Morgunblaðið - 21.09.1975, Side 45

Morgunblaðið - 21.09.1975, Side 45
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 21, SEPTEMBER 1975 45 VELVAKANDI Velvakandí svarar í slma 10-100 kl. 14—15, frá mánudegi til föstu- dags. 0 Hver á að passa krakkana? Erna Magnúsdóttir hringdi. Hún kvaðst hafa verið í sauma- klúbb ásamt nokkrum vinkonum sínum, en þær störfuðu allar utan heimilis, væru tiltölulega nýgiftar og ættu flestar börn. Höfðu þær verið að ræða um kvennaverk- fallið í október, sem komið hefur til tals að halda. Hún sagði m.a.: „Við vorum nú að ræða það í klúbbnum hvernig ætti að hafa það I kvennaverkfallinu þegar fóstrur á dagheimilum eða leik- skólum tækju sér frí um leið og við, sem erum kennarar eða vinnum á skrifstofum. Þá lendir auðvitað á okkur mæðrunum að passa krakkana, þannig að við gerum ekki annað en að hafa verkaskipti við þær, sem passa börnin venjulega. Sam sagt — ekkert frí og ekkert verkfall. Þess vegna fannst okkur ekki til of mikils mælzt þótt karlarnir okkar tækju sér frí líka, þannig að hægt væri að skipta barnagæzlunni á milli sín. En hvað svo um allar þær manneskjur, sem eru „bara“ húsmæður? Hver á að ,taka að sér börnin þeirra? Ekki verða vist konur við störf á gæzluvöllum frekar en annars staðar. Mér sýnist þetta allt stefna í þá átt, að 24. október verði almennur frídagur, þvt að með öðrum hætti getur þetta ekki orðið neitt kvennaverkfall eða kvennafrí- dagur.“ 0 1 upphafi skólaárs K.S.M. skrifar: „Velvakandi góður. Mig langar til að koma á fram- færi í dálki þínum þeirri hug- mynd, að í vetur eða þá við fyrsta tækifæri verði tónlistar- og teikni- kennslu i barnaskólum ofurlítið öðruvísi háttað en verið hefur. Væri ekki miklu betra að kenna börnum að hlýða á tónlist, t.d. leik Sinfóniuhljómsveitarinnar eða bara leik af hljómplötum i skóla- stofunni, i stað þess að láta þau syngja saman, eins og nú er víða gert? Hér á ég að sjálfsögðu ekki við, að útrýma eigi þeim kennslu- aðferðum, sem nú eru viðhafðar, heldur að auka beri fjölbreytn- ina. Þá fyndist mér vel til fundið að láta börnin ekki bara föndra eða teikna í teiknitímum, heldur trúi ég því, að verulegum hluta þess tíma, sem ætlaður er til kennslu, væri betur varið með þvi að sýna börnunum myndir af listaverkum með útskýringum og umræðum, og fara með þau á myndlistarsýningar og söfn. — ég hef nóg pláss svo að ég get’ sem bezt leyft yður að gista. Þér hafið afrekað nóg í kvöld. David lét undan henni og þau ókutil heimilis hennar og þar bar hún fram gómsætustu máltíð. Meðan þau snæddu, töluðu þau i ákafa um morðin tvö sem enn voru jafnóráðin gáta og áður og Diane lét í Ijós þá skoðun sina að iögreglan ætti að kanna nánar aðstæður Talmeys prófessors, — þvi að fræðilegur möguleiki var enn á að hann væri morðingi ung- frú Shaw að því er Dianc sagði. Ástæðan gat verið örvænting og afbrýðissemi vegna fyrirhugaðr- ar ferðar hennar til Ilollywood. En á hínn bóginn var í fljótu bragði ekkert sem bcnti til að hann væri morðinginn, sagði David f mótmælaskyní og Diane kvaðst sætta sig við rök hans. Engu að síður hafði hún sfðasta orðið. Rétt áður en þau gengu til hvflu snéri hún sér við f dyrunum og sagði: — Það er enn ein spurning, sem lögreglan hefur enn ckki svarað. Vitið þér hver hún er? Ég er að vissu leyti fylgjandi þeirri þróun, sem orðin pr í barnafræðslu, þ.e. að láta börnin sjálf gera sem allra mest, láta þau hafa frumkvæðið sjálf og lofa þeim að fá útrás með eigin athöfn- um, en stundum finnst mér eins og of litið sé gert af þvi að fræða þau um meistaraverk og menn- ingarsögu og lofa þeim einnig að kynnast þeim af eigin raun. Þetta finnst mér verðugt umhugsunar- efni í upphafi skólaárs. Með þökk fyrir birtinguna. K.S.M." 0 Hundar og bjór Stefán Hafstein skrifar á þessa leið: „Hundamálið svo nefnda hefur nú verið mikið í deiglunni og vil ég þvi segja mitt álit á þvi. Hundurinn hefur verið bezti vin- ur mannsins frá aldaöðli. Og hvað sagði ekki Friðrik mikli, sem vissi hvað hann söng? „Þvi betur sem ég kynnist bróður minum þeim mun vænna þykir mér um hann Sám minn.