Morgunblaðið - 21.09.1975, Page 34

Morgunblaðið - 21.09.1975, Page 34
34 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 21. SEPTEMÐER 1975 — Já, góði minn, ég þekki þennan fjörð orðið út og inn. Hér hef ég átt heima alla mfna ævi. Ég hef siglt Breiðafjörðinn fram og aftur og sjórinn hefur gefið mér svo mikið að hann má hirða mig ef hann vill. Okkur hafði verið boðið í sigl- ingu um Breiðafjörðinn fagran laugardag fyrir nokkru og far- kosturinn var þriggja tonna trill- an hans Höskulds Pálssonar frá Höskuldsey og það var hann sem lét sér um munn fara upphafsorð þessarar greinar. Ekki er ðlfklegt að Guðrún Jónsdóttir frá öxney og Jón Dalbú Ágústsson hafi einnig viljað taka undir þessi orð hans, en þau voru einnig með f ferðinni. Það var blíðuveður þennan dag og Stykkishólmur heitasti staður á landinu. Hiti 10 stig og heiðskír himinn. Rúna, báturinn hans Höskulds, bar okkur fyrst út úr höfninni, síðan framhjá eyjunum næst landi og þar á meðal happdrættiseynni, Hvítabjarnar- ey, sem stóð þó ekkert í því að skipta um eigendur, þó að hún væri sett á ,,lotterí“. Ferðinni var heitið út í Galtarey, þar sem Guðrún ætlaði að sýna okkur eyj- una sfna og kannski gefa okkur kaffi ef vel lægi á henni. Síðan átti að skoða Öxney og verksum- merki þar eftir byggð Eiríks rauða og annarra merkra manna. Þröskuldar Á leiðinni inn eftir var spjallað vítt og breitt um siglingar á Breiðafirði og þá erfiðleika sem straumar og rastir valda sæfar- endum. Ýmsar sögur höfðu þau Guðrún, Höskuldur og Jón að segja, enda öllum leiðum og slóðum á Breiðafirði kunnug. Höskuldur trillukarl úr Hólmin- um, en uppalinn í Höskuldsey, Guðrún frá öxney og síðasti kven- formaður á Breiðafirði að sögn þeirra félaganna og Jón Dalbú skipstjóri á flóabátnum Baldri undanfarin 20 ár. Undirritaður, borgarbarnið, skildi ekki allar þær sæbörnu um- ræður sem fram fóru við undir- leik vélar og öldugjálfur. Hins vegar var ekki hægt annað en að taka eftir röstunum, sem verða er straumur og fall mættust. Ýmist eru þar kallaðar þröskuldar eða rastir eftir því sem við á hverju sinni. Höfðu þau ýmsar sögur að segja frá erfiðleikum, sem þau höfðu lent í á litlum bátum í þröngum Sundum og þá gjarnart með mikinn farm. Einhver hafði eitt sinn verið í heyflutningum með föður sínum og lent illa í straumi með þeim afleiðingum að helmingur heyfarmsins fór fyrir borð. Tókst þó að ná mestallri töðunni inn á nýjan leik, enda hafði búið ekki ráð á að missa dýrmætt fóðrið í hafið. í bullandi pusi — Ég skal segja þér það góði minn, að það fara ekki allir í fötin hennar Guðrúnar, þó meiri hafi prófin og menntunina. Hún er eitt það mesta hörkutól, en um leið ein mesta manneskja^.sem ég hef kynnzt, sagði HöskUldur á leiðinni inneftir. — Það er sama hvað hún leggur fyrir sig, hvort heldur er að stýra bát, elda mat, gera að fiski eða þá að hún sýnir sína listrænu hæfileika. Alls staðar er hún jafn djöfull klár og m Guðrún: — Gamli maðurinn bætti þvf sem fólkinu fækkaði. hef enga ástæðu til að rengja það, enda man ég ekkert eftir þessum atburði, sagði Höskuldur. — Ég er búinn til úr tómum afgöngum, 13 í röðinni af 14 systkinum. Vikugamall fluttist ég út í Höskuldsey og átti þar heima fram að tvítugu. Þá fluttist ég til fastalandsins og hef verið þar siðan. — Hann Dalli (Jón Dalbú), blessaður vertu hann er löngu orðinn þjóðkunnur því ekki eru þeir svo fáir sem hann hefur siglt með um Breiðafjörðinn, svo hafa blöðin líka verið að skrifa um hann annað slagið, hélt Höskuld- ur áfram. — Hann er í sumarfríi núna, en þegar hann frétti að ég ætlaði að skreppa inn í eyjar þá mátti hann til með að skreppa, hann er eins og við hinir, getur ekki verið annars staðar en viðloðandi sjóinn. Guðrún er frá Öxney eins og áður sagði, en hefur flækzt víða á sínum 62 árum. Annars kom skrautritað skjal, sem hékk uppi á veggnum góða í skála Guðrúnar, mjög á óvart. En þar var henni óskað innilega til hamingju með