Morgunblaðið - 14.09.1975, Blaðsíða 47

Morgunblaðið - 14.09.1975, Blaðsíða 47
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 14. SEPTEMBER 1975 47 „Ég ojf Bobby Moore erom á svipoðn reki” ÞAÐ VAR létt hljóðið í Jóni Ólafi Jónssyni þegar við höfðum samband við hann á föstudagskvöldið. Hann var þá nýkominn heim af siðustu æfingunni og ætlaði að slappa af fyrir framan sjónvarpið það sem eftir var kvöldsins Annars gefast Jóni Ólafi ekki margar stundir til að slappa af, hann stendur i húsbygg- ingu, æfir knattspyrnu 4 kvöld i viku, starfar sem afgreiðslumaður I Frihöfninni og á hálfan hlut i verzl- uninni Sportvik i Keflavik. Auk þess er maðurinn svo giftur og á tvö börn, en það bjargar þessu að krakkarnir eru æstir i fótbolta og konan sér flesta knattspyrnuleiki i Keflavik. Jón Ólafur hefur lengi staðið í slagnum á knattspyrnuvellinum. Hann lák hér á árum áður með fs- firðingum, en þaðan er hann, en 1963 hóf hann að leika með ÍBK. Jón Óli er 35 ára gamall og er við spurðum hann hvort hann væri nokkuð á leiðinni að hætta sagði Jón að meðan hann hefði gaman af iþróttinni, sæi hann enga ástæðu til að leggja skóna á hilluna. — Ég og Bobby Moore erum á svipuðu reki og hann er enn í fullu fjöri, ekki satt, sagði Jón og hló við. Er við spurðum Jón Óla hvernig leikurinn við Skagamennina legðist i hann, sagði Jón að hann væri bjart- sýnn á sigur. Annað hvort liðið verður bikarmeistari i fyrsta skipti og við ætfum okkur sigur og ekkert annað en sigur, svo ág hetd að Akur- nesingar verði enn um sinn að biða eftir bikarnum, sagði Jón Ólafur áður en við kvöddum. ÞÓTT Keflvíkingar hafi verið f frentstu röð isienzkra knattspyrnuliða í flest þeirra fimmtán ára sem Bikarkeppni KSl hefur verið háð, hafa þeir aðeins einu sinni leikið úrslitaleik f keppninni. Það var árið 1973, cr Keflvfkingar voru nýbakaðir Islandsmeistarar, að þeir mættu Fram f sögulegum úrslitaleik á Laugardalsvellinum. Leik sem var jafn eftir venjulegum leiktfma, og var sfðan framlcngdur, þrátt fyrir að myrkur væri að skella á. I hálfrökkrinu tókst Fram svo að skora sigurmark f leiknum og hafa bikarinn heim með sér. Keflvfkingar hafa þvf ekki, fremur en Akurnesingar, nokkru sinni sígrað f Bikarkcppni KSl, þannig að það verður alla vega nýtt nafn scm letrað verður á bikarinn og í sögu keppninnar að þessu sinni. Lcið Keflvfkinga f úrslitaleikinn að þessu sinni var nokkuð söguleg, þar sem nýliði þeirra skoraði sigurmark þeirra á sfðasta andartaki f undanúrslítaleiknum við KR. A ýmsu hefur gengið hjá Keflvfkingum f sumar, en það er vitað mál, að lið þeirra mun ekki láta sinn hlut baráttulaust f leiknum f dag, fremur en endranær, og oft hefur það verið þannig hjá Keflvfkingum að þeir hafa leikið bezt þegar mest hefur riðið á fyrir þá. Má t.d. minna á úrslitaleik þeirra við Vest- mannaeyinga f Islandsmótinu fyrir nokkru, — þá voru flciri sem veðjuðu á IBV, en Keflvfkingarnir höfðu töglin og hagldirnar f þeim leik frá byrjun og sigruðu örugglega. ÍBK ætlar sem bikarmeistari í Evrópukeppnina næsta ár JÓN ÓLAFSSON f hinu nýja húsi sfnu, sem nýlega er orðið fokhelt þrátt fyrir annrfkið. — VIÐ höfum æft baki brotnu undanfarið og ætlum okkur ekk- ert annað en sigur í bikarkeppn- inni, sagði Astráður Gunnarsson, er Morgunblaðsmenn höfðu sam- band við hann á föstudaginn. — Við höfum æft fjórum sinnum í viku undanfarið og þó svo að Evrópuleikurinn við Dundee sé á næsta leiti, þá höfum við lítið hugsað um hann. öll vinnan hefur beinzt að leiknum við Skagamenn og við ætlum okkur ekkert annað en