Morgunblaðið - 10.10.1975, Page 14

Morgunblaðið - 10.10.1975, Page 14
14 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 10. OKTÓBER 1975 Iðnaður mun verða ein af megin stoðum efnahagslífs íslendinga Tæknistofnun fyrir iðnaðinn — Frumvarp til nýrra iðnlaga — Endurskoðun laga um lánasjóði iðnaðar- ins — Frumvarp til byggingarlaga — Mannvirki verði reist og smíðuð af innlendum aðilum — Skipa smíðaiðnaði verði tryggð meiri og jafnari eftirspurn o o Ræða Gunnars Thoroddsens iðnaðarráðherra á Iðnþingi o * EFNAHAGSMÁL Síðan núverandi rikisstjórn var mynduð hafa efnahagsmálin verið sá meginvandi, sem hún hefur þurft að glíma við ..Viðskiptakjör'' er það orð, sem einna oftast er nú nefnt Með því er átt við hlutfallið milli verðlags á útflutningi og innflutningi í upphafi þessa árs var því spáð, að viðskiptakjörin myndu versna á árinu um 15% Nýjustu spár benda til þess, að rýrnun viðskiptakjara verði nokkru meiri, eða 1 7— 1 8% Þá var áætlað, að þjóðar- framleiðsla myndi minnka um 2% og þjóðartekj- ur rýrna enn meir eða um 6%, vegna versnandi viðskiptakjara Þróunin hefur orðið enn óhag- stæðari, svo að líklega mun þjóðarframleiðsla í ár rýrna um 3,5% og þjóðartekjur um allt að 8% Staða þjóðarbúsins út á við er mjög erfið. Einn veikasti hlekkur utanríkisviðskiptanna á þessu ári og á seinni helming ársins 1974, er minnkandi eftirspurn eftir ýmsum helztu út- flutningsvörum okkar, er leitt hefur til óhag- stæðrar verðþróunar Þannig er gert ráð fyrir, að verðlækkun útflutnings muni nema um 11% fyrir árið í heild, miðað við svokallað fast gengi. Verð á ýmsum innfluttum vörum hefur hins- vegar hækkað En þróun innflutnings á árinu sýnir að innflutningur hefur dregizt saman á fyrstu sjö mánuðum ársins að magni til um tæp 1 7%. Breytingar frá fyrra ári í framleiðslu hinna ýmsu greina iðnaðarins hafa orðið nokkuð mis- munandi Framleiðsla hins almenna iðnaðar, að undanskildu áli og byggingariðnaði, mun á fyrra helmingi þessa árs vera svipað og á fyrra helmingi ársins 1974 Álframleiðsla hefur hins- vegar dregizt saman um 1 2%. Breytingarnar hafa verið mjög ólikar eftir iðn- greinum Þannig hefur veruleg framleiðslu- aukning orðið í skipasmíðaiðnaði (13,8%), í vefjar-, fata- og skinnaiðnaði (10,3%) og í hús- gagna- innréttingaiðnaði (5,3%). í sambandi við ullar- og skinnaiðnað er þess að geta, að fram- leiðsluauknmgin stafar að verulegu leyti af aukn- um útflutningi þessara atvinnugreina Hin aukna erlenda eftirspurn hefur haft það í för með sér, jð afkastageta þai er fullnýtt og verður svo fyrirsjáanlega á næstu mánuðum Samdráttur í framleiðslu hefur á þessu ári einkum átt sér stað í steinefnaiðnaði, þ.e sem- ent o.fl. (14%), og öðrum efnaiðnaði (5,7%), og stafar það einkum af verkföllum við Sements- verksmiðjuna og Kisiliðjuna Þá er um nokkurn samdrátt að ræða í pappírsiðnaði, matvæla- og drykkjarvöruiðnaði og í viðgerðargreinum IÐNÞRÓUN Fyrri hluta árs 1971 voru gerðir samningar við tvær stofnanir Sameinuðu þjóðanna, Iðn- þróunarstofnun og Viðskiptastofnun, um undir- búning iðnþróunaráætlunar til langs tima Að þeirri áætlun unnu síðan næstu tvö árin erlendir sérfræðingar i samstarfi við Iðnþróunarstofnun Islands