Morgunblaðið - 02.12.1975, Qupperneq 22

Morgunblaðið - 02.12.1975, Qupperneq 22
22 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 2. DESEMBER 1975 Ásökunum á Þór og UMFS vísað til föðurhúsanna Akureyri 20/11 '75. ,,g.k." skrifar á íþróttasíðu Morgun- blaðsins 18. nóv., að Þór og U.M.F.S. hafi tekið fram fyrir hendur mótanefndar K.K.Í. Telja má furðulegt að íþrótta- fréttamaður og velunnari körfuknatt- leiks skuli fara með svona fullyrð- ingar f fjölmiðla án þess að kynna sér alla málavexti. Mánud. 10. nóv. hringdi fulltrúi U.M.F.S. til undirritaðs og óskaði eftir að fá leiktímann fluttan yfir á laugardag 15. nóv., sama dag og kvennalið þeirra leikur. Bað ég hann að hringja næsta dag, en þá ætlaði ég að vera búinn að ræða við fulltrúa K.K.Í. á Akureyri og húsvörð íþrótta- skemmunnar. í leikskrá, er húsvörður hefur fengið frá mótanefnd K.K.Í., eru leikir á laugardag 15. nóv. M.fl. kvenna Þór við U.M.F.S. og 3. fl. K.A. við Leiftur. Sunnudag 16. nóv. 3. fl. Þór við Tindastól, 2. deild Þór við U.M.F.S. og 3. deild U.S.V.H. við Tindastól. Er þetta varð Ijóst var rætt við fulltrúa K.K.Í. á Akureyri og til- kynnti hann að 3. fl. leikurinn félli niður og fannst honum ekkert athugavert að gera þessa breytingu. Stjórn körfuknattleiksdeildar Þórs var sammála um að koma til móts við U.M.F.S., af því að þetta væri fjárhagslega hagkvæmara fyrir þá. Laugardag 15. nóv. er leikur í kvennaflokki hófst, mættu U.S.V.H. f íþróttaskemmuna og töldu sig eiga að leika við K.A. En það kannaðist enginn við að þessi leikur væri á skrá þennan dag, en aftur á móti 1 5. febrúar '76. Húsvörður bauð U.S.V.H. tíma í húsinu á laugardag, sfðdegis, en þá kom í Ijós að leikmenn K.A. höfðu aldrei heyrt minnst á leik þennan dag. Þór og U.M.F.S. stóðu ekki í vegi fyrir að 3. deildar leikurinn færi fram. Það er höfuðverkur móta- nefndar, og vfsa ég því beint til föðurhúsanna, að þessum leik hafi verið úthýst. Við hér á Akureyri teljum sjálfsagt að koma til móts við öll liðin, sem hingað koma, f þeim tilgangi að létta þeim ferðakostnað, þvf við þekkjum vel hvað það kostar að fara milli landshluta til keppni og oft og tfðum gistingar. Ekki bara eina ferð á vetri heldur þrjár, til fjórar í hverri fþrótta- grein. Að lokum vil ég benda „g.k." á að kynna sér staðreyndir áður en hlaupið er með ádeilur f fjölmiðla. Með fyrirfram þökk fyrir birt- inguna. F.h. Körfuknattleiksdeildar íþróttafélagsins Þórs Þröstur Guðjónsson. Reynir Santos — frumkvöðull karatefþróttarinnar á Islandi. Efnilegir piltar MAGNÚS Haraldsson og Þor- steinn Aðalsteinsson heita ungu mennirnir á meðfylgjandi mynd, en þeir eru báðir félagar í FH og voru s.l. sumar iðnir við að setja íslandsmet f sinum aldursflokki, piltaflokki, í frjálsum iþróttum. Þorsteinn setti piltamet í stangar- stökki með því að stökkva 2,90 metra, i hástökki, stökk 1,70 metra og i spjótkasti með þvi að kasta karlaspjóti 39,84 metra og sveinaspjóti 45,88 metra. Auk alls þessa varð svo Þorsteinn sigur- vegari i piltaflokki i þriþraut Æsk- unnar á Laugarvatni, og keppti á Kalla Ankaleikunum í Sviþjóð með góðum árangri. Þar keppti Magnús Haraldsson einnig og náði sínu bezta i 1000 metra hlaupi, hljóp á 3:02,8 mín. Magnús setti i sumar piltamet I 2000 metra hlaupi, hljóp á 7:02,2 min., og i 3000 metra hlaupi hljóp á 10:20,3 mín., í 5000 metra hlaupi, hljóp á 18:20,4 min. og i 10.000 metra hlaupi, hljóp á 42:22,0 min Karate - íþrótt er á langa sögu ÞAÐ ER ekki langt stðan að karate-íþróttin hélt innrcið sína I íþróttalífið í Reykjavfk. Frum- kvöðull að starfi í