Morgunblaðið - 14.09.1975, Side 38

Morgunblaðið - 14.09.1975, Side 38
38 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 14. SEPTEMBER 1975 Olafur Kjartansson póstmaður Keflavík Á sólbjörtum sumardegi lágu leiðirnar okkar Ölafs Kjartans- sonar fyrst saman. Ég var á gangi niður Hafnargötuna í Keflavík, rétt eftir hádegið, þá nýkominn þangað og þekkti fáa. Þegar ég nálgaðist pósthúsið, voru dyr þess opnaðar og út vatt sér ungur mað- ur með einkennishúfu á höfði og bréfberatösku við hlið. Á gang- stéttinni fyrir utan beið farar- skjótinn, þ.e. reiðhjólið, eiganda síns, sem gerði stg líklegan til að stíga á bak og hefjast handa við skyldustörfin. Hann var ekki lagður af stað, þegar ég gekk framhjá. Eins og ósjálfrátt kinkaði ég til hans kolli — og hann tók kveðju minni þótt við þekktumst ekki neitt. Hlýtt bros breiddist yfir andlit hans. Á þessari örfleygu stund horfði ég inn i augu, sem lýstu af einlægni góðhug og hlýrri alúð. Fas og framkoma bar ótvíræðan vott um drenglund og staðfestu. Engin orð fóru okkur í milli þetta sinn. Og eftir örskamma stund hjólaði þessi sérstæði, ungi maður leiðar sinnar, því skyldan kallaði — og skyldunni vildi hann augsýnilega ekki bregðast. Þegar ég horfði á eftir honum, þar sem hann hjólaði rösklega niður Hafn- argötuna, þá fór ég að hugsa um, hve einkennilega vel hann féll inn í mynd hins sólfyllta sumar- dags. Og á þessari stundu varð ég sannfærður um, að það væri gott að eiga þennan unga mann að vini. Þessi mynd af Ölafi Kjartans- syni, sem allir Keflvíkingar þekktu undir nafninu „ÓIi póst- ur“, verður mér alla tíð hugþekk og kær. Því ekki liðu langir tímar unz hugboðið varð að vissu. Ólaf- ur Kjartansson átti fáa sína líka. Hann var flestum þeim eðliskost- um gæddur, sem fegurst prýða góðan dreng. Sannari vinur og heilli en hann er áreiðanlega vandfundinn. Á uppvaxtarárum sínum mun Ólafur hafa verið heilsuveill. Og aldrei náði hann fullri líkams- hreysti. En eigi að síður stundaði hann starf sitt af slíkri kostgæfni, að á þeim vettvangi munu fáir fínnast honum fremri. Hann kom víða og kynntist mörgum, eins og að líkum lætur. Fyrr á árum, með- an Keflavík var minni, lá leið hans að hvers manns dyrum. Og alltaf var brosið hans jafn ylríkt og bjart, hvort sem hann tók upp úr tösku sinni til afhendingar til- kynningu um fallinn víxil eða langþráð vinarbréf. Stundum kom það fyrir að hann gaf sér tíma til að koma inn, drekka kaffisopa og spjalla smástund. Oft lágu honum græskulaus gaman- yrði létt á tungu. En allt hans tal t Móðir okkar, FRÚ ANNA SIGURJÓNSDÓTTIR, Fjólugötu 3. Reykjavík, andaðist í Landakostsspítala I gær. Útförin auglýst síðar. Fyrir hönd barna, barnabarna og annarra ættingja, Sigrún Óskarsdóttir, Dórothea Óskarsdóttir. t SVERRE STENGRIMSEN, vélsmiður Mávabraut 2, Keflavík sem andaðist 7. sept. verður jarðsunginn frá Fossvogskrikju 16. sept. kl. 1 0.30 árdegis. Þeim sem vildu minnast hans er vinsamlegast bent á Slysavarnafélag íslands. —-»..nti Elín A. Stengrimsen, Lilja Melsteð og aðrir vandamenn, Eiginmaður minn GUÐMUNDUR KRISTINN ÓLAFSSON, Vesturgötu 88, Akranesi verður jarðsunginn frá Akraneskirkju þriðjudaginn 1 6. sept. kl. 1 4. Þeim sem vildu minnast hans