Morgunblaðið - 21.09.1975, Side 41

Morgunblaðið - 21.09.1975, Side 41
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 21. SEPTEMBER 1975 41 félk í fréttum Hann Jón Gunnar Ákason datt heldur betur f lukkupottinn á dögunum. Hann var einn þeirra fjölmörgu sem heimsóttu Kaupstefnuna og var svo hepp- inn að vinna f dagshappdrætti sýningarinnar og verðlaunin voru ferð með Vængjum vestur f Stykkishólm og sigling með bát frá Stykkishólmi út á f jörð- inn. Með sér f ferðina bauð hann vini sfnum, Þórarni Guðmunds- syni, sem farið hafði með honum á Kaupstefnuna. Bjarni bróðir hans fékk að fara með og sömuleiðis Áki Jónsson pabbi hans og Jón M. Sigurðsson afi hans. Á myndinni eru þeir bræður Bjarni og Jón Gunnar við flugvél Vængja á flug- vellinum f Stykkishólmi. + Leikarinn kunni Laurence Olivier, sem reyndar er orðinn lávarður, hefur nú farið að dæmi Yul Brynners og látið krúnuraka sig. Þetta gerði hann fyrir nýtt kvikmyndahlut- verk, þar sem hann á að leika þýzkan hermann. + Rokkstjarnan Elvis Presley er sagður hafa mjög gaman af alls konar farartækjum. Hér sjáum við Presley, þar sem hann er að reyna nýjasta leik- fangið sitt, en það er þriggja hjóla mótorhjól, knúið Volks- wagen-vél. Sem kunnugt er þurfti Presley að fara á sjúkra- hús f sfðasta mánuði, en þá var hann að skemmta á nætur- klúbbum f Las Vegas, en er nú sagður góður til heilsunnar á ný. Stúlkan til hægri á mynd- inni, ku vera náin vinkona rokkkóngsins um þessar mundir og er sögð heita Jeanette Brazda frá Frakk- landi. + Heimsmeistarinn f skák, Ánatolji Karpov, var allur eitt bros er hann tók við 12 þús. dollara verðlaunum eftir sigur á alþjóðaskák- mótinu f Mflanó á dögunum. Þá var Karpov ennfremur gefið forkunnarfagurt skákborð, með ekki síðri taflmönnum, allt hand- skorið. FJARFESTING- ENDURMAT Á bak við hverja SELKÖ hurð er 25 ára reynsla í smíði spónlagðra innihurða. Skipulögð fram- leiðsla SELKÓ innihurða hófst hjá Sigurði Elías- syni h. f. fyrir 15 árum. I ár fögnum við því tvö- földum áfanga í hurðasmíði. Einkunnarorð framleiðslunnar hafa ætíð verið hin sömu: Vönduð smíði, góður frágangur og fallegt útlit. Enda hafa SELKÓ hurðir fyllilega staðizt erlenda samkeppni um árabil. Þess vegna er það mjög algengt að þeir, sem vilja endurnýja útlit eldra húsnæðis með t. d. tvöföldu gleri, nýjum húsgögnum, og fallegum teppum, fjárfesti einnig í nýjum SELKÓ inni- hurðum. SELKÓ innihurðir gefa heimilinu traustan og áferðarfallegan svip, samræma heildarútlit hús- næðisins við nýja búslóð, og hækka verðmæti íbúðarinnar, þegar meta þarf til skipta eða end- ursölu. Þér tryggið útlit og verðmæti íbúðarinnar með SELKÖ innihurðum. SELKÖ INNIHURÐIR — GÆÐI í FYRIRRÚMI 4% SIGURÐUR iMf ELlASSON HE AUÐBREKKU 52, KÓPAVOGI, SÍMI 41380

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.