sextugsafmælið. — Já, hún Gunna hefur það skjalfest að hún sé orðin 60 ára, sagði Höskuldur. — Það er líka eins gott fyrir hana, því annars myndi enginn trúa henni. Guðrún starfar nú sem kokkur á Þórsnesi I frá Stykkishólmi, en vegna vélarbilunar í bátnum hafði ekkert verið róið vikuna áður en blaðamenn bar að garði. — Þetta er ljóta ástandið, segir Guðrún, að hanga svo aðgerðar- laus alla vikuna. Það er nógu slæmt að eiga frí frá fimmtudags- kvöldi fram á sunnudag eins og er venjulega hjá okkur á skelja- bátunum, þó að fjórir dagar bæt- ist ekki við. Þetta væri kannski í lagi ef báturinn minn væri ekki líka í víðgerð, en án hans get ég mig lítið hreyft. Ekki fer ég að ferðast í bíl ótilneydd, en það er leiðinlegasti ferðamáti, sem ég þekki. að ekki létu híbýlin nú neitt sér- lega mikið yfir sér. Ósköp venju- legur skáli, sem að visu hefði sómt sér ágætlega sem sumar- bústaður við Þingvallavatn. Með flóru og fánu f jarðarins á veggnum Er inn var komið blasti við beint á móti dyrunum milliveggur sem skipti skálanum í tvennt. En það var enginn venjulegur milli- veggur, skreyttur skeljum og ýmsum sjávargróðri, kröbbum og kuðungum og ótalmörgu sem finna má í lífheimi Breiðafjarðar. Það er eiginlega ekki hægt að lýsa þessu listaverki hennar Guðrúnar með orðum, en svo sannarlega er það glæsilegur varði íslenzkrar alþýðulistar. — Já, maður leikur sér við þetta í einverunni hérna í eyjunni, sagði Guðrún, það er ekki svo margt sem glepur. Efninu í þetta hef ég safnað hvar sem ég hef komið hér á firðinum, gengið fjör- ur, fengið þetta í bátunum, í frystihúsunum og yfirleitt hvar þar sem ég hef rekizt á eitthvað sniðugt. Sjáðu þennan lampa hérna, sagði Guðrún, og benti á hvalbein, sem við fyrstu sýn leit alls ekki út fyrir að vera lampi. —Þetta fann ég í einni eyjunni, hreinsaði vel í klór og fékk svo þennan fína lampa, já, það er margt hægt að gera ef maður nennir að líta niður fyrir lappirnar á sér. Eitthvað sterkara — Heyrðu, Gunna mín, áttu nú ekki eitthvað sterkara handa mér, sagði Höskuldur, er Gunna til- kynnti okkur hinum að kaffið væri orðið heitt og hver og einn yrði að bera sig eftir björginni. — Það er alltaf sama bölvuð frekjan í þér Höskuldur, hreytti Gunna út úr sér, en bætti svo við að það væri hægt að athuga hvort ekki væri einhver leki frammi í búri. Eflaust hafa þau fundið ein- hverja brjóstbirtu í búrinu, þvi Höskuldur var allur hýrari og rjóðari er hann kom til baka nokkrum mínútum síðar og var maðurinn þó ekki fölur er þangað var haldið. Fyrir okkur hina dugði kaffið, sjóðheitt og rót- sterkt eins og það á að vera. Tómir afgangar En hvaða fólk var þetta, sem var þarna á ferð með Morgun- blaðsmönnum? Höskuldur Pálsson fædd- ist í Stykkishólmi 15. ágúst 1911. — Eða svo er mér sagt og ég Gamla bænahúsið f öxney og gamalt frumstætt vágnhjól. Bátsferð nm Breiðafjörð og heimsókn í Öxney og Galtarey dugleg. Einu sinni mætti ég henni á leiðinni frá öxney í bullandi pusi ög ágjöf. Hún var þá á leið út í Hólm og með henni var tvennt 1 bátnum. Mín kona var ekkert að biðja okkur um að sigla með sér og þó að við byðum henni sam- fylgd, sagði hún bara nei takk, og sigldi áfram. Það skipti hana ekki nokkru máli þó duglega gæfi á og farþegarnir væru orðnir hund- blautir. Hún fór sínu fram og mátti ekki vera að því að slóra neitt. Við nálguðumst nú Galtarey, eyjuna hennar Gunnu. Höskuldur stýrði inn í lendinguna meðfram hólmum og töngum, sumir til- heyrðu Rifgirðingum, aðrir Galtarey. Guðrún sagði honum hvar bezt væri að lenda, en Höskuldur vildi nú fá að ráða því. — Hvað er þetta manneskja, ég lendi bara á sama stað og síðast, sagði hann og svo vorum við lent. Á leiðinni upp kambinn, upp að skálanum hennar Gunnu, læddi Jón því að mér að ég yrði heldur betur hissa þegar Guðrún opnaði skálann og ég sæi alla dýrðina. Ég sagði ekkert en hugsaði með mér „Sjðrinn hefur 9 að hann má hirð

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.