfundaríulltrúum, og i
framhaldi af þvi raunar hjá öðr-
um flokksmönnum, og munu á
þessum tveimur landsfundum
hafa safnazt um 15 milljónir
króna f byggingarsjóð hússins. í
þriðja lagi hefur verið leitað tii
ýmissa fyrirtækja, sem hafa
viljað láta fé af hendi rakna í því
skyni að koma hinu nýja Sjálf-
stæðishúsi upp og i fjórða lagi má
ætla, að einhver lánafyrirgreiðsla
hafi fengizt i sambandi við
byggingu þessa húss eins og raun-
in mun vera um húsbyggingar eða
fasteignakaup annarra stjórn-
málaflokka.
I frétt I Morgunblaðinu fyrir
nokkru, var frá því skýrt, að þvi
hefði eindregið verið neitað á
fundi í borgarstjórnarflokki sjálf-
stæðismanna, að sögusagnir um,
að samband væri á milli fjárfram-
laga Armannsfells og lóðaúthlut-
unar til þess, væru sannar, og
ekkert hefur komið fram opinber-
lega sem sannar hið gagnstæða.
En það breytir þvi hins vegar
ekki, að ranglega hefur verið að
málum staðið, í sambandi við
lóðaúthlutina til Ármannsfells og
á þann veg að ýtt hefur
undir framangreindar
sögusagnir.
Þar er fyrst og fremst um
að ræða þá staðreynd, að lóð þess-
ari var úthlutað án auglýsingar.
Morgunblaðið hefur gert tilraun
til þess að fá upplýsingar um það
hjá Reykjavikurborg, hve mörg-
um lóðum hefur verið úthlutað á
þessu ári og síðasta ári án aug-
lýsingar, en fengið þau svör, að
svo mikil vinna væri að taka þess-
ar upplýsingar saman, að það
væri ekki hægt sökum sumar-
leyfa. Það er auðvitað alveg nauð-
synlegt, að þessar upplýsingar
liggi fyrir til þess að menn geti
áttað sig á því, hvort lóðaúthlut-
unin til Ármannsfells, án aug-
lýsingar, sé ein af fáum dæmum
um slíkt eða hvort það sé jafnvel
algengt. En víst er um það, að
þetta fyrirtæki er ekki eini aðil-
inn, sem fengið hefur lóð án aug-
lýsingar. Þannig er t.d. ekki vitað
til þess, að lóð sú sem Þjóðvilja-
húsið nýja rís á, hafi verið auglýst
til umsóknar og er auðvitað engin
ástæða til þess, að stjórnmála-
flokkar eða blöð á þeirra vegum
sitji við annað borð um lóðaút-
hlutanir en t.d. byggingarfyrir-
tæki. Sé úthlutunin til Ármanns-
fells h/f gagnrýnisverð að þessu
leyti er úthlutunin til Þjóðviljans
það einnig. Það er lika athyglis-
vert, að borgarfulltrúi Alþýðu-
flokksins, en það er einmitt
Alþýðublaðið sem mest hefur
skrifað um þessi mál hefur i öðru
tilviki viljað gefa byggingaraðila
fyrirheit um lóð áður en hún yrði
auglýst.
Aðalatriðið er hinsvegar það, að
borgarstjórnarflokkur sjálf-
stæðismanna, sem ber þá miklu
ábyrgð að hafa með höndum
meirihlutastjórn i Reykjavík,
verður að gera hreint fyrir sínum
dyrum opinberlega en frá for-
svarsmönnum borgarstjórnar-
flokksins hefur ekkert heyrzt frá
þvi, að umræður og skrif um þessi
mál hófust. Má væntanlega gera
ráð fyrir að þeir skýri þetta mál
að lokinni athugun, sem standa
mun yfir á þvi innan Sjálfstæðis-
flokksins. I öðru lagi er það trú
Morgunblaðsins að í framhaldi af
deilum sem upp hafa risið um
þetta mál, sé hyggilegt að taka
upp þá stefnu i Ióðaúthlutunum
borgarinnar, að engin lóð verði
veitt án auglýsingar. Ástæðan
fyrir þvi, að borgaryfirvöld hafa
hneigzt til þessarar aðferðar er
auðvitað sú að svo mikil eftir-
spurn er eftir lóðum, að það er
býsna erfitt að gera upp á milli
umsækjenda. En til þess eru
menn kjörnir í ábyrgðarstörf að
axla þann vanda, sem þeim fylgir.
Fjármál flokk-
anna á hreint
í tilefni af þeim umræðum, sem
fram hafa farið um þessi mál að
undanförnu, sýnist full ástæða að
taka upp þráðinn, þar sem frá var
horfið 1973 með skrifum hér í
Reykjavíkurbréfi og umræðum á
Alþingi og að stjórnmálaflokkarn-
ir komi sér saman um að setja
löggjöf eða ákveðnar reglur sem
varða fjárreiður flokkanna, Það
er stundum talað af lítilsvirðingu
um stjórnmálaflokka og hlutverk
þeirra í okkar þjóðfélagi, en það
er mesti misskilningur, að starf-
semi þessara flokka sé þáttur i
okkar þjóðlífi sem eigi að van-
meta eða gera lítið úr. Við þurf-
um ekki annað en að lita til
Portúgals til þess að skilja betur
þýðingu stjórnmálaflokka og auð-
vitað á að búa þannig að stjórn-
málaflokkunum, að þeir geti með
sæmilegum hætti komizt af fjár-
hagslega og að stuðningsmenn
þeirra, sem það vilja, geti lagt
fram fé til starfsemi þeirra án
þess að biða tjón af. Þess vegna er
alls ekki fráleit sú hugmynd, sem
fram kom i Reykjavíkurbréfi
Morgunblaðsins 4. nóv. 1973, að
fjárframlög til stjórnmálaflokka
verði skattfrjáls með sama hætti
og er um gjafir til líknar- og
menningarmála, og að vinningar í
happdrættum flokkanna verði
skattfrjálsir eins og er um vinn-
inga I fjölmörgum happdrættum
öðrum. Aðalatriðið er, að þessi
mál verði opnuð og að þau verði
opinber, að hætt verði að pukrast
með peningamál flokkanna. Með
þeim hætti einum verður komið i
veg fyrir sögusagnir og slúður og
með þeim hætti einum geta
stjórnmálaflokkarnir firrt sig
hættunni af ásökunum af þvi tagi,
sem Sjálfstæðisflokkurinn i
borgarstjórn Reykjavíkur stend-
ur nú frammi fyrir, en allir vita
að oft getur verið erfitt að af-
sanna söguburð jafnvel þótt eng-
inn fótur sé fyrir honum.