Morgunblaðið - 21.09.1975, Síða 27
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 21. SEPTEMBER 1975
27
FNLA var stofnuð 1962 og
leiðtogi hennar er mótmæland-
inn Holden Roberto, sem var
viðurkenndur af Einingarsam-
tökum Afríkuríkja sem forseti
útlagastjórnar Angóla fram til
ársins 1971. Hreyfingin var
stofnuð upp úr annarri hreyf-
ingu Bakongoættbálksins, sem
býr skammt frá landamærum
Zaire. Holden Roberto hefur
varla komið til Angóla frá því
að hann var tveggja ára að
aldri. Hann hefur aðsetur í
Zaire og er Mobuto forseti þar
hans helzti stuðningsmaður.
UNITA var stofnuð 1966 af
hópi manna, sem klauf sig út úr
FNLA. Leiðtoginn er dr. Jonas
Savimbi, útskrifaður úr sviss-
neskum háskóla. Hann þykir
hvað viðfeldnastur leiðtoga
þessara þriggja hreyfinga, en
UNITA er veikasta hreyfingin
og átti engan stuðning erlendis
né útlagastjórn. Það er einkum
Ovimbunduættbálkurinn,
stærsti ættbálkur Angóla, sem
býr í suðurhluta landsins, sem
styður UNITA.
Rúmur hálfur mánuður er nú
frá því að útlendingum var ráð-
legt að koma sér úr landi vegna
hættunnar á borgarastyrjöld
því að þrátt fyrir að hreyfing-
arnar hafi 7 sinnum fallizt á að
gera vopnahlé, hefur það aldrei
staðið nema nokkra daga og á-
tökin í hvert skipti magnazt um
allan helming. Um' 600 þúsund
hvítir menn bjuggu í Angóla
þar til fyrir nokkrum mánuð-
um, en nú eru aðeins eftir um
300 þúsund, sem bíða f ofvæni
eftir að fá far út úr landinu.
Hefur nú Bandaríkjastjórn fall-
izt á beiðni Portúgalsstjórnar
um að taka sér þessa flutninga,
en Portúgalsstjórn reynir nú
eftir mætti að finna þessu fólki
samastað meðal vinaþjóða
sinna, þvl að efnahagsástandið
og atvinnuástandið heimafyrir
er svo alvarlegt, að það gæti
orðið mjög örlagarlkt ef allt
þetta fólk kæmi til Portúgals.
Talið er Ifklegt að um 100 þús-
und manns verði leyft að setj-
ast að f Brasilfu.
Þegar byltingin í Portúgal
var gerð á sl. ári var áætlað að
FNLA réði yfir um 15000
skæruliðum, MPLA um 3000 og
UNITA aðeins um 700. Nú er
talið að FNLA telji um 30000
meðlimi, UNITA um 22000 og
MPLA um 17000. Svo virðist,
sem marxistahreyfingin MPLA
sé einna bezt búin vopnum
enda hafa Sovétmenn og Júgó-
slavar sent mörg vopnaflutn-
ingaskip á síðustu vikum upp
að ströndum Angóla, þar sem
vopnin hafa verið ferjuð f land,
þvf að Portúgalsstjórn leyfir
ekki að vopn séu losuð f höfn-
um Angóla.
FNLA njóta stuðnings Kfn-
verja, íhaldssamra Portúgala
og að öllum lfkindum Banda-
ríkjamanna. Stuðningur Kfn-
verja við FNLA á rætur sfnar
að rekja til deilu þeirra við
Sovétrlkin, og þar sem Sovét-
menn styðja MPLA hófu Kin-
verjar stuðning við andstæð-
inga þeirra. Um 100 kínverskir
hernaðarráðunautar eru við
þjálfun FNLA í aðalstöðvunum
í Zaire. Þáttur Bandaríkjanna í
Angóla er fremur óljós. Banda-
ríkjamenn studdu Roberto á
forsetaárum John Kennedys en
Johnson hætti þeim stuðningi.
Nixon studdi Portúgala en
stefna Kissingers hefur verið
að forðast fhlutun. Hins vegar
lýsti Vitor Alves major, einn af
meðlimum í byltingarráði her-
foringjanna í Portúgal, þvi yfir
í sfðustu viku, er hann kom úr
kynnisferð frá Angóla, að
bandarfska leyniþjónustan CIA
styddi FNLA. Stjórnmála-
fréttaritarar telja einnig líkur á
því að Bandaríkjamenn hafi
fengið aukinn áhuga á UNITA
og ráðamenn á Vesturlöndum í
heild eru sagðir mundu styðja
sameiningu FNLA óg UNITA á
móti marxistum MPLA. Banda-
ríkjamenn ’eru sagðir vilja
koma í veg fyrir að MPLA nái
völdum í Angóla og bezta ráðið
fyrir þá í þeim tilgangi væri
stuðningur við FNLA og
FYRRUM AUÐUGASTA
NÝLENDA PORTÚGALA
RIÐAR NÚ Á BARMI
BORGARASTYRJALDAR —
ALGERT EFNAHAGSHRUN
BLASIR VIÐ
KortiS sýnir yfirráSasvæSi hreyfinganna þriggja. PunktasvæSiS er ð
valdi MPLA, skástrikuSu svæSin á valdi UNITA og beinstrikuSu svæSin
á valdi FNLA
TaliS aS ofan: Dr. Agostinho Neto,
leiStogi MPLA, Holden Roberto,
leiStogi FNLA og dr. Jonas
Savimbi, leiStogi UNITA
Verður Angóla
Vietnam Afríku?
