Morgunblaðið - 29.11.1975, Page 31

Morgunblaðið - 29.11.1975, Page 31
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 29. NÚVEMBER 1975 31 — Erfið Framhald af bls. 15 kraftmiklum sáttaumleitunum í Miðausturlöndum, og að Frelsis- hreyfingu Palestínuaraba, PLO, verði heimiluð aðild að sáttavið- ræðunum. ísraelar eru eindregið andvígir viðræðum við PLO sem þeir segja vera hermdarverka- samtök sem reyni að útrýma Isra- elsríki. — Bonn Framhald af bls. 1 okkur með samkomulaginu til að sjá til þess að bókun sex tæki gildi innan fimm mánaða og við munum gera okkar bezta I Briissel til að svo verði." Aðspurður um hvað gerðist ef Bretar beittu sér gegn því að bókun sex tæki gildi, sagði tals- maðurinn: „Ef Bretar koma í veg fyrir að bókunin taki gildi innan fimm mánaða þá kemur það sér mjög illa fyrir Þjóðverja, því þá fellur samkomulagið við ís- lenzku stjórnina úr gildi. Það er þess vegna ljóst að við verð- um að gera það sem við getum og vona að Islendingar og Bret- ar nái samkomulagi sin á milli." — Einar * Agústsson Framhald af bls. 2 bandalaginu. Einnig nefndi utan- ríkisráðherra, að hugsanlega mætti setja innflutningsbann á brezkar vörur til lslands. Ef til úrsagnar úr NATO kæmi kvað Einar Island myndu leitast við að verða hlutlaust ríki. Þá sagði Einar Ágústsson í við- tali við Mbl. í gær að það færi eftir ástandinu hinn 10. desember á miðunum umhverfis landið, hvort hann sækti utanríkisráð- herrafund NATO eða ekki. — Hestar Framhald af bls. 10 ræðum um tillöguna, að það væri sitt álit að óþarft væri að birta kappreiðaannál með þeim hætti, sem gert hefur verið síðustu ár, þar sem mikið væri um að þarna kæmu sömu hrossin fyrir á blaðslðu eftir blaðsiðu Nokkrar umræður urðu um þessa tillögu, og var I þeim m a bent á nauðsyn þess að birt yrði að loknu hverju keppnistímabili afrekaskrá, en til þess að svo geti orðið þurfa skýrslur hestamanna- félaganna um kappreiðar að vera fyllri Sumir töldu, að hér væri um óþarfa njðurskurð að ræða á efni en tillagan var samþykkt með 48 atkvæðum gegn 10. — Landb.vörur Framhald af bls. 2 bændur yrðu þá að fá enn meiri hækkun að loknu þessu fjögurra mánaða verðstöðvunartímabili. I byrjun næstu viku verður væntanlega tekin endanleg ákvörðun um, hvort landbúnaðar- vöruhækkunin kemur til fram- kvæmda en Ijóst er að hækkunin tekur ekki gildi á mánudag. — Samningurinn Framhald af bls. 32 við báðar atkvæðagreiðslur og at- kvæði féllu f báðum tilfellum á sömu lund. Mikið málþóf var á Alþingi, bæði í fyrradag og daginn þar áður, og stóðu fundir báða þá daga fram yfir kl. tvö að nóttu. Útvarpsumræður féllu inn í þenn- an fundasprett. Alls munu um 34 alþingismenn hafa kvatt sér hljóðs í umræðum þessum sumir oftar en einu sinni, fáeinir tíðar, en alls munu 55 ræður hafa verið fluttar um málið. — Grænland Framhald af bls. 1 stjórnar þeirra, utanríkisráðu- neytisins í Kaupmannahöfn, sam- taka danska sjávarútvegsins og landstjórnarinnar 1 Færeyjum. Jörgen Peter Hansen Græn- landsmálaráðherra fer bráðlega til Madrid og Moskvu til viðræðna um takmarkanir á rækjuveiðum spænskra og sovézkra skipa við vesturströnd Grænlands. Græn- lendingar segja að rækjustofninn sé í alvarlegri hættu vegna of- veiði fiskiskipa frá Sovétríkjun- um, Spáni og Noregi. Sjávarútvegsráðherra Norð- manna, Eivind Bolle, sagði að loknum viðræðum Norðmanna og Dana um sjávarútvegsmál að norsk yfirvöld mundu ekki heimila aukna rækjuveiði norskra togara við Græniand. Bolle ræddi ásamt Jens Even- sen hafréttarráðherra við Ivar Nörgaard viðskiptaráðherra og Poul Dalsager