Morgunblaðið - 10.10.1975, Page 19
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 10. OKTOBER 1975
19
Á sfðustu mánuðum hefur
margt gerzt á varnarvfgstöðv-
unum. Lissabon er orðin ein
helzta miðstöð KGB f
heiminum. Á sviði „viiliheim-
ilda“ eða „villiupplýsinga"
hefur KGB náð athyglisverðum
árangri. Sé litið lauslega yfir
sfðustu fréttir af alþjóðlegum
vettvangi, kemur f Ijós, að þrátt
fyrir hina opinberu slökunar-
stefnu, hefur KGB sfður en svo
slakað á starfsemi sinni.
I maf 1974 stóðu átta borgar-
ar fyrir rétti í Túnis, ákærðir
fyrir njósnir í þágu Sovét-
ríkjanna, en rússneskir sendi-
ráðsstarfsmenn og blaðamenn
höfðu ráðið þátil starfa.
Mánuði áður hafði Gtinter
Guillaume verið handtekinn I
Bonn. Hann er hinn síðasti og
æðsti í röð KGB-manna, sem
ljóstrað hefur verið upp um í
Þýzkalandi frá stofnun
Sambandslýðveldisins. (Talið
er, að af 260 sovézkum sendi-
ráðsstarfsmönnum þar séu um
100 háttsettir KGB-menn.).
I janúar 1975 voru 9 aðrir
sovézkir njósnarar handteknir í
Sambandslýðveldinu.
I febrúar 1975 komust menn
að raun um, að þriðjungur
sovézku sendinefndarinnar við
SALT-viðræðurnar væri njósn-
arar á vegum KGB og þar á
meðal fulltrúinn Nicolai
Kischilov, sem áður hafði verið
flæktur í finnskt njósnamál.
Um þessar mundir er
Portúgal að sjálfsögðu mikil-
vægur stjórnmálalegur brenni-
depill fyrir KGB. Leiðtogi
kommúnistaflokks Portúgals,
Alvaro Cunhal, sem frá önd-
verðu hefur verið fortakslaus
stalínisti og tryggur fylgis-
maður Moskvu, ætti að vfsu að
sækja fyrirmæli sín beint til
utanrfkisdeildar sovézku
miðstjórnarinnar. En þar með
er þó ekki sagt, að KGB hafi
engin afskipti af málum
Portúgals. I Lissabon eru þegar
yfir hundrað sovézkir sendi-
ráðsstarfsmenn og aðrir
embættismenn. Sendiráðs-
starfsliðið er síðan aukið með
starfsmönnum hjá Aeroflot,
TASS, Novotnybankanum o%
stofnunum á sviði ferðamála og
viðskipta. Auk þess hafa átta
austur-evrópsk sendiráð með
hliðstæðum undirdeildum fært
út starfsemi sína f Lissabon. Að
minnsta kosti sex KGB-menn
voru afhjúpaðir þegar fyrir
komu sína til Lissabon, þar á
meðal sendiráðunauturinn
Sviatoslav Kuznetzov, sem áður
hafði stjórnað starfseminni f
Argentínu og Chile.
HVER DRAP FEISAL?
Það væri vissulega
misskilningur að halda, að KGB
starfaði aðeins á Vestur-
löndum.
KGB hefur fyrr og síðar látið
mjög til sín taka i
kommúnistískum löndum, sem
hafa ekki verið undir beinu
eftirliti Sovétrfkjanna, — og í
löndum bandamanna sinna.
Pólland, Tékkóslóvakía, og
„alþýðulýðveldið" Þýskaland
valda litlum áhyggjum eins og
stendur. Þeirra eigin leyni-
þjónusta nægir sem útibú frá
KGB. En í Albaníu, Rúmenfu,
Júgóslavíu, Kina, Kúbu og
Egyptalandi hvflir meginþungi
hinnar ósleitilegu viðleitni
Sovétrfkjanna til áhrifa á
herðum KGB.
Undanfarið hefur það orðið
æ greinilegra, að KGB hefur
auk hinnar „venjulegu" starf-
semi lagt sérstaka áherzlu á og
sérhæft sig í „villufræðslu"
ósannri fréttamiðlun, sem
beinist gegn leyniþjónustu
andstæðinganna.
