Morgunblaðið - 14.09.1975, Blaðsíða 22
22
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 14. SEPTEMBER 1975
Saltað af fullum krafti á slldarplaninu í HornafirSi
úr röðrl með
reknetabát
frð Hornallrðl
og bryggjuspjaii
vlð sjömenn
I hlla dagslns
(lexll og myndlr:
árnl Johnsen
„Það er flekraö við mennta-
menn en djöilazl á sjómðnnum”
UM HÁDEGISBIL s.l. fimmtudag voru allir reknetabátarnir
sem landa í Hornafirði, liðlega 20 talsins, komnir að og það
var mikið spjallað sjómanna á milli um hið lága síldarverð
og það var hiti I mönnum. Jafnvel síldarkaupendur á
Hornafirði, sem kaupa alla síldina, voru líka gáttaðir yfir
hinu lága verði og hljómar það þó einkennilega, en í
samtali við Morgunblaðið taldi Ásgrlmur Halldórsson for-
stjóri frystihúss kaupfélagsins og útgerðarmála það furðu-
lega ákvörðun og ekki gerða af neinu viti. Sjómenn á öllum
þessum bátum munu leggja niður veiðar n.k. mánudag, 15.
sept., ef ekki verður búið að leiðrétta þessi mál og ákveða
viðunandi síldarverð á raunhæfan hátt. Með þeim þremur
verðflokkum sem eru í gildi er meðalverðið fyrir síldina frá
16—22 kr. á kg og stór hluti hennar er á 14 kr. kg. í raun
er þetta þannig að síldarsjómenn, sem landa síld fyrir eða
um hádegi eftir næturveiði hafa minni laun en ef þeir
bregða sér í síldarsöltun á planið með sildarstúlkunum
siðdegis. Söltunin gefur meiri laun en síldveiðin sjálf.
Kokkurinn á bátnum sem við fórum í róður með brá sér á
söltunarplanið einn daginn og saltaði 18 tunnur, en fyrir
það fær hann um 8000 kr. Sama dag fékk hann um 2000
kr. í hlut á bátnum og var þó með meðalafla af síld. Er nema
von að sjómenn séu ekki sáttir við þetta og ekki er það til
að laga dæmið að vitað er að ein síld, ein síld, upp úr salti í
tunnu í Svíþjóð er seld á 3—4 kr. sænskar. Er þvi nema
von að mennirnir spyrji, hvað sé á seyði? Og mættu fleiri
spyrja. Þá vekur það lika spurningar hvort það eigi virkilega
að láta nótabátana sem eru væntanlegir á loðnuveiðar
henda allri smásíld sem þeir veiða og er of smá í söltun. Við
þessu hefur ekki fengizt svar. Einnig er líka hægt að spyrja
hvers vegna nótabátarnir eru ekki látnir landa aflanum
beint í stað þess að skylda þá til að vinná hann um borð og
kalla þannig ef til vill á tvisvar sinnum meiri vinnu við
hráefnið með umsöltun og ónógri aðstöðu til söltunar á sjó.
Þeir koma hvort eð er til að veiða steinsnar frá landi, eða
um 1 —2 tíma stím I höfn.
Við röbbuðum við sjómenn í Höfn i Hornafirði, sjómenn
sem eru frá ýmsum stöðum, en róa þaðan með reknet, og
fara viðtölin hér á eftir. Á síldarsöltunarplaninu fylgdumst
við með tugum kvenna að salta síld í óða önn og að
sjálfsögðu brugðum við okkur í veiðitúr með einum bátn-
um, Steinunni SF 10, en skipstjóri á henni er Ingólfur
Ásgrímsson. Við héldum út um kvöldmatarleytið og
lóðningarnar voru kannaðar i eina tvo tima. „Það er
peðringur af síld um allan sjó," sagði Ingólfur og stuttu
seinna var slegið af, og kallið kom: LEGGJA. Það tók um
20 mín. að leggja netin 60 og síðan var látið reka. Driftin
tók 6 tima, því kl. 5 um morguninn var byrjað að draga og
það tók tvo og hálfan tima. Það var peðringur af síld i
netunum, en ekkert meira, eitthvað milli 30 og 40 tunnur.
Þá var að koma aflanum í lest, gera reknetatrossuna klára
aftur og koma henni aftur á tilbúinni til lagnar og síðan var
dólað til hafnar á ný með nýja og væna síld í söltunina hjá
síldarstúlkunum. i talstöðinni heyrðist einn og einn skip-
stjóri bölva óboðnum gesti á miðunum, háhyrningnum,
sem eltir síldina og á til að rífa reknetin t tætlur. Það er
margt sem spilar inn i sjósóknina og óboðni gesturinn er
ekki bara í hafdjúpunum, það eru margir milliliðirnir á
þurru líka sem taka sinn toll.
