Morgunblaðið - 21.09.1975, Qupperneq 3
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 21. SEPTEMBER 1975
3
Öldrykkja vaxandi vanda-
mál Norðurlandaœskunnar
Strangast eftirlit með ölvun við akstur á íslandi
Frá vinstri: Jan Ericson framkvæmdastjóri Bindindisfélags öku-
manna f Svfþjóö, Sveinn H. Skúlason og Thorleif Jensen formaður
sambands ungtemplara á Norðurlöndum.
SVEINN H. Skúlason, sem er I
undirbúningsstjórn f.vrir nám-
skeiðið, tjáði okkur að 42 út-
lendingar væru á námskeiðinu
og 21 Islendingur, en á nám-
skeiðinu hefur verið samhæfð
dagskrá fyrir Norræna ung-
templarasambandið annars
vegar og hins vegar fyrir hið
norræna samband bindindis-
félags ökumanna.
Námskeiðin eru haldin á veg-
um íslenzkra ungtemplara og
Bindindisfélags ökumanna.
Fyrri hluti námskeiðsins, sem
hefur staðið yfir frá s.l. mánu-
degi og lýkur í dag, sunnudag,
byggðist á þvf að þessi tvö sam-
bönd ræddu helztu mál sín sitt I
hvoru lagi og var þá að sjálf-
sögðu fjallað um umferð og
áfengi. Voru útlendu gestunum
kynnt æskulýðsmál á Islandi og
uppbygging þeirra og áfengís-
vandamálið á Islandi í dag.
Félög þau sem eiga fulltrúa á
þessu móti hafa um 100 þús.
félagsmenn innan sinna vé-
banda á Norðurlöndum. Næsta
ár verður slíkt mót haldið í
Færeyjum og að sögn forsvars-
manna mótsins hefur það gefið
mjög góða raun að hópar frá
Norðurlöndunum hittist til
þess að ræða hin ýmsu mál,
taka afstöðu til þeirra og taka á
I baráttunni við þau vandamál
sem við er að glíma.,,Til dæmis
er sérstakur hópur á mótinu
hér sem ræðir um áfengismál
Grænlands og barátta gegn
hinu slæma ástandi þar verður
tekin upp,“ sagði Thorleif Jen-
sen formaður sambands
norrænna ungtemplara
NORGDU. „Það er merkilegt,"
hélt hann áfram, „að þar sem öl
er til á markaði bætist það
aðeins við notkun áfengis, það
minnkar hana ekki eins og
sumir halda, heldur verði ölið
algjör viðbót. Sérstaklega á
þetta við um æskuna og frjáls-
lyndið f meðferð áfengis, sem
hefur verið reynt á Norður-
löndunum, hefur leitt í ljós þá
niðurstöðu að sala áfengis eykst
og um leið vandmálin sem
áfengisnotkun fylgja.
öldrykkja ungs fólk á Norður-
löndunum er mjög vaxandi
vandamál. Fyrir 10 árum var
það ekki yngra fólk en 18—20
ára sem sem neytti öls að ráði
en nú er þetta orðið vandamál
fyrir allt niður I 12—13 ára
gamla unglinga og hvernig
verður það eftir 10 ár ef ekki
verður spyrnt við fótum? Af
Norðurlöndunum er þetta
vandamál stærst í Svíþjóð og
Finnlandi, en Danmörk og
Noregur fylgja fast á eftir. I
Noregi t.d. er nú hafin barátta
gegn sjálfsölu öls í verzlunum,
en í Noregi hafa vandamál
vegna öldrykkju unglinga auk-
ist um 100% á 15 árum og enn
meiri aukning hefur orðið á
vandanum í Finnlandi og Sví-
þjóð þar sem milliölið er mjög
mikið keypt, en verst er þó
ástandið í Danmörku miðað við
magns hreins áfengis á hvert
mannsbarn, en í því efni er
Danmörk í 13. sæti af vestræn-
um þjóðum um þessar mundir.
