Morgunblaðið - 21.11.1975, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 21.11.1975, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 21. NÓVEMBER 1975 5 „ÞRAUTGOÐIR Á RAUNASTUND” Sjöunda bindi, eftir Steinar J. Lúðvíksson BÓKAÚTGAFAN Hraundrangi — Örn og Örlygur — hefur sent frá sér 7. bindi hins mikla bóka- flokks um Björgunar- og sjóslvsa- sögu Islands. 1 þessu bindi eru Steinar J. Lúðvfksson. raktir atburðir áranna 1925, 1926 og 1927, en áður var búið að rekja atburði áranna 1928—1958 og fjalla um brautrvðjendur og for- ystumenn slysavarna hérlendis. Árið 1925 var eitt af meiri slysa- árum i sögu þjóðarinnar og urðu mannskaðar mestir í miklu óveðri er gekk yfir landið og miðin dag- ana 7. og 8. febrúar. Hefur ofviðri þetta oft verið kallað Halaveðrið mikla, en þegar það skall á voru margir togarar, bæði íslenskir og erlendir, við veiðar á Halamiðum út af Vestfjörðum og lentu þeir flestir í kröppum dans og tveir þeirra fórust með allri áhöfn. Drjúgur hluti hinnar nýju bók- ar fjallar um þetta mikla ofviðri og afleiðingar þess, en auk þess eru raktir allir aðrir atburðir þeirra þriggja ára sem bókin spannar. Ný bók eftir Árna Óla KOMIN er út ný bók eftir Arna Óla og nefnist hún „Dulheimar tslands". Bókin skiptist í 18 kafla og gefa heiti þeirra gott yfirlit yfir efni bökarinnar. Kaflarnir eru: Trú og hjátrú, Upphaf trúar- bragða, Forn trúarbörgð, Trú for- feðranna, Galdur og fjölkynngi, Goðatrú á íslandi. Menn verða að vættum.blótnir staðir, Ragnarök og nýjar vættir, Sól og máni, Loft- andar, Landvættir, Dýr, Fuglar, Tröll, Dvergar, Skjaldarmerki Is- lands og Áfella. Bókin er 188 bls. að stærð. Út- gefandi er Setberg. W Dulheimar Islands „Mannfólk milli sæva — Staðhverfingabók” Eftir sr. Gísla Brynjólfsson BÓKAÚTGÁFAN Örn og Örlygur hefur gefið út ofanskráða bók, en á kápu hennar segir m.a. að hún sé í lausu máli, Ijóðum og mynd- um lýsing á horfinni byggð. Hún sé lifandi lýsing á atvinnuháttum, daglegu lifi og mannlegum örlög- um við rammíslenskar aðstæður. Ráðstefna um lánamálin KJARABARÁTTUNEFND náms- manna hefur ákveðið að boða til ráðstefnu um hin margumræddu lánamái um næstu helgi. 1 frétta- tilkynningu sem nefndin hefur sent Morgunblaðinu segir, að á ráðstefnunni sé ætlunin að fjalla um eftirtalda fimm málaflokka: 1. hluta námskostnaðar á fjárlögum 1976, 2. endurskoðun laga um námsaðstoð, 3. þjóðfélagslegt hlutverk námsaðstoðar, 4. sam- skipti námsmanna og verkalýðs- hreyfingar og 5. verkmenntun. Ráðstefnan verður haldin i Árnagarði við Suðurgötu og hefst hún á morgun, laugardag, kl. 9. „Mannfólk mikilla sæva“ er átt- hagarit. 1 fréttatilkynningu frá útgefanda segir m.a.: „1 bókinni er fyrst og fremst að finna lýs- ingu á atvinnuháttum og daglegu lifi fólksins sem við sögu kemur. Hér fá prestar jafnt sem púls- menn skráða sína sögu. Kirkjan Framhald á bls. 20 Sr. GIsli Brynjólfsson. Hansi Schmidt og félagar skulu sannarlega fá að taka á honum stóra sínum á morgun í Laugardalshöllinni kl. 15.00. Frá tónleikum Sambands fslenzkra karlakóra 1 Háskólabfói f júlf f fyrra. Samband sunnlenzkra karlakóra HINN 9. nóvember s.l. var hald- inn stofnfundur sambands sunn- lenzkra karlakóra. Hlaut það nafnið Katla og er hliðstætt Heklu, sambandi norðlenzkra karlakóra. Tilgangur sambands- ins er að efla kynningu, sönglff og söngkunnáttu meðal félaga karla- kóranna. Starfssvæði sambandsins er frá Hornafirði til Breiðafjarðar og eru eftirtaldir átta kórar aðilar að þvf: Karlakór Stykkishólms, Karlakórinn Svanir, Akranesi, Karlakórinn Fóstbræður, Karla- kór Reykjavíkur, Karlakórinn Þrestir, Hafnarfirði, Karlakór Keflavíkur, Karlakór Selfoss og Karlakórinn Jökull, Höfn í Hornafirði. í kórunum eru sam- tals um þrjú hundruð söngmenn Stjórn Sambands íslenzkra kariakóra (S.l.K.) átti frumkvæði að stofnun sambandsins, en fimm af aðildarkórum þess sungu á kóramóti S.I.K. í júlí 1974. Formaður Kötlu, sambands sunnlenzkra karlakóra, var kjör- inn Sigurður Hallur Stefánsson, Hafnarfirði, en aðrir i stjórn 5. REGLULEGU tónleikar Sin- fóníuhljómsveitar tslands verða haldnir fimmtudaginn 27. nóvem- ber kl. 20.30 í Háskólabiói. Stjórn- andi verður Bohdan Wodiczko og einleikari Rut Ingólfsdóttir fiðlu- leikari. Fluttur verður forleikur eftir Stanislaw Moniuzko, skozk fantasía fyrir fiðlu og hljómsveit eftir Max Bruch og Sinfónía nr. 10 eftir Dmitri Sjostakovitsj. Athygli er vakin á því, að aðeins ein vika er á milli þessara tón- leika og tveggja tónleika þar á eftir. 6. reglulegu tónleikarnir verða haldnir 4. desember, og 7. tónleikar 11. desember. Tón- Stefán Bjarnason, Akranesi, og Árni Þór Eymundsson, Reykja- vik. leikunum 4. desember stjórnar Vladimir Ashkenazy, og einleik- ari verður Radu Lupu píanóleik- ari, sem leikur pianókonsert nr. 4 eftir Beethoven. önnur verk á efnisskránni eru Egmont forleik- urinn eftir Beethoven og Sinfónia nr. 1 eftir Brahms. Karsten Andersen stjórnar tón- leikunum 11. desember, og verður þá flutt Carmina Burana eftir Carl Orff. Flytjendur auk Sin- fóniuhljómsveitarinnar eru ein- söngvararnir Ölöf Harðardóttir, Þorsteinn Hannesson og Garðar Cortes og Söngsveitin Filharmónía. Fimmtu tónleikar Sinfóníuhljómsveitar TÍZKUVERZLUIM UNGA FOLKSINS KARNABÆR AUSTURSTRÆTI 22 LAUGAVEG 6S LAUGAVEG 20a Simi frá skiptiborði 28155

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.