Morgunblaðið - 14.09.1975, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 14.09.1975, Blaðsíða 14
14 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 14. SEPTEMBER 1975 RIFSBERJA OG VONIRNAR SEM BRUGÐUST — „Þessi ferð með Hvitárbakkatrlóinu og Stuðmönnum er frá mínum bæjardyrum séð fyrst og fremst kynnisferð. Ég vil kynnast landinu og menningunni hér nánar en ég hef átt kost á hingað til og þessi ferð var liður í því. E0 hafði til dæmis aldrei áður kom.ð á Austfirði og það að keyra þessa leið og fara yfir alla þessa fjallvegi var hrein upplifun fyrir mig. Þetta var í rauninni meiri upplifun fyrir mig en útlendingana sem börmuðu sér mikið yfir öllu hossinu og vegaleysunum. En ég hafði mjög gaman af þessum ferðum og mér finnst gaman að geta náð svona sambandi við fólkið 1 landinu um leið og maður hefur eitthvað fram að færa, t.d. með þvf að spila fyrir fólkið. Nú er það haft eftir þér að þú viljir alls ekki vera tónlistarmaður á fslandi. Jú, þegar ég var í Rifsberja fékk ég mig fullsaddan á því á þremur mánuðum. Þetta var allt svo flatneskjulegt og grátt. Þetta byrjaði um haust og við fórum í gegnum verstu vetrarmánuðina, , ,Tilbúinn lielmur af fyrir- hafnar- litlu tralli” • — „Ég vil byrja á að skýra þjóðinni frá þvf að ég er að koma heim til að bjarga þjóðarskútunni frá algjöru skipreki og voða, þar sem ég er nú búinn að kynnast hinum stóra heimi á þann hátt að ég hef þetta allt í hendi mér,“ — sagði Jakob Magnússon með svip þess manns sem meinar ekkert af þvf sem hann segir, þegar SLAGStÐAN spurði hann um ástæðuna fyrir þvf að hann hyggst nú draga sig út úr popptónlistarlffinu f London og flytja heim. Jakob hefur nú um rúmlega tveggja ára skeið lifað meðal stórpoppara f Englandi við vaxandi orðstfr og þvf kom það mörgum á óvart er hann ákvað að draga sig f hlé nú með haustinu. 0 — „Nei, svo ég tali f alvöru þá má segja að það sé framsýni að hætta núna þvf ég get ósköp vel ímyndað mér hvernig maður f mfnu núverandi starfi muni Ifta út eftir 10—20 ár. Menn verða alltaf meira og meira háðir þessu Iffi, — þessum hugsunarhætti eða þessari gerviveröld sem þetta f rauninni er. Satt að segja er þetta bara tilbúinn heimur af fyrirhafnarlitlu tralli sem maður fleytir sér á. Það gengur ef til vill vel f dag á meðan maður slær f takt við púlsinn á fólkinu, — en hvað verður á morgun? Hvernig verður það þegar við erum orðnir fimmtugir? Það er allt annað en gaman að sjá alla þessa gömlu artista veslast upp drykkjusjúka, taugaveiklaða og handónýta. Nei, málið er það að ég ætlaði mér aldrei að vera f þessu til langframa. £g ætlaði aðeins að verja þremur árum til tónlistar eingöngu og sfðan leita á ný mið.“ æfðum f hrfmköldum bílskúr I smáfbúðahverfinu og breski trommarinn barmaði sér sáran yfir Iffsgæðaskorti og bransanum hér. Ég hafði ákveðið að klára menntaskólann og byrja sfðan að spila og leika mér, — hélt að þetta væri einhver paradís að geta trallað á böllum hér og í sjálfu sér er ágætt að geta gert það svona af og til, — en til lengdar stóðst þetta ekki. Maður var í þvf að skipuleggja, og sjá um allt fyrir bandið eða það sem kallað er f Englandi „management", „agency" og „promotion", — allt þetta þurfti orgelleikarinn að sjá um, og ég gafst fljótlega upp á því.