„Reknetin
huggulegheitar
veiðarfæri".
„Ert þú að klkka á Kfið hérna,"
sagði Ingólfur Ásgrlmsson skip-
stjóri á Steinunni SF 10 þegar við
hittumst á Hornafjarðarbryggju.
Þeir á Steinunni voru þá að koma
að með 75 tunnur af síld, hæstir
þann daginn og daginn áður, s.l.
miðvikudag höfðu þeir fengið milli
60 og 70 tunnur.
„Við erum á þessum slldveiðum
12—16 mllur frá Stokksnesinu
og 16—18 mtlur frá Hálsunum,
svona úti á 50 faðma dýpinu. en
yfirleitt stendur slldin á 10 föðm-
um. Annars hlýtur þetta að fara að
lagast, þvl að sfldin er farin að
hópast upp að landinu, bara verst
með helv. . . nótabátana, það er
hætt við að allt fari I bál og brand
þegar þeir koma á miðin. Eins
getur verið að það komi til stræks
hjá okkur ef ekki fæst leiðrétting
á slldarverðinu fyrir mánudag.
Þeir vilja borga okkur mikið minna
fyrir þetta en I fyrra Þá voru tveir
flokkar, sá stærri gaf af sér 35 kr„
en sá minni 28 kr. Nú eru þrír
flokkar, sá lægsti með 14 kr„
næsti með 30 og hæsti með 40 kr.
( fyrra var skipt við 32 cm, en nú
vilja þeir að 34 cm og stærri fari I
efsta flokk, 32—34 cm I mið-
flokkinn og undir 32 cm I lægsta
flokkinn. Þetta er mjög óhagstætt
fyrir slldarstærðina hér og meðal-
verðið kemur út á allt niður I 16
kr. Við erum nú búnir að senda
sjávarútvegsráðuneytinu, verð-
lagsnefnd og LfÚ skeyti um að við
munum hætta róðrum 15. sept. ef
þetta verður ekki lagfært. Við för-
um hins vegar fram á að skipt
verði I tvo flokka eins og s.l. ár.
Skiptingin verði um 32 sm og fyrir
minni flokkinn verði greiddar 30
kr. fyrir kg og 40 kr. fyrir þann
stærri. Það virðist Ijóst að viðmið-
un á verðlagningu hefur verið
höfð við slld undan Jökli, en það
var mikið stærri slld en sú sem við
veiðum hér, allt boltaslld, og ekk-
ert raunhæft að miða þessa stld
hérna við hana. Núna eru liðlega
20 reknetabátar á slldveiðum hér,
vlða komnir að og þeir munu allir
leggja niður veiðar um helgina ef
úrbætur fást ekki I þessum mál-
um."
„Hvað eruð þið komnir með
mikinn afla?"
„Eitthvað um 300 tunnur á 10
dögum, en þetta hefur farið niður I
ekki neitt eins og gengur."
„Hvað eruð þið margir á?"
„Við erum 7 á, en við erum með
hristara til þess að hrista úr netun-
um og það munar anzi mikið um
það og sparar alveg einn mann
auk þess sem þetta vinnst mun
léttara og hægt er að hafa fleiri
net, þvl það tekur allt að helmingi
Ingólfur Ásgrlmsson
skipstjóri á Steinunnj SF 10.
minni tlma að draga. Við erum
með 60 net I trossunni, yfirleitt
leggjum við undir miðnætti og
sfðan liggur báturinn við trossuna
þar til I birtingu, er byrjað er að
draga. Driftin er sem sagt 5—7
tlmar og stundum ekki nema
2—3. í brasinu I fyrra við
háhyrninginn tókum við oft tvær
driftir yfir nóttina og höfðum þá
ekki nema 25 net I trossu. Við
fengum þá engan frið fyrir
háhyrningnum og nú er hann
kominn, það helvlti, við erum
farnir að sjá hann."
„Hvernig slld er þetta?"
„Ágætis síld, en það fer alltaf
dálítið niður fyrir 32 cm. Við
fengum allt upp I 8 tunnur I net I
fyrra, en nú höfum við fengið
mest 2,5 tunnur I net og reyndar
ekki neitt I sum netin. Annars er
þetta huggulegheitar veiðarfæri,
gerist ekki betra til sjós, þvl það er
þægilegt að eiga við það. Við för-
um út á kvöldin og komum inn á
morgnana, það getur ekki verið
betra.
„Hún er alltaf
brellin síldin"
Um borð I Vlsi frá Grindavlk
hittum við Guðmund Haraldsson
skipstjóra. Þeir voru að koma að
með 42 tunnur.