sjávarútvegsráð- herra um fyrirhugaða útfærslu norsku fiskveiðilögsögunnar í 200 mflur á næsta ári. — Vonzkuveður Framhald af bls. 32 eða slasaðir menn. I gærdag var tilkynnt að freigáturnar tvær, Falmouth og Brighton, væru á Ieið á miðin fyrir Norðausturlandi. Var búizt við þvf að þær myndu fara yfir 200 mflna Ifnuna um klukkan 22 f gærkveldi og koma á miðin f bítið í morgun, en Falmouth er sú freigátan, sem hefur yfirmann verndunaraðgerða Breta innan- borðs. I gær, er eldur kviknaði f færeyskum togara 130 sjómflur suðsuðaustur af Dyrhólaey, breytti freigátan Brighton um stefnu og geystist f átt til hins brennandi togara. Má því gera ráð fyrir að hún tefjist eitthvað og komi sfðar á miðin en Falmouth. — Óhugnanlegt Framhald af bls. 15 suður af örebro, þar sem for- eldrar hennar búa, en hún er dótt- ir auðugs búgarðseiganda. For- eldrar hennar höfðu fengið í pósti bréf þar sem krafizt var lausnar- gjalds upp á 325.000 s.kr. og einn- ig fengu þeir bréfleiðis vísifingur dóttur sinnar. Segir lögreglan víst að vísifingurinn hafi verið skor- inn af eftir að stúlkan var látin. Lögreglan leitar nú annars manns sem kann að vera viðriðinn mann- ránið. — Tónleikar Framhald af bls. 5 prófi lauk hann árið 1967 en stundaði siðan nám í eitt ár til viðbótar við annan skóla með megináherzlu áljóðasöng. — íþróttir Framhald af bls. 30 Guðmundur Pálsson gerðu nú uppspili frá Eiríki Stefáns og Gunnari Árnasyni góð skil, en Víkingar voru sem negldir við gólfið og hávörnin mjög léleg. Þeir létu þetta þó ekki á sig fá og í úrslitahrinunni sigruðu þeir verðskuldað 15—7 og var sigur- inn í hrinunni aldrei í hættu. Dómarar leiksins voru Halldór Jónsson og Pétur Björnsson og voru þeir mjög óákveðnir oft, létu leikinn ganga og slepptu mörgum brotum. Þá hafa Þróttur og IS leikið i Reykjavíkurmótinu og Iauk þeim leik með sigri ÍS 3—1. Urðu úr- slitin í hrinunum: 15—13, 15—10, 10—15 og 15—2. Beztu menn Þróttar í þessum leik voru Gunnar Árnason og Guðmundur Pálsson, en i liði IS léku Sigfús og Indriði bezt, en aðrir leikmenn liðsins stóðu þeim þó ekki langt að baki. — Hreinsanir Framhald af bls. 1 saman til fyrsta fundar síns i dag siðan stjórnin fór í verkfall, en á það er lögð áherzla að stjórnin hafi ekki hafið störf sín að nýju. — Erni bjargað Framhald af bls. 5 olíu aftan á hálsi, á baki og bringu. Hann var magur, en samt mjög var um sig. Var hann geymdur á Keldum og alinn fyrstu vikurnar á hrossaketi, fiski og hjörtum. Dr. Finnur Guö- mundsson sá að öllu leyti um fugl- inn. Varla nokkru sinni át hann sjálfur og þurfti að mata hann daglega eða annan hvern dag.“ Þegar fuglinn var kominn i gott ástand, var hafizt handa um að losa hann við olíuna. Efna- fræðingum hér tókst þó að búa til efni sem er nær eins. Fyrir um það bil viku var svo efninu úðað á fuglinn en áður þurfti að setja svarta hettu um höfuð hans og leðurhanzka um klær hans. Efn- inu var síðan úðað á fuglinn, það binzt olíunni og allt gufar upp. Eftir að fuglinn hafði tvisvar sinnum fengið þessa meðferð var öll olía horfin úr fiðri hans, en fjaðrirnar voru þó nokkuð skakk- ar. Var þá brugðið á það ráð að rétta þær með loftþurrku og eftir það var ástand arnarins orðið það sæmilegt, að flogið var með hann til Stykkishólms og var honum sleppt á sömu slóðum og hann fannst á. — Bretar Framhald af bls. 1 tökusveitum ef það reynist nauðsynlegt til að ná aftur brezk- um togara, sem Islendingar kunni að taka. Þeir segja að búizt sé við að íslendingar reyni að taka brezkan togara sem verði viðskila við togaraflotann eða er á heim- Ieið með afla. Lið