“ STUÐMENN — LEIÐARLJÓS ÞJÓÐARINNAR — „Stuðmenn er fyrsta hljómsveitin sem ég spilaði f. Hljómsveitin kom fyrst fram fyrir fimm árum sem svona skólaflipp. Þá var Valgeir á trommur og auk okkar voru f bandinu Þórður og Gylfi. Stuðmenn finnst mér vera raunhæfasta skemmtiatriði sem fram hefur komið á íslandi, — allavega sem ég hef upplifað. Það voru stórkostlegar móttökur sem við fengum út um allt land í túrnum núna f sumar, — fólkið söng og trallaði með. Þetta leiðir hugann að þvf hversu sterkt áróðurstæki svona hljómsveit getur verið. Þetta er í rauninni fyrirtaks verkfæri til að koma pólitfskum hugmyndum á framfæri. Eru einhverjar pólitfskar vangaveltur á bak við Stuðmenn? Ja, — margir gagnrýnendur hafa misskilið hroðalega stóru plötuna, efni hennar og boðskap. En ef pælt er f plötunni kemur f ljós að það er ákveðinn undirtónn f henni eða eins og einhver lýsti þvf „surrealísk satíra á Frónbúann". Þetta er allt gert með það í huga hversu landinn er sukklíf hérna i skýrara ljósi og í rauninni er það nauðsynlegt fyrir menn að komast út úr sfnu upprunalega umhverfi til að sjá það f réttu ljósi, sbr. „heimskt er heimaalið barn“. Allavega var auðveldara að gera sér grein fyrir þessu eftir að út var komið og þá kom hugmyndin um að gera kómiska ádeilu á landann og honum virðist hafa lfkað það ágætlega. Ertu viss um að landinn hafi áttað sig á að Stuðmenn voru að gera grfn að honum á þessari plötu? — „Já margir hljóta að hafa gert sér grein fyrir þvf. Annars eru þeir furðu margir sem virðast ekki hafa áttað sig á þessu og svo aftur fjöldi þeirra sem halda að þeir skilji plötuna og boðskap hennar án þess að gera það, þ.e.a.s. fólk sem heldur að það sé ffnt að skilja hana. Þegar „Honey will you marry me“ kom út var naft eftir ykkur að vinsældir lagsins sönnuðu best hversu niðurlægjandi það væri að vera tónlistarmaður á lslandi, — er eitthvað hæft í þvf? — „Það má segja að við höfum gert þessa plötu með háðsglotti á vör og við vissum nokkurn veginn hvernig henni yrði tekið. Annars held ég að fólk hafi skipst I tvo hópa, — annars vegar þeir sem voru ekkert að pæla í tónlist, þ.e.a.s. fólk sem fann í þessu sving við sitt hæfi sem það átti auðvelt með að grfpa og svo eru kannski orðnir brennivínshippar núna, en þykjast hafa þetta allt á hreinu og eru með músíksnobb. Þeir náttúrlega keyptu ekki plötuna en fannst þetta ógurlega sniðugt. Megum við eiga von á að heyra meira frá Stuðmönnum? Já, alveg tvímælalaust. Stuðmenn eiga eftir að verða véfrétt þjóðarinnar í skemmtibransanum og einnig hvað snertir hugsunarhátt almennt. Stuðmenn eiga eftir að breyta hugsunarhætti íslendinga. Þetta er f rauninni miklu meira en hljómsveit, þetta er afl. Síðasta plata kom á óvart og sú næsta á eftir að koma enn meira á óvart. Hún kemur úr allt annarri átt og mun flytja allt annan boðskap. Myndir: Friðþjófur Texti: Sveinn Guðjónsson í sjálfu sér, — og eiginlega mannfólkið yfir höfuð, ófullkomið og kómískt f sinni græðgislegu og ofsafengnu leit að „kikki“ og stuði og öllum þessum lífsgæðum. Svo endar þetta með þvi að menn rata f þröng þegar allir eru búnir að fá sig fullsadda af sukkinu og verða svo á eftir annaðhvort venjulegir menn eða ómögulegir menn. Boðskapurinn er m.ö.o. sá að eftir allt brennivínið, ballið, stuðið, hassið og kynlífssvallið að þá endar þetta með hruni bæði andlegu og líkamlegu. Ég er í rauninni mjög ánægður hvernig Stuðmanna-fyrirbærið hefur þróast og komið út. Þetta fór eiginlega allt eins og til var ætlast I upphafi. Ég fékk hugmyndina að þessu eftir að ég fór frá Islandi. Þá sá ég þetta

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.