Morgunblaðið - 20.11.1975, Page 1

Morgunblaðið - 20.11.1975, Page 1
36 SÍÐUR 266. tbl. 62. árg. FIMMTUDAGUR 20. NÓVEMBER 1975 Prentsmiðja Morgunblaðsins. Bonn: SÁTTFÝSI? — Þeir virðast f sáttahug, Ein- ar Ágústsson, utanrfkisráð- herra, og Hans-Jiirgen Wischnewski, aðstoðarutan- rfkisráðherra Vestur- Þýzkalands, og bjóða hvor öðrum sæti af mikilli kurt- eisi á samningafundinum f Bonn í gærmorgun. T.v. er Gunnar Thoroddsen, iðnað- arráðherra. simamyndAP. 0 EINAR Ágústsson, utanríkisráðherra, sagði f samtali við Morgun- blaðið f gærkvöldi, að viðræðum Islendinga og Vestur-Þjóðverja f fiskveiðideilunni vrði fram haldið í dag og sagði að enn bæri töluvert á milli, einkum er varðaði veiðisvæði. Reuter-fréttastofan hafði það eftir heimildum í Bonn að fyrr um daginn hefði jafnvel verið búizt við því að viðræðunum lvki samdægurs en síðar hefðu samningamennirnir rekið sig á ýmis vandamál. Utanríkisráðherra staðfesti fregnir um að Vestur-Þjóðverjar hefðu fallið frá fvrri kröfu sinni um 85 þúsund tonna ársafla, en ekki vildi hann nefna aðra tölu að svo stöddu. 0 Er Einar var spurður hvort gildistaka bókunar 6 um lækkun tolla væri skilvrði fvrir samningum sagði hann að þetta atriði væri til umræðu, en varðist frétta að öðru leyti — einnig um það hvort V-Þjóðverjar myndu semja um að virða 200 mílurnar f verki þótt þeir viðurkenndu þær ekki formlega. Einar sagði að enn væri allt óljóst og ekkert atriði frágengið. Hans Júrgen Wischnewski, aðstoðarutanrfkis- ráðherra og aðalsamningamaður Þjóðverja, var hins vegar öllu bjart- sýnni og hefur Reuter-fréttastofan eftir honum að samkomulag hefði náðst um alit annað en veiðisvæði innan 200 mflnanna, en bætti við að samkomulagið myndi ekki gilda til langframa. Hann kvaðst hins vegar búast fastlega við að samkomulag mvndi takast. Reuter-fréttastofan hefur eftir Einari Agústssyni að enn væru mörg mál óleyst. Um væri að ræða ein 11 atriði, — um sum hefði að mestu náðst samkomulag, en um önnur væri enn alvarlegur ágreiningur. 0 Belgar vonast eftir samningum. I gær gaf talsmaður belgíska utanríkisráðuneytisins út yfirlýs- ingu um að Belgar vonuðust til að ná samningum f fiskveiðideilunni við Islendinga, en samningar þeirra runnu út sama dag og samningarnir við V-Þjóðverja og Breta. r Urslitakostir brezkra togaraskipstjóra: Krefjast herskipavemdar en stjórnin bíður átekta Ágreiningur um veiði- svæði og fleiri atriði Viðræðum haldið áfram í dag Bretadrettning og þorskastrífið □ □ Sjá frétt um há- sætisræðuna á bls. 17 □ □ I HÁSÆTISRÆÐU sinni, sem hún flutti f gær, minntist Elfsabet Bretadrottning stutt- lega á fiskveiðideilu Breta við tslendinga og sagði: „Rfkis- stjórn mín mun á virkan hátt vernda hagsmuni fiskiðnaðar- ins, og mun taka fullan þátt f alþjóðlegum verndunarað- gerðum og f mótun sameigin- legrar stefnu f fiskveiðimál- um. Hún reynir nú að ná nýju samkomulagi um veiðar Breta við fslenzku rfkisstjórnina til að koma f stað þess sem er nýrunnið út.“ Bandaríkin: London 19. nóvember Reuter — AP — Mike Smartt • SKIPSTJÖRAR á brezkum togurum á íslandsmiðum hafa sett brezku ríkisstjórninni þá úr- slitakosti að ef þeir fái ekki vopnaða vernd fyrir áreitni fslenzku varðskipanna frá hinum konunglega brezka flota innan þriggja daga, þá muni þeir sigla af miðunum, að þvf er talsmaður landbúnaður- og sjávarút- vegsráðuneytisins staðfesti f dag. Reuter hefur eftir fslenzku land- helgisgæzlunni sem hlerað hefur innbyrðis talstöðvarsamtöl togar- anna, að 30 skipstjórar hefðu staðið að úrslitakostum þessum, tveir hefðu verið á móti, en annaðhvort náðist ekki f 10 eða þeir tóku ekki þátt f atkvæða- greiðslunni. 0 Talsmaðurinn sagði hins vegar að svar stjórnarinnar við þessari orðsendingu væri að biðja Flugher og flotinn gegn 200 mílunum Washington 19. nóvember — AP TVEIR háttsettir embættismenn bandarfska flotans og flughersins sögðu f dag fyrir hermálanefnd öldungadeildar Bandaríkjaþings um frumvarpið um 200 mflna út- færslu bandarfsku fiskveiðilög- sögunnar, að slfk útfærsla gæti haft alvarleg áhrif á starfsemi þessara greina hersins um heim allan. James Holloway, yfirmaður flotaaðgerða, sagði að útfærsla gæti Ieitt til þess að Miðjarðar- hafið lokaðist fyrir sjötta flota Bandarfkjanna og jafnvel erlend- um rfkjum, og þannig neytt bandarfska kafbáta til að vera ofansjávar á öllum