UNITA. Bandaríkjastjórn sam-
þykkti nýlega umfangsmikla
hernaðaraðstoð til handa Zaire
og er talið líklegt að FNLA
muni njóta góðs af þeirri á-
kvörðun.
Fulltrúar allra hreyfinganna
hafa heimsótt Pekirig til að
biðja Kínverja um aukna að-
stoð, heimildir herma að
ráðamenn þar hafi lýst því yfir
Angóla, sem eitt sinn var auð-
ugasta nýlenda Portúgala, riðar
nú á barmi borgarstyrjaldar og
algers efnahagslegs hruns.
Verði borgarastyrjöld f landinu
telja stjórnmálafréttaritarar
hættu á að Sovétríkin, Kína,
Bandaríkin, Júgóslavfa og
Afríkulöndin dragist inn f
hana. Sumir sérfræðingar segja
að Angóla geti orðið afrfkönsk
útgáfa af Indókínastríðinu.
Landinu er þegar skipt í þrjú
svæði, sem skæruliðahreyfing-
arnar MPLA, FNLA og UNITA
hafa á valdi sínu, hin fyrst-
nefnda er Alþýðuhreyfingin til
frelsunar Angóla, minnst af
þremur, þá kemur Þjóðlega
frelsishreyfingin f Angóla og
síðast Samtök um algera frels-
un Angóla. Leiðtogi MPLA er
dr. Agostinho Neto, yfirlýstur
marxisti, sem nýtur stuðnings
Sovétstjórnarinnar. Honum
hefur verið lýst af forseta eins
Afrfkurfkisins á þá leið að hann
hafi svipaðar tilfinningar og
kaldur steinn. Hreyfingin á
minni stuðning að sækja til ætt-
bálka en hinar tvær og á mest
fylgi meðal verkamanna f borg-
unum, einkum Luanda. MPLA
var stofnuð 1956.
að Kínverjar myndi styðja allar
hreyfingarnar jafnt. Þvf virðist
sem Sovétmenn, Júgóslavar og
kommúnistaleiðtogar f Afríku
séu þeir einu, sem hafi tekið
ákveðna afstöðu um hvaða
hreyfingu þeir styðja, enda er
MPLA hörð marxistahreyfing
og leiðtogar hennar hafa ekki
farið dult með hvað þeir hyggj-
ast fyrir ef þeir ná Angóla á sitt
vald. Fyrirtæki á Vesturlönd-
um og í S-Afríku hafa fjárfest
um 400 milljónir dollara í
námu- og olfuvinnslu f Angóla
og hafa leiðtogar MPLA lýst þvf
yfir að starfsmenn þessara fyr-
irtækja verði hraktir úr landi
og eigur þeirra gerðar upptæk-
ar þegar þeir hafi náð völdum í
Iandinu.
MPLA hefur nú höfuðborg-
ina Luanda á sínu valdi og einn-
ig hafnarborgina Lobito, sem er
mjög mikilvæg, því að er MPLA
náði henni á sitt vald lokaðist
bezta flutningaleiðin til Nýju
Lissabon, sem UNITA hefur á
sínu valdi. UNITA er verst
stödd hvað vopnabúnað snertir
og er lífsnauðsynlegt fyrir hana
að fá vopn og skotfæri, ef hún
ætlar að gera sér vonir um að
halda stöðu sinni í suðurhluta
■ landsins. Segja stjórnmála-
fréttaritarar að án hafnar horfi
óglæsilega fyrir UNITA nema
verulegur stuðningur erlendis
frá komi til. Áætlun MPLA
virðist liggja nokkuð ljóst fyrir.
Leiðtogarnir ætla að reyna að
auka áhrif sfn meðal stuðnings-
manna hinna hreyfinganna.
Slfkt gæti tekið langan tima, en
eins og málin horfa við nú virð-
ist MPLA eina hreyfingin, sem
hafi möguleika á að ná landinu
á sitt vald með vopnavaldi og
stjórnmálafréttaritarar segja
að vopnavald muni ákveða hver
erfir Angóla frá Portúgölum.
MPLA hefur einnig treyst tök
sin á þeim ráðuneytum, sem
enn starfa f Luanda svo og á
fjölmiðlum, simstöðvum og öðr-
um sambandsleiðum, augljós-
lega til að nota sem áróðurs-
vopn til að reyna að sannfjera
Angólabúa og erlendar þjóðir
um að hreyfingin sé talsmaður
landsmanna. Horfurnar f dag
virðast þvf skástar fyrir marx-
istana. Stjórnmálafréttaritarar
benda þó á að þrátt fyrir allt
geti Luanda og Lobito orðið
dragbítur á hreyfingunni,
vegna þess að báðar þessar
borgir eru að verða að efna-
hagslegri auðn. Það er varla til
það fyrirtæki í borgunum sem
ekki er gjaldþrota eða á barmi
gjaldþrots, matarbirgðir eru af
svo skornum skammti að það
virðist aðeins spurning um tfma
þar til allur matur verður bú-
inn. Enginn vill selja vörur til
Angóla nema greitt sé í reiðufé
fyrirfram og nú er vart nokkur
maður eftir í landinu, sem telur
það þess virði að stunda inn-
flutning. Þvf gæti svo farið að
jafnvel hörðustu stuðnings-
menn MPLA misstu áhugann á
byltingu þegar ekkert verður
eftir til að seðja hungur þeirra.
(Observer, AP.Time, Newsweek).
Hermenn MPLA á eftirlitsferð I Luanda að nœturlagi