sigur. Við erum að vísu öruggir um að verða meðal þátttökuliða í Evrópu- keppni bikarhafa næsta haust, en höfum ekki minnsta áhuga á að fara út í þá keppni, sem lið númer 2 í keppninni. Við ætlum okkur að fara þangað sem bikarmeistar- ar, en ekki sem eitthvert varahjól. Keflvíkingar eru nú í annað skipti í úrslitum bikarkeppninnar fyrra skiptið var gegn Fram fyrir tveimur árum og töpuðu Keflvík- ingar þeim leik eftir fram- lengingu, 2:1. Komið var myrkur er leiknum lauk og höfðu gárungarnir á orði að Framarar hefðu þarna unnið myrkraverk. Þó svo að Keflvikingar hafi tapað þeim úrslitaleik þá er annar úr- slitaleikur þeim ofar í huga og þann leik viljá þeir gjarnan endurtaka, úrslitaleikinn við IBV fyrir nokkrum árum er Kefl- víkingarnir unnu 4:0 og urðu þar- með íslandsmeistarar. Ekki sagði Ástráður Gunnars- son að Keflvikingar myndu gera stórar breytingar á liði sinu fyrir leikinn. Hann sagðist búast við skemmtilegum leik og vonandi yrði það ÍBK, sem færi með sigur af hólmi. Er blaðamaður spurði hann hvort Keflvíkingar óttuðust ekki framlínumenn lA, Matthias, Teit og Karl, sagði Ástráður: — Þeim gekk ekki vel gegn okkur í siðasta leik okkar i íslandsmót- inu, er þeir unnu 1:0 á vafasamri vítaspyrnu. Ætli við þurfum að óttast þá nokkuð meira en Rússarnir í landsleiknum á mið- vikudaginn, sagði Ástráður að lokum. MTex ■Myn mmsm Texti: Steinar J. Lúðv(ksson]| Ágúst I. Jónsson, Helgi Danfelsson. Myndir: Friðþjófur HelgasonJ HUSGAGNASMIÐURINN Astráður Gunnarsson við vinnu sfna á tré- smfðaverkstæðinu. •- „Þetta verður leikurinn okkar” EINAR GUNNARSSON selur sælgæti, vfn og tóbak f Frfhöfninni á Keflavfkurflugvelli. A SÍNUM tiu árum meS meistara- flokki fBK hefur Einar Gunnarsson, sem nú er fyrirliSi liSsins, unniS til allra helztu verSlauna, sem um er keppt i islenzkri knattspyrnu. Hann hefur orSiS íslandsmeistari, sigur- vegari i Meistarakeppninni, Litlu bikarkeppninni og hlotiS sæmdar- heitiS LeikmaSur íslandsmótsins. f dag ætlar Einar sér aS bæta einni skrautfjöSur i hattinn, hann ætlar sér aS verSa bikarmeistari meS ÍBK. — Þetta verSur leikurinn okkar i dag, ég finn þaS einhvern veginn á mér. Ætli viS vinnum ekki 3:1. Vissulega eru Skagamennirnir sterk- ir og þeir verSskulduSu þaS aS verSa fslandsmeistarar. Ég held þó aS þeir hafi dalaS upp á siSkastiS, auk þess sem landsliSsmennirnir þeirra 7 hafa staSiS i ströngu undanfariS og þaS gæti komiS þeim i koll. Ég veit ekki um nein forföll hjá okkur nema hvaS Gisli Torfason var eitthvaS slappur. Hann veit þó vel aS hann má ekki vera veikur sama daginn og úrslita- leikurinn fer fram, þannig aS þaS kæmi mér mjög á óvart ef Gísli yrSi ekki meSal þeirra 11 Keflvikinga sem hfaupa inn ð völlinn. — Okkur likar vel aS leika i Laugardalnum og SuSurnesjafólk liggur örugglega ekki á liSi sinu i leiknum. ÞaS hefur I rauninni ekki veriS verra fyrir okkur aS leika þar I sumar en hér i Keflavik. Eigum viS ekki bara aS segja aS þessi nýi bikar, sem um er keppt i fyrsta skipti i dag sé okkar og þaS sé aSeins forms- atriSi aS leika leikinn, sagði Einar Gunnarsson aS lokum. KENNARARNIR I lBK-liðinu, Steinar Jóhannsson og Gunnar Jóns- son, á vinnustað sfnum, skólastofunni. Steinar veit hvað 2 plús 2 eru, en Gunnar veltir því fyrir sér hvað 4 ,plús 8 séu mikið. * Ift?# LAUGARDALSVELLINUM KL. 14.00 í DAG *•••••••••••••••••••••••••• •••••••••••••••••••••••••••••••••••••••••••• •••••••••••••••••••••••••• • ••••••••••••••••••••••••••••••••••• ••••••••••••••••••••••••'

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.