er bent á SÍBS Sigríður Ólafsdóttir og aðrir vandamenn. t Útför eiginmanns míns, föður okkar og sonar. . .. KRISTINS JÓNSSONAR, Grettisgötu 73 sem andaðist 5 þ m fer fram frá Fossvogskirkju þriðjudaginn 16 september kl 1.30 Bryndis Emilsdóttir, Sigriður Kristinsdóttir, Laufey Kristinsdóttir, Hulda Kristinsdóttir, Jón E. Kristinsson, Valdis Kristinsdóttir, Sigrún Kristinsdóttir, Bryndis K. Kristinsdóttir, Guðrún Gisladóttir. t Þökkum af alhug auðsýnda samúð og einlægan vinarhug við andlát og jarðarför eiginmanns míns, föður, tengdaföður og afa, ARINBJÖRNS GUÐJÓNSSONAR, Hverfisgötu 49, Hafnarfirði. frá Galtalæk. Guðrún Gissurardóttir, Jóna Arnbjörnsdóttir, Sigurbjörg Eiriksdóttir, Margrét Eiriksdóttir, Arnbjörn Eirfksson, Guðrún Eiriksdóttir, Laufey Eiriksdóttir, Eirikur Eiriksson, Gunnar Sigfússon, Gunnar Hallgrímsson. Sigriður Kristmundsdóttir, Sigurður Hólmgrímsson, Dagbjört Eirfksdóttir og barnabarnabörn. einkenndist þó fyrst og fremst af falslausri góðvild í garð náung- ans. Hnjóðsyrði um aðra hygg ég að hafi aldrei hrotið af vörum hans. Og væri á einhvern hallað i hans. áheyrn, var hann allra manna fljótastur til að taka mál- stað hans, leiðrétta mishermi og færa til betri vegar vafasamar „rökkursögur“ eða vísa þeim heim til föðurhúsanna. 1 meira en tvo áratugi var ég tíður gestur meðal Keflvíkinga, sem komu saman, bæði á sorgar- og gleðistundum. Það vakti fljótt athygli mína, að nánast alltaf hafði Ólafur Kjartansson sent hlutaðeigendum kveðju sína, heill eða samúð eftir þvi sem um var að ræða hverju sinni. Ólafur var einlægur trúmaður og heilshugar unnandi kirkjunn- ar sinnar. Fáir Iögðu oftar leið sina en hann í Guðs hús á helgum dögum. Og þátttaka hans í guðs- þjónustunni var engin sýndar- mennska, heldur svölun þeirrar þrár, sem helgust bjó í barmi hans. Hann gat af heilu hjarta gert að sinum eigin þessi forn- helgu orð: „Ég vár glaður er menn sögðu við mig: Göngum í hús Drottins.“ Hann var bæði fljótur og fús til að rétta hjálparhönd, þegar hið kirkjulega starf var annars vegar. M.a. kom það talsvert oft fyrir, að hann hlypi í skarðið, þegar með- hjálpari var fyrir einhverjar sakir forfallaður. Og þannig var hann ekki aðeins þegar kirkjan átti i hlut. Hann vildi alls staðar hjálpa, þar sem hjálpar var vant, alls staðar koma fram til góðs, öllum gott gera, eftir því sem í hans valdi stóð. En stærstur verður Ól- afur þó i minningunni, þegar minnzt er hinnar sívökulu og óþreytandi umhyggju hans I garð aldurhniginna foreldra sinna, Kjartans Ólasonar og Sigriðar Jónsdóttur. Sá óbrigðuli kærleik- ur, sem hann auðsýndi þeim, ekki sízt móður sinni, á meðan hún lifði, sýnir gerst hvern mann Ólaf- ur hafði að geyma. Hann sýndi það í verkinu, svo ekki gleymist, að hann hafði numið og tileinkað sér — hið alkunna heilræði Hall- gríms: „Foreldrum þfnum þéna ’ af dyggð. þá má gæfu veita. Varast þeim að veita styggð. viljir þú gott barn heita.