Sú deild innan KGB, sem
annast falsfréttamiðlun, og úti-
bú hennar í Póllandi og
Tékkóslóvakíu vinna að því dag
og nótt að semja falskar upplýs-
ingar um menn og stofnanir,
sem standa í vegi fyrir sovézk-
um hagsmunum.
Þannig tókst að koma af stað
þeim orðrómi, að CIA ætti sök á
morðinu á Feisal, konungi. Það
byrjaði með þvf, að látið var að
vissum hlutum liggja í tveimur
klausum, sem birtust í
„Pravda" 30. marz 1975 (erlent
fréttayfirlit) og 31. marz
(fréttaskýringar). Það voru
engar fullyrðingar viðhafðar,
heldur var það haft eftir
„fréttaskýrendum ýmissa
erlendra blaða“ sem sagðir
voru hafa spurt: „Skyldi það
hafa verið hinn langi armur
CIA, sem hefði náð alla leið til
morðstaðarins í Riad?“
Þessi frásögn — sem er upp-
spuni frá rótum — er dæmigerð
aðferð „afvegaleiðslu“-deildar
KGB.
En þessar starfsaðferðir eru
sannarlega ekki nýjar af nál-
inni.
Þegar 1964 voru lögð fram
gögn fyrir stjórn Indónesíu,
sem áttu að sanna morðsamsæri
CIA gegn Sukarno, forseta, og
áætlanir um ensk-amerfska inn-
rás í Indónesíu. Þetta var að
mestu leyti gert fyrir tilstilli
tékknesks milligöngumanns.
Einstök atriði þessa máls komu
í ljós eftir 1968, þegar einn af
hinum tékknesku sérfræðing-
um f slíkum blekkingaraðferð-
um, Ladislav Dittman, flúði til
Vesturlanda.
Nefna má fleiri tiltektir af
svipaðri tegund, eins og þegar
fölsuðu bréfi var komið á fram-
færi við indverska fjölmiðla, en
samkvæmt þvi áttu Bandaríkja-
menn að hafa komið sér upp
birgðum sýklavopna 1968.
Meðal umfangsmestu blekk-
ingartilrauna, sem nú standa
yfir undir yfirskini slökunar,
eru aðgerðir gegn útvarpsstöðv-
unum Radio Liberty og Free
Europe. Milligöngumennirnir
eru aðallega Pólverjar. Fölsk
skjöl hafa verið notuð til að
sanna, að austur-evrópskir
fréttaritarar útvarpsstöðvanna
séu fyrrverandi nazistar eða að-
stoðarmenn þeirra. Undanfarið
hefur fjöldi slíkra „sönnunar-
gagná“ verið afhjúpaður sem
fölsun.
Þessar árásir á einstaklinga
eru liður f vfðtækri herferð til
að fá þaggað niður í hinum
frjálsu útvarpsstöðvum eða að
minnsta kosti dregið úr þeim.
Útvarp Moskva og útvarp Var-
sjá halda að vísu uppi stanz-
lausum áróðri gegn Vesturlönd-
um f útsendingum sínum á
ensku og öðrum erlendum
tungumálum, en fréttaritarar
þeirra f vestrænum löndum
gera sitt ítrasta til að sannfæra
vestræna stjórnmálamenn —
eins og til dæmis Fullbright,
fyrrverandi öldungardeildar
þingmann — um það, að frétta-
flutningu'- í þeirra eigin
(austur-evrópsku) útvarps-
stöðvum, sem væri fjandsam-
legur ríkisstjórnum þeirra,
myndi torvelda samkomulag á
alþjóðlegum vettvangi. Svo
virðist sem nokkrir einfeldn-
ingar séu til í bandaríska utan-
ríkisráðuneytinu, sem vilji
draga úr sendingum útvarps-
stöðvanna, lækka rödd frelsis-
ins, í þeirri von, að með þvf
muni nást einhver ímynduð eft-
irgjöf af hálfu Sovétrfkjanna f
átt til slökunar.