íþróttagrein þessari hérlendis er Reynir Santos, fæddur á Filippseyjum, en hefur dvalið hérlendis um nokkurn tíma. Reynir hefur 3 dan gráðu í fþróttagrein þessari og hefur kennt hana víða um lönd. Hann er meðlimur í Shotokan Black Belter á Filippseyjum og í alþjóðlega karate- þjálfarasambandinu. Hefur Reynir unnið mikið að útbreiðslu íþróttarinnar á tslandi og m.a. verið stofnandi að Karatefélagi Reykjavíkur, Karatefélagi Vest- mannaeyja og Karatefélagi Is- lands. Almennt hafa menn hérlendis fremur litla vitneskju um karate- íþróttina og telja að þarna sé fyrst og fremst um bardagafþrótt að ræða, þar sem menn séu til í slaginn eftir nokkrar klukku- stundir. Karate-íþróttin á sér þó djúpar rætur og markmið hennar er bæði líkamieg og andleg þjálfun. Karate-íþróttin á sér um 1400 ára sögu. Frumkvöðull hennar er maður að nafni Daruma sem stofnaði Zen-búddistaregluna. Hann fór frá Vestur-Indíum til Kína í þeim tilgangi að kenna þar trúarbrögð sín, og til þess var ætlast að þeir sem aðhylltust kenningar reglunnar væru í góðu andlegu jafnvægi. Kenndi Daruma munkunum íþrótt sem miðaði að þessu, jafnhliða því að vera góð líkamleg þjálfun og nefndi hann íþróttina Shorin-ji Kempo. íþrótt þessi hélt síðan innreið sína í Japan, og er nú kölluð karate. Hefur hún átt mjög vaxandi vinsældum að fagna jafnt á vesturlöndum og þar sem hún á uppruna sinn. Orðið karate þýðir „tómar hendur" og samkvæmt skilgreiningu Funahoshi Gichin, sem teljast ber faðir íþróttarinnar í þeirri mynd sem hún er nú, styðst hún við þrjá megin þætti: I fyrsta lagi er þarna um andlega þjálfun að ræða, í öðru lagi íþrótt og í þriðja lagi sjálfsvörn. Til marks um það hve karate- íþróttin er orðin vinsæl og út- breidd má nefna að á Ölympíu- Torfi Tómasson endnrkjörinn formaðnr Snndsambands íslands SUNDÞING Sundsambands Is- lands var haldið í Reykjavík 27. september s.l. Fulltrúar á þing- inu voru 17 frá 4 sambandsaðilum auk stjörnar. Þá voru gestir þingsins Gfsli Halldórsson, for- seti ISt, Sveinn Björnsson, vara- forseti tSl, og Hermann Guð- mundsson, framkvæmdastjóri tSl svo og sundfrömuðirnir Jón Páls- son og Jónas Halldórsson Afhending heiðursmerkja Formaður Sundsambandsins, Torfi Tómasson, afhenti þremur góðkunnum sundmönnum æðsta heiðursmerki SSl; voru þetta þeir Jón Pálsson og Jónas Halldórsson sundkennarar og landsliðsþjálfar- ar og Gísli Halldórsson forseti Iþróttasambands Islands, en þeir höfðu alhr átt merkisafmæli á ár- inu 1974. Skýrsla stjórnar. I skýrslu stjórnar kom fram að sundíþróttin er á leið upp úr þeim öldudal er hún féll í í lok ársins 1972 svo og 1973. Er nú mikil gróska meðal yngra sundfólksins, svo sem fjöldi unglingameta þeirra, sem sett voru á árinu sýn- ir. Voru alls sett 600 unglingamet og þar af setti Sonja Hreiðarsdótt- ir Ungmennafélagi Hjarðvíkur 14 met og Brynjólfur Björnsson Ár- manni 8 met; lofar þetta mjög góðu um framtíðina. Framúrskarandi árangur Þórunn- ar Alfreðsdóttur. Þórunn Alfreðsdóttir, Ægi, sem valin var „Sundmaður ársins 1974“ vann mörg mjög góð afrek á árinu og setti alls 11 íslandsmet, sem öll eru jafnframt stúlknamet því hún er aðeins 14 ára. Eru mörg met hennar mjög góð á al- þjóðamælikvarða og þá éinkum metið í 200 m flugsundi 2:29,65 mín. sem er aðeins 6/10 úr sek- úndu frá lágmarki SSl fyrir þátt- töku á Olýmpíuleikunum; er þessi árangur langbezta afrek sem fs- lensk stúlka hefur náð i sundi. Til viðbótar þessum 16 nietum Þórunnar voru á árinú sett 3 önn- ur Islandsmet; setti Vilborg Sverrisdóttir Sundfélagi Hafnar- fjarðar 1 met, Guðmundur Ólafs- son, sama