tfinum. David Jones, yfirmaður herráðs flug- hersins, var á sama máli og sagði að það sem gilti fyrir sjóínn gilti Ifka fyrir loftið. Þeir sögðu að þetta stafaði af því að aðrar þjóð- ir lýstu vfir 200 mflna útfærslu f hefndarskyni fyrir slfka útfærslu Bandaríkjanna. Þeir, ásamt John Norton Moore, aðalfulltrúa Hvfta hússins á hafréttarráðstefnunni, hvöttu tii þess að Ieitað yrði alþjóðlegra samninga. togarana að vera f hnapp um verndarskipin þrjú sem komu á miðin í dag og láta reyna á það hversu vel þau geti verndað togarana. Einnig er von á dráttar- bátnum Lloydsman um hádegið á morgun, fimmtudag, en móður- skipið Hausa er á leið til heima- hafnar með vélarbilun. Miranda siglir frá Hull á mánudag f stað Hausa. Heimildir í London herma hins vegar að ef vernd þessara óvopnuðu aðstoðarskipa reynist ónóg þá séu nú hafnar skyndiráð- stafanir til undirbúnings her- Hattersley — talar f neori málstofunni f dag skipavernd, — ekki sfzt með til- liti tíl úrslitakosta skipstjóranna. Þá sagði The Times f dag, að Nimrod-þota væri á leið til tslands til eftirlitsflugs. Skömmu áður en eitt af brezku verndarskipunum kom skila- boðunum frá skipstjórunum til rfkisstjórnarinnar i London lauk fundi Roy Hattersleys, aðstoðar- utanrikisráðherra, og Fred Pearts, sjávarútvegsráðherra, með fulltrúum útgerðarmanna, skipstjóra og áhafna um upp'lausn viðræðnanna við Islendinga og þau nýju viðhorf sem þá hefðu skapazt. Engin yfirlýsing var gef- in út um fundinn og ekkert var tilgreint um flotavernd, en Peart sagði að togaramenn hefðu verið „mjög ánægðir" með ráðagerðir stjórnarinnar í verndarmálum. Fundurinn stóð I klukkustund. Peart sagði ennfremur að togara- menn væru „mjög ánægðir með það hvernig við höfum staðið að viðræðunum, — en auðvitað leggja þeir áherzlu á að fá nauð- synlega vernd. Ég tel þó ekki rétt að segja neitt um það mál“. Austen Laing, framkvæmda- stjóri samtaka útgerðarmanna sagði eftir fundinn: „Það var al- gjör einhugur á fundinum og við erum mjög ánægðir með það hvernig Hattersley stóð að við- ræðunum". Hann sagðist einnig i Banatilræði við Fraser Sydney 19. nóvember — Reuter LÖGREGLAN i Astralíu hefur gert strangar öryggisráðstafanir eftir að sendar voru í dag tvær bréfsprengjur til Malcolm Frasers, forsætisráðherra bráða- birgðastjórnarinnar og til Johannes Bjelke Petersen, for- sáetisráðherra i Queenslandfylki, og hefur ástralska póststjórnin he'itið 20.000 dollara verðlaunum fyrir upplýsingar sem leitt geta til þess að upp kómist um tilræðis- mennina. Öryggislögreglunni tókst að gera bréfsprengjuna til Frasers óskaðlega, en tveir skrif- stofumenn særðust er bréfið til Bjelke Petersen sprakk. Ef sprengjan til Frasers hefði sprungið hefði hún drepið eða sært alla sem hefðu veríð i minna en 5 metra fjarlægð. Petersen hefur barizt hatrammlega gegn stjórn Whitlams, fyrrum forsætis- ráðherra, en bréfin tvö voru stíluð á þá Fraser og Petersen og póstlögð á tveimur stöðum í Sydney. vera ánægður með þá vernd sem nú væri veitt, en „hvort hún verð- ur nægjanleg verður að koma i ljós“. David Cairns, fulltrúi áhafna frá verkalýðssamtökunum, sagði að hann hefði fengið fullvissu um að vernd yrði veitt til lengdar, en neitaði að svara spurningum um herskipavernd. MIKILL ERILL I ISLENZKA SENDIRÁÐINU — Öll brezku blöðin i morgun, sem hafa komið i sendiráðið, segja frá fiskveiðideilunni i áber- andi fréttum, flest á forsiðu, sagði Helgi Ágústsson, sendiráðunaut- ur í London í samtali við Morgun- blaðið. — Times skýrir frá því i tveggja dálka frétt að flugherinn hafi gerzt aðili að deilunni með þvi að ljá samkvæmt beiðni Nim- rod-vél til könnunarflugs. í frétt- inni segir að vélin fari frá Kinloss áleiðis á Islandsmið i dag og muni sveima yfir brezku togurunum og fylgjast með þeim. Aftur á móti er ljóst að engin fyrirskipun hefur verið gefin um að herskip stefni á Islandsmið, en það mun vitanlega skýrást innan þriggja daga. Frei- Franihald á bls. 20 Lífi Francos ekki bjargað Madrid 19. nóvember — Reuler LÆKNAR Francisco Francos, einræðisherra Spánar, gáfu f dag upp alla von og hafa hætt tilraunum til að bjarga Iffi hans, en gefa honum aðeins inn kvalastillandi lvf. Þegar Mbl. fór f prentun hékk lff Francos á bláþræði og var jafnvel búizt við andláti hans á hverri stundu.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.