Morgunblaðið - 02.12.1975, Page 14

Morgunblaðið - 02.12.1975, Page 14
14 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 2. DESEMBER 1975 Jóhannes Árnason, þingmaður Vestfirðinga: Samkomulagið liður í heild- arlausn landhelgismálsins I umræðum þeim, er fram fóru I sameinuðu þingi sl. fimmtudag um samkomulagið við Vestur-Þjóðverja flutti Jóhannes Árnason, 1. þing- maður Vestfirðinga, sem situr á þingi í veikindaforföIlum-Matthfasar Bjarnasonar sjávarútvegsráðherra ræðu þá, sem hér fer á eftir nokkuð stytt. Verulega hagstæðara okkur en samnings- tilboð Lúðviks Jðsepssonar Jóhannes Arnason sýslumaður. SAMKOMULAGSVIÐ- RÆÐUR I ÞRJU AR Tilraunir til að koma á snmningum til lausnar fiskveiði- deilu Islendinga og Vestur- Þjóðverja hafa staðið yfir öðru hverju allt frá útfærslunni í 50 sjómílur 1972, eða í rúmlega 3 ár. Allan þann tíma hafa Vestur- Þjóðverjar stundað veiðar á tog- urum sínum hér við land ólög- lega. Það er fyrst nú í nóv. 1975, að hillir undir lausn þessarar deilu samkv. þeim samkomulags- drögum, sem fylgja þáltill. þeirri á þskj. pr. 85, sem hér er til umr. A þessu tímabili hefur orðið mikil breyting á afstöðu Vestur- Þjóðverja 1 þessu máli. Það hefur komið fram 1 þessum umr., að á FROST Á FRÓNI Herraföt úr terylene og riffluðu flaueli. Stakir sléttflauelsjakkar, einnig stakar terylene buxur, 3 snið í miklu litavali. Leðurjakk- ar, stuttir og síðir. Mikið úrval af peysum og herrarúllukraga- bolum. Kvenkápur í úrvali. Terylenebuxur með háum streng.margir litir. Mikið úrval af dömupeysum, rúllukragabolum, einlitum og röndóttum. Nýkomin sjöl í 6 litum, ásamt Inega og Levi’s gallabuxunum, að ógleymdum riffluðum flauelisbuxum í miklu litavali. s.l. 10 árum eða svo hafi meðalafli Vestur-Þjóðverja verið um 120 þús. tonn á ári af íslandsmiðum. í viðræðunum í fyrra var rætt um 80—85 þús. tonna afla og það var tilboð af hálfu fyrrv. sjútvrh., hv. 2. þm. Austf., Lúðvíks Jóseps- sonar i marz 1974 um 80 þús. tonn, og það án allra takmarkana á þorskveiðum sérstaklega. Nú er gert ráð fyrir 60 þús. tonna afla, þar af 5 þús. tonn af þroski sem hámark, annars aðallega ufsa og karfa. I fyrra var gert ráð fyrir 40 ísfisktogurum og 17 frystitogur- um, nú er gert ráð fyrir 40 ísfisk- togurum, en fyrstitogarar Vestur- Þjóðverja koma ekki inn fyrir 200 mflur. Ef litið er á skrána yfir þessa 40 togara, sbr. fskj. nr. 2, kerhur i ljós, að 26 af þessum skipum eru frá árinu 1961 eða eldri tíma. Það elzta þeirra er 18 ára gamalt, svo að ekki er það beint burðugt. Það kom einnig fram í umr. í gær, að í marz 1974 vildi vinstri stjórnin bjóða Vest- ur-Þjóðverjum veiðar á 54 þús. ferkm svæði innan 50 mílnanna, en skv. samkomulagsdrögum þeim, sem hér eru til umr., eru þessi svæði innan sömu marka 25 þús. ferkm. Þá er það ekki hvað sízt þýðingarmikið, að Vestur- Þjóðverjar viðurkenna allar þær friðunaraðgerðir innan 200 sjó- mílna markanna, sem Islendingar munu beita sér fyrir eða ákveða, og verða við þær bundnir jafnt og aðrir. Sama gildir um möskva- stærð og lágmarksstærð á fiski, sem heimilt er að veiða. Það verð- ur komið á ákveðnu fyrirkomu- lagi, tilkynningarskyldu fyrir hina þýzku togara og beinu eftir- liti af Islendinga hálfu með veið- um þeirra. Það ber að leggja meg- ináherzlu á friðunaraðgerðir á fiskislóðum umhverfis landið. Á það verður seint lögð of rík áherzla. VEIÐISVÆÐIN. Þá kem ég að veiðisvæðunum innan 50 sjómílna