Skýrslugerð var lokið á árinu 1973 Nokkru eftir að sú skýrsla lá fyrir, skipaði fyrrverandi iðnaðarráðherra nefnd, Iðnþróunar- nefnd, en hún skyldi hafa það meginviðfangs- efni að yfirfara og endurskoða áætlanagerð hinna erlendu sérfræðinga um langtíma- iðnþróun. Nefnd þessi hefur nú fyrir nokkru lokið þessu starfi og skilað itarlegri álitsgerð Kemst nefndin að þeirri meginniðurstöðu, að sérfræðingar SÞ ofáætli þær breytingar og endurnýjun vinnu- staða, sem verða þurfi I iðnaði til að halda fullri atvinnu og hinsvegar vegna breyttra sam- keppnisaðstæðna i iðnaði Miðað við árið 1 972 sem grunnár gerðu hinir erlendu sérfræðingar ráð fyrir endurnýjun og nýmyndun 1 1.000 starfa eða „atvinnutækifæra" i iðnaði fram til 1980. Iðnþróunarnefnd áætlar aftur á móti að sama tala sé 6 300, og að heildarmannafli í iðnaði verði um 18.000 árið 1980 og 1 9 600 árið 1985 í tölum þessum er ekki meðtalinn byggingariðnaður, en samkvæmt áliti nefndar- innar er gert ráð fyrir því, að fjöldi atvinnufólks i byggingariðnaði aukist úr 9 700 manns árið 1972 i 12 000 manns árið 1980. Á hinn bóginn er ekki gert ráð fyrir þvi, að verulegar breytingar á mannafla I þeirri iðngreih verði næstu ár þar á eftir, vegna vaxandi framleiðslu byggingareininga í verksmiðjum. Iðnaður mun i næstu framtið verða ein af meginstoðum efnahagslifs íslendinga og sjá um 30% af vinnufæru fólki fyrir atvinnu. [ álitsgerð Iðnþróunarnefndar er viðfangsefn- um iðnþróunar næstu árin skipt í þrjá megin- þætti í fyrsta lagi er þar um að ræða hina svonefndu ytri aðbúnað; það eru þær meginfor- séndur, sem stjórnvöld á hverjum tima skapa iðnaðinum með löggjöf eða á annan hátt. Má þar nefna löggjöf á sviði tolla- og skattamála, lánsfjármála og löggjöf, er snertir þær stofnanir, sem starfa eiga i þágu iðnaðarins, og fjármögn- un þeirra I öðru lagi eru það mál, sem snúa að innri starfssemi og skipulagi fyrirtækja svo sem stjórnun, sölustarfsemi, fjármálalegum og tækni- legum hliðum rekstrarins, verk- og tæknimennt- un starfsfólks, hönnun, vöruþróun o fl I þriðja lagi eru það málefni, sem snerta viðleitni og örvun til nýiðnaðar, bæði er varðar orkufrekan iðnað, aukna vinnslu innlendra hrá- efna og margvíslega framleiðslu, er byggir fyrst og fremst á hugviti og þekkingu Hér er um athyglisverða, Itarlega og þakkar- verða skýrslu að ræða, sem gerir grein fyrir þeim margvislegu viðfangsefnum, sem við er að glima I uppbyggihgu Islenzks iðnaðar, og mjög nyt- samlegt er að fá dregið saman á einn stað Iðnaðarráðuneytið hefur hinar ýmsu tillögur til meðferðar, en hefur falið Iðnþróunarstofnun íslands að annast framkvæmd tiltekinna verk- efna, sem nefndin gerir tillögur um, eftir nánari ákvörðun iðnaðarráðherra hverju sinni. TÆKNISTOFNUN [ iðnaðarráðuneytinu er unnið að þvi að semja frumvarp um tæknistofnun fyrir iðnaðinn, sem miðar að aukinni alhliða þjónustu og tækniað- stoð. Vorið 1974 var lagt fyrir Alþingi frumvarp til laga um Iðntæknistofnun fslands, en frumvarp þetta miðaði m a að sameiningu Iðnþróunar- stofnunar íslands, Rannsóknastofnunar byggingariðnaðarins og Rannsóknastofnunar iðnaðarins. Samstaða náðist ekki um afgreiðslu þessa frumvarps á Alþingi og voru