Morgunblaðið - 20.11.1975, Side 5
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 20. NÖVEMBER 1975
5
Thorvaldsensfé-
lagið gefurLanda-
koti veglega gjöf
Thorvaldsensfélagið af-
henti i gær barnadeild
Landakotsspítala sér-
stakt gjörgæzlutæki fyrir
börn. Gjöf þessi er mjög
vegleg, en tækið er
einkum notað til þess að
láta ófullburða börn vera
í unz þau hafa hlotið
nægan þroska.
í tæki þessu er jafn hiti,
súrefni og tæki til
mælingar á hjartslætti
barna. Einnig er unnt að
nota tækið fyrir önnur
börn en ungbörn.
Á myndinni, sem hér
fylgir, er príórinnan,
Hildegard, að taka við
gjöfinni, en formaður
Thorvaldsensfélagsins,
Unnur Ágústsdóttir, af-
henti tækið.
Góður afli
• •
hjá Ogra
TOGARINN ögri landaði í
Reykjavík í siðustu viku 215 tonn-
um af fiski, mestmegnis þorski og
grálúðu. Verðmæti aflans var 7,8
milljónir og meðalverð 36,40
krónur kílóið. Skipstjóri á Ögra er
Brynjólfur Halldórsson.
Sýning á
verkum Jóns
Engilberts
SÝNINGU á verkum Jóns Engil-
berts í Listasafni íslands átti að
ljúka s.l. sunnudag, en vegna
mikillar aðsóknar hefur verið
ákveðið að sýningin verði opin
þrjá daga í viðbót. Verður það á
fimmtudag, laugardag og sunnu-
dag, alla dagana frá kl. 1,30—4
e.h.
Umgengni
RARIK
eins og óðra
fíla í
frumskógi
Miðhúsum við Reykhóla
19. nóvember.
RAFMAGNSVEITUR ríkisins
eru að endurbæta raflínu frá
Króksfjarðarnesi að Reykhól-
um. Umgengni flokksins er
vinnur þetta verk er líkast þvl
að fllar í frumskógi hafi
brugðið á leik. Girðingar eru
lagðar niður og slitnar, og
stundum án þess að á þvl sé
sýnileg þörf. Og dæmi eru til
þess að fé hafi sloppið úr
vörzlu vegna þessara aðgerða.
Á læstum gróðurreit hefur lás
verið sagaður sundur án þess
að gerð hafi verið tilraun til að
læsa hliðinu aftur. Ljótust eru
þó svöðusárin sem skilin eru
eftir á gróðri landsins, og mun
það taka áratugi að þessi sár
jafni sig. Fréttaritara er ekki
kunnugt um að talað hafi verið
við nokkurn bónda I haust áð-
ur en flokkur fór yfir land
þeirra. _ Sveinn
Marantz 7
Allir þekkja regluna um, að engin keðja er sterkari
en veikasti hlekkur hennar. Furðu margir virða þó
að vettugi þessa staðreynd, þegar þeir velja og
kaupa hljómtæki sin, og er allt of algengt, að há-
talararnir nái ekki til nema hluta þess tónsviðs,
sem keypt er dýrum dómum i vönduðum mögnur-
um og plötuspilurum, eða, að ófullkomnir hátalarar
afmyndi það ágæta hljóðmerki, sem vel byggður
magnari og plötuspilari skila frá sér. Þegar hátalarar
eru valdir, er semsé alls ekki nóg að huga að wött-
um, stærð og útliti. Atriði, sem ekki skipta minna
máli en t.d. flutningsgeta, eru tónsvið, kúrfa (bjög-
un á uppgefnu tónsviði) og svo maður tali nú ekki
um, hvort magnari sá, sem nota á við hátalarana,
dugar til að drífa þá, en hátalarar eru mjög „mis-
þungir.“ MARANTZ 7 hátalararnir eru hannaðir og
byggðir með það fyrir augum, að þeir standi betri
mögnurum og plötuspilurum vel á sporði í öllu tilliti,
enda eru þeir í fremstu röð á sinu sviði, eins og öll
önnur MARANTZ tæki. Verðið á MARANTZ 7 há-
tölurunum er kr. 46.900,00 (stk.) og er það hóflegt,
þegar tillit er tekið til hinna ágætu eiginleika þeirra.
MARANTZ býður reyndar enn fullkomnari hátalara,
tegund 8 og 9, en verð þeirra, kr. 83.700,00 og kr.
119.200,00 (stk.), kemur væntanlega i veg fyrir, að
þeir geti orðið almenningseign.
NESCO HF
Leiöandi fyrirtæki á sviói sjónvarps-útvarps- og hljómtækja.
Verzlun Laugavegi 10 Reykjavik Simar: 19150-19192-27788