“ Hann var gott barn, — góður drengur, heill og sannur, traustur og trúr, heima og að heiman, í vináttu og starfi, bæði í smáu og í stóru. Hann naut þeirrar gæfu að eignast velvild og einlægan vinar- hug flestra, ef ekki allra, sam- borgara sinna. Ég bið Keflavík margra bjartra fagurra og sólríkra vor- og sumar- daga á ókomnum árum. — En mér er það ljóst, að bærinn hefir misst einn af björtu geislunum sinum, af því að nú mætum við ekki framar brosinu hans Óla pósts, þegar við eigum leið um Hafnar- götuna. Aldurhnignum föður, systkin- um, tengdafólki og frændliði öllu helga ég mína hjartans fyrirbæn og sendi þeim einlægar samúðar- kveðjur okkar hjóna og fjölskyldu okkar. — Minningu Ólafs vinar míns, innsigla ég svo með hinu fegursta fyrirheiti Frelsarans: „Sælir eru hjartahreinir, því að þeir munu Guð sjá.“ Björn Jónsson. Birta Fróðadóttir Dalsgarði - Kveðja Tuttugu og eitt ár er ekki langur tími af eilífðinni, en þó svo Iangt, ef við miðum við okkar líf. Frá hinni vinalegu Danmörku kom hún og sameinaðist okkur heima. Ennþá man ég, þegar ég sá hana fyrst og hún kom til mín með börnin sín fjögur. Og um leið t Við þökkum samúð og hlýhug við andlát og útför KRISTÍNAR ÓLADÓTTUR, Boðaslóð 17, Vestmannaeyjum og virðingu sýnda minningu hennar. Börn, tengdabörn og barnabörn. t Þökkum samúð og hlýhug við andlát og jarðarför eiginmanns míns, föður okkar, tengdaföður, afa og langafa ELÍASAR EYJÓLFSSONAR kennara ÞuriSur Pálsdóttir, Halldóra Eliasdóttir, Jón Dan Jónsson, Ingibjörg Eliasdóttir, Gunnar Runólfsson, barnabörn og barnabarnabörn. t Þökkum innilega auðsýnda samúð og vinarhug við andlát og útför ÞÓRKÖTLU ÞORKELSDÓTTUR. Dætur hinnar látnu, tengdabörn og aðrir aðstandendur. t Þökkum auðsýnda samúð við andlát og útför dóttur okkar og systuf HELENAR. Sérstakar þakkir til lækna og hjúkrunarfólks sem önnuðust hana í veikindum hennar. Yvonne Nilsen, Guðmundur Jónasson, Árni Þór Guðmundsson. fann ég, að þessi útlenda kona átti eitthvað það í viðmóti sínu, sem maður gleymdi ekki frá þeirri stundu, og allt í einu varð ég ríkari. Áfram liðu árin, börnum og mörgum sameiginlegum áhuga- málum okkar fjölgaði. Það urðu engin vonbrigði, því að alltaf fann ég fíélTi og fleiri mannkosti í þessari konu, sem án þess að reyna neitt til að sýnást gerði eins og ósjálfrátt góðverk, hvar sem hún^ kom. Og þeir, sem minna máttu sirir~átUL þar vin, sem ekki brást. -■■— ___ Engin orð ná til vináttu okkáT. En þeir, sem mest hafa misst, eiga lika eftir dýrmætasta minningu, og öll hljótum við að fyllast þakk- læti fyrir þá náð að hafa kynnst Birtu, sem stóðst erfiðleika og heilsuleysi eins og sönn hetja. Innilegar samúðarkveðjur til eiginmanns og barna og litlu barnabarnanna, sem öll voru henni svo kær. Aðalbjörg. + Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð við andlát og jarðarför KRISTÍNAR MAGNÚSDÓTTUR frá Vallnatúni Tómas Þórðarson, Skógum, og fjölskylda. Þökkum auðsýnda samúð og hlýhug vlð andlát og jarðarför bróður okkar og mágs, ÞÓRÐAR SIGURJÓNSSONAR, frá Geldingaholti, Innilegar þakkir til lækna og starfsfólks á Sjúkrahúsi Sauðárkróks, Kristfn Sigurjónsdóttir, ívar Antonsson, Sigurður Sigurjónsson, Ingibjörg Jónsdóttir, Ingimar Sigurjónsson, Guðrún Pálsdóttir, Brynleifur Sigurjónsson, Alda Gisladóttir, Kristín Gunnlaugsdóttir. + Þökkum auðsýnda samúð við andlát og jarðarför, SIGURÐAR VILBERGS SIGURÐSSONAR. Börn, tengdadætur, Barnabörn og barnabarnabörn.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.