skoðanir mjög skiptar, bæði utan þings og innan. Hið nýja frumvarp um tæknistofnun mun verða rætt innan skamms við samtök ykkar og Margt bendir til þess að iðn- aðurinn stefni inn í öldudal Mikill fjárskortur hjá fyrirtækjum i þjónustu- greinum — Auka þarf skilning á þjóðhagslegu mikilvægi iðnaðar — Verkmenntun hljóti sama sess og önnur menntun í landinu. Ræða Sigurðar Kristinssonar, forseta Landssambands * c iðnaðarmanna, við setningu Iðnþings Herra iðnaðarráðberra, borgarstjóri, virðulegu iðnþingsfulltrúar, góðir gestir Ég býð yður öll velkomin til setningar 36 Iðnþings íslendinga Ég flyt meistarafélögum í byggingariðnaði i Reykjavik, Kynningarklúbbn- um Björk og Klúbbi eiginkvenna málarameistara þakkir fyrir að undirbúa og standa fyrir dagskrá fyrir maka þingfulltrúa Einnig færi ég starfsfólki góðar þakkir fyrir allan undirbúning þinghalds- ins Frá því að síðasta Iðnþing var haldið hafa fjórir fyrrverandi iðnþingsfulltrúar látist, þeir Tómas Vigfússon, Jón E Ágústsson, Helgi Hermann Eiríksson og Guðjón Scheving Tómas Vigfússon húsasmiðameistari lést 1. febrúar 1 974 Hann var athafnamaður og mjög vandvírkur, enda eftir honum sóst til vanda- samra verka Vegna forystuhæfni hlóðust á hann fjölmörg störf, ekki eingöngu fyrir samtök iðnaðarmanna, heldur og einnig opinber störf og forusta i umfangsmiklum framkvæmdum. Hann var i forustu i félagssamtökum iðnaðarmanna um áratuga skeið Hann átti sætí í stjórn L I. í 22 ár, eða frá 1947—-1969 Hannvar sæmdur heiðursmerki iðnaðarmanna úr gulli 1962 og kjörinn heiðursfélagi 1970 Verk hans verða seint metin sem vert er, en munu geymast i minningunni um góðan félaga og forystumann Jón E. Ágústsson málarameistari lést 27. mars 1974 Hann var mikill félagsmálamaður og tók virkan þátt i félagsmálum sinnar iðn- greinar, átti um áratuga skeið sæti í stjórn Málarameistarafélags Reykjavíkur Þá átti hann sæti i stjórn L I um 7 ára skeið og var þar sem annars staðar hinn trausti og raungóði félagi Helgi Hermann Eiríksson verkfræðingur lést 10 október 1974 Þegar hann kom heim frá námi sinu gekk hann til móts við iðnaðarmenn á sviði félagsmála Hann varð skólastjóri Iðnskól- ans í Reykjavík og tók virkan þátt í mótun samtaka iðnaðarins á frumstigi Hann var með i forystu um stofnun L I og varð hinn sjálfkjörni leiðtogi og forystumaður um tuttugu ára skeið, jafnframt þvi sem hann tók virkan þátt í opinber- um málum. Hann var sæmdur heiðursmerki iðnaðarmanna úr gulli 1949 Kjörinn heiðurs- félagi 1952 Guðjón Scheving málarameistari lést 9 október 1974 Hann var fæddur í Vestmanna- eyjum, lærði mátaraiðn i Reykjavlk, en fluttist aftur til Vestmannaeyja og stundaði þar iðn sína Hann var frumkvöðull og stofnandi margra félaga Mest af starfsorku sinni helgaði hann Iðnaðarmannafélagi Vestmannaeyja, var for- maður þess í meir en aldarfjórðung, hann var fulltrúi þess á mörgum Iðnþingum, Hann var kjörinn heiðursfélagi í félagi sinu og sæmdur heiðursmerki iðnaðarmarma úr gulli 1952. Ég bið yður að risa úr sætum i virðingarskyni við hina látnu heiðursmenn og félaga Hin óhagstæða þróun efnahagsmálanna að undanförnu svo og þær efnahagsráðstafanir, sem gerðar hafa verið til þess að beina þróuninni