Morgunblaðið - 02.12.1975, Side 17

Morgunblaðið - 02.12.1975, Side 17
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 2. DESEMBER 1975 17 Landsliðshópnr í köríuknattleik VALINN hefur veriö 25 manna landsliöshópur í körfu- knattleik og mun sá hópur æfa á næstunni fyrir verkefni körfuknattleikslandsliðsins í vetur. Eftirtaldir leikmenn hafa verið valdir til æfinga: Þorsteinn Hallgrímsson IR, Kristján Agústsson Snæfelli, Bjarni Jóhannesson KR, Gunn- ar Þorvarðarsson UMFN, Torfi Magnússon Val, Ingi Stefáns- son ÍS, Birgir Örn Birgirs Ár- manni, Helgi Valdimarsson Fram, Jónas Ketilsson Fram, Kristinn Jörundsson IR, Kol- beinn Kristinsson IR, Arni Guðmundsson KR, Kolbeinn Pálsson KR, Eiríkur Jónsson KR, Kári Maríasson UMFN, Jón Sigurðsson Ármanni, Guð- steinn Ingimarsson Ármanni, Arngrimur Thorlacius Fram, Stefán Bjarkason UMFN. Jón- as Jóhannesson Fram, Bjarni Gunnar Sveinsson IS, Jón Héð- insson IS og Björn Magnússon Ármanni. Auk þessara manna munu svo þeir Slmon Ólafsson og Pétur Guðmundsson sem dveljast í Bandaríkjunum væntanlega koma inn í lands- liðið er líður að leikjum þess. Ólafur Einarsson — við hann eru miklar vonir bundnar f landsleikjun- um við Norðmenn f kvöld og á morgun. Óiafur hefur átt mjög góða leiki með liði sfnu f Þýzkalandi að undanförnu og er einn markhæsti ieikmaðurinn f 2. deildar keppninni þar. Á sunnudaginn fór fram fimleikasýning á vegum Fimleikasambands fslands og fþróttakennarafélags fslands í Laugardalshöllinni. Var sýning þessi að venju mjög fjölsótt og vakti hrifningu áhorfenda. Komu um 300 manns fram á sýningunni, víðs vegar að af landinu. Mynd þessa tók Friðþjófur af einu sýningaratriðinu — ungum stúlkum er sveifla um sig borðum. r ~ Asgeir skoraði fallegt mark er Standard vann A twerpen — ÞETTA var mjög mikitvægur sigur hjá okkur, sagði Ásgeir Sigurvins- son, i viðtali við Morgunblaðið i gær. en á sunnudaginn vann lið hans, Standard Liege. leik sinn við Ant- werpen á útivelli, 4—2. Er þetta i fyrsta skiptið siðan 1966 sem Standard vinnur leik við Antwerpen á útivelli, og var þvi að vonum mikil ánægja i herbúðum liðsins að leik loknum. DONZDORF iið Ólafs Einarsson- ar vann sannfærandi sigur í leik sfnum f 2. deiidinni v-þýzku um helgina. Leikið var á útivelli við Pfortzheim og vannst leikurinn 19:13. Skoraði Ólafur 6 mörk í leiknum og fékk 4 vítaköst. Donzdorfliðið lék þennan leik mjög vel með Ólaf í broddi fylk- ingar, en hann var tekinn úr um- ferð f sfðari hálfleiknum. Er Donzdorf-Iiðið enn f stöðugri framför og þykir líklegt tii að sigra í deiidinni. Liði Gunnars Einarssonar — Göppingen — gekk hins vegar ekki eins vcl um helgina, þvf liðið tapaði 21:13 á útiveiii gegn Dietzenbach. Skoraði Gunnar 5 mörk f ieiknum og var hann þó eltur lengst af leiktfmanum, enda hafði hann skorað 3 fyrstu mörk Göppingen f leiknum. — Ég held að ég hafi átt þarna góðan leik, sagði Ásgeir. — alla vega hrósa blöðin mér fyrir frammi- stöðuna. Ásgeir skoraði fyrsta mark leiksins með fallegu skoti af löngu færi, og stóð þannig 1—0 fyrir Standard í hálfleik. Strax I byrjun seinni hálfleik skoraði Standard sitt annað mark og um miðjan hálfleik- inn bætti liðið þriðja markinu við. Það fékk síðan dæmda á sig vlta- I viðtaii við Morgunblaðið í gær sagði Ólafur að þeir bræður hefðu fengið tilhoð frá nokkrum féiög- um úr suðurdeildinni v-þýzku um að leika með þeim næsta ár. Væru þeir nú að athuga þessi tilboð, en þeir stefndu að þvf að leika með sama liði næsta vetur. Hvað snertir landsleik Islands og Norðmanna f Laugardalshöll- inni f kvöld, sagði Ólafur að hann óttaðist Norðmennina. — Ég sá landsleik þeirra og Dana f sjón- varpinu fyrir nokkru síðan og f þeim leik