manna, sem eru sér- þjálfaðir í skipatökum, er um borð f Falmouth og Brighton og búizt er við mótspyrnu frá íslend- ingum, segja fréttamennirnir. Yfirmaður freigátanna, John Tait kafteinn, segir að beitt verði „lág- marksvaldi" og notaðir verði bátar eða þyrlur eftir atvikum. NEITAÐ I LONDON Talsmaður flotadeildar brezka landvarnaráðuneytisins neitaði því í viðtali við Mbl. í gær að sérþjálfaðar skipatökusveitir væru um borð í Falmouth og Brighton. „Við höfum engar sérþjálfaðar sveitir við Island," sagði tals- maðurinn. „Hins vegar er upp- ganga í önnur skip venjulegur þáttur í þjálfun allra sjóliða á freigátum og svo hefur verið allar götur síðan ég var í sjóhernum og það var fyrir 30 árum. öllum sjó- liðum okkar eru kenndar aðferðir til að ráðast um borð í skip og það er oft gert hér við brezku strönd- ina." Ráðuneytið viðurkenndi hins vegar að skipherrar freigátanna hefðu leynileg fyrirmæli um hvernig þeir ættu að bregðast við ef íslenzkt varðskip reyndi að taka brezkan togara. — Kafbáturinn Framhald af bls. 2 kafbáta á tslandsmið. Sagði talsmaðurinn að ráðuneytið gæti enga grein gert sér fyrir hverrar þjóðar báturinn væri. Marshall Thyer, blaðafulltrúi varnarliðsins á Keflavfkurflug- velli sagði í gærkvöldi að varnarliðið væri enn að kanna þetta mál og þvf væri ekki hægt að segja nákvæmlega til um þjóðerni kafbátsins. „Það hefur þó verið gengið rækilega úr skugga um það að kafbátur frá einhverri af aðildarþjóðum Atlantshafsbandalagsins hafi ekki verið á þessum slóðum á miðvikudag," sagði Thyer. Hann sagðist ekki geta sagt um hvort kafbáturinn væri austur evrópskur, það væri ekki vitað. „Það eina, sem ég get sagt með vissu er að kafbáturinn er hvorki brezkur, bandarfskur né frá öðru Atlantshafsbandalags- rfki," sagði hann. — Þorvaldur Framhald af bls. 19 Ég var einn þeirra, sem greiddi at- kvæði gegn þessum sampingi við Breta 1973 Við, sem greiddum at- kvæði gegn samkomulaginu, töldum, að íslendingar gæfu og mikið eftir með því að ákveða að 5/6 hlutar 50 mllna landhelginnar að fráteknum báta- og friðunarsvæðum, væru stöðugt opnir Bretum. Við töldum og að lokunartími hinna einstöku hólfa væri annar og okkur óhentugri -en islenzkir útvegs- menn og sjómenn hefðu óskað eftir og vonað, og það kæmi afar illa við suma landshluta og verstöðvar Við bárum fyrir okkur, að samningurinn fæli ekki i sér viðurkenningu Breta á 50 milum og enga yfirlýsingu væri í honum að finna um að við stefndum að land- grunninu öllu og að við myndum taka okkur 200 mílur áður en langt um liði I þessu sambandi höfum við ekki farið að með nægilegri gát og vöruðum við að samningstímanum loknum myndu Bretar taka til hernaðaraðgerða á nýjan leik gegn okkur. Hve sannspáir höfum við ekki orðið! Þvi miður. 0 Stóllinn góði og samvizkan Nú hefir hv. iðnaðarráðherra tekið af mér ómakið að bera saman brezka samninginn frá 1973 og þennan samning sem nú er á dagskrá Hann lagði hv. 2. þingmann Austfirðinga svo kyrfilega til i þessu sambandi að ekki þarf frekar vitnanna við. En ég verð þó að segja hv. 2 þing- manni Austfirðinga til lofs að i umræð um hér á hv. Alþingi um brezka samn- inginn, kom fram, að hann sá og skyldi galla samningsins mæta vel! Ég fann þá engan teljandi mun á gagnrýni minni á samningnum og gagnrýni hv. 2. þingmanns Austfirðinga. Og utan þings hafði þessi hv. þingmaður uppi miklu meiri fordæmingu á þessum brezka samningi en ég hafði nokkru sinni. Ég átti því ekki á öðru von en að atkvæði okkar hv 2. þingmanns Aust- firðinga féllu á sama veg um samning þennan. En það fór samt á aðra leið