inn á aðrar brautir, hafa haft veruleg áhrif á iðnaðinn Hin gífurlega eftirspurnarþensla hefur að sjálfsögðu birst i eftirspurn eftir framleiðslu hans og þjónustu eins og annarra atvinnugreina, sem á mörgum sviðum hefur orðið miklu meiri en hægt hefur verið að anna Hins vegar hafa um leið orðið miklar kostnaðarhækkanir, þannig að fjárhagsleg afkoma iðnaðarins hefur versnað að miklum mun Þannig hefur hin almenna verðbólga ásamt þeim kauphækkunum, sem urðu á siðasta ári og á fyrri hluta þessa árs átt sinn verulega þátt i þeirri kostnaðaraukningu, sem orðið hefur. Ennfremur urðu tvær gengis- fellingar á árinu 1974, sem höfðu sín áhrif til hækkunar kostnaðar og þar með á verðbólguna. Gengislækkun krónunnar gagnvart helstu við- skiptagjaldmiðlum varð að meðaltali um 33% á árinu. og svarar það til um 50% hækkunar á erlendum gjaldeyri Lækkun gengisins hefur vissulega haft nokkur áhrif til bóta fyrir samkeppnis- og útflutnings- iðnað, þar sem hækkun á erlendum gjaldeyri hækkar annars vegar útfluttar og hins vegar innfluttar vörur í verði, þannig að samkeppnisað- staða á innlendum markaði batnar og tekjur útflutningsiðngreina aukast. Hins vegar ber að hafa I huga að samkeppnishæfni þessara greina er mjög mikil hætta búin, þegar kostnaðar- hækkanir verða svo gífurlegar sem raun ber vitni Ekki er því að heilsa, að þjónustugreinar hafi heldur komist klakklaust frá þeim kostnaðar- hækkunum, sem orðið hafa. Ströng og óraun- hæf verðlagshöft og framlenging verðstöðvunar hafa orðið til þess, að þessar greinar hafa ekki fengið kostnaðarhækkanir bættar nema að mjög takmörkuðu leyti Hefur þetta valdið minnkandi arðsemi i mörgum iðngreinum, og stefnir raunar beint i hreinan taprekstur hjá sumum Þegar við bætist útlánaþak bankanna að undanförnu og verulegir erfiðleikar við innheimtu söluandvirðis, hefur afleiðingin orðið mikill fjárskortur hjá fyrir- tækjum í þjónustugreinum, bæði til rekstrar og nauðsynlegrar endurnýjunar á framleiðslutækj- um sinum Nú þegar blasir við, að mörg þjón- ustufyrirtæki verða hreinlega að hætta starfsemi sinni af þessum sökum og er það mjög háskaleg þróun. Efnahagsráðstafanir rikisstjórnarinnar hafa nær einskorðast við að draga úr greiðsluhalla við útlönd og tryggja viðunandi afkomu aðalútflutn- ingsatvinnuveganna, án þess þó að valda of snöggum samdrætti i innlendri eftirspurn, þann- ig að ekki dragi verulega úr atvinnu Þegar hin mikla umframeftirspurn eftir erlendum gjaldeyri er höfð í huga verður að telja þessi viðbrögð að mörgu leyti eðlileg Þar sem vandinn, sem við er að glima, er svo mikill sem raun ber vitni, er hins vegar ólíklegt, að nokkrum viðhlitandi árangri verði náð til lausnar honum, nema talsverð minnkun verði á þeirri eftirspurn, sem verið hefur Afleiðingarnar hljóta þvi að verða talsverð minnkun umsvifa i iðnaðinum. Enda varð aukning iðnaðarframleiðslu á árinu 1974 minni en verið hefur um langt árabil, þrátt fyrir að langt sé i land með að vandinn hafi verið leystur Þó má segja að hingað til hafi ekki borið á verkefnaskorti hjá iðnfyrirtækjunum, en langt er slðan útlitið hefur verið I eins mikilli óvíssu háð og nú

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.