félagi 1 met og sveit Ægis 1 met í boðsundi karla. Fjármál SSl eru afar erfið og var hallarekstur eitt ário enn og brýn nauðsyn að finna lausn á þessum vanda sérsambandanna, an þau eru hér flest undir sama hatti. Formaður :gat þessm að Sund- samband Norðurlanda hefði á þingi sínu í lok ágúst s.l. sam- þykkt að leggja niður norrænu sundkeppnina; höfðu tvö Norður- Torfi Tómasson, formaður Sund- samhands Islands. landanna, Noregur og Island, ver- ið þessu mótfallin en ekkert getað aðhafst. Þá var ákveðið á sama þingi að Unglingameistaramót Norðurlanda í sundi skyldi haldið í Reykjavík 9.—11. júlí á næsta sumri. önnur verkefni sundfólksins næsta sumar eru þátttaka í 8- landakeppninni, sem haldin verð- ur í Wales í júní byrjun, og Olym- píuleikarnir í Montreal. Hefur Þórunn Alfreðsdóttir þegar synt á tíma sem er aðeins 6/10 úr sek- úndu frá lágmarki því, sem Olym- píunefnd Islands hefur samþykkt f 200 m flugsundi, og er það von sambandsins að fleira sundfólk nái lágmörkum. A þinginu urðu nokkrar um- ræður um framkvæmd norrænu súndkeppninnar s.l. sumar, sem ekki þótti takast sem skyldi. Gerð- ar voru breytingar á sundreglum; lögð áhersla á að sem fyrst yrðu haldin námskeið fyrir þjálfara svo og dómáranámskeið. Þá urðu miklar umræður um mismun þá, sem fjölmiðlar gerðu honum ýmsu íþróttagreinum. Virtist nú svo komið, að engar fþróttir ættu upp á pallborðið nema knattleikirnir — nema ef vera mætti frjálsaríþróttir. Kom fram að ekki væri ætlun sund- áhugamanna að kasta neinni rýrð á aðrar greinar en sund, en segja mætti að undanfarið hefðu sund- fréttir ekki birst svo neinu næmi hjá fjölmiðlum þótt af nógu væri að taka af góðum árangri, fjöl- mennum mótum og mörgum ungl- ingametum, t.d. hefðu dagblöðin fengið send úrslit stærsta sund- Framhald á bls. 23 leikunum i Montreal verður hún kynnt og má búast við að hún verði þar með ólympíuíþrótt í ná- inni framtíð. Nú munu um 300 manns æfa karateíþróttina hérlendis, en æfingar í Reykjavík fara fram í húsnæði Júdófélags Reykjavíkur að Brautarholti 18, og er þar æft á miðvikudögum og föstudögum frá kl. 20.00—22.00. Einkunnarorð Karatefélags Islands eru eftirfar- andi: 1. Iþróttaiðkun 2. Þjálfun vináttu og skilnings 3. Að verða betri borgari og þegn. Leikjabók KKÍ komin út Leikjabók Körfuknatt- ieikssambands fslands er nú komin út. Hefur hún að geyma ýmsan fróðleik um körfuknatt- leik, annan en leikja- skrána sjálfa, eins og t.d. kynningu á stjórn og nefndum KKl, starfs- reglur nokkurra nefnda, reglugerð um körfu- knattleiksmót, úrslit landsleikja, úrslit í fs- landsmóti og bikar- keppni frá upphafi og fl. Akveðinn eintakafjöldi bókarinnar verður nú sendur út til allra aðildarfélaga KKl, en síðan verður bókin seld á leikstöðum, skrifstofu KKI og bókaverzlun Lárusar Blöndals. Kostar hún kr. 300,00. Þá hefur og verið gefin út kennslubók fyrir dómara á vegum dómaranefndar KKI, hin fyrsta sinnar tegundar hér á landi. Fjallar hún um dóm- tækni og samvinnu dómara og er prýdd mörgum skýringa- myndum. Á þessi bók tvímæla- laust eftir að verða dómurum mikil stoð og stytta. Verður bókin til sölu á skrifstofu KKI. Þá^ er árshappdrætti KKl í fullum gangi, en dregið verður í því 15. desember n.k. Útgefn- ir miðar eru 15.000 og eru fjöl- margir góðir ferðavinningar í boði, m.a. til Tyrklands og Kaupmannahafnar. Um 40% af miðunum eru seldir af félögunum sjálfum, en stjórn KKI sér um sölu hinna mið- anna. Eiga félögin að vera búin að gera full skil til KKI eigi síðar en mánudaginn 1. desember n.k.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.