kom greinilega fram að Norðmennirnir eru með mjög sterkt lið um þessar mundir, sennilega langbezta liðið á Norð- urlöndum. Við eigum þó að geta unnið þá f kvöld,'ef við náum góðum leik. spyrnu sem andstæðingarnir skor- uðu úr, en þvt marki svaraði Stand- ard strax með sinu fjórða marki. Minútu fyrir leikslok tókst svo Ant- werpenliðinu að minnka aftur mun- inn. Standard Liege liðið hefur nú fengið nýjan þjálfara. — Hann er mjög strangur við okkur og er með erfiðar æfingar, en við höfum trú á honum, og ég er viss um að mun meiri festa er að komast i liðið, sagði Ásgeir Sigurvinsson. — í leiknum á móti Antwerpen vantaði tvo af fasta- mönnunum liðsins, en eigi að siður unnum við svo góðan sigur. Um næstu helgi á Standard að leika við Lokeren, sem nú er i öðru sæti i 1. deildinni með 20 stig. Standard er hins vegar i 7. sæti með 17 stig, þannig að mjótt er á mununum. — Ef við vinnum þann leik erum við i toppbaráttunni. sagði Ásgeir. Um næstu helgi á lið Guð- geirs Leifssonar að leika við Antwerpen, og það sama er upp á teningnum hjá því — það þarf að vinna til þess að þoka sér úr botn- sætinu. Donzdorf á uppleið — Göppingen gengur ver Tefcst að vinna Mmenn í kvölí? I KVÖLD fer fram f Laugardals- höllinni landsleikur f handknatt- leik milli Islendinga og Norð- manna. Hefst leikurinn kl. 20.30 og á sama tfma á morgun leika þjóðirnar öðru sinni. Norðmenn koma hingað beint frá Skotlandi þar sem þeir léku við Breta f undankeppni Olympfuleikanna f handknattleik og settu þar nýtt heimsmet f markaskorun, sigruðu með 55 mörkum gegn 5, eða 50 marka mun. Eldra hcimsmctið f markaskorun f landsleik áttu Júgóslavar, mótherjar tslendinga f Olympfukeppninni, er þeir sigr- uðu Luxemburg 54—13 eða með 41 marks mun. Að vfsu má búast við þvf að Bretar séu enn lélegri f handknattleik en Luxemburgar- ar, og má til þess vitna að nýlega sigruðu Færeyingar þá f lands- leik 35—14 og 27—3. t leik Norðmanna og Breta sem fram fór i Perth skoruðu eftir- taldir mörk fyrir Noreg: Reiert- sen ,9, Gjerde 9, Grislingaas 7, Furuseth 6, Nessen 6, Haugen 6, Hansone 4, Sterner 3, Hunsager og Tyrdal 2. Landsleikur íslands og Noregs í kvöld verður sá fjórtándi í röð- inni. Af leikjunum þrettán sem leiknir hafa verið hafa Islending- ar sigrað i tveimur, fimm sinnum hefur orðið jafntefli og sex sinnum hafa Norðmenn borið sigur úr býtum. Markaskorunin er 205:218, og má af þeim tölum bezt sjá hversu jafnan hefur verið mjótt á munum. Því miður geta Islendingar ekki stillt upp sínu sterkasta liði í kvöld, þar sem Einar Magnússon er frá vegna meiðsla og þrir þeirra leikmanna sem dvelja í Þýzkalandi auk hans geta ekki verið með: Ólafur H. Jónsson, Axel Axelsson og Gunnar Einars- son. Hins vegar kemur Ólafur Einarsson inn i landsliðið, en hann er nú sagður I betra formi en nokkru sinni fyrr og er óhætt að binda við hann miklar vonir. Islenzka landsliðið verður annars þannig skipað: Markverðir: Ólafur Benediktsson, Val Guðjón Erlendsson, Fram Aðrir leikmenn: Jón Karlsson, Val Stefán Gunnarsson, Val Páll Björgvinsson, Víkingi Viggó Sigurðsson, Víkingi Friðrik Friðriksson, Þrótti Árni Indriðason, Gróttu Björgvin Björgvinsson, Vfkingi Ingimar Haraldsson, Haukum Sigurbergur Sigsteinss., Fram Ólafur Einarsson, Donzdorf Eins og svo jafnan áður i erfið- um leikjum getur hvatning áhorf- enda ráðið miklu. Ahorfendur voru vel með á nótunum i leiknuni við Luxemburg á sunnu- dagskvöldið. Er vonandi að svo verði einnig i kvöld. íslenzku landsliðsmennirnir þurfa að fá stuðning í þessum leik, og hann geta áhorfendur bezt veitt með því að taka virkan þátt í leiknum og hvetja þá til dáða.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.