“ Að vlsu má segja, að ekki eigi allir svo leiðinlega bræður, en samt má eitthvað af þessum orðum marka. Þær ugg- vænlegu sögur berast frá út- löndum, að hundar skilji 24 þús- und smálestir af hundasaur eftir sig á götum Lundúnaborgar. Og hver vill standa i því að moka sliku magni af götum okkar fögru og hreinu höfuðborgar? Að visu er sagt að hann Albert sé hlynnt- ur hundahaldi, en samt sem áður hljótum við að hugsa okkur tvisvar um áður en við hleypum hundum út á göturnar. Hvort leyfa eigi sölu á sterkum bjór hefur verið þrætuepli okkar Islendinga ærið lengi. Persónu- lega held ég að nú sé nóg af sliku komið. Væri ekki löngu búið að leyfa bjórinn, ef slikt væri hættu- laust? Þvi held ég, að nú sé mál að linni og þjóðin láti af klofningi sinum, og sameinist I þvi að drekka bara það, sem hér er leyft. 0 Mataræði barna Áhyggjufull móðir lýsti nýlega slæmu heimilisástandi, sem skapazt hefur við ínnflutning á kornmat í pökk'um. Er nú svo komið á heimili hennar, að börnin neita að borða nokkuð annað en kornmat þennan. Má gera því skóna, að svipað ástand hafi skap- azt víðar. An þess að nokkur geri sér þess ljósa grein, þá er nú að vaxa upp á íslandi kynslóð, sem nær eingöngu er alin á kornmeti þessu. Hér er mikið alvörumál á ferðinni, þvi að við vitum i raun- inni ósköp lítið um raunverulegt fóðurgildi matarins. Þvi hljótum við að spyrja: Ætla innflytjendur virkilega ekki að gera hreint fyrir sinum dyrum og gera ærlega grein fyrir uppvaxtar- og fram- tíðarmöguleikum íslenzkrar æsku? Vissulega er ekkert, sem bendir til þess að bráður voði sé fyrir dyrum, en við eigum heimtingu á því að vita vissu okkar. Heill og hamingja getur verið í veði. Ég tek því heilshugar undir með áhyggjufullri móður og skora á fleiri að gera slíkt hið sama. Stefán Hafstein." 0 Stolið úr skólagörðum í Breiðholti Elisabet Jónsdóttir hringdi til að vekja athygli á þjófnaði á grænmeti úr skólagörðunum við Stekkjarbakka I neðra Breiðholti. Hún sagði: „Það var á laugardegi fyrir um það bil hálfum mánuði, að full- orðið fólk sást vera að sækja sér grænmeti i garðana. Þetta hef ég eftir kennara, sem hefur leið- beint börnunum við garðræktina i sumar. Þarna hefur bara verið hirt það, sem bezt var vaxið, en hitt látið eiga sig. Ég á dreng, sem hefur verið í skólagörðunum í sumar. Hann skilur ekki hvers vegna hann hefur verið að erfiða i þessu I sumar, þegar málið er svo einfalt, að hægt er að sækja sér grænmeti I garðana án þess að hafa nokkuð fyrir þvi. Ég vil skora á það fólk, sem þarna var að verki, að skila grænmetinu aftur eða bæta það á annan hátt.“ HÖGNI HREKKVÍSI estafette GEFJUN AKUREYRI HÆKKAINIDI BENSÍNVERÐ GERIR RENAULT SÍFELLT HAGSTÆÐARI RÚMGÓÐUR- tÆGILEGUR AÐ VINNA VIÐ - MJÖG SPARNEYTINN. VhÐGERÐAR OG VARAHUJTAhJÓNUSTA F ÍENAULTO -'gpgt KRISTINN GUÐNASON HF. SUÐURLANDSBRAUT 20, SÍMI 86633 Hérer það allt- prjónamir, karfan og Gefjunar DRALON-BABY DRALON-SPORT GRETTIS-GARN C1007ulD GRILON-GARN GRILON-MERINO

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.