Sú deild, sem- annast blekk-
ingar og falsanir, er að sjálf-
sögðu aðeins ein hinna mörgu
deilda hinnar risavöxnu KGB-
stofnunar, sem enn hefur aðal-
setur sitt í hinu alræmda Lublj-
anka fangelsi, þar sem hrylli-
legar aftökur hafa átt sér stað.
Þar situr Juri Andropov á
skrifstofu sinni á 3. hæð en
þaðan hafa ekki færri en fimm
fyrirrennarar hans verið dregn-
ir niður í fangaklefa fyrir neð-
an og síðan í aftökukjallarann.
Njósna- og ofbeldisaðgerðir
erlendis heyra undir fyrstu að-
aldeild, sem hefur aðsetur fyrir
utan Moskvu, langt frá þeim
stöðum, sem erlendir gestir
koma nokkurn tíma nálægt.
(Málefni útlendinga f Sovét-
ríkjunum heyra undir aðra
deild).
Fyrsta aðaldeild skiptist í 23
undirdeildir. Þar fyrir utan
starfar GRU, sem er fréttaþjón-
usta sovézka hersins og á að
heita sjálfstæð stofnun. Milli
KGB og GRU var alltaf sam-
keppni. Á tfmum Stalíns lét
leynilögreglan skjóta tvo yfir-
menn fréttaþjónustu hersins.
Nú er GRU miklu viðaminni en
KGB, og þegar í ljós kom 1963,
að Bretar og Bandaríkjamenn
höfðu náð samböndum í GRU
með aðstoð Penkovskys, of-
ursta, missti sú stofnun í raun-
inni sjálfstæði sitt og er nú ekki
mikið annað en útibú KGB.
Fyrsta deildin rekur starf-
semi sína erlendis fyrst og
fremst í sambandi við sendiráð-
in sovézku. Samkvæmt skýrsl-
um, sem fyrir hendi eru, starfa
um 40 af hundraði sovézkra
sendiráðsmanna og annarra
sovézkra borgara erlendis á
vegum KGB. Hinir eru reiðu-
búnir, ef þeir eru kallaðir til
starfa fyrir þá stofnun.
Sendiherrarnir sjálfir geta
tilheyrt leyniþjónustunni. í
rauninni er ekkert f vegi fyrir
því, að starfsmenn KGB geti
verið skipaðir f háar stöður
allra hugsanlegra stofnana.
Þannig brá engum í brún,
þegar tveir herforingjar úr
leynilögreglunni voru skipaðir
í hæstarétt, og mönnum fannst
heldur ekkert athugavert við
það, þótt jafn sérstæður maður
og KGB — foringinn Pitivranov
yrði gerður að varaforseta so-
vézka verzlunarráðsins. Aður
hafði hann gegnt mikilvægu
njósnaembætti í Berlín og verið
fastafulltrúi KGB f Peking. I
dag sést hann á vörusýningum
og ráðstefnum um verndun
einkaleyfa.
öllu furðulegri er þó skipun
Dzermen Gvishlanis í embætti
annars varaforseta vísindaráðs,
sem aðallega annast samninga-
viðræður og samskipti við út-
lönd á sviði vfsinda. Hann
hefur starfað fyrir GRU og er
embættismaður leyniþjónust-
unnar að ævistarfi. Það er tákn-
rænt að hann ber nafn, sem sett
er saman úr fyrstu atkvæðum
eða samstöfum tveggja fyrstu
yfirmanna leynilögreglunnar,
Dzherzinski og Menschinski.
Gluggað l rll
Roberts Conquests
um KGB - sovézku
leyniblönusluna
MUNURINN Á CIA OG KGB
Á KGB og höfuðandstæðingi
hennar, hinnar bandarfsku CIA
er feikilegur munur. Staða
KGB er miklum mun sterkari
þegar af þeirri ástæðu einni, að
öll opinber gagnrýni hefur frá
öndverðu verið útilokuð.
Menn skyldu aðeins gera sér f
hugarlund, að sfðustu atburðir í
Bandaríkjunum gerðust f
Sovétríkjunum: Embættismað-
ur sovézku stjórnarinnar lætur
„Pravda" í té leyniskjöl, sem
blaðið birtir. Maðurinn kemur
fyrir rétt vegna smámuna og er
sýknaður — þannig liti mál
Daniels Ellsbergs út í Rúss-
landi. Eða: Meðlimur f Æðsta
ráði Sovétríkjanna — hliðstæða
Michael Harringtons — finnur
trúnaðarskjöl um athafnir
KGB, segjum t.d. í Chile og
lætur þau á þrykk út ganga.