Hin Norðurlöndin fylgjast að I
24.—28. sæti og er Island þar
neðst en fylgir þó röðinni þrátt
fyrir að ekki er selt öl hér.“
Jan Ericson framkvæmda-
stjóri systurfélags BFÖ í Sví-
þjóð sagði i rabbi við Morgun-
blaðið að á þessu móti hér hefði
mikið verið rætt um öryggismál
í umferðinni og þann starfs-
vettvang sem unnt er að vinna
á til að bæta þar úr. Þá hefur
erlendu gestunum verið kynnt
hvernig þessi öryggismál eru
byggð upp hér á landi.
,,-Við vitum,“ sagði Jan, „að I
Svíþjóð eru 2000—3000
alkóhólistar sem aka bil á
hverjum degi, en það vantar
mjög á að eftirlit sænsku lög-
reglunnar I þessum efnum sé
nægilegt, bæði hefur það ekki
verið nægilega skynsamlega
skipulagt og einnig vantar lög-
reglumenn til þessara starfa.
Þetta er þó aðeins að breytast
til hins betra, en maður sem er
tekinn ölvaður við akstur í Svf-
þjóð verður að greiða allt frá 15
kr. s. upp I 500 kr. sænskar á
dag í sektir í ákveðinn tíma, en
upphæð sektar á dag fer eftir
þeim launum sem maður-
inn fær. Sá sem hefur lág laun
fær lægri dagsektir, en hinir
meira I réttu hlutfalli.
Þessar sektir koma til auk
þess að viðkomandi missa öku-
leyfi I ákveðinn tíma og þessum
málum er framfylgt mjög
ákveðið. Þeir sem eru teknir
með mjög mikið vínmagn f blóð-
inu eiga á hættu að lenda f
fangelsi allt að mánuð og er það
miðað við 1,5 prómill. Á s.l.
ári létust 1200 manns í
Svíþjóð í umferðarslysum
og þar af létust 400
beinlínis vegna ölvunar við
akstur, eða um 30%. Þetta
vandamál er víðast svipað á
Norðurlöndunum, én Island
hefur þó sérstöðu sem sýnir sig
í því að aðeins 3,5% slysa f
umferð má rekja til ölvunar við
akstui'. Þetta sýnir að íslenzka
lögreglan hlýtur að hafa mjög
strangt eftirlit á ölvun við
akstur. I Svíþjóð slösuðust 5000
manns mjög alvarlega s.l. ár í
umferðarslysum og þar er sama
hlutfallið, um 30% af völdum
ölvunar ökumanna. Það er nú
að hefjast barátta í Svíþjóð þar
sem bent er á að akstur bíls og
vínnotkun fara ekki saman.
Þá hefur barátta í Svíþjóð
fyrir notkun öryggisbelta
gengið mjög vel en það er nú
skylda að hafa bílbelti við
akstur. Þetta gekk f gildi 1. jan.
s.l. og kannanir hafa sýnt nú að
undanförnu að 80% ökumanna
nota bílbeltin að staðaldri og á
sama tíma hefur fjöldi smærri
slysa í umferðinni greinilega
minnkað mikið.
Það hefur vakið undrun
okkar f sambandi Við kynningu
á gangi þessara mála á Islandi
að ekki skuli vera skylda fyrir
ökumenn bifhjóla að hafa
hjálma á höfði og einnig að t.d.
i jeppakeppnum skuli engar
reglur vera t.d. þar að lútandi
Framhald á bls. 47.
Ljósm. Mbl. Elías Jónsson.
SELURINN — Þetta er selurinn sem fannst á Stokksnes-
fjöru um síðustu helgi og franskur dýrafræðingur telur
að sé ættaður úr Karabískahafi. Selurinn hefur verið
djúpfrystur og verður á næstunni sendur til Náttúru-
gripasafnsins.
— Patty Hearst
Framhald af bls. 1
fá dóttur sína heim. Dómarinn
ákvað að taka málið á ný fyrir á
þriðjudag og kveða þá upp úr-
skurð um hvort ungfrú Hearst
skyldi látin laus gegn tryggingu.
Þegar Patricia var spurð við
handtökuna hvað hún starfaði
svaraði hún: „Ég er borgarskæru-
liði“. Lögfræðingur hennar sagði
í dag að hún myndi lýsa sig sak-
lausa af ákærum dómsvaldsins,
sem eru í 19 liðum, þ. á m. af
vopnuðu bankaráni og mannráni.