Hann greiddi atkvæði með samningn- um en ég á móti. Hér kom til stóllinn góði sem var svo dýrkeyptur eins og hv. iðnaðarráðherra hefir þegar lýst Þegar við hlýðum nú á hv. 2. þing- mann Austfirðinga bölsótast svo gegn samningi við Þjóðverja, sem átt hefir stað i þessum umræðum, þá getum við ekki annað en undrazt það, þegar vað höfum í huga atkvæði hans með brezka samningnum 1 973. En kannski er þetta ekkert frekar að undrast heldur en framferði þessa hv. þingmanns árið 1973, ef stóllinn góði er enn i dæm- inu Eins og ég áður sagði ætla ég ekki að elta ólar við fullyrðingar stjórnar- andstæðinga. Mér kom til hugar að gera eina undantekningu, þar sem er hv. 5. þingmaður Vestfirðinga Þessi hv þingmaður setti fram fjölda furðu- legra fullyrðinga með miklum hávaða Hann sagði: „Fórnað er málstað islenzku þjóðarinnar. í staðinn fyrir að færa landhelgina úter húnfærð inn. Er ætlunin að ganga af Vestfjörðum dauð- um." En ég held að ég svari ekki þessum fullyrðingum hv. 5. þing, manns Vestfirðinga Það fer bezt á þvi að þessar fullyrðingar standi sem minnisvarði um málflutning þessa hv. þingmanns En til þess að fá úr þvi skorið hvort hv. 5. þingmaður Vestfirðinga er yfir- leitt viðræðuhæfur vil ég aðeins spyrja hann einnar spurningar. Ég spyr hann hvers vegna það sé af þvi góða að hleypa Bretum inn i alla landhelgina úti fyrir Vestfjörðum utan 20 milna í 10 mánuði á ári, en stefni Vestfjörðum i slögtun, ef Þjóðverjar hefðu leyfi til að vera á takmörkuðu svæði í landhelgi utan 34 til 38 milna Þegar hv 5 þingmaður Vestfirðinga hefir svarað þessu, kann hann að vera viðræðuhæf- ur. — Tilboð Framhald af bls. 32 þegar að því kæmi, að Bretar drægju herskip sín til baka frá tslandi og bættu ráð sitt, þyrfti að byrja að nýju alveg frá grunni. Eins og kunnugt er lýsti Roy Hattersley aðstoðar- utanríkisráðherra því yfir í neðri málstofu brezka þingsins, að Bretar væru reiðubúnir til þess að lækka kröfur sínar frá þeim 110 þúsund tonnum, sem þeir settu fram í sfðustu viðræðum. Is- lenzka rfkisstjórnin hefur hins vegar lýst þvf yfir, að nýjar viðræður komi ekki til greina meðan brezk her- skip eru í fslenzkri fisk- veiðilögsögu. r — Jón Arnason Frumhald af bls. 19 Það hefur verið okkar ógæfa, hvað sumir af okkar framámönnum hafa haft lítinn áhuga á sjálfri friðuninni Það er að friða veruleg veiðisvæði, þar sem vitað er um þýðingarmiklar hrygn- ingarstöðvar og þau svæði önnur, sem að ungfiskurinn heldur sig á Með þvi að nýta þessa þætti samkomulagsins til hins ítrasta getum við örugglega bjargað miklu og stöðvað vissan þátt rányrkjunnar. En hér eigum við íslend- ingar þvi miður ekki aðeins I baráttu við útlendinga Hér eigum við einnig i baráttu við okkur sjálfa, og það er hart til þess að vita, hvað oft hefur verið talað fyrir daufum eyrum, þegar á þetta hefur verið bent. íslendingar í fremstu víglinu. Það hefur komið fram f þessum umræðum, þegar rætt hefur verið um það hámarksmagn, sem að samkomu- lagið felur í sér, að nú þurfi að taka sérstaklega með í reikninginn, að ís- fiskurinn rýrni og léttist frá þvf að fiskurinn kemur inn fyrir borðstokkinn og þar til hann er veginn á markaðnum f söluhöfn. Það er engu líkara en að hér sé um ný vísindi að ræða En ég verð að segja, að ég minnist þess ekki, að þessir sömu ræðumenn hafi vakið sér- staklega athygli á þessu f sambandi við brezka samninginn frá 1973, þvf að sjálfsögðu hefur þetta lögmál verið fyrir hendi þá Stækkun landhelginnar er eitt af þeim málum, sem segja má, að öðru fremur sé sama og við sjálfstæðissögu íslenzku þjóðarinnar