Þau eru birt í Pravda og
Isvestijha með þeim afleiðing
um, að yfirmaður KGB, Juri
Andropov, verður að koma fyr-
ir nefnd Æðsta ráðsins og verja
gerðir sfnar ... Það er augljóst
mál, að á starfsemi CIA er drag-
bftur, sem þætti vitfirring í
Moskvu.
En það verður réttilega að
viðurkenna, að engum manni f
Englandi eða Frakklandi dytti í
hug að leggja slíkar hömlur á
leyniþjónustu sfns eigin lands.
Og þegar þess er ennfremur
gætt, að ein af helztu ásökunum
á hendur CIA varðandi Chile
var þess efnis, að hún hefði
haft fé til ráðstöfunar fyrir
blöð og verkfallssamtök stjórn-
arandstæðinga — en ekki eins
og KGB hafði gert í gegnum
norður-kóreanska sendiráðið,
að sjá hryðjuverkamönnum fyr-
ir vopnum og þjálfun — þá
hlýtur maður þó að spyrja, hvað
gangi eiginlega að þessum
gagnrýnendum, sem sagðir eru
hliðhollir Vesturveldunum.
Gagnstætt CIA rekur KGB
einnig starfsemi sfna innan
landamæra eigin ríkis. Banda-
ríkjamenn skipta leyniþjónustu
sinni í tvær sjálfstæðar stofn-
anir: CIA og FBI. KGB er aftur
á móti stofnun í mörgum sam-
ræmdum deildum, sem hafa
innlend og erlend starfssvið, þó
að þær komi oft inn á svið hver
annarrar.
Þannig geta til dæmis njósn-
arar í Moskvu komið erlendum
sendiráðsstarfsmanni í svo
hræðilega aðstöðu vegna kyn-
lífs hans (slíkt hefur komið fyr-
ir franskan sendiherra), að
hann verði síðar viljalaust
verkfæri í höndum KGB í sínu
eigin landi.
í Sovétríkjunum kæmi heldur
aldrei til þeirrar þröngsýnu
fastheldni við lagaákvæði, sem
kemur fram í hinum hörðu
ásökunum í garð CIA vegna að-
gerða þennar gagnvart banda-
rískum ríkisborgurum í Banda-
ríkjunum. Það er fráleitt að
hugsa sér, að eftirliti með
manni, sem lægi undir grun, en
gerði aðeins stuttan stanz f föð-
urlandi sfnu, væri hætt á flug-
vellinum og í skyndi falið ann-
arri stofnun, sem ekki þekkti
neitt til hins grunaða. Svipað
þessu á við um fjölda vanda-
mála CIA, en eru með öllu
óþekkt fyrirbæri hjá KGB sem .
hefur auk þess að sjálfsögðu
miklu sterkari stjórnmálalegan
bakhjall.
LIÐHLAUPAR HVERFA MEÐ
ötLU
Nýjustu skammirnar, sem
CIA hefur fengið, koma frá
mönnum, sem hafa sagt skilið
við CIA t.d. Philip Agee og
Victor Marchetti, Mikið af þvf,
sem við vitum um KGB kemur
einnig frá strokumönnum eða
liðhlaupum.
Liðhlaupa frá KGB verður að
fela vandlega með fölskum skil-
ríkjum, svo að fyrrverandi hús-
bændur þeirra komizt ekki á
snoðir um þá. Marga þeirra,
sem ekki hefur verið gætt nógu
vel, hafa menn síðar fundið
dauða af dularfullum ástæðum
— þeir höfðu dáið af eitri, verið
skotnir eða varpað út um
glugga.
Liðhlaupar frá CIA lifa aftur
á móti góðu lffi í löndum, sem
eru f bandalagi við Bandaríkin.
Þeir skrifa endurminningar
sfnar og láta þær meira að segja
Framhald á bls. 21