Patriciu Hearst var rænt fyrir 19
mánuðum af félögum úr
Symbónesíska frelsishernum en
skömmu siðar gekk hún í lið með
ræningjum sínum.
— Danmörk
Framhald af bls. 1
Vísitalan er reiknuð út frá meðal-
verði á algengustu neyzluvöru, og
hún hefur hækkað sem hér segir
það sem af er þessu ári:
Janúar: 100.5, febrúar: 100.8,
marz: 101.3, april: 101.8, maí:
103.3, júnf: 103.7, júlí: 104.3 og
ágúst: 104.5.
Ef þróunin frá júlí til ágúst
helzt, er verðbólga minni í Dan-
mörku en i flestum öðrum
löndum Evrópu.
— Finnar
. Framhald af bls. 1
júní þar sem stjórnarsamstarf
Miðflokksins og sósíaldemókrata
fór út um þúfur. Þeir fjórir
flokkar, sem stóðu að síðustu
rfkisstjórn, hafa 107 þingsæti. Þar
af hafa sósialdemókratar 56 þing-
sæti, Miðflokkurinn 35, frjáls-
lyridir sjö og Sænski þjóðar-
flokkurinn níu.
Af stjórnarandstæðingum hafa
kommúnistar flest þingsæti, 37.
Ihaldsflokkurinn hefur 33 þing-
sæti, Landsbyggðarflokkurinn 18
og önnur þingsæti skiptast milli
smærri flokka.
— Reuter.
— Beirút
Framhald af bls. 1
Naameh, á strandveginum sem
liggur suður frá Beirút. Stór-
skotaárás var gerð á aðalstöðvar
flokks falangista i borginni, en
engan sakaói.
Talsmaður palestfnskra skæru-
liða sagði að palestínskir skæru-
liðar sem hefðu sótt inn f Líbanon
frá Sýrlandi hefðu hörfað aftur
til Sýrlands. Þeir fóru til Tripoli-
svæðisins samkvæmt samkomu-
lagi við stjórnina f Beirút og tals-
maðurinn sagði að þeir hefðu
hörfað þar sem nú væri allt með
kyrrum kjörum f Tripoli.
AlKil.VslNCiASÍMINN KK:
22480
JR*rj)itnbl«bit>
London
Ódýrar vikuferðir:
Verð með vikugistingu
og morgunverði
Verðfrá kr. 38.000.-
Sept. 21. og 28.
Október. 5 , 12., 18.
1975
1975
1975
1976
1976
1976
Skíðaferð til Lech, Costa Glasgow
Austurríki. Del Sol Helgarferðir
15 daga ferð 15 TORREMOLINOS Verð með gistingu
janúar. Verð með flug- BENALMADENA og morgunverði
ferð, hótelgistingu og frá kr. 24.840.-.
hálfu fæði frá kr. Lengið sumarið Október 10. og 24. Nóvember 7 og 21
70 700 - Laus sæti 5 okt
KANARÍEYJAFERÐIR
1975- -1976
30 okt.
20. nóv
4. des
1 1. des. 1975
18. des 1975
29. des 1975
8. jan.
1 5. jan
29. jan
Ver8 frá kr. 39.800
3 vikur 5. febr. 1976 3 vikur
3 vikur 1 2 feb 1976 3 vikur
2 vikur 26 feb 1976 2 vikur
9 dagar 4 mar. 1976 3 vikur
3 vikur 1 1. mar. 1976 3 vikur
8 dagar 25. mar 1976 3 vikur
3 vikur 1 apr 1976 3 vikur
3 vikur 1 5. apr 1976 2 vikur
2 vikur 22 apr 1976 3 vikur
Gististaðir á Playa del Ingles (Ensku strönd-
inni) og I Las Palmas. Glsting 1 ibúðum,
snáhúsum (bungalows) og á hóteli.
Nöfn gististaða:
Bungalows: Los Porches / Santa Fe
Ibúðir: Broncemar / Protucasa /
El Chaparell / Teneguia / Don Carlos
Hótel: Hótel Pujol, Las Palmas.