markanna, sem þetta samkomulag gerir ráð fyrir, en þau eru 4. Það er upp að 23 sjómílum á svæði fyrir Suðaustur- landi, upp að 25 sjómilum á svæði fyrir Suðvesturlandi, að 40 sjómíl- um á svæði út af Breiðafirði og loks upp að 34 til 37 sjómílum á svæði út af norðanverðum Vest- fjörðum i 6 mánuði á ári. Ég ætla að gera hér fyrst og fremst að umtalsefni hin nýju viðhorf, sem við þetta munu skapast út af Vest- fjörðum. Hv. 5. þm. Vestf. Karvel Pálma- son sagði hér í gær að með þessu væri verið að ganga af Vestfjörð- um dauðum. Minna mátti það nú ekki vera og manni skildist að það væri verið að færa fiskveiðlögsög- una fyrir Vestfjörðum inn, en ekki út í 200 milur. Nú er það svo, að úti fyrir Vestfjörðum nær fisk- veiðilögsagan hvergi út í 200 sjó- mílur. Kemur þar til eins og öllum hv. þm. er kunnugt, miðlinureglan gagnvart Græn- landi sem leiðir til þess, að út af Horni verður línan um 75 sjómíl- ur undan landi, en undan Bjarg- töngum um 120 sjómílur út á Dohru banka. Þá skoraði hv. 5. þm. Vestf. einnig á 1., 2., 3. og 4. þm. Vestf., svo og hv. landsk. þm. 9. Sigur- laugu Bjarnadóttur, að gera grein fyrir því, hvernig þeir ætli að Markaðsöryggi rækju, ufsa og karfa: Samningurinn eykur á atvinnuöryggi byggðar- laga sem byggja á þess- um sjávarstofnum — segir Oddur Olafsson, þingmaður Reyknesinga Oddur Ólafsson, þingmaður Reyknesinga, tók þátt í umræðu um samningsdrögin við Vestur- Þjóðverja, 27. nóvember sl. Ræða hans verður efnislega rakin hér á eftir: SAMNINGALEIÐIN FARIN VIÐ ALLAR (JTFÆRSLUR Við vitum að útfærsla fiskveiði- landhelgi er viðkvæmt alþjóðlegt deilumál. Við vitum jafnframt, að hægt er að ná settum markmiðum í þessu efni. Það hefur okkur tek- izt. En við höfum jafnan orðið að fara þá leið til þess, sem lagt er til að farin sé nú. Þrátt fyrir öll stóru orðin, sem hér hafa verið sögð, þá sýnir sagan okkur, við allar fyrri útfærslur, þessi sannindi, sem og að allir stjórnmálaflokkarnir hafa þar átt hlut að máli. Eftir útfærslu í 12 mílur, en þá var vinstri stjórn við völd, veiddu erlend veiðiskip áfram í landhelgi okkar. Siðan tók við önnur stjórn og enn veiddu erlendir innan landhelginnar. Það var fyrst þriðja stjórnin, sem náði samn- ingum og friðaði endanlega 12 mílurnar. Sagan endurtók sig við útfærslu í 50 mflur. Þær eru ekki alfriðað- ar enn í raun. Það er þvf nokkuð langsótt hjá stjórnarandstæðing- um, þegar því er slegið fram hér og nú, að vafasamt sé, hvort nokk- ur meining hafi verið að baki útfærslunnar í 200 sjómílur nú, fyrst þær séu ekki þegar alfriðað- ar. Það er sem sé drjúgur munur milli þess tvenns, að gefa út reglugerð upp i Stjórnarráði, eða framkvæma efni hennar til fulls, eins og mál standa á alþjóðlegum vettvangi. HELMINGUR AF HAFSVÆÐI INNAN 200 SJÓMILNA Þetta á ekki aðeins við um land- helgismál, heldur fjölda annarra. Vi höfum hins vegar borið gæfu til að halda hyggilega á málum. Við höfum gert okkur það ljóst, að við komumst ekki á leiðarenda, án þess að taka tillit til annarra. Bretar og Þjóðverjar munu veiða um 80% þess afla við ís- land, sem erlendir taka. Með því móti að semja við Þjóðverja nú friðum við algjörlega meira en helming þess svæðis nú þegar, sem erinnan200mflna markanna fyrir þeim. Ætla mætti að þetta yrði vegið og einhvers metið, þó svo virðist ekki á máli sumra, sem hér hafa talað. Þjóðverjar veiða fyrst og fremst

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.