„Við erum búnir að vera á rek-
netum I þrjá mánuði, byrjuðum
snemma, en fengum lltið til að
byrja með. Við erum komnir með
650 tunnur, en alls erum við 8 á
bátnum. Þetta hefur gengið stirt,
við höfum verið óheppnir, en 300
tunnur af þessu fengum við I Faxa-
flóanum. Þetta verður þó að hafa
sinn gang og við hugsum okkur að
vera á þessu til jóla ef verðinu
verður breytt, þvl það er ekki
nokkur leið að róa út á þetta verð.
Það er ekki gott að lækka verðið
um helming frá þvl I fyrra og að
auki er gengisfellingin 50%."
„Heldur þú að slldin sé að þétt-
ast hér á miðunum?"
„Hún er dreifð ennþá og mis-
hittin, hún er alltaf brellin slldin
og hefur alltaf verið. Þetta ert
tómar tarnir, það er það sem þetta
byggist á. Annars er þetta ekki
nógu gott þegar það vantar þó
nokkuð af aflaverðmætum fyrii
tryggingu. Þessi slld er þó ágæt úl
af fyrir sig, en það er mikið af
henni I kring um 30 sm. Kosturinn
við reknetin er sá að það veiðist
ekki nema stór og góð slld I þau,
það mun aldrei koma til að rek-
netasfld fari I gúanó og þvl ætti
aðeins að leyfa reknetaveiðar á
meðan slldarstofninn er að ná sér
á strik. Annars hafa margir hætt
við að fara á reknet vegna þess að
leyfa á nótabátunum veiðar og
verðmiðunin virðist gerð við nóta-
bátana, þeir huasa ekki um annað
I slldarútvegsnefnd og verðlags-
ráði."
„Skreppið þið aðkomumennirn-
ir ekki heim af og til?"
„Við reynum að skreppa til fjöl-
skyldna okkar aðra hverja helgi."
„Er Íslandssíldin
orðin svona
léleg vara"
Þeir voru hressir strákarnir um
borð I Steinunni frá Ólafsvlk þegar
við heimsóttum þá um borð. Þeir
eru búnir að vera mánuð á rek-
netum, byrjuðu undir Jökli I hálf-
an mánuð og kváðust hafa fengið
miklu fallegri slld þar en hér á
Suðurlandsmiðum. „Á meðan hún
var", bættu þeir við glottandi.
Þeir létu lltið yfir hlutnum eftir
úthaldið, þótt þeir séu með 600
tunnur. Sildarverðið kváðu þeir
fyrir neðan allar hellur. „Það er
eins og við eigum að vera á þess-
um veiðum til að stunda einhverja
góðgerðarstarfsemi.
Nú komu þeir askvaðandi Leifur
Halldórsson skipstjóri á Steinunni
og Sævar Friðþjófsson skipstjóri á
Saxhamri frá Rifi.
Leifur: Er íslandsslldin orðin
svona léleg vara. Hvers vegna er
hún svona lltils virði miðað við
aðra slld. Við erum engir sér-
fræðingar I sölumálum, en þegar
sfldarútvegsnefnd fer I reisur út
um heim að gefa sfld, þá kippir
maður við, þegar þeir leggja allt á
borðið I einu I stað þess að sýna
einhver klókindi I þessum sölu
málum. Þetta getur ekki verið
eðlilegt, það er eitthvað á bak við
þetta.
„Skyldu milliliSirnir
vera orðnir
heimtufrekari"
Sævar: Nú er möguleikinn á að
stoppa nótabátana til þess að
losna við vandræðin, úr þvl að
reknetaslldin er illseljanleg þá er
nótasfldin varla seljanlegri eins og
þeir eiga að meðhöndla hana og
salta úti I sjó. Þetta er llka tóm
vitleysa eins og þetta er. Við
þurfum að fá 100 tonn á mánuði
til þess að hafa fyrir tryggingu, en
erum með 60 tonn og það dugir
rétt til að borga mannatrygg-
ingarnar. Þær gera ekki mikið 600
tunnurnar á þessu slldarverði,
meðalverðið 20 kr„ heildar
verðmæti 1200 þús. kr„ það
dæmi er Ijótt. Við eigum ekki einu
sinni fyrir ollunni til að koma
bátnum heim. Menn eru ákaflega
heitir út I þetta, að loks þegar
slldin kemur upp aftur, þá er ekki
mögulegt að veiða hana, ekki einu
sinni á ódýrasta veiðarfærið,
vegna ótrúlegrar verðlagningar.
Manni datt ekki I hug að eiga það
eftir að fara að rffast um slldar-
verð þar sem hálfur heimurinn