íslenzku þjóðinni er það löngu Ijóst, að það eru auðævi hafsins umhverfis strendur landsins, sem hún á öðru fremur Iffsafkomu sina undir Það er að sjálfsögðu með hlið- sjón af því, að ekkert mál, sem að Alþingi hefur með höndum á jafn- óskipta athygli þjóðarinnar og land- helgismálið. Og svo hefur það verið allt frá þvf, að baráttan fyrir stækkun landhelginnar hófst á fyrri hluta aldar- innar Sjálfsagt eru allir sammála um, að æskilegast væri að við sjálfir, íslend- ingar, gætum ákveðið stærð okkar fisk- veiðilandhelgi, hvort sem um hefur verið að ræða 12, 50 eða 200 sjómíl- ur Og að þegar við höfum tekið okkar ákvörðun, þá sé málið útrætt og engar veiðar útlendra aðila leyfðar í íslenzkri landhelgi og því síðan framfylgt f lag- anna nafni — En því miður, málið er ekki svona einfalt, og þessvegna hafa fslenzkar ríkisstjórnir hverjar á eftir annarri farið þá leið að leggja sig fram um að ná samkomulagi um málið og með því náð hverjum áfanganum á eftir öðrum Á síðari árum hefur þróunin orðið mun hraðari en áður og okkur hagstæðari á alþjóðavettvar gi Við höfum fylgzt vel með og vegna þeirrar sérstöðu, sem þjóðin á við að búa í þessum efnum hefur hún skipað sér í fremstu linu i sókn til aukinna umráða yfir öllu land- grunninu og verðmætum þess Skammt í fullnaðarsigur í dag eru menn sammála um að hverju stefnir, og að skammt sé undan að fullur sigur náist Þessvegna er það jafnvel enn nauðsynlegra nú en áður. að þjóðin standi saman i órofafylkingu og nái því fram nú sem fyrr i samning- um við þær þjóðir, sem hér eiga hlut að máli, sem bezt má verða með tilliti til þeirra möguleika, sem þjóðin hefur yfir að ráða Það sem mér finnst erfiðast að sætta sig við í þeim samkomulagsdrögum. sem hér eru til umræðu, er hvað hámarksaflinn, sem að Þjóðverjar mega taka, er mikill Það er hins vegar staðreynd, að hér er um árangur að ræða, sem okkar samningsmenn hafa talið sig geta náð beztum, en Sjálf- stæðismenn hafa áður staðið einnig að samningum um landhelgismálið við aðrar þjóðir Og í því sambandi má minna á samkomulagið við Breta, sem gert var þegar landhelgin var færð út í 1 2 sjómílur Hér var einn háttvirtur alþingis- maður að tala um það áður, að rétt væri að bera þetta samkomulag undir þjóðaratkvæði Það sama héldu þeir fram, þegar samningurinn var gerður um 1 2 milna útfærsluna, en ég vil i þvi sambandi segja, að þá átti sér stað þjóðaratkvæðagreiðsla um það sam- komulag. sem þá var gert. þvi að skömmu eftir að samningurinn var gerður, þá fóru fram kosningar í land- inu, og að sjálfsögðu var þetta stórmál með í myndinni, þegar þær kosningar fóru fram, en eins og allir muna, að i þeim kosningum bætti Sjálfstæðis- flokkurinn verulega við sig fylgi og þar með hafði þjóðin kveðið upp sinn dóm varðandi þá samninga, sem Sjálf- stæðisflokkurinn þá hafði beitt sér fyrir. að gerðir yrðu Það er með tilliti til þess, að ýmis ákvæði þessa samkomulags, sem hér er til umræðu, er að minu áliti mjög mikils virði fyrir íslendinga, eins og ég áður hef vikið að, og þá sérstaklega í sambandi við þá möguleika. sem við getum haft varðandi friðunarsvæði. hrygningarsvæði. og friðunarsvæði fyrir ungfiskinn, ef rétt er á haldið, þá tel ég að það séu þeir þættir þessa samkomulags, sem séu mjög mikils virði fyrir okkur íslendinga Og með tilliti til þess, og einnig með tilliti til þeirra aðstöðu, sem íslendmgar eru nú I, eftir að Bretar hafa sett herskip sin inn i íslenzka landhelgi. þá tel ég að rétt sé að samþykkja það samkomulag. sem hér liggur fyrir

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.